Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Page 54
Helgarblað 20.–23. júní 201454 Menning
D
anstónlist er engan veg-
inn minn tebolli. En samt er
ekki annað hægt en að liggja
dolfallinn yfir þeirri snilld
sem Massive Attack er. Ein-
hvern veginn tekst þeim að laumast
inn á mann þangað til þeir eru orðn-
ir nauðsynlegur partur af tilverunni.
Í mínu tilfelli var það finnskur her-
bergisfélagi sem á sökina, fyrir öðr-
um er það ef til vill lagið Teardrop
sem hefur verið notað í fjöldamörg-
um þáttum á borð við læknadramað
House.
Sveitin varð til
Um miðjan 9. áratuginn tóku plötu-
snúðarnir Daddy G. og Mushroom
þátt í kollektívinu The Wild Bunch
sem spilaði á klúbbum hér og
hvar í kringum Bristol. Þeir stofn-
uðu hliðarverkefnið Massive Attack
ásamt rapparanum og graffíti-lista-
manninum 3D, og fengu sex plötu
samning við Circa Records á þeim
tíma þegar slíkt var enn mögulegt
fyrir óþekktar hljómsveitir. Lítið var
þó um peninga, og umboðsmaður-
inn, Cameron McVay, og eiginkona
hans, Neneh Cherry, sem sjálf var
rappstjarna, tóku það á sig að borga
þeim laun meðan á upptökum fyrstu
plötunnar stóð. Einnig komu við
sögu fyrrverandi Bjarkarkærastinn,
Tricky, og stúdíólærlingurinn Geoff
Barrow, sem síðar stofnaði hljóm-
sveitina Portishead sem einnig er
væntanleg til Íslands í sumar.
Platan Blue Lines kom út árið
1991 og sló í gegn, þökk sé smáskíf-
unni Unfinished Sympathy. Lagið
var síðar valið 10. besta lag allra tíma
af blaðinu Guardian, en babb kom í
bátinn við kynningu þess. Persaflóa-
stríðið fyrra var í algleymingi og um-
boðsmaðurinn lét þá breyta nafninu
tímabundið í Massive til að forðast
að vera ruglað saman við hernaðar-
bröltið.
Samstarfsörðugleikar á
toppnum
Næsta plata, Protection, kom út
árið 1994 og nú voru þeir aftur farn-
ir að notast við fullt nafn. McVay
var hættur sem umboðsmaður og
pródúsent og í staðinn var Nellee
Hooper fenginn til verksins, en hann
hafði gert það gott á fyrstu sólóplötu
Bjarkar árið áður. Platan naut vin-
sælda og á sama tíma slógu bæði
Tricky og Portishead í gegn, sem
gerði það að verkum að farið var að
tala um Bristol-senuna og tónlistar-
stefnuna þar sem kölluð var trip-hop.
Hljómsveitin hélt aftur í stúdíó, en
samstarfsörðugleikar urðu stöðugt
meira áberandi, Mushroom fannst
3D orðinn heldur atkvæðamikill og
var óánægður með stefnuna, svo að
taka varð menn upp hvern í
sínu lagi. Niðurstaðan varð
þó meistaraverkið Mezzanine,
sem kom út árið 1998 og varð
langvinsælasta plata Massi-
ve Attack til þessa og seldist
í rúmum fjórum milljónum
eintaka.
Hljómsveitin hóf að færa
sig æ nær sýrurokki og bætti
við sig gítarleikara og tveim
trommurum. Elisabeth Fra-
ser úr hljómsveitinni Coct-
eau Twins var áberandi sem
söngvari á plötunni. Mus-
hroom var rekinn þrátt fyr-
ir velgengnina og Daddy
G. neitaði að vera með á
næstu plötu. Var hún því nánast sól-
óverkefni 3D sem nú fékk Sinead
O‘Connor til að syngja fyrir sig. Plat-
an 100th Window kom út árið 2003
og þótti síðri en þær fyrri, en seldist
ágætlega utan Bretlands.
Með Albarn gegn Íraksstríði
Tónleikaferðalagið fór jafnframt
úr skorðum þegar 3D var hand-
tekinn fyrir að vera með Ecstacy í
fórum sínum. Daddy G. sneri aft-
ur að því loknu og næstu árin ein-
beittu þeir sér að því að semja lög
fyrir kvikmyndir jafnframt sem þeir
héldu tónleika til stuðnings Palest-
ínumönnum og neituðu að spila í
Ísrael, en Massive Attack þóttu með
pólitískari böndum dansgeirans.
Þegar seinna Persaflóastríðið hófst
borgaði 3D fyrir heilsíðuauglýsingar
ásamt Damon Albarn til að mót-
mæla þátttöku Breta í því.
Loks héldu þeir í stúdíó í eigu Al-
barns til að klára fimmtu plötu sína.
Nefndist hún Heligoland og kom út
árið 2010, og kemur Albarn fyrir á
henni. Næsta plata er í vinnslu og
mun hljómsveitin á henni starfa aft-
ur með Tricky í fyrsta sinn í 20 ár.
Í millitíðinni er hægt að sjá Massi-
ve Attack spila í Laugardalnum um
næstu helgi, á Summer Solstice-tón-
leikahátíðinni sem haldin er í fyrsta
sinn og spannar þrjá daga, en fjöl-
margar hljómsveitir, bæði íslenskar
og erlendar, koma þar fyrir, svo sem
Skream, Woodkid og múm. n
Í þá gömlu góðu Mushroom, Daddy G og 3D. Mushroom hætti í bandinu á sínum tíma vegna ágreinings.
Pólitísk danstónlist
n Massive Attack spila í Laugardalnum n Saga sveitarinnar og næstu skref
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Massive Attack
Spila á hátíðinni Secret
Solstice næstu helgi.
Þrjár nýjar sýningar
Fjölbreyttar sýningar á Þjóðminjasafni Íslands
Í
Þjóðminjasafni Íslands voru opn-
aðar hvorki fleiri né færri en þrjár
nýjar sýningar á laugardaginn var.
Sýningarnar heita Svipmyndir
eins augnabliks, Natríum sól og Nes-
stofa – Hús og saga.
Sýningin Svipmyndir eins augna-
bliks stendur í myndasal safnsins og
þar er að finna ljósmyndir eftir Þor-
stein Jósepsson (1907–1967). Þor-
steinn var kunnur rithöfundur og
blaðamaður. Á vef safnsins segir að
Þorsteinn hafi ferðast víða og að ljós-
myndir hans hafi mikið heimildar-
gildi. „Safn ljósmynda Þorsteins Jós-
epssonar er eitt stærsta, merkasta og
heildstæðasta einkasafn frá síðustu
öld sem varðveitt er í Ljósmyndasafni
Íslands í Þjóðminjasafni.“ Á Veggn-
um svokallaða er ljósmyndasýningin
Natríum sól. Þar sýnir bandaríski
ljósmyndarinn Stuart Richardson.
Á sýningunni er að finna myndir af
götuljósum sem sjaldan er gefinn
gaumur. Á vef safnsins segirað sam-
kvæmt Stuart sé „viss fegurð fólgin í
geómetrísku formum gervisólanna
sem skapaðar hafa verið í því augna-
miði að færa okkur ljósið aftur“.
Þriðja og síðasta sýningin er síð-
an Nesstofa – Hús og saga. Nesstofa
er meðal elstu og merkustu stein-
húsa landsins. Á sýningunni verð-
ur lögð aðaláhersla á að sýna hús-
ið, byggingar- og viðgerðarsögu
þess, en auk þess verður fjallað um
nokkra þætti í merkri sögu hússins. Í
Nesi var fyrsta læknisembætti lands-
ins stofnað, árið 1760, lyfsala hófst
þar árið 1772 og þar starfaði einnig
ljósmóðir. n
asgeir@dv.is
Vegabréf
Sigmundar
Einhvers staðar á milli Bláu
moskunnar og Basarsins mikla
í stóru borginni við Sundið
fann ég sérstæðasta kaffihús-
ið sem orðið hefur á vegi mín-
um. Mig minnir að það hafi
kúrt í þröngum skika inn af
Kalkapy-stíg, afgirt syfjuleg-
um tröppum sem lágu þarna
í grúfu upp að götuslóðum í
grennd – rétt eins og það væri
falið guði og mönnum, mitt í
allri mergðinni. Og þarna sat
hann félagi Polat á hækjum sér
á minnsta kaffihúsinu í hinni
býsönsku borg sem hvorki
státaði af borðum né stólum
en þeim mun meira af fölskva-
lausri gestrisni, trúmennsku og
lífsins hægð. Allan liðlangan
daginn virtist hann hnipra
sig við snjáðan pottinn yfir
hlóðunum og hræra sömu leið
og sólin hringar sjóndeildina.
Og aldeilis ekkert truflaði ein-
beitingu þessa gamla manns
sem hafði helgað líf sitt öll-
um keipum og kenjum hins
myrka og máttuga drukks. Lífið
hafði tálgað andlit hans á ýmsa
vegu og sömuleiðis skrokk-
inn allan sem virtist bera litlu
meiri þunga af holdi sínu en
beinum. Það var samt mild-
ur og meinlaus augnsvipur-
inn sem skipti mestu máli í
samverunni, ásamt tannlitlu
brosinu sem fól í sér friðsemd
og heilindi. Maðurinn var
eirðin uppmáluð. Hann var
hin stóíska ró. Að setjast nið-
ur með þessu manni í miðj-
um innsta krika Istanbúl var
eins og að segja skilið við tíma
og rými. Þarna í þéttbýlustu
borg veraldar – sem er svo víð-
feðm að hún telst til tveggja
heimsálfa – hafði ég borist með
straumi mannfjöldans millum
stórkostlegustu stórhýsanna í
Evrópuhluta borgarinnar sem
ýmist hýsa heita trú eða heims-
söguna sjálfa. Og áhrifin eru
engu lagi lík, hvort heldur er á
augu, eyru eða nef; mann ein-
faldlega sundlar af fegurð turn-
virkjanna sem klóra himin-
inn yfir öllum hvolfþökunum
í henni Konstantínópel – og
einhvern veginn í samhengi
við það allt saman er þefur-
inn, sem liggur yfir þessum
helstu krossgötum menningar
og siða, jafn þykkur og hann er
kæfandi. En akkúrat þarna við
Kalkapy-stíg fann ég minn eig-
in sanna Miklagarð; á skörinni
framan við hægláta meistar-
ann sem rótaði í gamla pottin-
um með skaftlangri ausu sem
ugglaust var ekki þvegin með
þvottalegi á hverju ári. Kaffi-
húsið sjálft var innskot í vegg-
hleðslu, kannski einnar álnar
djúpt og aðrar tvær á hæðina.
Þar geymdi hann amboðin sín
á bak við hlera yfir nóttina, en
lauk svo bríkinni upp í glanna-
bítið á morgnana til að rista
kaffibaunirnar sínar yfir eldi,
mala þær og sjóða svo í vatni,
rétt eins og gert hefur verið hjá
Ottómönnum frá því kaffi barst
fyrst frá Yemen til Evrópu á
sextándu öld, einmitt um þessa
einu sönnu Istanbúl. Og þarna
sat ég á hækjum mér, á til-
komuminnsta kaffihúsi heims
– og drakk sannasta kaffi sem
sagan hefur skammtað mér.
Kaffimeistarinn
við Kalkapy
Svipmyndir eins augnabliks Ljósmyndir eftir Þorstein Jósepsson (1907–1967).
Þorsteinn var kunnur rithöfundur og blaðamaður.