Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Qupperneq 4
4 Fréttir Helgarblað 20.–23. júní 2014 Fjölbreyttar vörur í öllum litum fyrir bæjarhátíðina! FAXAFEN 11 • 108 REykjAvík • 534-0534 Leystir undan þagnarskyldu Frumvarp til stjórnsýslulaga bíður þess að vera lagt fram L agafrumvarp sem legið hef- ur fyrir tilbúið síðan í fyrravor leysir starfsmenn ríkisins undan þagnarskyldu ef þeir hafa vitneskju um að lögbrot hafi verið framin í starfi hins opinbera. Um er að ræða lagafrumvarp um breytingar á stjórnsýslulögum. Frumvarpið er niðurstaða í ferli sem hófst árið 2010 þegar Alþingi samþykkti þingsályktun um að Ís- land skapi sér afgerandi sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upp- lýsingafrelsis. Eitt af lykilatriðun- um á bak við þá hugmynd var að tryggja vernd heimildarmanna og afhjúpenda. Frumvarpið var svo unnið í kjöl- farið og sagði Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson í janúar á þessu ári að frumvarpið yrði lagt fram á næstu vikum: „Því er til að svara að ég hyggst leggja fram á næstu vik- um frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993 …“ sagði Sigmundur Davíð. Frumvarp- ið hefur hins vegar ekki verið lagt fram enn. Í frumvarpinu er ákvæði þess efnis að ekki sé hægt að refsa op- inberum starfsmönnum sem koma upplýsingum um lögbrot til þar til bærra aðila. Ef frumvarpið yrði lagt fram og gert að lögum þá gæti það auðveldað starfsmönnum hins op- inbera að tjá sig um lekamálið svo- kallaða, það er að segja þeim sem hafa vitneskju um málið og hvern- ig upplýsingum um Tony Omos var komið til fjölmiðla. Fyrir liggur að einn starfsmaður innanríkisráðu- neytisins liggur undir grun í mál- inu en hann er talinn hafa komið minnisblaðinu til fjölmiðla. n ingi@dv.is Afskrifuðu 35 milljónir hjá hvalveiðifyrirtæki Gunnar Jónsson segir hrefnuveiðarnar ganga illa K röfuhafar hvalveiðifyrirtæk- isins Hrafnreyður ehf. af- skrifuðu tæplega 35 milljón- ir af kröfum sínum á hendur því í kjölfar gjaldþrots þess. Fyrirtækið var í eigu Gunnars Berg- manns Jónssonar og var það úrskurð- að gjaldþrota í fyrrahaust. Skiptum á fyrirtækinu lauk í byrjun apríl á þessu ári og voru skiptalokin auglýst í Lög- birtingablaðinu. Engar eignir fund- ust í búinu. Samkvæmt síðasta birta ársreikn- ingi Hrafnreyðar ehf., árið 2011, nam tap félagsins á því ári rúmum 16 milljónum króna og eigið fé þess nei- kvætt um tæpar 16 milljónir króna. Eignirnar námu aðeins tæpum 17 milljónum en skuldirnar rúmlega 32. Því var nokkuð ljóst hvert stefndi. Annað félag eignaðist skipið Fyrirtækið, sem skipti um nafn og hét Fanber ehf. undir lokin, átti eitt hvalveiðiskip sem bar sama nafn og fyrirtækið, Hrafnreyður KÓ-100. Athygli vekur að í lok nóvember 2012 eignaðist annað félag, IP-Útgerð, hr- efnuveiðiskipið en það fyrirtæki er í eigu eiginkonu Gunnar Bergmanns Jónssonar. Í lok árs 2011 var þetta skip stærsta einstaka eign félags- ins og var þá bókfært á rúmar fimm milljónir króna ásamt búnaði. Hrefnuveiðiskipið hefur svo ver- ið gert út í því félagi og var meðal annars við hrefnuveiðar í Skagafirði í fyrrasumar þegar Fiskifréttir náðu tali af Gunnari. Þá höfðu veiðst tvær hrefnur sem landað hafði verið á Siglufirði og leitaði áhöfnin að fleiri dýrum. „Hrafnreyður er kominn aft- ur á miðin en var ekki búinn að fá neitt þegar ég heyrði í skipstjóran- um fyrir skömmu. Hann var aftur á móti búinn að heyra um nokkur dýr norðan við Málmey og var á siglingu þangað.“ Selt á sex milljónir Gunnar segir aðspurður að skip- ið Hrafnreyður hafi verið selt til IP- útgerðar ehf. á um sex milljónir króna. Hann segir að skipið hafi ver- ið selt áður en Hrafnreyður ehf. fór á hausinn. „Það var búið að ganga frá sölunni áður. Þetta fór samt inn í þrotabúið: Skiptastjórinn vissi af þessu,“ segir Gunnar og bætir við að kaupverðið hafi meðal annars verið greitt með yfirtöku skulda upp á um þrjár milljónir við Landsbankann. Mikil fækkun dýra Aðspurður af hverju fyrirtækið hafi orðið gjaldþrota segir Gunnar Berg- mann að hrefnuveiðarnar hafi gengið illa. „Þetta er bara búið að ganga rosa- lega erfiðlega með hrefnuveiðarn- ar síðastliðin þrjú ár. Það er kannski verið að fara þrjá eða fjóra róðra fyr- ir hverja hrefnu. Það gæti verið fækk- un á hrefnu á þessum slóðum í kring- um Ísland, makríllinn gæti spilað inn í, kannski heitari sjór, en einhverjar ástæður hafa leitt til þessarar miklu fækkunar á hrefnu. Hér áður fyrr var þetta þannig að menn gengu að því, nánast í áskrift, að veiða eitt eða jafnvel tvö dýr í hverjum róðri. Þetta er bara langstærsta vandamálið við þessar veiðar,“ segir hann. Ósjálfbærar veiðar Gunnar segir að samhliða þessu vandamáli þá hafi verið reynt að hækka verðið á hrefnukjötinu en allt kjöt af skepnunum sem fyrir- tæki Gunnars veiðir fer á innan- landsmarkað. Í fyrra veiddi fyrirtæki Gunnars 29 hrefnur af þeim 38 sem veiddar voru hér við land. „Á móti hefur verið reynt að hækka verðið á þessu en það bara hefur ekki geng- ið: Þetta er ekki vara sem hægt er að selja á mörg þúsund krónur eins og lamb eða naut. Og útflutningur hef- ur ekki gengið eftir. Þetta er komið á það stig að það er hætt að reyna þetta eitt og sér og við erum með mann- skapinn í öðrum verkefnum líka, eins og til dæmis sölu, því þegar veiðarn- ar ganga illa þá lækkar kostnaðurinn ekkert heldur eykst bara.“ Gunnar segir að hann stefndi að því að reyna að veiða 50 hrefnur í sumar. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Þetta er bara búið að ganga rosalega erfiðlega með hrefnuveiðarnar. Skipti um hendur Hvalveiðiskipið Hrafnreyður var selt til nýs félags áður en eigandi þess varð gjaldþrota. 45 milljónir króna voru afskrifaðar í því þroti. Veitt í Hvalfirði Fyrsta langreyður sumarsins kom á land í Hvalfirði á miðvikudaginn en Kristján Loftsson er eigandi Hvals. Öfugt við langreyðarkjötið fer hrefnukjötið frá útgerð Gunnars Jónssonar allt á innan- landsmarkað. Mynd SIGtryGGur ArI Máli Bjarna vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli Brúarreykja ehf., í eigu Bjarna Bærings Bjarnason- ar kúabónda, gegn íslenska rík- inu. Málið var vanreifað að mati héraðsdómara og Brúarreykjum ehf. er gert að greiða ríkinu 200 þúsund krónur í málskostnað. Bjarni vildi að stjórnvalds- ákvörðun Matvælastofnunar frá 21. júní í fyrra um að stöðva alla afhendingu afurða og dýra frá Brúarreykjum, yrði dæmd ólög- mæt. Ástæða bannsins var sú að rannsókn stofnunarinnar leiddi í ljós að lyfseðilsskyld sýklalyf hafi verið notuð án samráðs við dýralækni. Gæti varpað ljósi á lekamál Hanna Birna Kristjánsdóttir er innanríkis-ráðherra og hefur staðið í ströngu út af lekamálinu. Mynd SIGtryGGur ArI Kafað í leit að Ástu Kafarar og sigmenn úr sérsveit Ríkislögreglustjóra liðsinntu lögreglunni á Hvolsvelli við leitina að Ástu Stefánsdóttur. Á fimmtudaginn var kafað í fjórða sinn í leit að Ástu en hennar hefur verið saknað frá 7. júní og ekkert hefur spurst til henn- ar enn. Sambýliskona hennar, Pino Becerra Bolaños, fannst látin sama dag og leitin hófst. Sérsveitarmenn fá sér- hæfða þjálfun vegna mismun- andi verkefna sveitarinnar. Sérsveitin hefur til dæmis á að skipa mönnum sem sérhæfðir eru í fjallamennsku, línuvinnu, köfun, fallhlífarstökki, sjúkra- flutningum og fleira sem talið er nauðsynlegt að sérsveit lögreglu hafi getu til. Sigmenn og kafar- ar sveitarinnar hafa tekið þátt í leitinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.