Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Page 18
Helgarblað 20.–23. júní 201418 Fréttir Þ ingflokksformaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, hef- ur upplifað þrisvar sinn- um að einhver nákominn henni hverfur. Bæði hefur hún misst föður sinn og eiginmann með þessum hætti, en sá síðarnefndi var Charles Egill Hirt. Eins og fram kemur í umfjöllun um hvarf hans í þessari úttekt þá fundust líkamsleif- ar hans fimm árum eftir hvarfið, en aldrei fannst faðir Birgittu. Hún segir að hjálp fyrir aðstandendur sé gríðar- lega ábótavant og eins hvernig staðið sé að þeirra málum sem skyndilega eru orðnir að ekklum eða ekkjum án þess að kerfið staðfesti það. Engin áfallahjálp „Þegar það er ljóst að viðkomandi er dáinn, eða ólíklegt að hann sé á lífi, þá þurfa aðstandendur að höfða mál til að sanna að viðkomandi sé dáinn. Það er mjög erfitt fyrir fólk að fara í slíkt. Fólk hefur ekki réttindi sem ein- stætt foreldri, hefur ekki rétt á lífeyri eða barnabótum hins aðilans. Sá sem hverfur er skilgreindur sem á lífi og þetta eru einhver gömul lög sem ein- hvern veginn hafa aldrei verið upp- færð,“ segir Birgitta. „Ég hef rætt um þetta við fólk, til dæmis í Rauða krossinum. Fólk get- ur ímyndað sér hvernig þetta er fyrir litla fjölskyldu að lenda í, fylgjast með málinu í fjölmiðlum og bíða í voninni. Sjálf fékk ég aldrei áfallahjálp, þrátt fyrir að hafa upplifað þetta svona oft. Jú, manni var boðið upp á svefnpill- ur þegar pabbi hvarf en það var allt og sumt. Enginn stuðningur fyrir ætt- ingja, sem fá einhvern veginn aldrei að ljúka þessu. Við erum miklu háðari venjunum til að klára hlutina en við gerum okkur grein fyrir. Að geta ekki fengið líkamann til að fá sönnun fyr- ir því að viðkomandi sé dáinn, þá lifir alltaf vonin inni í manni, þó það sé al- gerlega óraunhæft,“ segir Birgitta. Vill breyta lögunum „Mér finnst alveg ótrúlega dýrmætt að það séu til björgunarsveitir sem fara í þessi ótrúlega erfiðu mál. Þetta er ómetanleg samfélagsþjónusta sem ég veit að margir aðstandendur eru þakklátir fyrir. Ég veit að aðstæður eru erfiðar til leitar en ég er þakklát fyrir að þetta kerfi sé til, því það hef- ur orðið til þess að fólk hefur fundist á lífi,“ segir Birgitta. Þingkonan hefur skoðað lögin um hvernig er staðið að frágangi hjá málum fólks sem hverf- ur og fleira í þeim dúr. Hún vill gera breytingar og stefnir að því að klára þá vinnu fyrir lok kjörtímabilsins. Nú er reglan sú að þrjú ár verði að líða áður en viðkomandi sé úrskurðaður látinn. „Það er hægt að biðja um að því sé flýtt, ef augljóst er að viðkomandi sé látinn. Það er oft nauðsynlegt, því annars er fjölskyldan í limbói og nýt- ur ekki stuðnings í kerfinu. Ef fólk er með sameiginlegar fjárhagslegar skuldbindingar þá veltur það ofan á þann sem eftir verður, svo það þarf klárlega að skoða lög um manns- hvörf. Það sem mér finnst mikilvæg- ast er stuðningur við fólkið sem situr eftir. Það sama á við ef fólk fellur fyr- ir eigin hendi. Þá er enginn stuðning- ur eða áfallahjálp. Endurskoða þarf lögin út frá nútímanum og taka inn í að það hentar ekki öllum að tala við prest. Það þyrfti að vera faglegt teymi eins og hjá Rauða krossinum sem færi inn í svona aðstæður. Það eru til sér- fræðingar í áfallahjálp sem gætu verið í þessu og aðstoðað fólk fyrst eftir að þetta gerist, svo kannski mánuði eft- ir,“ segir Birgitta að lokum. n L eit að Pétri Þorvarðarsyni stóð sleitulaust yfir frá 14. maí 2006 til 21. maí sama mánað- ar. Pétur, sem var aðeins 17 ára gamall, var frá Egilsstöðum. Hans var saknað frá Grímsstöðum á Fjöll- um og hófst leit fljótlega á svæð- inu í nágrenni Grímsstaða. Pétur hafði farið úr veislu sem haldin var á Grímsstöðum á Fjöllum á laugar- dagskvöldi og hugðist komast til Eg- ilsstaða þá um nóttina. Hann gekk af stað í ranga átt og fór mun lengra en talið var líklegt að hann gæti farið. Í stað þess að ganga í átt að Egilsstöðum gekk hann í átt að Vopnafirði. Leitin bar ekki ár- angur í fyrstu og var leitarsvæð- ið þá stækkað umtalsvert. Daginn sem Pétur fannst fundust fótspor við upptök Selár í Vopnafirði sem er langt úr alfaraleið. Talið var víst að sporin væru eftir Pétur og fannst hann sama kvöld við Langafell í Haukstaðaheiði. Leitin var mjög viðamikil, ekki aðeins tóku björg- unarsveitarmenn þátt í henni held- ur einnig vinir og ættingjar Péturs, sem var mjög vinsæll. Síðustu tvo daga leitarinnar voru leitarskilyrði talsvert slæm en leitarhundur fann Pétur á sunnu- dagskvöldi. DV ræddi við vinkonu Péturs árið 2011, Sædísi Sif Harðar- dóttur. Sædís var þá að taka þátt í Söngkeppni framhaldskólanna fyr- ir hönd Menntaskólans á Egilsstöð- um. Lagið sem hún söng fjallaði um Pétur og var sungið í minningu hans. „Hann var drukkinn og ég hélt að hann væri á einhverjum sveita- bæ fyrir utan Egilsstaði. Ég sagði honum að rölta út á veg og húkka sér far rakleiðis heim. Seinna um kvöldið hætti mér að lítast á blik- una og hringdi ég þá strax í neyðar- línuna sem tók ekki mark á mér því ég var of ung. Ég hringdi síðan aftur seinna um nóttina og vildi fá sam- band við lögregluna á Egilsstöðun en fékk ekki. Ég vildi láta þá vita að vinur minn væri á röltinu einhvers staðar en mér varð ekkert ágengt,“ sagði Sædís í viðtalinu sem lýsti vini sínum hlýlega: Pétur var einfaldlega fjölskyldumeðlimur. Þetta var góður strákur sem kvaddi alltof snemma.“ Gekk í ranga átt Birgitta hefur misst þrjá n Vill að betur sé hugsað um þá sem eftir sitja n „Björgunarsveitir eru ómetanlegar“ T il Matthíasar Þórarinsson- ar hefur ekki spurst frá því um miðjan desember 2010. Matthías var 21 árs þegar hann fór að heiman og þrátt fyr- ir mikla leit fannst hann ekki. Mál- ið þótti mjög dularfullt, enda fannst rússajeppi í hans eigu brunninn til kaldra kola skammt frá malar- námum á Kjalarnesi í janúar 2011 en ekkert hafði spurst til Matthí- asar í tæpan mánuð þá. Matthías hafði búið í jeppanum um hríð en hann hafði innréttað hann og útbú- ið sem húsbíl. Engar vísbendingar um ferðir Matthíasar voru að finna við rústir jeppans. Það eina sem lögregla hafði í höndunum var ábending um að sást hafði til hans í lífrænu deildinni í Fjarðarkaup- um, Hafnarfirði 10. desember 2010 og síðar í Bónus á Selfossi, þó ekki tækist að bera kennsl á hann á upp- tökum úr öryggismyndavél í Bónus. Sagður vera einfari Matthías var sagður vera einfari. Hann átti ekki farsíma og notaði ekki kreditkort. Móðir hans hefur lýst honum sem sérvitrum en hug- rökkum ungum manni. Hún taldi líklegt að sonur hennar hefði farið í ferðalag, einn með sjálfum sér, og kærði sig ekki um að finnast. Hún hélt þó alltaf í vonina. „Hann hugs- ar öðruvísi og er ekki alveg í norm- inu. Hann er mjög sjálfstæður, gerir allt á eigin forsendum og hefur mik- ið sjálfstraust,“ sagði hún í viðtali við DV í ágúst 2011 en þá voru níu mánuðir liðnir frá hvarfi hans. Hún lýsti syni sínum sem heilsusamleg- um manni sem borðaði aðeins líf- ræna fæðu. Hann var vel lesinn í heimspeki og mannkynssögu, mál- aði myndir og samdi tónlist. Líkt og áður sagði taldi lögregla Matthías vera einfara, en móðir hans sagði svo ekki vera og sagði hann eiga auðvelt með að eignast nýja vini. Talinn af Lögregla telur að hvarf hans hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt lögum er Matth- ías talinn af í dag þar sem þrjú ár eru liðin frá hvarfi hans. Skortur á vísbendingum gerði leitina mjög erfiða en eftir að bíllinn fannst við Esjurætur fór leitarflokkur um stórt svæði í kringum námurnar, niður í Kollafjörð og upp í Esjuhlíðar en án árangurs. Lögregla taldi Matthí- as jafnvel hafa fundið sér aðra bif- reið eða hafa farið utan, þó ekkert væri hægt að fullyrða um það og var almenningur beðinn um að hafa augun opin. Á síðu lögreglunnar á Facebook má enn finna myndir af Matthíasi þar sem auglýst er eftir honum og er fólk beðið um að hafa augun hjá sér á Suðurlandi. „Það er eins og jörðin hafi gleypt hann,“ sagði Ágúst Svansson, aðalvarð- stjóri lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, í samtali við DV árið 2011. Þ rátt fyrir alvarleika þeirra mála sem tíunduð hafa ver- ið hér kemur í flestum til- fellum fyrir að þeir einstak- lingar sem týnast finnast fljótt og örugglega enda eru íslenskir lög- reglu- og björgunarsveitarmenn vel þjálfaðir leitarmenn. Í ágúst- mánuði árið 2012 vakti leit að ferðamanni frá Asíu mikla athygli. Konan var talin hafa yfirgefið rútu við Eldgjá í Skaftártunguafrétti en skilaði sér aldrei aftur í rútuna. Kallaðar voru til björgunarsveit- ir á Suðurlandi til leitar auk lög- reglunnar. Þá tóku samferðamenn konunnar úr rútunni einnig þátt í leitinni. Lýsingin á konunni var eftirfarandi: „Kon an er af asísk um upp runa, um 160 cm á hæð, dökk- klædd og tal ar góða ensku. Hún er á aldr in um 20–30 ára og með litla, ljósa hliðartösku.“ Þoka var á svæðinu og skyggni slæmt og af þeim sökum var þyrla Landhelgisgæslunnar ekki köll- uð út til aðstoðar. Leitin stóð yfir frá því rétt eftir hádegið og til þrjú að nóttu þegar í ljós kom að kon- an var alls ekki týnd. Raunar hafði hún tekið þátt í leitinni að sjálfri sér allan tímann. Konan hafði komið aftur í rútuna, en skipti um föt áður en hún gerði það og snyrti sig þannig að aðrir farþegar þekktu hana ekki. Konan hafði svo sjálf ekki hugmynd um að hennar hefði verið saknað eða að það væri ver- ið að leita að henni. Hún kannað- ist ekkert við lýsinguna á konunni sem var leitað að, það er sjálfri sér, og hafði verið oftalið í rútuna þegar hún lagði af stað. Konan fann því sjálfa sig á Íslandi. Ásta Sigrún Magnúsdóttir Rögnvaldur Már Helgason astasigrun@dv.is / rognvaldur@dv.is Birgitta Jónsdóttir Þingkonan vill breyta lögum um mannshvörf. Sjálf hefur hún misst þrjá ástvini sem hurfu. Mynd SigTRygguR ARi Fundu aðeins rússajeppann Leitaði að sjálfri sér Í september síðastliðnum var mikil leit gerð að Nathan Foley- Mendelssohn, 34 ára Bandaríkja- manni, sem talið er að týnst hafi við Landmannalaugar. Tæplega 200 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni en Nathan hafði ætlað sér að fara hina vinsælu gönguleið, Lauga- veginn frá Landmannalaugum að Skógum undir Eyjafjöllum. Nath- an fannst aldrei þrátt fyrir ítarlega og fjölmenna leit björgunarsveitar- manna. Leit hófst hinn 28. septem- ber 2013. Þá hafði ekkert til Nathans spurst frá 10. september þegar hann lagði á Laugaveginn, eða í átján daga. Frá mánaðamótum ágúst september og fram til 10. september var vitað af honum á Ísafirði, Húsavík og í Land- mannalaugum. Leigðu þyrlu Það vakti athygli hversu langur tími leið á milli þess sem ættingjar Nathans heyrðu frá honum síðast og þangað til þeir létu lögreglu vita að líklega væri ekki allt með felldu. Þessi langi tími frá því að síðast spurðist til hans og þar til leit hófst hefur vak- ið ýmsar spurningar. Sveinn Krist- ján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Hvolsvelli, stýrði leitinni að Nathan. Hann sagði Nath- an hafa verið búinn að ferðast um nokkurn tíma og verið búinn að láta sína nánustu vita að þau gætu ver- ið róleg því hann myndi láta vita af sér, þótt það myndi ekki gerast dag- lega. Þau hafi því ekki orðið áhyggju- full fyrr en skömmu áður en form- leg leit að honum hófst. Þau leigðu meðal annars þyrlu til að aðstoða við leitina. Ætlaði til grikklands Vitað er að Nathan ætlaði frá Ís- landi til Barcelona á Spáni og þaðan til Grikklands. Ætlaði hann að vera kominn heim til Bandaríkjanna á ný 7. október 2013. Lögregla kann- aði strax hvort Nathan hefði farið úr landi og svo reyndist ekki vera. Veð- ur hafði verið fremur slæmt á þessu tímabili. Fyrstu sólarhringana hefði Nathan til að mynda lent í rigningu, roki, slæmu skyggni og kulda og lagði Nathan í ferðalagið þrátt fyrir viðvörunarorð um slæma veðurspá, skyggni og færð. Mikil leit var gerð að Nathan fram til 6. október 2013 og voru ferða- menn beðnir um að fylgjast vel með. Ekki aðeins fóru björgunarsveit- armenn um svæðið heldur einnig fjárleitarmenn sem voru að störfum á þessum tíma. Þá var ljóst að úti- lokað væri að maðurinn væri á lífi. „Heilbrigð skynsemi segir okkur að maðurinn er ekki lifandi eftir allan þennan tíma, í þessu veðurfari og við þessar aðstæður. Það er enginn möguleiki á því,“ sagði Sveinn í við- tali við DV í haust en svo virðist sem Nathan Foley-Mendelssohn hafi horfið sporlaust. Hvarf sporlaust

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.