Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Side 30
hefur reynst mér og dætrum mínum
svo ofboðslega vel, hún er alveg ynd
isleg þessi kona.“
Hún leitaði líka mikið til heimilis
læknisins á þessum tíma. „Hann hélt
mér eiginlega gangandi í gegnum
þetta því ég fór til hans og fékk útrás
þar, bara hreinlega brotnaði niður
þegar ég talaði við hann. Eftir mála
ferlin sagði elsta stelpan mín við mig:
„Mamma, ég vissi ekki að þetta hefði
verið svona slæmt,“ og það vissu það
í raun kannski ekki margir því eins og
ég segi, ég reyndi að halda fólki utan
við þetta og sérstaklega stelpunum
mínum. Ég vildi vernda þær en auð
vitað fundu þær fyrir þessu. Helen
Sól þorði til dæmis eiginlega ekki að
vera hjá mér eftir að hafa verið hjá
mér nokkrum sinnum þegar þetta
gekk á, enda skiljanlegt.“
Vildi hreinsa mannorðið
Ruth segist enn eiga erfitt með að
tala um þetta mál þar sem hún hafi
verið lengi að jafna sig á því og vilji
helst gleyma þessu. „Þetta var svo
óraunverulegt að ég trúði þessu
varla sjálf. Ég vil ekki tala illa um
fólk og er ekki að reyna að gera það.
Ég er bara að segja frá minni upp
lifun og vil ekki leggjast jafn lágt
og þessar konur gerðu. Ég vildi ég
hefði leitað meira í trúna á þessum
tíma, það hefði ábyggilega hjálpað
mér.“
Tímaritið Séð og heyrt birti á þess
um tíma viðtöl við nágranna Ruthar
þar sem þeir úthúðuðu henni. Ruth
fór í mál við tímaritið fyrir meiðyrði.
„Það endaði með að gerð var dóm
sátt. Ég hefði getað farið með þetta
lengra en það hefði tekið alltof lang
an tíma. Ég var fegin því að þetta
voru metin ósannindi og þeir þurftu
að borga mér skaðabætur. Ég gat ekki
staðið í þessu máli lengur, ég var með
lítið barn og þurfti að drífa mig út til
pabba þess og vildi hefja rólegt líf.
Þetta sat lengi í mér og hafði mikil
áhrif á mig. Ég vildi fara fyrr út en
fannst mikilvægt að hreinsa mann
orð mitt áður en ég færi.“
Í góðum tengslum við mömmu
Og út til Vista í Kaliforníu fór hún til
þess að hefja nýtt líf með barnsföður
sínum. Hún kann vel við lífið úti, á
mikið af vinum, bæði í söfnuðinum
sem hún er í og svo búa systir hennar
og mamma skammt frá „Systir mín
býr bara hérna í sömu götu og ég og
móðir mín er hjá henni,“ segir hún.
Móðir hennar, Ríkey Ingimundar
dóttir, er vel þekkt listakona en hún
flutti út fyrir nokkrum árum til þess
að hjálpa systur Ruthar, Steinunni,
þegar hún var í hernum. „Mamma
hefur reynst systur minni rosalega
vel. Hún er búin að aðstoða hana
síðan hún fór í stríðið úti en hún
fór tvisvar til Írak að berjast. Þegar
hún var fyrst kölluð í stríð var hún
með pínulitla frænku mína, Dahliu,
og átti aðra fyrir sem er 14 ára í dag
og heitir Nicole. Hún slasaðist illa
á baki og missti heyrn á öðru eyra í
stríðinu og er með þessa svokölluðu
áfallastreituröskun eftir stríðið. Hún
á erfitt með að vera innan um mikið
af fólki og það er ýmislegt sem fylgir
þessu. Það eru margir hermenn sem
þjást af þessu. Þeim er náttúrulega
kennt að aftengja sig tilfinningalega
þegar þeir fara í stríð, en svo koma
þeir til baka eftir mikla og misjafna
reynslu og það tekur oft tíma að
jafna sig.“
Trúin mikilvæg
Eftir að Ruth flutti út hefur hún rækt
að trú sína og samband sitt við guð
mikið. Fjölskyldan tilheyrir söfnuð
inum Outcast Ministries Church of
God in Christ en söfnuðinum kynnt
ist hún í gegnum kæra vinkonu sem
missti dóttur sína og minningar
athöfnin var haldin í kirkjunni.
„Sóknarpresturinn, Pastor Hye,
hreinlega gagntók mig með orðum
sínum og ég fann hvernig hann talaði
eins og beint til mín. Ég vissi á þeirri
stundu að þarna vildi ég vera.“
Í söfnuðinum hefur fjölskyldan
kynnst miklu af góðu fólki sem hefur
að hennar sögn reynst þeim vel. „Við
förum í kirkju á hverjum sunnudegi.
Ég syng líka með kórnum þannig að
ég fer oftar í viku,“ segir Ruth en hún
var eina hvíta konan í söfnuðinum
þar til nýlega er önnur bættist í hóp
inn. „Það er reyndar mjög fyndið.
Það komu ný hjón í söfnuðinn, ung
ur prestur sem er dökkur á hörund
en hún er hvít og þau bera sama eftir
nafn og við, Moore. Þannig að í kirkj
unni erum við kölluð The Moore's 1
og 2,“ segir hún og skellir upp úr.
Ruth segist fá mikið út úr því að
syngja með kórnum. „Þetta er allt
öðruvísi en ég hef áður upplifað.
Maður syngur fyrst og fremst Guði til
dýrðar og á allt annan hátt en áður.
Maður er ekki að spá í hvað öðrum
finnst heldur bara í það að syngja
frá hjartanu. Þetta er alveg mögnuð
upplifun sem og hvað lífið og viðhorf
manns breytist þegar Guð er annars
vegar tekinn við, ég kaus að opna
hjarta mitt fyrir skapara mínum og
tel mig á réttri braut i lífi mínu.“ n
30 Viðtal 2.–4. mars 2012 Helgarblað
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is
Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Nú er rétti tímiNN til að kaupa sér fataskáp!
• Margar gerðir
• Glæsilegir fataskápar á afslætti
• Ýmsir uppröðunarmöguleikar
• Útlitsgallaðar vörur með miklum afslætti
fataskápaDaGar um HelGiNa
Opið um helgina
laugardag: 10-16
sunnudag: 11-14Margir möguleikar
Saknar dætranna Ruth segir það geta verið erfitt að vera svo langt frá þremur dætrum sínum.
„Mér fannst mikil-
vægara að vita að
það væri í lagi með hana
og bað hana auðvitað
um að skila sér heim, sem
hún gerði svo á endanum.