Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Side 62
Helgarblað 20.–23. júní 201462 Fólk Þingmaður kominn með kærustu Þingmaður Framsóknarflokksins, Haraldur Einarsson, er kominn með kærustu. Parið gerði sam- bandið opinbert á Facebook á þjóðhátíðardaginn og rigndi yfir þeim fagnaðaróskum. Kærastan heitir Birna Harðardóttir og er menntaður viðskiptafræðingur. Ásamt því að sitja á þingi stund- ar Haraldur nám í umhverfis- og byggingarverkfræði. Þau Birna hafa verið að hittast í nokkrar vik- ur og þykja vera glæsilegt par. Har- aldur er með yngstu þingmönn- um á Alþingi, fæddur árið 1987 og er því 27 ára gamall. Hann er einn þeirra þingmanna sem komst óvænt inn á þing eftir gott gengi flokksins í kosningunum. Nauðhyggjumaðurinn Jón Gnarr Húmor hámark frelsisins J ón Gnarr efast um að vilji mannsins sé frjáls. Þetta upplýs- ir hann á Facebook-síðu sinni. Sú hugmynd að maðurinn hafi enga sérstöðu í náttúrunni, annað en flókna efnasamsetningu og virkni, og sé þar af leiðandi einungis leiksopp- ur orsakalögmálsins, er kölluð nauð- hyggja. Samkvæmt henni er blekking að halda að maður búi yfir einhvers konar innra sjálfræði til ákvarðana- töku heldur er maður í raun múl- bundinn af fyrirframákvörðuðu gangverki veraldarinnar. „Ég vil líka biðja ykkur afsökunar á þeim tímum þar sem ég hef hugsan- lega sært eitthvert ykkar með ómál- efnalegri gagnrýni eða með því að al- hæfa eitthvað um ykkur sem ekki átti við rök að styðjast. Ég biðst afsök- unar á því, en það er ekki við mig að sakast heldur heilann á mér,“ sagði Jón meðal annars í kveðjuræðu sinni í ráðhúsinu og gaf þessu viðhorfi undir fótinn á kímilegan hátt. Eini eiginleiki mannskepnunn- ar sem kemst nálægt því að vera undanskilinn nauðsyn náttúrunnar að mati Jóns er húmor. „Grín er líf- ið að mínu mati. Það er sannleikur og tilgangur alls þess sem er. Það er æðra stig mannlegrar greindar og eitt af því fáa sem skilur okkur frá dýrun- um. Við getum gert grín að sauðfé en sauðfé getur ekki gert grín að okk- ur. Ég get gert grín að stjórnmálum en stjórnmál geta ekki gert grín að mér. Húmor er það sem kemst næst því sem við köllum frjálsan vilja. Ég hyggst halda áfram að nota hann og njóta.“ n baldure@dv.is Ófrjáls Jón Gnarr er fráfarandi borgarstjóri. Mynd Sigtryggur Ari Gulir greindari Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að gulir menn séu greindari en hvítir. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni, í andsvari við aðdróttunum um þjóðernis- rembing. Hins vegar breytir sú staðreynd engu, að mati Hann- esar, um að allir menn eru jafn- gildir fyrir lögum. „Í því felst hins vegar ekki, að allir skori jafnmörg mörk í öllum leikjum lífsins. Þegar Þjóðverjar vinna Portúgali 4-0 í knattspyrnukappleik, vilt þú með öðrum orðum breyta niður- stöðunni, svo að hún verði 2-2!“ segir Hannes við Facebook-vin sinn, Hrafn Malmquist. Gillzmundur Logi skírður Fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kol- beins og kærastan hans, Bryn- dís Hera Gísladóttir, skírðu litla son sinn á dögunum en sá stutti fæddist 20. maí. Eldri sonur Ás- geirs, Ívan Dagur, sem hélt á bróður sínum undir skírn ákvað að hrekkja viðstadda. Þegar presturinn spurði hann hvað barnið ætti að heita svaraði hann hátt og skýrt: Gillzmundur Logi. Um létt grín var að ræða en hið rétta nafn er Alexander Logi. Hinn rétti Gillz, Egill Einarsson, var staddur í skírninni og sam- kvæmt heimildum DV er Gillz- mundur Logi fallegasta nafn sem Egill hefur nokkurn tímann heyrt. Kötturinn Baktus vinsæll í bænum n Eigandinn heldur honum inni um helgar svo hann fari ekki á djammið H ann er mjög vinsæll enda ekkert eðlilegur köttur,“ segir Hafdís Þorleifsdótt- ir, eigandi kattarins Bakt- usarm sem er líklega einn þekktasti köttur bæjarins. Það má með sanni segja að Baktus sé enginn venjulegur köttur enda líður honum best inni á kaffihúsum og í verslun- um bæjarins þar sem hann laumar sér iðulega inn. Fannst í porti Eigendur Baktusar eiga verslunina Gyllta köttinn í Austurstræti og kaffi- húsið Stofuna og segja má að Aust- urstrætið og Kvosin séu heimavöllur Baktusar. Það er kannski ekki skrýt- ið enda fannst hann í porti bakvið Stofuna aðeins fimm vikna gamall. Hafdís og eiginmaður hennar, Hauk- ur Ingi Jónsson, tóku þá Baktus og bróður hans, sem hlaut nafnið Karí- us að sér. „Mamman var villiköttur og fylgdist með þeim en var hætt að gefa þeim mat,“ segir hún. „Við ætluðum ekkert að fá okk- ur kött en það var bara eitthvað sem small. Við tókum þá að okk- ur,“ segir Hafdís en þau hjónin eiga fyrir tvo hunda. Úr varð þó að þeir fengu heimili hjá þeim á Vesturgöt- unni þar sem þau búa. Karíus, bróð- ir Baktusar, hins vegar varð fyrir bíl aðeins sex mánaða gamall. „Karí- us var gullitaður og var í raun hinn sanni gyllti köttur en Baktus svartur eins og kötturinn á lógó-inu á búð- inni þannig að þetta small einhvern veginn saman,“ segir Hafdís sem er mikill dýravinur. Vinsæll í miðbænum Þegar Kaktus varð eldri og fór að fara út fór hann strax að sýna mik- inn áhuga á miðbænum þar sem hann heldur sig yfirleitt. Til að mynda bíður hann fyrir utan Gyllta köttinn þar til það búðin er opnuð og kemur sér fyrir í stól inni í búð- inni þar sem hann situr pollróleg- ur yfir daginn milli þess sem hann kíkir á önnur kaffihús eða heilsar upp á fólkið í bænum. Útigangsfólk- ið heldur líka mikið upp á hann og kynnir hann fyrir ferðamönnum sem „Baktus, frægasta kött Íslands“. „Það þekkja hann allir hér í kring. Hann er rosalega lúmskur og laumar sér hér inn alls staðar,“ segir Hafdís sem fær reglulega símtöl frá kaffihúsa- eigendum í kring og fólki sem held- ur að hann sé týndur. „Hann laum- ar sér oft inn í Eymundsson og inn í Kraum, þar sem er sófasett á efri hæðinni sem hann kemur sér fyrir í. Síðan fer hann á Loftið og sest þar í einn stól.“ Heldur honum inni um helgar Hafdís reynir þó að halda Bakt- usi inni um helgar þegar næturlífið er sem háværast. „Annars fer hann bara á djammið og reynir að kom- ast inn á Austur eða Loftið en dyra- verðirnir senda hann í burtu,“ seg- ir hún hlæjandi. Baktus hefur vakið verðskuldaða athygli í miðbænum en kippir sér lítið upp við athyglina. „Hann er svo blíður og hefur gaman af því að láta klappa sér. Hér koma margir og klappa honum og mömm- ur eru farnar að koma inn með börn sem vilja hitta Baktus.“ Það eru þó ekki allir jafn hrifnir. Honum var til að mynda úthýst af Stofunni kaffi- húsi af heilbrigðiseftirlitinu. Hann fær því ekki lengur að vera þar en sniglast þó reglulega þar í kring. „Það eru alltaf einhverjir sem vilja hann ekki en hann má alveg vera hérna inni í búðinni, hér er enginn matur eða neitt slíkt þannig að það er í góðu lagi.“ Fjölmargir hafa tekið myndir af Baktusi og sett inn á sam- skiptasíður. Nú hefur líka verið búin til síða fyrir Baktus á Instagram und- ir nafninu Baktusthecat. Þar má sjá margar myndir af honum og fylgjast með uppátækjum hans. n Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is nóg að skoða Hér röltir Baktus fyrir utan Café París. Mynd Sigtryggur Ari gaman í gyllta Baktus með eiganda sínum, Hafdísi Þorleifsdóttur, sem á Gyllta köttinn í Austurstræti. Baktus kemur sér gjarnan fyrir í stólnum bak við Hafdísi. Mynd dV eHF / Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.