Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Qupperneq 36
Helgarblað 20.–23. júní 201436 Fólk Viðtal Er sama þótt hann stami É g set markmiðið mjög hátt – ég ætla einfaldlega að verða bestur í heimi,“ segir sterkasti maður Íslands annað árið í röð, Hafþór Júlíus Björnsson. Svaraði ekki tölvupósti GoT Hafþór Júlíus hefur verið áber- andi í heimi aflrauna síðustu árin en stökk gjörsamlega fram á sjón- arsviðið þegar hann birtist á skján- um sem risinn Gregor „The Mounta- in“ Clegane í hinum geysivinsælum þáttum Game of Thrones. Sjálfur er Hafþór mikill aðdáandi þáttanna og trúði því ekki þegar að- standendur þáttanna höfðu við hann samband og vildu fá hann í prufur. „Ég fékk tölvupóst en hélt að þetta væri bara eitthvert bull. Ég svaraði honum ekki einu sinni. Svo var aftur haft samband við mig og eftir það fór boltinn að rúlla. Ég hitti einn leikstjórann og fór með línur og svo vildi hann fá að sjá hvort ég gæti lyft manni, sem ég gerði. Honum brá að sjá hvað ég gat það auðveldlega og hvað ég bý yfir miklum styrk en það var einmitt það sem þeir voru að leita að. Eft- ir það var ég sendur á skylmingar- námskeið sem gekk mjög vel því þá sáu þeir hvað ég get hreyft mig hratt þrátt fyrir stærð. Út frá því var þetta bara komið.“ Frægari fyrir vikið Hafþór Júlíus hefur reynt að halda sig niðri á jörðinni þrátt fyrir þessa spennandi lífsreynslu. „Ég vissi að þeir væru í sambandi við þrjá aðra og var því bara hógvær og rólegur því ég vildi ekki gera mér of miklar vonir. Svo þegar ég var valinn var ég alsáttur,“ segir hann og bætir við að allir sem starfi við þættina hafi verið þeir vingjarnlegustu. „Það var alveg ótrúlegt að hitta alla þessa leikara – maður var bara eins og smástelpa – alveg ótrúlega spenntur. Þetta eru allt stórleikarar og mikið fagfólk en samt svo almennileg og þægileg. Andinn var voðalega góður á setti. Þetta gekk líka allt svo vel og var ein skemmtilegasta lífsreynsla sem ég hef á ævinni upplifað. Ég gerði mér ekki grein fyrir hversu stórt þetta yrði. Auðvitað vissi ég hvað þættirnir voru vinsælir en atriðið hefur fengið mun meiri athygli en mig óraði fyrir,“ segir hann og viður- kennir að frægð hans hafi orðið meiri fyrir vikið. „Ég var þegar búinn að skapa mér ákveðið nafn í krafta- heiminum enda hef ég lent tvisvar í þriðja sæti og einu sinni í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður í heimi en með þessu hlutverki öðlaðist ég stærri aðdáendahóp. Þessir þætt- ir eru þeir vinsælustu í heiminum í dag. Athyglin hefur margfaldast. Það eru samt alls ekki allir aðdáendur þarna úti ánægðir með mig. Margir eru virkilega reiðir yfir því sem ég gerði í þáttunum.“ 16 ára yfir tveir metrar Hafþór Júlíus ólst upp á Skaganum til tíu ára aldurs en þá fluttist fjöl- skyldan í Kópavoginn. Hann á tvær systur, er sjálfur í miðjunni, en for- eldrar hans reka saman fyrirtæki sem sérhæfir sig í þrifum. Hann seg- ir fjölskylduna hans helsta stuðn- ingsfólk og aðdáendur númer eitt. „Þau standa þétt við bakið á mér og frá þeim fæ ég gífurlegan stuðn- ing. Ég er líka svo mikill pabba- og mömmustrákur, þótt ég sé stór og sterkur. Þau hugsa vel um mig og styðja við strákinn sinn.“ Gífurlegur vöðvamassi vekur ekki aðeins athygli þar sem Hafþór Júlíus fer heldur einnig sú staðreynd að hann er vel yfir tvo metra á hæð eða 2,06 m og þakinn húðflúrum. „Ég varð fljótt stærri en allir í kringum mig. Ætli ég hafi ekki verið orðinn tveir metrar þegar ég var 16 ára. Það þótti ekkert endilega kúl á þeim tíma. Maður var hálfgerður sláni en svo þroskaðist maður og byggði upp vöðva. Ég fílaði samt alltaf að vera svona stór,“ segir hann og viður- kennir að útlitið hafi sitt að segja í sportinu. „Ef þú ert feitur og sterk- ur færðu ekki eins mikla athygli og ef þú ert í flottu formi. Ég var bara 16 ára þegar ég fékk mér fyrsta tattúið. Ég vildi fá mér gat í augabrúnina en þurfti skriflegt leyfi foreldra. Pabbi vildi ekki taka þátt í því. Svo vældi ég lengi í honum að fá mér tattú og hafði fundið mér flotta mynd til að setja á bakið sem hann samþykkti. Þetta er hálfgert „tribal“, einhvers konar fugl.“ Saknar körfuboltans Hafþór segist aldrei hafa verið mikill námshestur en hann gekk bæði í FB og FSU en kláraði hvorugt. „Ég hef alltaf verið haldinn miklum athygl- isbresti þegar kemur að námi og lítið náð að einbeita mér í skóla. Það er samt aldrei að vita nema mað- ur klári þetta seinna,“ segir hann og bætir við að hann hafi haft meiri áhuga á íþróttum en skólabókum. „Körfubolti var mitt líf. Ég elskaði körfu og allt sem henni tengdist og spilaði með unglingalandsliðinu. Ég byrjaði í Breiðablik og spilaði svo með Akademíunni á Selfossi. Eft- ir eitt tímabil með KR meiddist ég og ákvað að taka mér pásu og fór í stað þess að lyfta. Þessi pása er orðin mun lengri en ég bjóst við og stend- ur enn. Ég skipti bara um leið í líf- inu og þessi nýja leið hefur reynst mér vel,“ segir Hafþór Júlíus sem tók þátt í sínum fyrsta Vestfjarðavíkingi árið 2009 og var þar með kominn með aflrauna-bakteríuna. „Ég sakna samt körfuboltans að einhverju leyti þótt ég sé ánægður með það sem ég er að gera í dag. Ég elska aflraunir og finnst gaman að ferðast. Það geng- ur því vel í dag og það er sérstaklega gaman þegar nýjar dyr opnast fyrir manni.“ Enginn fyrirmyndarunglingur Hafþór Júlíus á dóttur, Theresu Líf, sem fæddist þegar hann var 19 ára. Hann og barnsmóðir hans voru saman í þrjú ár en hættu saman um það leyti sem hún fæddist. „Theresa Líf er falleg fimm ára stelpa sem er nýflutt með mömmu sinni til Dan- merkur. Það tekur á að geta ekki hitt hana á hverjum degi. Ég talaði samt við hana í morgun á Skype og fæ hana svo til mín í ágúst,“ segir hann en bætir aðspurður við að hann viti ekki hvort hún geri sér grein fyrir allt fjölmiðlafárið í kringum pabba hennar. „Hún fær að sjálfsögðu Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður Íslands, kom sá og sigraði þegar hann landaði hlutverki risans The Mountain í Game of Thrones. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Hafþór Júlíus um leiklistina, markmiðið að verða sterkasti maður í heimi, dótturina sem breytti honum, skapið sem átti til að hlaupa með hann í gönur og stamið sem truflar hann ekki lengur. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Mér var strítt á þessu í æsku en alls ekkert mik- ið, bara svona eins og öllum var strítt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.