Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 32
Helgarblað 20.–23. júní 201432 Fólk Viðtal
Konan er stærsti
lottóvinningurinn
Magnús Ólafsson leikari hefur marga
fjöruna sopið. Hann segist hafa ólæknandi
meðfædda leiklistarbakteríu þrátt fyrir að hafa
lengi vel lítið leikið. Ástin er honum hugleikin
enda segir hann eiginkonu sína vera sinn stærsta
lottóvinning. Viktoría Hermannsdóttir ræddi við
Magga um leiklistina, ástina, gjaldþrotið, innrás
elli kerlingarinnar og endurkomu Bjössa bollu.
É
g viðurkenni það alveg að mér
finnst dálítið erfitt að eldast.
Ég er orðinn eldri borgari eins
og mamma og pabbi, hugs-
aðu þér!“ segir Magnús Ólafs-
son leikari. Við erum stödd á Múla-
kaffi eitt júníeftirmiðdegi. Fáir eru á
staðnum enda hádegisösin afstað-
in. Nokkrir eldri menn sitja á næsta
borði og drekka kaffi og spjalla um
heima og geima. Magnús er einmitt
nýlega orðinn eldri borgari; hann
er 68 ára gamall og viðurkennir að
honum finnist erfitt að sætta sig við
hækkandi aldur þótt hann sé enn í
fullu fjöri og á foreldra á lífi sem eru
orðin 87 ára.
„Já, mér finnst það svolítið, en
auðvitað má maður bara þakka fyr-
ir hvern afmælisdag sem maður á.
Konan mín hefur sagt það við mig
að henni finnist ég ekki vera að taka
þessu alveg nógu vel því mér finnst
ekki vera nógu mikið að gera,“ seg-
ir hann og fær sér kaffisopa. „Það er
svo margt sem breytist. Maður hætt-
ir að vinna og það er mikil breyting.
Ég er ekkert alveg sáttur við það því
ég hef alltaf unnið rosalega mikið. En
sem betur fer fæ ég alltaf eitthvað að
gera. Ég get ekki verið aðgerðarlaus.
Ég tala til dæmis mikið inn á teikni-
myndir og síðan bíður mín kvik-
mynd í haust,“ segir Maggi.
Rak Magnúsarbíó
Það má með sanni segja að hann hafi
alltaf unnið mikið. Leiklistaráhuginn
lét fljótt á sér kræla, var líklega með-
fæddur að hans eigin sögn. Sem ung-
ur drengur í Laugarnesinu rak hann
bíó og seldi hinum krökkunum í
hverfinu aðgang að skugga- og seinna
teiknimyndum. „Ég kallaði það Magn-
úsarbíó og það eru margir sem muna
enn eftir því. Ég seldi inn á krónu, bjó
til bíómiða og notaði saumavélina
hennar mömmu til að búa til götin
til að rífa af. Ég byrjaði með skugga-
myndir og svo gáfu mamma og pabbi
mér handsnúna sýningarvél og þá fór
ég að sýna teiknimyndir,“ segir hann
brosandi. „Ég var bíósjúkur og elskaði
bíómyndir og geri enn.“
„Þetta var bara í blóðinu“
Magnús er fæddur á Siglufirði í febr-
úar 1946. Hann var enn ungbarn
þegar hann flutti í höfuðborgina
með fjölskyldu sinni. Fyrst fluttu þau
á Háteigsveg en komu sér svo fyrir í
Laugarnesinu þar sem hann gekk í
skóla og ólst upp. Spilaði handbolta
með Þrótti og rak Magnúsarbíó. Það
fór líka mikið fyrir honum og ósjald-
an var hann hrókur alls fagnaðar
meðal skólafélaganna. Hálfgerður
trúður oft á tíðum. „Þetta var bara
í blóðinu. Ég hef alltaf haft þessa
ólæknandi leiklistarbakteríu. Ég
held að í rauninni sé ekkert hægt
að kenna neinum að verða leik-
ari, þú verður að hafa þetta svo-
lítið í þér. Margir fara í gegn-
um leiklistarskóla og klára en
svo hafa þeir ekkert meira að
gera. Annaðhvort er maður
með þetta í sér eða ekki.“
Beðinn um að passa
sig á hommunum
Og Maggi hafði þetta
í sér. Honum fannst
ekkert skemmtilegra
en að koma fram og
leiklistardraumur-
inn blundaði í hon-
um. Fimmtán ára gamall
fór hann í leiklistarskóla
Ævars Kvaran og með-
al skólafélaga var Davíð
Oddsson. „Ég var þar í tvö
og hálft ár og fór þá að læra
prent því pabbi sagði við
mig að það væri engin fram-
tíð í leiklistinni. Ég yrði að læra
eitthvað annað með og ég sé ekkert
eftir því,“ segir hann.
Árin í leiklistarskóla Ævars voru
skemmtileg og kenndu Magn-
úsi margt. Hann fékk líka að kynn-
ast leikhúsinu af eigin raun og ekki
minnkaði áhuginn við það. „Ævar
sendi bestu nemendurna í Þjóð-
leikhúsið til að fá statistahlutverk
og kynnast leiklistinni,“ segir hann.
Tíðarandinn hefur breyst mikið síð-
an þetta var. „Ég man svo vel eftir
því að Ævar sendi mig með miða
með nöfnum á nokkrum í leikhús-
inu og sagði mér að passa mig á
þessum mönnum og það voru
þá hommarnir. Svona hefur þetta
breyst. Þetta var í My Fair Lady og
það voru einhverjir danskir dansar-
ar hérna. Ævar vildi passa okkur því
við vorum ungir strákar og vissum
ekki hvað við vorum að fara út í. Við
urðum varir við ýmislegt þarna og
það var oft leitað á mann. Það fylgdu
þessu líka miklar veislur og menn að
smakka það,“ segir hann.
Magnús
og Bjössi
Maggi hefur
endurvakið
Bjössa bollu
eftir langt hlé.
Mynd SigtRygguR ARi
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is „Ég var
alltaf
ósáttur við að
hafa aldrei
farið alla leið
í leiklistinni