Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Side 38
Helgarblað 20.–23. júní 201438 Neytendur
Þetta þarftu að vita
um sólarvarnir
n Leitaðu að vatnsfráhrindandi sólarvörn - Forðastu sólarvarnir í úðaformi
S
ólin hefur loksins látið sjá
sig hér á landi, með hléum,
undanfarnar vikur og er útlit
fyrir eitthvað sólskin um allt
land um helgina. Þá er mik-
ilvægt að hafa sólarvörn við hönd
og bera á sig reglulega yfir daginn.
Þegar kemur að því að velja sólar-
vörn eru nokkur atriði sem vert er
að hafa í huga. Sólarvörn í úðaformi
er til að mynda ekki æskileg þar sem
hún getur borist í öndunarfærin. Þá
er gott að leita að vatnsfráhrindandi
vörn, sérstaklega fyrir börn.
Leitaðu að þessu
n Vatnsfráhrindandi vörn
Þegar sólarvörn er valin skaltu velja vörn
sem er bæði með hárri vörn, SPF 30+,
og vatnsfráhrindandi. Athugið að engin
sólarvörn er algjörlega vatnsheld en vatns-
fráhrindandi vörn virkar vel í allt að 40–80
mínútur þrátt fyrir vatn eða svita. Börn eru
með viðkvæmari húð en fullorðnir og því er
mikilvægt að þau fái góða vörn, sérstaklega
ef þau eru að leik nálægt vatni.
n Sink eða titanium-díoxíð
Sink og titanium-díoxíð eru steinefni sem
sitja á húðinni og gera það að verkum að
útfjólubláir geislar sólarinnar skoppa af
húðinni – líkt og bolti sem kastað er í vegg.
Efnin veita því afskaplega góða vörn og þau
valda sjaldan ertingu í húðinni.
Þetta skaltu forðast
n A-vítamín
Margar sólarvarnir innihalda A-vítamín,
því vítamínið dregur úr öldrun húðarinnar.
Þær ber að forðast því það getur aukið vöxt
æxla í húð.
n SPF 50+
Sólarvörn með jafn mikilli vörn kemur
kannski í veg fyrir sólbruna, en hún ver þig
yfirleitt ekki gegn útfjólubláum geislum
sólarinnar. Hár stuðull getur einnig gefið
þér falskt öryggi og þú berð hana í kjölfarið
sjaldnar á húðina en ella.
n Oxybenzone
Þetta efni, sem finna má í alltof mörgum
sólarvörnum, getur borist í blóðrásina og
haft áhrif á hormónastarfsemi. Þá getur
það einnig kallað fram ofnæmisviðbrögð.
n Úði
Þú skalt ekki nota sólarvörn í úðaformi
þar sem hún berst út í andrúmsloftið og
Hvað er sortuæxli?
Koma má í veg fyrir krabbamein í 95
prósent tilfella ef sortuæxli er greint
nógu snemma. Þess vegna er mikilvægt
að fara í skoðun til húðsjúkdómalæknis
komir þú auga á óeðlilega eða breytta
bletti á húðinni.
Láttu athuga þetta:
n Blettur sem hefur breyst í lit, stærð
eða lögun á fáum vikum eða mánuðum
n Bóla eða kúla sem grær ekki
n Blettir með óreglulega lögun
n Blettir sem eru í fleiri en einum lit
(geta verið svartir, brúnir, rauðir eða
bláir)
Ef þú kannast við einhver þessara atriða
talaðu þá við lækni eins fljótt og auðið
er.
n Mexoryl SX
Líkt og efnin sem nefnd eru hér að ofan
veitir Mexoryl SX vörn gegn útfjólubláum
geislum sólarinnar. Geislarnir skiptast í tvo
flokka; UVA og UVB. UVB veldur sólbruna
á ytri lögum húðarinnar en UVA-geislarnir
fara dýpra inn í húðina. Báðar tegundir geta
valdið húðkrabbameini. Flestar sólarvarnir
verja okkur hins vegar aðeins gegn UVB
geislunum. Mexoryl XS situr á húðinni og ver
okkur gegn UVA-geislunum og þess vegna
hefur þessu efni verið bætt við margar
sólarvarnir.
getur lent í öndunarfærum þeirra sem næst
standa. Ekki er talið ráðlegt að anda sólar-
vörn að sér þar sem hún getur innihaldið efni
sem eru óæskileg fyrir öndunarveginn.
Tveir stuðlar sólarvarna
Munurinn á ameríska SPF
stuðlinum og þeim evrópska
Tvenns konar stuðlar eru notaðir við
skilgreiningu á varnarstyrk sólarvarna;
ameríski stuðullinn SPF og evrópski
stuðullinn. Bandaríski stuðullinn er um
það bil tvöfalt hærri en sá evrópski. Það
þýðir að sólarvörn sem framleidd er í
Bandaríkjunum og hefur stuðulinn 8
samsvarar evrópsku kremi með stuðulinn
4. Evrópska kerfið byggist á því hversu
lengi íbúi Norður-Evrópu, sem jafnan er
með föla húð, getur verið í sólinni áður
en húðin verður rauð og aum. Almennt
er reiknað með 15–20 mínútum í byrjun
sumars. Þannig getur einstaklingur sem
notar sólarvörn með stuðlinum 8 verið 8 x
20 mínútur (160 mínútur) í sólinni áður en
húðin verður rjóð og aum.
Heimild: Doktor.is.
Sortuæxli algengasta
krabbameinið hjá
ungum konum
Helsti áhættuþáttur
sortuæxla er sólbruni og
ljósabekkjanotkun
Árlega greinast að meðaltali um 45
manns með sortuæxli á Íslandi og
tæplega 90 með önnur illkynja húðæxli.
Um tíu Íslendingar deyja á ári úr þessum
krabbameinum, þar af níu af völdum
sortuæxla. Um 1.440 manns eru á lífi
sem greinst hafa með þessa sjúkdóma.
Sortuæxli er algengasta krabbameinið
hjá ungum konum.
Tíðni sortuæxla hefur farið vaxandi
á Norðurlöndunum á síðustu þrjátíu
árum. Á Íslandi er tíðnin þó aðeins farin
að lækka eftir að hafa verið mjög há.
Einn helsti áhættuþáttur sortuæxla
er sólbruni og ljósabekkjanotkun.
Ekki er ólíklegt að minnkandi notkun
ljósabekkja eigi þátt í lækkandi tíðni.
Ísland var fyrst Norðurlandanna til
að setja lög um 18 ára aldurstakmark
varðandi ljósabekki. Rannsóknir
sýna að koma má í veg fyrir allt að 90
prósent tilfella sortuæxla og annarra
húðkrabbameina með skynsamlegri
hegðun í sól og með því að fara ekki í
ljósabekki. Sérstaklega þarf að huga að
því að verja börn í sól.
Heimild: Krabbameinsfélag Íslands.
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is
Varist
falskar sektir
Félag bifreiðaeigenda í Noregi
hefur til meðferðar tvö mál þar
sem ferðamenn fengu send fölsk
sektarboð eftir að hafa tekið bíla
á leigu hjá litlu bílaleigufyrir-
tæki á Kanaríeyjum. Eftir heim-
komuna bárust þeim bréf hvort
frá sinni innheimtustofunni þar
sem þeir voru krafðir um greiðslu
hraðasekta. Báðar þessar kröfur
hafa reynst vera falskar. Frá þessu
er sagt á vefsíðu FÍB. Sektarboðin
líta mjög sannfærandi út og varar
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
ferðamenn við því að borga slík-
ar kröfur nema að vel athuguðu
máli. Þá er félagsmönnum FÍB,
sem fá innheimtubréf vegna um-
ferðarlagabrota sem þeir kannast
ekki við að hafa framið, bent á að
hafa samband.
Í mál við
vefsíðu
Sænska fyrirtækið IKEA íhugar
að höfða málsókn gegn vinsælli
vefsíðu sem sýnir notendum
hvernig breyta megi IKEA-hús-
gögnum og nýta á annan hátt en
til er ætlast. Forsvarsmenn IKEA
hafa sent stjórnanda síðunn-
ar, IKEAhackers.net, beiðni um
að breyta vefslóð síðunnar ekki
seinna en 23. júní næstkomandi,
ellegar fari þeir í mál. Síðan hef-
ur notið mikilla vinsælda en hún
vakti fyrst athygli þegar þar komu
fram leiðbeiningar um hvern-
ig breyta mætti vinsælum IKEA-
lömpum í höfuðgafl. Stjórnandi
IKEAhackers, Jules Yap, er að
sögn miður sín vegna beiðninn-
ar og óttast að hún marki endalok
vefsíðunnar.
4 milljónir fyrir
tannviðgerð
Íslendingur varð að greiða hátt í
fjórar milljónir króna fyrir tann-
viðgerð á dögum. Þurfti hann að
fá tólf stakar gervitennur, svo-
kallaða tannplanta, eftir að hafa
misst tennur. Tannplanti með
stakri krónu kostar í kringum 350
þúsund krónur. Þetta kemur fram
í grein á vefsíðunni lifdununa.is.
Þar er rætt við Gunnar Rósars-
son, tannlækni í Reykjavík. Í
greininni kemur einnig fram að
endurgreiðslur Sjúkratrygginga
Íslands vegna tannlæknakostn-
aðar hafa nánast ekkert hækk-
að, að krónutölu, í 22 ár. Á hinum
Norðurlöndunum taki sjúkra-
tryggingar verulegan þátt í kostn-
aði við tannplanta en á Íslandi fá-
ist einungis sextíu þúsund krónur
á ári í „styrk“ vegna tannplanta-
aðgerða.
Góðar reglur varðandi kaup á sólgleraugum
Útfjólubláir geislar geta valdið bólgu í auga – Stattu vörð um augnheilsu þína
S
ólgleraugnatískan breytist ár
frá ári en sólgleraugu eru ekki
eingöngu flottur fylgihlutur.
Sólgleraugu eru nauðsynleg
tæki í að standa vörð um augnheils-
una. Útfjólubláir geislar sólarinnar
hafa ekki einvörðungu skaðleg áhrif
á húðina heldur geta þeir valdið
bólgu í auga, sem lýsir sér í verkj-
um, mikilli aðskotahlutstilfinningu,
óþægindum í birtu, höfuðverk og
augað tárast. Hér er það sem þú þarft
að hafa í huga við val þitt á sólgler-
augum:
Vörn gegn útfjólubláum
geislum
Veldu gleraugu sem koma í veg fyrir
að allavega 99 próesent útfjólublárra
geisla berist í augun. Öll góð sólgler-
augu eiga að vera merkt, til dæmis
„100% UV protection“, sem þýðir að
gleraugun veita augunum fullkomna
vörn gegn útfjólubláum geislum. Þú
ættir alltaf að velja þér sólgleraugu
sem veita þér bestu verndina.
Grár litur er bestur
Litur glersins skiptir máli við val á
sólgleraugum. Almennt séð er grár
litur bestur þar sem hann gleypir
jafnt allt litróf ljóssins. Þeir sem eru
með rauð-græna litblindu ættu alls
ekki að velja sér bronslituð eða græn
sólgler. Sé tilgangurinn að verja aug-
un gegn skaðlegum geislum sólar-
innar ætti síðan enginn að velja sér
bleik sólgler.
Gler frekar en plast
Gler er þyngra en plast og það get-
ur verið þreytandi að vera lengi með
þau á nefinu. Samt sem áður er gler
skárri kostur en plast. Gler rispast
til dæmis ekki jafn auðveldlega og
plast. Gler sem verður dekkra eft-
ir því sem birtan eykst er langbesti
kosturinn. n aslaug@dv.is