Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 26
Helgarblað 13.–16. júní 201426 Fréttir Erlent Vilja loka fyrir Pirate Bay Ný samtök í Noregi gegn ólöglegu niðurhali á netinu ætla að fara fram á það við norska dómstóla að lögbann verði sett á skráarskipta- síðuna Pirate Bay. Gangi þetta eftir munu norskir netnotendur ekki geta heimsótt vefsíðuna. Sam- kvæmt nýjum höfundarréttarlög- um sem tóku gildi í Noregi síðasta sumar geta eigendur höfundar- réttarvarins efnis farið fram á það við norsk netfyrirtæki að lokað verði fyrir aðgang að vefsíðum sem veita aðgang að höfundar- réttarvörðu efni. Samtökin hafa þegar farið fram á það við Telenor, eitt stærsta netþjónustufyrirtæki Noregs, að lokað verði fyrir aðgang að Pirate Bay, en fyrirtækið hefur neitað að verða við þeirri beiðni nema það verið skikkað til þess af norskum dómstólum. Næsta skref er því að leita til dómstóla. Ísland eitt mesta múslimaríki heims n Hagfræðidoktor mældi hvaða lönd starfa mest í anda Kóransins S amkvæmt Hossein Askari, prófessor í alþjóðlegum viðskiptum við George Washington-háskóla í Bandaríkjunum, er Ísland meðal þeirra landa í heiminum sem fer mest eftir kennisetningu Kór- ansins. Réttara sagt er Ísland í fjórða sæti á heimsvísu á svokallaðri vísi- tölu íslams sem prófessorinn gerði við fræðistörf sín. Skilgreining Ask- ari á hversu íslömsk ríki eru felst þó ekki í heiðursmorðum, sjálfsmorðs- sprengjuárásum, barngiftingum eða öðru sem tengt hefur verið við trúarbrögðin í seinni tíð. Gengur vísitalan út á hversu vel hvert land uppfyllir að hans mati hugmyndir íslams um meðal annars heiðarlega og réttláta stjórnsýslu, varðveislu réttindi borgara sem og jöfnuð í samfélaginu. Askari er íranskur að uppruna en hefur alla sína starfsævi búið á Vesturlöndum. Hann er með doktorsgráðu í hagfræði frá MIT og starfaði lengi hjá Alþjóðabank- anum. Vestræn lýðræðisríki rað- ast efst á listann en efsta ríkið þar sem múslimar eru í meirihluta er Malasía, í 37. sæti. Ójöfnuður óíslamskur Í viðtali við BBC World Service á dögunum skýrði Askari betur hvað hann ætti við með íslömsku vísi- tölunni. „Ef að land eða samfélag sýnir einkenni svo sem ólýðræði, spillingu, harðræði og óréttlæti, eða mismuni frammi fyrir dómstólum, eða skort á valfrelsi, eða ríkidæmi hliðina á fátækt, þá er það að órann- sökuðu máli ekki íslamskt samfélag. Íslam er, og hefur verið, framsögn um alhliða ást Allah á sköpun sinni. Íslam snýst um sameiningu sköp- unar Allah og framþróunar henn- ar,“ skýrði Askari. Benti hann á kald- hæðnina sem fælist í því að lönd þar sem íslam er ríkistrú röðuðust í flestum tilvikum mjög neðarlega á vísitölunni. Trúarbrögð stjórnunartæki Telur Askari að mörg þau ríki, hvort sem þau séu íslamstrúar eður ei, sem raðast neðst á vísitölunni reyni að nota trúarbrögð sem stjórnunar- tæki en ekki raunverulega hug- myndafræði. „Ef þú skoðar mörg þessi lönd, til að mynda í Mið- Austur löndum, sem telja sig, að eig- in mati, vera mjög trúuð þá sést að trúarbrögð eru oft notuð af ólýð- ræðislegum og spilltum löndum til að gefa stjórninni ímynd lögmæt- is. Með öðrum orðum þá eru trúar- brögð valdatæki. Þeir hvetja al- menning ekki til að skoða Kóraninn rækilega og mynda sér sína eigin skoðun,“ segir prófessorinn. Bendir hann á að til að mynda í tilfelli íslam þá sé það mjög skýrt í Kóraninum að þeir sem stjórni skulu vera valdir af fólkinu. Mannréttindi grundvallaratriði Segir Askari að sömuleiðis sé virðing fyrir almennum mannréttindum eitt helsta grundvallaratriði íslam og sé kveðið á um það, líkt og lýðræði, með mjög skýrum hætti í Kóranin- um. „Það eru ákveðnir hlutir sem íslömsk ríki eiga að gera. Við litum til að mynda á stjórnsýslu við gerð vísitölunnar, það er að segja lög og þess háttar. Við litum líka til mann- réttinda þar sem þau eru algjört grundvallaratriði í íslam. Spámað- urinn sagði að á dómsdag myndi kúgarinn, sá sem er undirokaður, og hlutlausi áhorfandinn vera dæmd- ir. Kúgarinn fyrir sína glæpi, þeir sem væru undirokaðir fyrir að hafa ekki barist gegn kúgaranum, og sá sem stendur til hliðar fyrir að hafa ekkert gert,“ svaraði Askari spurður af fréttamanni BBC um tengingu ís- lam og mannréttinda. n „Það eru ákveðnir hlutir sem íslömsk ríki eiga að gera Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Topp tíu 1 Nýja-Sjáland 2 Lúxemborg 3 Írland 4 Ísland 5 Finnland 6 Danmörk 7 Kanada 8 Bretland 9 Ástralía 10 Holland Íslam Samkvæmt Askari er Ísland meðal þeirra landa í heiminum þar sem samfélagið er mest í anda Kóransins. Doktor í hagfræði Hossein Askari gerði vísitölu þar sem löndum heimsins er raðað eftir því að hvaða marki þau fara að kennisetningu íslamstrúar. Fjöldamorðingi laus úr haldi Sænska fjöldamorðingjanum Mattias Flink hefur verið sleppt úr haldi, tuttugu árum eftir að hann hóf afplánun fyrir morð á sjö einstaklingum. Flink var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1994, en hann skaut sjö manns til bana og særði þrjá til viðbótar í nágrenni Dalregementet þar sem hann var liðsforingi í hernum. Skömmu áður hafði hann rifist heiftarlega við kærustu sína, en þegar hann framdi verknaðinn var hann undir miklum áhrifum eiturlyfja. Alls skaut Flink 51 skoti og létust fimm konur og tveir karlar á aldrinum 20 til 35 ára í árásinni sem framin var í miðbæ Dalregementet. Í síð- ustu viku, eftir að hafa afplánað tvo þriðju hluta dómsins, var Flink veitt reynslulausn. Braut gegn fjölda barna Tuttugu og eins árs karlmaður hefur verið ákærður í Svíþjóð fyrir kynferðisbrot gegn þrett- án ungum börnum. Maðurinn var í starfsnámi á dagheim- ili sem er í borginni Kalmar þegar hann framdi brotin. Grunur leikur á að maður- inn hafi nauðgað börnum á dagheimilinu, tekið myndir af gjörðum sínum og deilt þeim á netinu. Hann hóf störf hinn 27. janúar síðastliðinn. Að sögn saksóknara í málinu, Lindu Caneus, leikur grunur á að hann hafi framið fyrsta brot- ið sama dag og hann byrjaði að vinna á dagheimilinu. Við húsleit á heimili hans fundust um 300 myndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klám- fenginn hátt og fjöldi mynd- skeiða. Talið er að hann hafi deilt myndunum áfram, meðal annars með samskiptaforritinu Skype. Meirihluti barnanna sem brotin beindust gegn voru á aldrinum tveggja til sex ára. Óttast blóðug átök vegna Boko haram Hryðjuverkasamtökin hafa tekið fleiri stúlkur Þ rátt fyrir aðstoð frá alþjóða- samfélaginu hefur nígerískum yfirvöldum ekki tekist að hafa uppi á hópi ungra kvenna, alls 200 stúlkum, sem íslömsku öfga- samtökin, Boko haram, rændu fyrir rúmum tveimur mánuðum. Það sem meira er, samtökin rændu um liðna helgi tuttugu konum. Ekkert hefur til kvennanna spurst síðan um helgina en vitni segja Boko haram-samtökin bera ábyrgðina og fylgdust með þegar stúlkurnar voru settar inn í flutningabíla og reknar á brott. Hópur manna kom inn í þorp, Garkin Fulani, í norðausturhluta Níg eríu, vopnaður byssum og sveðj- um. Konurnar eru hluti af Fulani- ættbálknum sem er hópur hirðingja. Konurnar voru ekki í skóla eða á heimavist, heldur aðeins á heim- ilum sínum í þorpinu. Þrír menn sem reyndu að verjast hryðjuverka- mönnunum voru einnig handsam- aðir. Nígerísk stjórnvöld virðast standa ráðalaus frammi fyrir Boko haram og skæruhernaði samtak- anna. Óttast er að þetta sé korn- ið sem fyllti mælinn hjá stjórnvöld- um sem hefji nú hernaðaraðgerðir gegn Boko haram. Það gæti þýtt allsherjar stríðsátök í ríkinu, sem nú þegar glímir við alvarleg efnahagsleg vandamál sem og óstöðugt stjórn- málaástand. Boko haram vilja koma á íslömsku öfgaríki í Nígeríu og eru alfarið á móti því sem þeir kalla vest- ræn áhrif. Þeir telja menntun kvenna vera hluta af slíkum áhrifum og telja það vera í sínum verkahring að koma í veg fyrir það. Aðgerðir þeirra verða sífellt alvarlegri og gætir stöðugt meira ofbeldis af hendi þeirra. Kon- urnar sem falla í hendur þeirra eru oft seldar til eiginmanna eða neydd- ar í þrældóm. n astasigrun@dv.is Skilið stúlkunum okkar Það hefur tekið óralangan tíma að koma stúlkunum heim. Nígerísk stjórnvöld sæta mikilli gagnrýni vegna málsins en alþjóðasamfélagið óttast að þrýstingurinn verði til þess að til stríðsátaka komi milli Boko haram og nígeríska stjórnarhersins. MynD ReuTeRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.