Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Page 2
Helgarblað 20.–23. júní 20142 Fréttir
Sex milljóna hagnaður
Landeigendur Reykjahlíðar byrjaðir að rukka fyrir aðgang að ferðamannastöðum
L
andeigendafélag eigenda
jarðarinnar Reykjahlíðar
skilaði rúmlega 6,5 milljóna
hagnaði árið 2012. Um var
að ræða gengishagnað vegna leið-
réttingar á lánum félagsins. Fé-
lagið skilaði rúmlega 19 milljóna
króna hagnaði árið á undan, 2011,
og var sá hagnaður tilkominn út af
lánaleiðréttingum og gengismun
hjá félaginu.
Á fimmtudag var greint frá
því að félagið, sem heitir Land-
eigendur Reykjahlíðar ehf., hefði
byrjað að rukka ferðamenn um
800 krónur fyrir að skoða Leir-
hnúka við Kröflu og hverina
austan við Námaskarð. Gjaldtak-
an er birtingarmynd deilna og um-
ræðna sem komið hafa upp á síð-
ustu árum og mánuðum um hvort
gjaldtaka við slíka ferðamanna-
staði, og einnig og sérstaklega
Gullfoss og Geysi, sé eðlileg og
æskileg.
Landeigendafélagið er ekki
vel statt, á móti tæplega 30 millj-
óna króna eignum eru skuldir
upp á rúmlega sömu upphæð, og
er eiginfjárstaða félagsins því nei-
kvæð. Félagið er því rekið í kring-
um núllið. Með gjaldtökunni sem
hófst á fimmtudaginn má ætla að
staða félagsins vænkist nokkuð.
Stærsti eigandi félagsins heit-
ir Guðrún María Valgeirsdóttir og
á hún 25 prósent í félaginu. Næst-
stærstu hluthafar eru börn og kona
Ólafs H. Jónssonar, sem er tals-
maður Landeigendafélagsins, en
þau eiga nærri 17 prósenta hlut. n
ingi@dv.is
Hannes átti hundrað
milljóna Bugatti-bíl
n Skráður í Lúxemborg, notaður í Courchevel n Flókið net eignarhaldsfélaga
H
annes Smárason fjárfest-
ir átti árið 2011 Bugatti-
sportbíl sem kostar um
það bil eina milljón evra,
um 155 milljónir króna,
en selst notaður fyrir rúmar hund-
rað milljónir króna. Bíll Hannes-
ar var af gerðinni Bugatti Veyron
6.064. Hannes keypti bílinn árið
2007 og hefur átt hann æ síðan, að
minnsta kosti til ársins 2011, en
gögnin sem DV hefur undir hönd-
um um bílinn eru frá því ári.
Skráður í Lúxemborg
Bíll Hannesar er skráður í Lúxem-
borg þar sem Hannes hefur einnig
verið skráður til heimilis. Bílinn
hefur hann meðal annars notað
vegna umsvifa sinna á meginlandi
Evrópu en hann átti, í gegnum
flókið net eignarhaldsfélaga sem
náði til nokkurra landa og endaði í
Panama, meðal annars skíðaskála
í Courchevel í Frönsku ölpunum
í félagi við fjárfestinn Magnús Ár-
mann. Hannes hefur neitað því að
hafa átt skálann en sagðist hins
vegar hafa komið að rekstri hans.
DV hafði hins vegar öruggar heim-
ildir fyrir eignarhaldinu og Magn-
ús Ármann sá ekki tilefni til að
neita því.
Lítið keyrður
Bugatti-bíll Hannesar hafði ekki
verið mikið keyrður árið 2010,
einungis tæpa fjögur þúsund kíló-
metra, enda eru slíkir bílar ekki
notaðir hversdags að öllu jöfnu
heldur á tyllidögum. Liturinn á
bílnum er skilgreindur sem „Black
Pearl/ Titanium Grey Metallic“.
DV hefur ekki heimildir fyrir því
hvort bíllinn hafi verið seldur eft-
ir að þessar upplýsingar um hann
lágu fyrir. Á myndum af bílnum
sem DV hefur undir höndum, sem
teknar voru af bílnum fyrir utan
skíðaskálann í Courchevel, sést að
hann var í góðu standi á þessum
tíma. Þeir sem skoðuðu bílinn fyr-
ir Hannes hjá Bugatti í Molsheim
í Frakklandi fundu heldur ekki
mikið að honum, einungis dálitl-
ar rispur á stuðurum og handaför
á leðri á sætunum og fleira smá-
vægilegt. Þótt bíllinn sé lítið not-
aður jafngildir verðið á honum
hins vegar stærsta og fínasta ein-
býlishúsi sem hægt er að kaupa á
Íslandi.
Sjaldan í Courchevel
Miðað við hversu bíllinn var keyrð-
ur lítið hefur hann líklega bara stað-
ið óhreyfður að mestu síðastliðin
ár enda hefur Hannes ekki ver-
ið í Courchevel nema endrum og
eins síðastliðin ár. Hann hefur ver-
ið búsettur í London og Barcelona
en er nú fluttur til Bandaríkjanna
þar sem hann starfar fyrir fyrirtæk-
ið NextCodeHealth sem er í eigu
eiganda deCode, lyfjaþróunarfyr-
irtækisins Amgen.
Líkt og DV hefur greint frá þá
leigðu Hannes og Magnús skíða-
skálann í Courcevel út stóran hluta
ársins en notuðu hann ekki sjálfir
nema endrum og eins. Þá greindi
DV frá því að þeir hefðu reynt að
selja skíðaskálann en án árangurs.
Hannes hefur verið ákærður
af embætti sérstaks saksóknara í
millifærslumálinu hjá FL Group
sem verið hefur til umfjöllunar í
fjölmiðlum frá árinu 2005. Héraðs-
dómur vísaði málinu frá en Hæsti-
réttur Íslands vísaði því aftur heim
í hérað í apríl þar sem það bíður
efnismeðferðar. n
„Bíll Hannesar var
af gerðinni Bugatti
Veyron 6.064.
Keypti
bíl sem
kostar
milljón
evrur
Hannes
Smárason
keypti bíl
fyrir hrun
sem kostar
um milljón
evrur en
um er að ræða
Bugatti-
sportbíl.
Lítið keyrður Bugatti-bíll Hannesar hafði einungis verið keyrður tæplega 4.000
kílómetra árið 2011 en hann keypti hann árið 2007. Myndin er af sams konar bíl og
Hannes átti. mynd wiKipedia
Rukka ferðamenn Landeigendur
Reykjahlíðar, austan Mývatns, hafa byrjað
að rukka ferðamenn um 800 krónur fyrir að
skoða tvo ferðamannastaði.
Voru vinir
hins látna
Mennirnir sem sitja í gæsluvarð-
haldi og eru grunaðir um líkams-
árás á Hvammstanga aðfaranótt
síðastliðins laugardags voru allir
vinir fórnarlambsins. Tveir þeirra
voru leystir úr haldi á fimmtudag.
Maðurinn hét Tomas Grzegorz
Krzeczkowski og lést á miðviku-
dag á gjörgæsludeild Landspítal-
ans þar sem honum hafði verið
haldið sofandi í öndunarvél. Í til-
kynningu frá Lögreglunni á Akur-
eyri á fimmtudag segir að Tomas
hafi hlotið þungt höfuðhögg með
þeim afleiðingum að höfuðkúpan
brotnaði og blæddi inn á heilann.
Að sögn Magnúsar Magnús-
sonar, sóknarprests á Hvamms-
tanga, voru mennirnir tveir, sem
sitja nú í gæsluvarðhald til 22.
júní, báðir vinir Tomasar. Magn-
ús segist ekki vita til þess að Tom-
as hafi átt fjölskyldu hér á landi
en hann hafði búið og unnið á
Hvammstanga um árabil. Hann
segir mennina sem voru tekn-
ir í gæsluvarðhald, sem allir
eru af erlendum uppruna, hafi
sömuleiðis búið um nokkurt
skeið á Hvammstanga.
Ekki liggur ljóst fyrir hvað átti
sér nákvæmlega stað en sam-
kvæmt heimildum DV höfðu
Tomas og mennirnir sem voru
teknir í gæsluvarðhald verið við
gleðskap í heimahúsi á föstu-
dagskvöldi og fram á aðfaranótt
laugardags. DV hefur heimildir
fyrir því að nokkur háreysti hafi
borist úr íbúðinni um nóttina.
Herma heimildir DV auk þess
að daginn eftir gleðskapinn hafi
verið komið að Tomas þar sem
hann lá einn í íbúðinni meðvit-
undarlaus og í kjölfar þess ver-
ið hringt í Neyðarlínuna. Í svari
Lögreglunnar á Akureyri vegna
fyrirspurnar DV kemur fram að
hringt hafi verið í Neyðarlínuna
klukkan 17.36 á laugardaginn og
í framhaldi af því hafi Tomas ver-
ið fluttur á Landspítalann. Það er
ekki fyrr en klukkan 21.22 þann
sama dag sem lögreglunni er til-
kynnt um málið af lækni á gjör-
gæsludeild. Mennirnir eru svo
handteknir daginn eftir og eftir
því sem DV kemst næst var einn
mannanna í vinnu er lögreglan
kom að sækja hann. Mennirnir
eru á öllum aldri, sá yngsti er um
tvítugt en sá elsti á sextugsaldri.