Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Qupperneq 15
Helgarblað 20.–23. júní 2014 Fréttir 15
in að horfa í augun á fólki og skoða
andlit,“ segir hún.
Skildi ekki alvarleikann
„Sumir kunna að spyrja sig af hverju
ég hafi verið með honum svo lengi.
Ég skildi einfaldlega ekki alvarleik-
ann í því hvað hann var að gera. Ég
skrifaði dagbók á þessum tíma og
þegar ég les hana núna sé ég hvað
var í gangi. Á þeim tímapunkti skildi
ég bara ekki, mig langaði að hjálpa
honum. Síðan þarf að taka til greina
menningarmun,“ segir Olga.
Samkvæmt henni er gildismat allt
öðru vísi í Rússlandi. Konum sé kennt
í uppeldinu að þær verði að treysta
eiginmanni sínum í einu og öllu. „Þú
ert að búa til fjölskyldu og þú verður
að líta upp til karlmannsins.“
Á Hrísateig 1 ein
„Það eru svo margir þættir í þessu.
Það er ofbeldið, svo er það allt varð-
andi Hrísateig,“ segir Olga. DV hefur
fjallað á undanförnu um leigjend-
ur á Hrísateig 1 sem segja að Jörgen
hafi ýmist gengið í skrokk á sér eða
fleygt sér út. Olga segir að skýra megi
það sem tilraun hans til að bola leigj-
endum, sem höfðu gert samning við
hana, út og fá inn nýja leigjendur sem
myndu borga sér. Eignin er alfarið í
eigu Olgu. „Hann réðst inn í Hrísa-
teig og rak út alla leigjendur sem
höfðu gert samning við mig. Hann
hirti alla leiguna þrátt fyrir að ég sé
hundrað prósent eigandi eignarinn-
ar. Öll lán sem hvíla á Hrísateig eru
í mínu nafni. Samkvæmt kaupsamn-
ingi er ég löggiltur eigandi.“
Laug að leigjendum
Olga segir að Jörgen hafi fengið að-
gang að húsinu við Hrísateig með því
að ljúga að leigjendum þar. „Hann
réðst inn á Hrísateig og laug að leigj-
andanum þar að ég hefði beðið hann
um að koma með nýjan sófa inn í
íbúðina. Þannig fékk hann aðgang
að íbúðinni ólöglega; leigjandinn lét
hann fá lykla.
Síðar réðst hann inn og gekk
raunar berserksgang í íbúðinni, reif
hurð og ofn niður. Síðan fór hann að
reka alla leigjendur út þrátt fyrir að
þeir væru með gildan leigusamning
við mig.
Leigupeningur sem hann hefur
af mér fór að mestu til að greiða nið-
ur lán fyrir húsinu sem voru á mínu
nafni. Ég borga auk þess alla reikn-
inga fyrir húsið.
Hann finnur nýja leigjendur og
tekur fyrirfram greiðslur í reiðufé og
rekur þetta eins og hann eigi það. Á
meðan þetta gerist beitir hann leigj-
endur ofbeldi. Margir þeirra vilja
ekki og þora ekki að kæra þetta,“
segir hún.
Keypti Hrísateig fyrir erfðafé
Olga segir að hún hafi keypt Hrísa-
teig 1 fyrir pening sem hún fékk fyr-
ir að selja íbúð í Rússlandi sem hún
hafði erft. Það var þó ekki nóg og
þurfti hún því að taka lán. „Ég fjár-
festi í Hrísateig en síðan kemur í
ljós að planið hans var að gera mig
gjaldþrota til þess að hann gæti tek-
ið yfir eignina. Láta það fara í upp-
boð.
Hann í rauninni þrýsti á mig að
selja íbúðina í Rússlandi. Ég tók lán
fyrir því sem vantaði upp á og það
var allt í mínu nafni. Hann hefur
verið að reyna að stjórna húsinu sér
í hag,“ segir hún.
Barnið í skjóli í Rússlandi
Jörgen hefur haldið því fram í sam-
tali við DV að Olga sé léleg móðir
þar sem hvorugt þeirra hafi séð son
þeirra í næstum ár.
Olga segir að sonurinn sé vissu-
lega í Rússlandi en ástæðan fyrir því
sé til að vernda hann. Hún hafi ekki
treyst sér til að koma með hann til Ís-
lands miðað við aðstæður.
Hún hefur fullt forræði yfir hon-
um og hefur Jörgen ekki sótt eftir
umgengnisrétti. „Hann er að reyna
að nota barnið í þessu máli en í
rauninni er honum alveg sama um
barnið. Hvers konar faðir er það sem
beitir móðurina og barnið ofbeldi?
Fyrir mig var mjög mikilvægt að fara
og fjarlægja barnið úr þessum óheil-
brigðu aðstæðum, rjúfa öll tengsl,“
segir Olga.
„Í desember 2012 þegar ég
neyðist til að fara í Kvennaathvarfið
ákvað ég að flýja til Rússlands með
barnið, ég var bara búin að fá nóg. Ég
var þar með barnið í hálft ár. Þá kom
ég aftur hingað til að ganga frá öllum
þessum málum. Ég gat auðvitað ekki
tekið barnið með mér í þetta hættu-
lega ástand.
Hann var að elta mig og hóta mér,
það var hættulegt fyrir barnið að vera
í þessum aðstæðum. Ég veit að það
er í góðum höndum núna.“
Áhyggjur af þroska barnsins
Hún segir að barnið sé mögulega
skaddað eftir allt sem hefur gengið
á. „Við urðum bæði veik. Barnið sef-
ur voðalega illa, það öskrar, það er
hreinlega hræðilegt að sjá það. Það
eru til vottorð frá læknum sem sýna
að barnið var veikt, alls konar vanda-
mál.
Barnasálfræðingar í Rússlandi
hafa þurft að skoða málþroska barns-
ins og hvernig það sefur. Síðastliðið
ár hefur það þurft að fara reglulega til
taugalæknis því ástandið hefur haft
gífurleg áhrif á það.
Til dæmis þá þótti honum óþol-
andi þegar barnið vaknaði um miðja
nótt grátandi. Þegar það gerðist þá
tók hann það úr rúminu og setti á
gólfið og öskraði á það og sagði því
að hætta. Barnið var dauðhrætt.
Hann lét eins og þetta væri eðlileg
hegðun,“ segir Olga.
„Ég ætla fljótlega að fara til Rúss-
lands til barnsins míns en það er
mjög erfitt þar sem ég verð að vera
hér til að berjast fyrir réttindum mín-
um, framtíð minni og barnsins.“ n
„
Þetta er
dæmigerð
saga um
heimilis-
ofbeldi
„Þetta
var svo
langvarandi
ofbeldi að við
urðum bæði veik
Berst fyrir réttindum sínum
Olga Genova hefur kært
fyrrverandi sambýlismann sinn
vegna fjölda mála og þar á meðal
líkamsárás. Mynd SigtRygguR ARi