Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 40
Þ að hentar ekki öllum pör­ um að eiga saman stundir á börum þar sem  fólk er  að skemmta sér  undir áhrif­ um áfengis  og okkur finnst tilvalið að að kirkjan verði einnig vettvangur fyrir rómantískar kvöld­ stundir með maka, ekki síst þar sem kirkjan hefur skyldum að gegna gagnvart hjónabandinu sem er í grunninn heilög stofnun,“ segir Hild­ ur Eir Bolladóttir prestur sem stend­ ur fyrir paramessu í Akureyrarkirkju á sunnudagskvöld. Að sögn Hildar mun rómantíkin í bland við alvöru lífsins ráða ríkjum í messunni undir tónum hjónanna Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur og Hjalta Jónssonar en þau munu flytja söfnuðinum sjóðheit ástarlög. „Svo fáum við tvenn hjón til að  deila reynslu sinni af hjóna­ bandinu og  því hvernig þau rækta ástina og fjölskylduna, þessi pör voru ekki fengin af því þau lifi ein­ hverju fullkomnu hjónabandi enda er ekkert til sem heitir fullkomið samband eða hjónaband. Þessi tvö pör eru  á ólíkum aldri og eru þar af leiðandi að fara í gegnum ólík skeið hjónabandsins, annað par­ ið er enn með ung börn  en hitt er komið yfir miðjan aldur, tilgangur­ inn með því er að sýna fólki fram á að hjónabandið geti verið  spenn­ andi og gott á öllum æviskeiðum og að spurningin sé frekar hvort við kunnum að lifa hvert æviskeið með því sem það hefur upp á að bjóða,“ segir Hildur sem ætlar sjálf að ræða sitt hjónaband. „Við prestar sinnum mikið hjón­ um í okkar starfi, bæði í sálgæsl­ unni og náttúrulega við hjóna­ vígslur. Þess vegna búum við yfir mjög víðtækri reynslu af  hjóna­ bandinu í sorg og gleði. En ég ætla þó líka að að koma aðeins inn á mitt eigið hjónaband því það er held ég alltaf gott að undirstrika að prestar eru venjulegt fólk sem er að glíma við sömu hluti og aðrir,“ segir hún og bætir við að eitt af því sem helst ógni hjónaböndum og ástarsam­ böndum sé veik sjálfsmynd fólks. „Það besta sem maður ger­ ir maka sínum, eins þversagnar­ kennt og það hljómar, er að rækta sjálfan sig og auka sjálfsþekkingu sína þannig að maður detti ekki í að vera fórnarlamb í sambandinu, það er alveg ferleg staða sem eng­ inn græðir á. Hver og einn verður að taka ábyrgð á sjálfum sér. Ætlun­ in er ekki að makinn geri þig ham­ ingjusaman heldur að þú stuðlir sjálfur að eigin hamingju og þann­ ig finnið þið hamingjuna saman.“ Hildur segir alla velkomna í paramessuna sem hefst klukkan 20.00. „Við viljum bjóða öllum pör­ um, giftum sem ógiftum, samkyn­ hneigðum, gagnkynhneigðum og tvíkynhneigðum til kirkju, til að lyfta sambandinu upp og þakka fyrir fegurð ástarinnar. Svo verð­ ur fararblessun í lokin fyrir þá sem vilja.“ indiana@dv.is 40 Lífsstíll 2.–4. mars 2012 Helgarblað J á, sæl frænka, ég heiti Sólrún og ég ætla að bjóða þér í ferm­ ingarveisluna mína... Já, nei ég er sko dóttir hans Ragnars...“ Einhvern veg­ inn svona hljóm­ uðu nokkur sím­ talanna sem ég tók þegar ég var skikkuð til að hringja í alla þá hundrað og fimmtíu boðs­ gesti sem mamma hafði ákveð­ ið að bjóða í fermingarveisluna mína. (150 er mögulega ýkt tala, en í minningunni voru símtölin að minnsta kosti það mörg). Þessi pínlega manndómsvígsla rifjast alltaf upp fyrir mér á þessum árs­ tíma. S nemma í fermingarundir­ búningsferlinu var ég reyndar mjög sátt við þá ákvörðun að halda stóra veislu. Ekki bara út gjöfunum, heldur fannst mér ákveðinn sjarmi yfir því að allt þetta fólk kæmi saman mér til heiðurs. En þessi kvöð sem fylgdi, að þurfa sjálf að hringja í fólkið, varð næstum til þess að ég bakkaði út. Enda var ég ekki málkunnug helm­ ingnum. Og eins og kom í ljós voru ekki einu sinni allir með það á hreinu hver ég var. Sem var vægast sagt vandræðalegt. Þ að fór sosum ekki mikið fyrir mér á þessum árum. Ég stóð varla út úr hnefa. Væskils­ legasta fermingarbarnið í ár­ ganginum, um hundrað og fjöru­ tíu sentimetrar á hæð og þrjá­ tíu og fimm kíló eða svo. Minnsti fermingar­ kjóllinn úr Sautján var of stór á mig, en hann varð að duga. Enda engin kona með konum nema skarta fermingarkjól úr Sautján. Ég álasa engum fyrir að hafa ekki tekið eftir mér. Það var reyndar ótrúlegt hve margir skiluðu sér í veisluna þrátt fyrir að hafa varla kannast við mig í símanum þegar manndómsvígsl­ an fór fram um það bil mánuði fyrr. Þegar á hólminn var komið var ég svo sjúklega feimin við alla þessa ókunnugu ættingja mína. Mamma dró mig þó um salinn í allt of stóra fermingarkjólnum mínum og lét mig spjalla lítillega við alla gestina og þakka fallega fyrir mig. Sem var auðvitað sjálfsagt og það minnsta sem ég gat gert. Þ essi stóra fermingarveisla með öllu þessu „ókunn­ uga“ fólki hafði þó jákvæð­ ar afleiðingar í för með sér. Andlit mitt varð ættingjunum kunnuglegt og veislan ísbrjótur í samskiptum mínum við fólk. „Ég held að ég hafi verið í fermingar­ veislunni þinni,“ sagði til dæmis „ókunnugur“ maður sem vatt sér að mér á árshátíð nokkrum árum síðar. „Já, ókei... af hverju varstu þar?“ spurði ég. Hann vissi það ekki. Þrátt fyrir fermingarveislu­ tenginguna áttuðum við okkur ekki á því að við værum frænd­ systkini. Ekki á þeim tímapunkti. Hann kannaðist bara við andlitið á mér. Það var ekki fyrr en á ættar­ móti enn síðar að við þekktumst aftur og hlógum að þessu. Það er nefnilega gott að þekkja ættingja sína. Í litlu samfélagi eins og á Íslandi getur það komið í veg fyrir alls konar óþægilegar uppá­ komur. Óþekkta ferm- ingarbarnið Líf mitt í hnotskurn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Frumlegt og frjálslegt Það mátti greina viss pönkáhrif á pöllunum í frjálslega máluðum vörum fyrirsætna. Á sýningu Prabal Gurung var málað með dökk- fjólubláum lit innst á vörunum. Hjá Yves Saint Laurent voru litirnir í neontónum og með vara- blýanti eins og tíðkaðist á tíunda áratugnum. Skarpar og þykkar Nú má leggja augnháraplokkaranum. Í sumar verða augabrúnirnar þykkar, dökkar og út- línurnar helst skarpar. Þetta mátti sjá á öllum helstu tískusýningum vor- og sumartískunnar í ár. Skærir litir Náttúrulegt yfirbragð húðar var ríkjandi á helstu sýningum tískuhúsanna en bryddað var upp á farðann með skærum litum. Fyrir- sætur minntu jafnvel á Cyndi Lauper þegar hún söng Girls Just Want To Have Fun. Bleikir maskarar, skærlitaðir og áber- andi kinnalitir, jafnvel í fjólubláum og appelsínugulum lit, neonlitaðir augnskuggar og litirnir rata jafn- vel í hárið en sérstök hárlitasprei hafa slegið í gegn upp á síðkastið. Veik sjálfsmynd ógnar hjónaböndum Hildur Eir Samkvæmt Hildi er aukin sjálfsþekking og sjálfsræktun eitt af því besta sem maður gerir makanum, því þannig dettur maður síður í þá gryfju að vera fórnarlamb. „En ég ætla þó líka að að koma aðeins inn á mitt eigið hjóna- band því það er held ég alltaf gott að undirstrika að prestar eru venjulegt fólk sem er að glíma við sömu hluti og aðrir.“ Frjálsleg vortíska n Dökkar augabrúnir, skærir litir og frumleg varamálning verður í tísku í vor n Sé n Séra Hildur Eir stendur fyrir rómantískri paramessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.