Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 18
Helgarblað 13.–16. júní 201418 Fréttir „Það er þörf fyrir frjálslynt hægriafl“ n Rasistar ekki velkomnir í Viðreisn n Björt framtíð dugar ekki óánægðum sjálfstæðismönnum U m 170 manns mættu á undir­ búningsfund Viðreisnar, nýs stjórnmálaflokks, sem haldinn var á Grand Hótel á miðvikudaginn. „Á sólskins­ degi í miðjum júní kemur stór hóp­ ur fólks saman til þess að taka fyrstu skref á leið sem gæti orðið löng og ströng. Við ætlum að leggja okkar af mörkum,“ sagði Benedikt Jóhannes­ son, forsprakki hópsins, í ávarpi sínu þegar hann bauð fundarmenn vel­ komna. Benedikt er framkvæmdastjóri Talnakönnunar og fyrrverandi for­ maður Félags sjáfstæðra Evrópu­ manna. Honum blöskraði þegar stjórnarliðar kynntu áform sín um að slíta viðræðunum við Evrópusam­ bandið án þess að efna til þjóðarat­ kvæðagreiðslu líkt og lofað var fyrir kosningar. Undanfarna mánuði hefur hann, ásamt öðrum, unnið að stofn­ un nýs stjórnmálaflokks sem mun leggja áherslu á frjálslyndi, viðskipta­ frelsi og Evrópusamstarf. Augljós eftirspurn Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar létu sjá sig á fundinum, meðal annars há­ skólafólk og áhrifamenn úr viðskipta­ lífinu. DV náði tali af Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni þar sem hann beið í röð fyrir utan fundarsalinn. „Mér sýnist nú á öllu að það sé eftirspurn eftir nýjum flokki,“ sagði hann og bætti við: „Það er borð­ leggjandi að pólitíska landslagið er þannig að það er þörf fyrir frjálslynt hægriafl.“ Lögmaðurinn telur að undanfarin ár hafi Sjálfstæðisflokkurinn smám saman farið út af sporinu. Ýmis­ legt fleira en afstaðan í Evrópumál­ um geti greint nýja hægriflokkinn frá þeim gamla. „Svona stjórnmála­ flokkur gæti tekið upp mörg af þeim frjálslyndu stefnumálum Sjálfstæðis­ flokksins sem birtast í landsfundar­ ályktunum en er aldrei hrint í fram­ kvæmd. Frelsi í viðskiptum, afnám tolla, afnám hafta í innflutningi neyt­ endaafurða og svo framvegis. Þetta eru mál sem eru sett í landsfundar­ ályktanir til hátíðabrigða en koma aldrei til framkvæmda.“ Sveinn benti á að þegar Sjálfstæðis flokkurinn var krafinn um efndir á kosningaloforðum sínum um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópu­ sambandsmálið vísaði flokksforystan í landsfundarályktanir til að réttlæta slit á viðræðunum. „En landsfund eft­ ir landsfund hefur til dæmis staðið að það eigi að leggja niður ÁTVR án þess að því sé nokkurn tímann fylgt eft­ ir þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt fjármálaráðherra eftir fjármálaráð­ herra.“ Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bif­ röst og fyrrverandi formaður Samtaka atvinnulífsins, rabbaði stuttlega við blaðamann. Aðspurður hvers vegna hann teldi þörf á nýjum hægriflokki sagði hann: „Ég hef áhuga á Evrópu­ málunum og vil að það komist einhver niðurstaða í þau. Annars á það eftir að koma í ljós fyrir hvaða málefnum þessi flokkur mun berjast að öðru leyti.“ Eins og Björt framtíð Þótt Viðreisn sé enn sem komið er að miklu leyti óskrifað blað er ljóst hver grunnstefin í stefnu flokksins verða. Á vefsíðu Viðreisnar kemur meðal annars fram að stefnt sé að stöðugu efnahagslífi, fjölbreyttum atvinnu­ tækifærum, grósku í menningarlífi, hallalausum fjárlögum og verðmæta­ sköpun með hugviti og skynsamlegri nýtingu auðlinda. Þá þurfi að skil­ greina rétt allra til menntunar og heil­ brigðisþjónustu, ljúka samningavið­ ræðum við Evrópusambandið, fella niður gjaldeyrishöft og samkeppn­ ishindranir og tryggja frelsi, jafnrétti, lýðræði og jafnan atkvæðisrétt. Öll ofangreind markmið eru í takt við stefnu Bjartrar framtíðar sem leggur áherslu á frjálslyndi, opið markaðs­ og samkeppnisumhverfi á Íslandi, lok aðildarviðræðna við Evrópusambandið og fjölbreytta at­ vinnuhætti. Eftir að Benedikt hafði flutt ávarp sitt hófst stefnumótunarvinna þar sem gestum var skipt á borð eftir mála­ flokkum. Þá gafst blaðamanni tæki­ færi til að ræða stuttlega við Benedikt. Ekki kynnt sér Bjarta framtíð Aðspurður hver munurinn á Við­ reisninni og Bjartri framtíð væri svar­ aði Benedikt: „Ég verð að játa að ég þekki ekki Bjarta framtíð nægilega vel, en ég þekki hins vegar okkar stefnu. Við leggjum áherslu á einstaklinginn, hans framtak og að hér sé ekki nein mismunun af neinu tagi. Hins vegar sé ég að þau hafa unnið margt ágæt­ lega, til dæmis hvað varðar umræðu­ hefðina, en þar eru þau málefnalegri en margir. Hins vegar finnst mér að stundum mættu þau setja málefn­ in skýrar fram þannig að ég, sem hef mikinn áhuga á stjórnmálum, geti áttað mig betur á þeim.“ Í ljósi þess að Björt framtíð skil­ greinir sig sem frjálslyndan og Evrópusinnaðan miðjuflokk, hvers vegna vinnur Viðreisn ekki með Bjartri framtíð? „Það getur vel verið að við vinnum með þeim. Við eigum bara eftir að sjá hvernig málin þró­ ast.“ En kom aldrei til álita hjá hópn­ um sem stendur að baki Viðreisninni að ganga í Bjarta framtíð og vinna að sínum málum þar? „Ekki hjá mér að minnsta kosti,“ svaraði Benedikt og bætti því við að honum sýndust áherslur Bjartrar framtíðar vera aðrar en sínar. Björt framtíð sé frjálslyndur miðjuflokkur en Viðreisn verði líklega frekar frjálslyndur hægriflokkur. Ekkert sameiginlegt með Breivik Benedikt sagðist þó telja flokkunina í hægri og vinstri villandi. „Ég hef ekki alveg trú á þessari röðun í hægri og vinstri, ég held að að mörgu leyti eigi hún ekki við. Ég á til dæmis ekkert sameiginlegt með manni sem er kall­ aður öfgahægrimaður, heitir Breivik og býr í Noregi, ekki nokkurn skap­ aðan hlut. En frjálslyndi lýsir mínum skoðunum vel,“ sagði hann og benti á að oftast er málum betur fyrir kom­ ið hjá einstaklingum en ríkinu. „Ríkið er hins vegar nauðsynlegt því einstak­ lingar hafa ekki kraft til alls. Suma hluti munum við eðli málsins sam­ kvæmt alltaf gera saman.“ En hvað finnst stofnanda Við­ reisnar um skattamál, á ríkisvaldið að jafna kjör fólks í gegnum skattkerfið með stighækkandi skattheimtu? „Ég held að betra sé að menn líti á skatt­ kerfið sem tekjustofn. Ég held að það leiði til meiri afraksturs hjá ríkinu.“ Rasistar ekki velkomnir Benedikt sagði sig fyrst og fremst úr Sjálfstæðisflokknum vegna áform­ anna um að slíta aðildarviðræðun­ um við Evrópusambandið án undan­ genginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Fleira spilaði þó inn í og hafði Bene­ dikt verið óánægður með ýmis­ legt innan flokksins. „Svo er það til­ finningin sem fólk hefur, að það séu menn sem stjórni á bak við tjöldin. Hvort sem það er nú rétt eða ekki, þá er það ekki hollt fyrir neinn flokk.“ Í ljósi þeirrar umræðu sem hef­ ur skapast um rasisma og þjóðernis­ hyggju í kringum borgarstjórnar­ kosningarnar fannst blaðamanni rétt að spyrja Benedikt um afstöðu hans í þeim efnum. Mun Viðreisnin loka dyrunum fyrir hörðum þjóðernissinn­ um og þeim sem ala á andúð gagnvart útlendingum? „Já, ég er mjög á móti slíku og tel slíkt afar ógeðfellt.“ Get­ urðu hugsað þér að hvetja slíkt fólk hér og nú til að halda sig utan við mál­ efnastarf Viðreisnar? „Já. Þetta er ekki öfgahægriflokkur að neinu leyti. Þetta er frjálslyndur flokkur fyrir umburðar­ lynt fólk,“ sagði Benedikt að lokum. n „Ég verð að játa að ég þekki ekki Bjarta framtíð nægilega vel Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Rabbað Benedikt Jóhannesson spjallar við Vilhjálm Egilsson. Ýmsir áhrifamenn úr viðskiptalífinu létu sjá sig. MyndiR SigtRygguR ARi Ávarp Benedikt Jóhannesson, forsprakki Viðreisnar, flutti ávarp áður en málefnastarf hófst. Fólk streymdi að Um 170 manns létu sjá sig á undirbúningsfundi Viðreisnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.