Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Side 28
É g ætla að reyna að tala við þig meðan hún er sofandi,“ segir Ruth þegar blaðamaður nær sambandi við hana snemma morguns að hennar tíma en síðdegis á íslenskum tíma. Ruth er nývöknuð á heimili sínu í Vista í Kaliforníu en Kiea, tæplega fimm ára dóttir hennar, er enn sofandi. „Ég ætla að reyna að nýta tímann meðan hún sefur, hún vill hafa athygli móð- ur sinnar á morgnana, sérstaklega ef ég er í símanum,“ segir hún hlæjandi. Líf Ruthar hefur breyst mikið á undanförnum árum. Núna heitir hún Ruth Moore, er gift seinni manni sínum, Joseph Moore, og býr með honum og Kieu, litlu dóttur þeirra, í sólinni í Kaliforníu. Árið 2005 skildi Ruth við eiginmann sinn til tæp- lega 16 ára. Til þess að ná áttum eftir skilnaðinn ákvað hún að fara í heim- sókn til móður sinnar og systur sem búa í borginni Vista. Þar tóku örlög- in í taumana og fyrir tilviljun kynntist hún Joseph. Kynntist ástinni í Bandaríkjunum „Ég kom hérna út til þess að eyða tíma með fjölskyldunni. Joe bjó hérna ofar í götunni og ég kynntist honum bara óvart. Við urðum góð- ir vinir og svo þróaðist það. Ég var úti um tíma, kom svo heim og var þá orðin ófrísk,“ segir hún og viður- kennir að það hafi ekki verið á dag- skrá að verða barnshafandi 41 árs. „Ég er með þannig hjarta að það kom aldrei neitt annað til greina en að eiga barnið. Enda vorum við nátt- úrulega ástfangin og meiningin var alltaf að halda áfram að vera saman.“ Joseph, eða Joe eins og hún kall- ar hann, reyndi að koma til Íslands að vinna. „Hann kom heim og fékk atvinnuleyfi en hann bara gat ekki verið þar. Veðurfarið hentar honum svo illa, hann er með gervimjöðm og kuldinn fer svo svakalega í hann að hann getur ekki búið heima á Ís- landi.“ Erfitt að fara frá dætrunum Úr varð að þau fluttu saman út en því fylgdi erfið ákvörðun fyrir Ruth. Þrjár eldri dætur hennar urðu eftir heima á Íslandi. „Þetta var náttúrulega ofsa- lega erfitt. Tvær eldri, Sæbjörg og Glódís Tara, eru náttúrulega komn- ar með eigin fjölskyldu en sú næst- yngsta, Helen Sól, var enn í grunn- skóla. Við ræddum það mikið hvort hún vildi koma með mér út eða ekki og skynsemin varð ofan á, að hún yrði heima og kláraði gagnfræðaskólann og kæmi svo út til okkar,“ segir Ruth. „Við erum alveg ofsalega tengdar og Helen Sól er mikil mömmustelpa þannig að þetta var mjög erfitt en hún er skynsöm og ég skildi hana vel að vilja klára skólann. Amma henn- ar var líka veik á þessum tíma, hún er mikil ömmustelpa og vildi vera hjá henni, sérstaklega ef heilsa hennar færi á verri veg,“ segir hún og viður- kennir að ákvörðunin hafi ekki verið henni auðveld. „Það sem er líka erfitt er að þegar maður er svona langt í burtu þá er ekkert auðvelt að hoppa bara upp í næstu vél til Íslands ef eitthvað ger- ist.“ „Hef aldrei yfirgefið börnin mín“ Ruth hefur einmitt reynt það nýlega hversu erfitt það getur verið að vera svo langt frá börnum sínum og það er ekki hlaupið að því að fara heim. Auglýst var eftir næstyngstu dótt- ur hennar, Helen Sól, í fjölmiðlum þar sem hún hafði farið að heim- an og ekkert til hennar spurst. Hún var týnd en Ruth var þó í sambandi við Helen á meðan en vissi þó ekki hvar hún var stödd. „Ég vissi að það var í lagi með hana. Þetta er stelpa sem hefur aldrei verið í neinu rugli, ef hægt er að orða það svo, en henni leið bara ekki vel. Það þarf að hlusta á börnin og ég reyni að gera það. Hún hefur alltaf sagt mér allt en vildi ekki segja mér hvar hún væri því að hún vildi ekki finnast. En ég var rólegri meðan ég náði þó allavega tali af henni þegar á þessu stóð. Mér fannst mikilvægara að vita að það væri í lagi með hana og bað hana auðvitað um að skila sér heim, sem hún gerði svo á endanum.“ Ruth segir illar tungur hafi farið af stað og hún verið ásökuð um að standa sig ekki í móðurhlutverkinu en hún segist ekki taka það inn á sig. „Oft er margt sagt en minna vitað. Það er kannski leiðinlegast að fólk heldur að maður geti bara stokkið heim og gengið í málin. Það var skrif- að inn á Facebook hjá Helen hvar mamma hennar hefði verið meðan á þessu stóð og auðvitað fannst mér það ömurlegt. Ég hef aldrei yfirgefið börnin mín, að yfirgefa börnin sín er að vera ekki í neinu sambandi við þau. Það er ekki svoleiðis í okkar til- viki. Við erum í mjög miklu og góðu sambandi. Auðvitað tók ég þetta inn á mig í fyrstu og fór að efast um sjálfa mig sem móður og hugsaði hvort það hefðu verið mistök hjá mér að flytja út. Svo aftur á móti er ég með aðra litla og hvað átti ég að gera? Átti ég að neita henni um pabba sinn? Þetta er náttúrulega togstreita en ég neita því að rífa mig niður eða leyfa öðr- um að gera það með því að segja að ég sé slæm móðir því ég veit að ég er ekki slæm móðir, ég hef alltaf reynt mitt besta á hverjum tíma fyrir sig. Oft þarf að taka erfiðar ákvarðanir en ég trúi því að algóður Guð leiði mig gegnum slíka tíma.“ Öðruvísi að eignast barn eftir fertugt Ruth á eins og áður sagði fjórar dæt- ur. Hún er einnig þreföld amma, eiginlega fjórföld, því auk barna- barnanna sinna þriggja á dóttir Joe stúlku, svo hún er líka fósturamma. Ruth var ung þegar hún eignaðist elstu stelpuna sína og viðurkennir að það sé mikill munur á því að verða móðir komin yfir fertugt. „Allt öðru- vísi. Ég var áhyggjulausari einhvern veginn þegar ég var yngri, maður reynir auðvitað alltaf að gera sitt besta sem móðir en það er öðruvísi. Ég er miklu meiri verndari núna, ég er náttúrulega komin á þann ald- ur, orðin 46 ára og orðin amma og því farin að haga mér meira eins og slík með henni en eins og móðir,“ segir hún og skellir upp úr. „Hún er algjör prinsessa og nýtir sér þjónustuhæfi- leika mína og kemst oftast upp með það. Við erum mjög nánar enda bún- ar að vera svo mikið saman því að hún er ekki á leikskóla.“ Langar að læra ljósmyndun Kiea hefur ekki fengið inni á leik- skóla þar sem bara annað foreldri hennar er með fasta atvinnu. „Ég er í atvinnuleit núna og um leið og ég fæ starf þá fær hún pláss,“ segir Ruth. Joe starfar sem verkstjóri viðhalds og viðgerða hjá dvalarheimili fyrir hátt- setta eldri borgara. Ruth segist þó hafa það ágætt, þó að vissulega sé erf- itt að hafa bara eina fyrirvinnu. Hún er þess vegna að leita sér að vinnu og aðspurð hvað hún vilji vinna við segir Ruth hlæjandi: „Ég get gert svo margt! Mig langar óskaplega að læra ljósmyndun og vinna eitthvað auka- lega með því. Síðan langar mig að dúlla mér í söngnum líka þó ég sé ekki að reyna koma mér á framfæri hérna úti, ég er orðin svo gömul. En mig langar til að spila „live“ eins og ég gerði svo mikið heima á Íslandi.“ Þó að Ruth hafi ekki gefið út mik- ið af efni undanfarið hefur hún sung- ið alla tíð. „Það kom tímabil þar sem ég gaf ekkert út í langan tíma. Ég var meiri stúdíórotta og var mikið að syngja með Birgi Jóhanni Birgis- syni auk hljómsveitarinnar Alvaran. Einnig settum við Eyjólfur Krist- jánsson og Ingi Gunnar Jóhannsson saman tríóið Vox og ekki má gleyma söngleiknum Evítu á Akureyri og ýmsum fleiri verkefnum sem ég var í. Maður var í hinu og þessu. Ég var ekki mikið að gefa út sólóplötur en söng mjög mikið inn á safnplötur og diska fyrir aðra. Ég hef ekki einu sinni tölu á því hvað ég hef sungið inn á margar plötur. Ég er stundum enn að heyra lög þar sem ég heyri rödd mína og segi við sjálfa mig: Heyrðu, já – þetta er ég!“ segir hún hlæjandi. Árið 2000 gaf hún út sólóplötuna Ruth. „Ég og Gulli Briem skelltum okkur til London og tókum upp með John Savannah. Ég borgaði diskinn því ég vildi eiga efnið sjálf enda hafði ég brennt mig á því áður að eiga það ekki. Þetta var þess vegna dýrt og ég hefði kannski viljað hafa aðeins meiri pening til þess að leggja loka- hönd á plötuna.“ Byrjaði að reykja því hún söng reykingalagið Söngferill Ruthar nær aftur til þess þegar hún var sjö ára og söng inn á plöturnar um Róbert bangsa. Hún söng líka reykingalagið þar sem sungið var um ókosti þess að reykja. Ruth var mikið strítt í kjölfarið. Í ævi- sögu Ruthar sem kom út fyrir nokkr- um árum sagði hún meðal annars frá erfiðri æsku sinni sem barnastjarna en hún var lögð í mikið einelti. Það getur verið erfitt að falla inn í hóp- inn eins og hún hefur reynt á eigin skinni. „Ég byrjaði að reykja 12 ára eftir að hafa sungið reykingalagið. Ég var að syngja fyrir Krabbameinsfélagið og síðan var ég send í skólann með alls konar plaköt með slagorðum á eins og „Þú brennir peninga með því að reykja“ og fleiri góð. Mér var strítt svo mikið að eina svarið sem ég kunni á þessum tíma til þess að reyna að falla inn í hópinn var að byrja að reykja,“ segir hún. „Annars hef ég aldrei haft trú á því að of mikill áróður virki á börn. Ég held að hann geti bara virkað öfugt. Það þarf frekar að vekja áhuga barna og styðja þau í til dæmis íþróttum og öðru slíku og beina þeim á beinar brautir. Þegar börnum er bannað allt hefur það oft þveröfug áhrif.“ Stolt af gríska nefinu Ruth viðurkennir að hún sakni oft Ís- lands, aðallega dætranna, vinanna og líka matarins. Hún kann þó vel við veðurfarið á nýja staðnum og neitar því ekki að það sé ágætt að vera ekki þekkt þar sem hún er núna, þar sem hún fellur inn í fjöldann. Hún þekkir það vel að vera milli tannanna á fólki en segist reyna að kippa sér lítið upp við það. Árið 2004 fór Ruth í útlitsaðgerðir með Miðdæturnar Helen Sól og Glódís Tara, dætur Ruthar. Móðir Ruthar Ríkey, móðir Ruthar, býr í sömu götu og Ruth úti. FÉkk morðhótun Frá morðingja 28 Viðtal 2.–4. mars 2012 Helgarblað Líf barnastjörnunnar fyrrverandi ruthar reginalds hefur breyst mikið und- anfarin ár. Örlögin fleyttu henni til Kaliforníu þar sem hún býr núna með seinni eiginmanni sínum og tæplega fimm ára dóttur og ber nú nafnið Ruth Moore. Í viðtali við Viktoríu Hermannsdóttur talar hún um nágrannaofsóknirnar á Ís- landi sem fólu meðal annars í sér líflátshótanir frá morðingja, týndu dótturina og söknuðinn eftir dætrunum á Íslandi, ástina sem hún fann óvænt í Kaliforníu, kjaftasögurnar sem hún blæs á og hvernig hún opnaði hjarta sitt fyrir guði. „Ég byrjaði að reykja 12 ára eftir að hafa sungið reykingalagið Viktoría hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal Fjölskyldan Ruth með eigin- manni sínum Joseph og Kieu. Í kirkjunni Ruth með prestshjónunum og hinum Moore-hjónunum. Besta vinkonan Ruth með Ann, bestu vinkonu sinni úti, sem kynnti hana fyrir kirkjunni sem hún er í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.