Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Síða 43
Lífsstíll 43Helgarblað 20.–23. júní 2014
Hagfræðinemi ógnar hagvexti
Ólafur Heiðar stofnar kattasíðuna randomcatphotos.com
F
á iðja dregur jafn freklega
úr kalvinískum þrótti lands-
manna og kattamyndir, ef und-
an er skilin Facebook-neysla.
Nú hefur ungur hagfræðinemi, Ólaf-
ur Heiðar Helgason, skorið upp her-
ör gegn hagvexti með því að stofna
vefsíðu sem á að vera ótæmandi
uppspretta slíkra mynda og kallast
randomcatphotos.com. Sé farið á
síðuna birtist um leið mynd af ketti.
Þegar menn eru hættir að finna fró
við það áhorf er einfaldlega hægt að
ýta á hnapp og þá birtist ný mynd af
nýjum ketti. Þetta er hægt að endur-
taka út í hið óendanlega.
En hvers vegna ákvað Ólafur að
stofna slíka síðu? „Félagi minn benti
mér á að þótt margar kattasíður væru
til þá byði engin þeirra upp á þann
valmöguleika að „randómísera“
þannig að tilviljun ráði hvaða mynd
birtist næst. Hann trúði því einfald-
lega ekki að slík síða væri ekki til,“
segir Ólafur sem í kjölfarið kveikti
á perunni og áttaði sig á að þarna
væri um að ræða góða viðskiptahug-
mynd. „Ég ákvað bara að taka hann á
orðinu og búa til síðuna.“
Þótt síðan hafi einungis tilheyrt
netinu í örfáa daga eru netverjar
strax farnir að sækja þangað í stríð-
um straumi, svo þungum að hún er
að hruni komin. „Það er blússandi
umferð á síðunni.“ Aðspurður hvort
hann ætli ekki að beisla strauminn
og búa til gróða með auglýsingasölu
segir Ólafur: „Þetta er nú aðallega til
gamans gert en kannski að maður
fari í framtíðinni að selja sig.“ n
baldure@dv.is
Frumkvöðull Ólafur
Heiðar Helgason bjó til
kattasíðu.
Hreyfing á Hrafnistu
n Stólaleikfimi slær í gegn – „Heimsmeistaramót“ Hrafnistu í sumar
L
íkamsræktaræði landsmanna
ríður sjaldan við einteyming
á sumrin, enda mikið hags-
munamál að líta vel út létt-
klæddur. Heimilismenn á
Hrafnistu eru þar engin undantekn-
ing. Þeir stunda hreyfingu sem aldrei
fyrr þessi dægrin. Þar er stólaleik-
fimi fyrirferðarmest en hún hefur
þann kost að iðkendur þurfa ekki að
standa upp til að stunda hana held-
ur geta einfaldlega setið í sófanum,
jafnvel fyrir framan sjónvarpið, og
skaðbrennt þannig hverja kaloríu á
fætur annarri.
Keppnisandi
Fyrir þá sem kjósa heldur að puða
standandi er einnig ýmislegt í boði.
„Við erum með golfpútt hérna
tvisvar í viku, bocchia og pílu,“ seg-
ir Steinunn Leifsdóttir, sem er starf-
andi íþróttafræðingur á Hrafnistu og
hefur umsjón með hreyfingu heimil-
ismanna. En það er ekki bara spilað,
heldur einnig keppt. Í sumar munu
heimili Hrafnistu úti um allt land
etja kappi sín á milli í hinum ýmsu
greinum og Steinunn segir leikana
– „heimsmeistaramót“ Hrafnistu –
tekna alvarlega. „Það er alveg tölu-
vert lagt í þetta á sumrin. En svo er
bara rosalega mikið og gott íþrótta-
starf hér á Hrafnistu. Við erum tveir
íþróttafræðingar sem höfum yfirum-
sjón með þessu.“
Sterk og létt í lund
Eðli málsins samkvæmt þurfa eldri
borgarar að stunda líkamsrækt sem
hentar líkamlegu atgervi þeirra.
Þetta þekkir Steinunn af störfum sín-
um á Hrafnistu. Auk stólaleikfimi og
bocchia er boðið upp á gönguferðir,
sundæfingar og ýmislegt fleira. En
það eru ekki allir eldri borgarar sem
hafa jafn greiðan aðgang að sjúkra-
þjálfurum og íþróttafræðingum eins
og heimilismenn Hrafnistu. Af þeim
sökum hefur Steinunn gefið út lík-
amsræktarmyndbandið „Sterk og
létt í lund“ sérstaklega fyrir þennan
hóp. Á disknum eru meðal annars
fjöldinn allur af stólaæfingum sem
henta bæði þeim sem eiga erfitt með
hreyfingu en einnig yngra fólki sem
nennir einfaldlega ekki að standa
upp frá HM í knattspyrnu. „Þetta er
góður diskur þótt ég segi sjálf frá,“
segir Steinunn kankvís en hann fæst
í Eymundsson og á Hrafnistu.
Fjölbreytt hreyfing
á Hrafnistu
n Hópleikfimi
n Stólaleikfimi
n Gönguferðir
n Sundæfingar
n Golfpútt
n Píla
n Boccha
n Almenn líkamsrækt
n Iðjuþjálfun
n Sjúkraþjálfun
Stuð í sundi Hrafnista
býður heimilismönnum upp
á fjölbreytta hreyfingu.
Gaman í golfi Þessi virðist hafa farið holu í hoggi. Púttin eru æfð tvisvar í viku og keppnis-
skapið er sjaldan fjarri.
Fyrir eldri borgara Hreyfing er
mikilvæg fyrir alla, sérstaklega þá
sem eldri eru. Þessi diskur inniheldur
einfaldar og léttar æfingar.
Gengið í góðu veðri
Þegar veður leyfir fer gamla
fólkið gjarnan út að ganga.
Baldur Eiríksson
baldure@dv.is
Glútenlaust í
Krónunni
Æ fleira fólk er farið að velja að
lifa glútenlausum lífsstíl, ýmist
vegna ofnæmis eða viðkvæmni.
Í síðasta blaði var fjallað um
glútenlausu brauðin í Brauðhús-
inu, en þar má auk heldur kaupa
fleiri glútenlausar vörur. Krónan
er einnig mikill gnægtabrunnur
glútenlausra vara. Þar má finna
sósur, brauð, pasta og alls konar
fleira góðgæti. Glútenfrjálst fólk
drekkur fegið úr þessum brunni
Krónunnar enda ekki um auð-
ugan glútenlausan garð að gresja
annars staðar.
Mynd © RóBERt REyniSSon
Litrík vegabréf
Vegabréf eru öll eins. Þetta veld-
ur sumu fólki hugarangri, sér í
lagi þeim sem vilja hefja sig upp
úr holræsi meðalmennskunnar.
En örvænting þessa fólks er senn
á enda. Snillingar vestanhafs
hafa hannað sérstakt hulstur fyrir
vegabréf í öllum litum regnbog-
ans. Nú getur fólk skorið sig úr
hópnum með til dæmis skærapp-
elsínugulu vegabréfi, og framvís-
að því hróðugt á hvaða flugvelli
sem er. En hulstrið er ekki ein-
vörðungu til þess fallið að vekja
aðdáun annars fólks heldur er
það líka góð vörn gegn veðri,
vindum og höggum.
Verndaðu
húðina
Starfsfólk Mayo Clinic í Banda-
ríkjunum hefur tekið saman
hvaða fimm ráð þau mæla með
að fólk fari eftir til að vernda húð
sína og verjast ótímabærri öldr-
un. Númer 1 er að nota sólarvörn
en fátt fer verr með húðina en of
mikil sól. Númer 2 er að reykja
ekki þar sem reykingar þrengi
æðar og stuðli að hrukkumynd-
un. Númer 3 er meðhöndlun á
baðherberginu. Ekki vera of lengi
í baði, ekki nota sterkar sápur,
þurrkaðu og rakaðu þig varlega
og notaðu rakakrem. Númer 4 er
að borða hollt og síðasta ráðið,
eða númer 5, er að hafa stjórn á
stressinu. Það er því að nægu að
huga ef fólk ætlar að halda í ung-
legt útlit sitt.