Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Side 51
Helgarblað 13.–16. júní 2014 Sport 51 HM-veislan fer á fullt um helgina N ú reynir á allt liðið. Hand- bolti er liðsíþrótt og það er liðsheildin sem klár- ar verkefnið.“ Þetta segir íþróttafréttamaðurinn og handboltamaðurinn fyrrverandi, Guðjón Guðmundsson, í samtali við DV. Íslendingar mæta á sunnu- dag Bosníumönnum í síðari leikn- um um laust sæti á HM í handbolta í janúar. Liðin áttust við í Sarajevó síðastliðinn laugardag þar sem Bosníumenn höfðu eins marks sigur. Sigurinn hefði getað orðið stærri en Íslendingum tókst að rétta úr kútnum á síðustu mínút- um leiksins, eftir kaflaskiptan síð- ari hálfleik. Bosníumenn unnu síðasta korterið í leiknum 10-5, þar sem Íslendingum tókst ekki að finna svör við framliggjandi vörn heima- manna, sem klipptu leikstjórnand- ann Snorra Stein Guðjónsson úr umferð. Það er eitthvað sem Aron og lærisveinar verða að búa sig bet- ur undir fyrir síðari leikinn. Ísland skoraði 32 mörk, sem er gott á úti- velli, en liðið á ekki að þurfa að fá á sig 33 mörk. Vörnin og markvarslan var slök eins og 72 prósent skotnýt- ing heimamanna ber vitni um. Sér- staklega var varnarleikurinn slakur í síðari hálfleik. Þreyta? Alexander Petersson er kom- inn aftur í landsliðið og átti flott- an leik í Bosníu. Hann skoraði sjö mörk en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson skor- uðu sex mörk hvor. Íslenska vörn- in réði illa við skyttuna Nikola Prce, sem skoraði 11 mörk úr 14 skot- um. Hann þarf að stöðva fyrir leik- inn í höllinni á sunnudag. Guðjón segir að liðið hafi misst dampinn í leiknum, og góða forystu, á örfáum mínútum. „Hvers vegna? Líkleg- asta skýringin er að menn hafi ver- ið orðnir þreyttir. Þar af leiðandi er einbeitingin ekki eins mikil,“ segir hann. Ekkert gefið Guðjón segir að það vilji stund- um loða við að íslenskir fjölmiðlar gefi sér fyrirfram að andstæðingar Íslands á handboltavellinum séu slakari en þeir eru. Að sigrar eigi að vinnast. „Þetta slævir oft hugann og almenning og menn gera sér rang- hugmyndir um andstæðingana.“ Hann bendir á að lið Bosníu sé afar vel mannað; þar leiki menn sem spili með nokkrum af öflugustu fé- lagsliðum í Evrópu. Í þessu sé því ekkert gefið. Hann vill þó meina að íslenska liðið sé sterkara og eigi að hafa betur í einvíginu, ef það leiki af fullum styrk. Úrslitin í Sarajevó hafi ekki verið eins slæm og ætla mætti. Hann hefði getað farið mun verr. Hann á von á því að Aron Pálmars- son byrji leikinn að hluta en segir að þátttaka hans muni engin úr- slitaáhrif hafa. „Hann er hluti af liðinu og það er liðið sem vinnur eða tapar leiknum. Enginn einstak- lingur gerir það.“ Stuðningur áhorfenda geti ráðið úrslitum Aron Kristjánsson mun að líkind- um freista þess í vikunni að bæta varnarleikinn, sem og að finna svör við framliggjandi varnarafbrigði Bosníumanna. Guðjón segir að varnarleikurinn á sunnudag þurfi að vera mun betri en úti í Sarajevó. Hægara sé hins vegar um að tala en í að komast. Ekkert gerist af sjálfu sér. „Menn eru að ljúka erfiðri leik- tíð og eru þreyttir. En það gildir líka um Bosníumenn. Menn verða að vakna til lífsins í varnarleiknum.“ Guðjón gengur svo langt að segja að stuðningur áhorfenda, og það andrúmsloft sem þeir skapi, geti beinlínis ráðið úrslitum á sunnu- dag. En hvernig heldur hann að einvígið fari? „Ég spái íslenskum sigri. Við vinnum Bosníumenn en við þurfum líka að byrja leikinn vel. Ég á von á því að leikurinn verði spennandi framan af en ég held að við séum með sterkara lið og við munum landa sigri.“ n Einum leik frá HM n Íslendingar mega ekki misstíga sig n Áhorfendur geta ráðið úrslitum Þokkalega bjartsýnn Guðjón hefur trú á íslenskum sigri en segir að stuðningur áhorfenda geti ráðið úrslitum. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Þetta slævir oft hugann og al- menning og menn gera sér ranghugmyndir um andstæðingana. Mikilvægur í sókninni Sóknarleikur Íslands riðlaðist þegar Snorri Steinn Guðjónsson var klipptur út úr spilinu. Finna þarf lausnir við því. Æsispennandi viðureignir Stórþjóð í handbolta missir af HM Sex af átta einvígum um laus sæti á HM í handbolta í Katar á næsta ári eru æsispennandi. Í fyrri umferðinni voru að- eins tvenn afgerandi úrslit, þar sem segja má að úrslitin séu svo gott sem ráðin. Ungverjar unnu Slóvena með þremur mörkum á heimavelli í hörkuleik í Vesprém í Ungverjalandi. Slóvenar gætu vel gert Ungverjum skráveifu á sínum heimavelli í síðari leiknum. Svartfellingar unnu nauman eins marks heimasigur á Hvít-Rússum og eiga eftir að fara til Minsk. Siarhei Rutenka skoraði níu mörk fyrir Hvít-Rússa. Svart- fellingar þurfa að stoppa hann ef þeir ætla að komast áfram. Patrekur Jóhannesson stýrði Austurrík- ismönnum til sigurs gegn Noregi í fyrri leik liðanna á laugardag. Liðin eigast aftur við í Noregi og þar þurfa heimamenn að vinna upp tveggja marka tap. Búast má við háspennuleik. Grikkir og Makedóníumenn áttust við í Grikklandi. Makedóníumenn unnu með tveimur mörkum. Þeir eru alla jafna mjög erfiðir heim að sækja. Það verður því að teljast ólíklegt að Grikkir spili á HM í janúar. Athyglisverðasta viðureignin í þessu umspili eru leikir Póllands og Þýskalands. Pólverjar unnu með eins marks mun á heimavelli og munu leggja allt í sölurnar í Þýskalandi. Það verður mikið áfall fyrir þá þjóð sem ekki kemst áfram úr þessu einvígi, enda báðar stórþjóðir á hand- boltavellinum. Serbar unnu átta marka sigur á Tékkum á heimavelli; 23:15. Á sama tíma unnu Rússar Litháen með sama mun. Það verður erfitt fyrir þessar þjóðir að snúa við taflinu. Sigur gegn Noregi Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu unnu nauman tveggja marka sigur gegn Noregi. Liðin mætast að nýju um helgina í Noregi þar sem seinni leikurinn fer fram. Hörkuleikir Freyr spáir því að jafntefli verði niðurstaðan í stórleikjum Spánverja og Hollendinga og Ítala og Englendinga. MyNd SiGtryGGur Ari Næstu leikir: 17. júní Þriðjudagur H-riðill Belgía – Alsír 16.00 A-riðill Brasilía – Mexíkó 19.00 H-riðill Rússland – Suður-Kórea 21.00 18. júní Miðvikudagur B-riðill Ástralía – Holland 16.00 B-riðill Spánn – Chile 19.00 A-riðill Kamerún – Króatía 21.00 19. júní Fimmtudagur C-riðill Kólumbía – Fílab.strönd 16.00 D-riðill Úrúgvæ – England 19.00 C-riðill Japan – Grikkland 22.00 20. júní Föstudagur D-riðill Ítalía – Kosta Ríka 16.00 E-riðill Sviss – Frakkland 19.00 E-riðill Hondúras – Ekvador 21.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.