Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Síða 8
8 Fréttir
G
ísli Tryggvason héraðs-
dómslögmaður telur að það
brjóti gegn stjórnarskránni
að refsa fólki fyrir vörslu
kannabisefna til einka-
nota og neyslu þess í heimahúsum,
enda feli slík afskipti í sér ólögmæta
takmörkun á friðhelgi einkalífs og
heimilis. Hann ætlar að láta reyna
á þessi lagarök ef til ákæru og
dómsmeðferðar kemur í máli gegn
skjólstæðingi hans.
Skjólstæðingurinn er ung kona
sem gefið er að sök að hafa haft
vörslur á tæplega fimm grömm-
um af kannabisefni sem fundust á
heimili hennar við húsleit. Eftir að
vettvangsskýrsla hafði verið tekin af
konunni lét Gísli bóka eftirfarandi:
„Varsla og neysla kannabisefna er
refsilaus samkvæmt stjórnarskrá.“
Gísli er staddur erlendis og vildi
ekki tjá sig efnislega um málið þegar
DV hafði samband við hann.
Þröng skilyrði fyrir takmörkun
Stjórnarskrá Íslands setur ströng
skilyrði fyrir hvers kyns takmörkun-
um á friðhelgi einkalífs og heimil-
is en slíka friðhelgi má aðeins tak-
marka með sérstakri lagaheimild „ef
brýna nauðsyn ber til vegna réttinda
annarra“. Gísli telur að varsla kanna-
bisefna til einkanota hljóti að
heyra til einkalífs og vera refsilaus.
Réttindi annarra krefjist þess ekki
að friðhelgi einkalífs sé rofin í slík-
um tilfellum.
Mannréttindakafli stjórnarskrár-
innar var uppfærður árið 1995. Í
greinargerð sem þá fylgdi frum-
varpi til stjórnskipunarlaga kem-
ur fram að í friðhelgi einkalífs felist
„fyrst og fremst réttur manns til að
ráða yfir lífi sínu og líkama og til
að njóta friðar um lífshætti sína og
einkahagi“. Takmarkanir á frið-
helgi einkalífs og heimilis eru
háðar þrengri skilyrðum en til
að mynda takmarkanir á eignar-
rétti og tjáningarfrelsi í stjórn-
arskránni. Aðeins má takmarka
þessa friðhelgi í undantekn-
ingartilvikum ef það er nauðsyn-
legt vegna réttinda annarra.
Í greinargerð Alþingis segir að
tilgangurinn með þessari takmörk-
un „beinist hvað helst að tilvik-
um þar sem afskipti af heimili og
fjölskyldulífi eru nauðsynleg til að
vernda hagsmuni barna“. Einnig
er tiltekið í greinargerðinni að tak-
markanirnar geti tengst heimildum
í löggjöf um fullnustugerðir, svo sem
hvað varðar fjárnám, nauðungar-
sölu og gjaldþrotaskipti. Lög-
skýringargögn benda ekki til
þess að löggjafinn hafi gert
ráð fyrir takmörkunum á
friðhelgi einkalífs vegna
heilsu fólks.
Misvísandi
upplýsingar
Skjólstæðingur Gísla var
tekin í yfirheyrslu í lok
janúar eftir að maður
í fylgd með henni var
handtekinn og grunað-
ur um meðferð fíkni-
efna. Konan synjaði
lögreglu um leyfi til
húsleitar og þegar Gísli krafðist þess
að húsleitarkrafan yrði borin undir
dómara tjáðu lögreglumenn honum
að enginn dómari væri á vakt þessa
nótt. Síðar hefur dómstjóri Héraðs-
dóms Reykjavíkur staðfest að þessar
upplýsingar voru rangar.
Skjólstæðingi Gísla var sagt að
ef hún heimilaði ekki húsleit þyrfti
hún að gista fangaklefa um nóttina.
Í kjölfarið gaf hún skriflegt leyfi fyr-
ir húsleit án þess að úrskurður dóm-
ara lægi fyrir. Telur Gísli að lögreglu-
mennirnir hafi þannig framkvæmt
ólöglega leit og beitt „ólöglegri að-
ferð til þess að koma manni til játn-
ingar eða sagna“.
Við leitina fundust sem áður seg-
ir tæplega fimm grömm af kanna-
bisefni. Gísli hefur farið þess á leit að
málið verði fellt niður, bæði vegna
málsmeðferðargalla hjá lögreglu
og á grundvelli þess að það brjóti
í bága við stjórnarskrána að refsa
fyrir neyslu og vörslu kannabis-
efna til einkanota. n
Helgarblað 20.–23. júní 2014
Gísli Tryggvason segir andstætt stjórnarskrá að refsa fyrir vörslu kannabis til einkanota
Jóhann Páll Jóhannsson
johannp@dv.is
Telur vörslu og
neyslu refsilausa
„Fyrst og fremst
réttur manns til
að ráða yfir lífi sínu og
líkama og til að njóta
friðar um lífshætti sína
og einkahagi.
Á skjön við stjórnarskrá Héraðs-
dómslögmaður telur að það brjóti gegn
stjórnarskrá Íslands að refsa fólki
fyrir vörslu kannabisefna til
einkanota og neyslu
þess í heimahús-
um.
Bannað
Kannabis
telst til
ólöglegra
vímuefna á
Íslandi.
Fleiri brot en
minni hraði
Alls 5.517 hraðakstursbrot voru
skráð á vegköflum hér á landi
þar sem hámarkshraði er 90 kíló-
metrar á klukkustund. Hér er átt
við tímabilið frá janúar og til loka
maí. Þetta kemur fram í afbrota-
tíðindum ríkislögreglustjóra. Á
vef ríkislögreglustjóra kemur
fram að þetta séu mun fleiri brot
en á sama tíma í fyrra en færri
brot en árið 2012. Meðalhraði
þeirra sem teknir voru fyrir of
hraðan akstur þar sem hámarks-
hraði er 90 km/klst. var lægri í ár
en í fyrra en hærri en árið 2012.
Af lögregluembættunum hef-
ur verið mest fjölgun á skráðum
hraðakstursbrotum í heild hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu en þar var ný hraðamynda-
vél tekin í notkun í maí,“ segir í
afbrotatíðindum.
Ölvaður á
rafmagnsvespu
Lögreglan stöðvaði ungan
mann á Laugavegi sem ók raf-
magnsvespu undir áhrifum
áfengis og fíkniefna. Maðurinn
var stöðvaður rétt fyrir klukk-
an þrjú aðfaranótt fimmtudags.
Rafmagnsvespur eru flokkað-
ar sem reiðhjól en lögregla fann
einnig fíkniefni á manninum.
Klukkan hálfeitt eftir miðnætti
á miðvikudag hafði lögreglan af-
skipti af fjórum ungum mönnum
í austurborg Reykjavíkur, en þeir
voru með fíkniefni á sér.
Lögreglan stöðvaði aukin-
heldur þrjá fyrir fíkniefnaakstur
í Hafnarfirði og fjarlægði skrán-
ingarnúmer af rúmlega 20 bíl-
um í Reykjavík, Hafnarfirði og
Kópavogi.
Dópaðir
ökumenn
Ökumaður sem lögreglan á
Suðurnesjum hafði nýverið af-
skipti af, vegna gruns um að hann
æki undir áhrifum fíkniefna,
tjáði lögreglumönnum þá þegar
að hann væri próflaus. Sýnatök-
ur á lögreglustöð staðfestu svo
að hann hefði neytt kannabis-
efna. Þetta kemur fram í dagbók
lögreglunnar á Suðurnesjum.
Þar kemur einnig fram að ann-
ar ökumaður, sem lögregla hafði
afskipti af, reyndist hafa neytt
metamfetamíns og kannabisefna.
Sá þriðji sem stöðvaður var hafði
neytt amfetamíns og kannabis.