Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Síða 42
Benetton-fyrirtækinu hefur oft ver-ið legið á hálsi fyrir að vera með kynþáttafordóma, einkum og sér í lagi hvað varðar United Colors-her- ferðina. Sem fyrr segir þá sýnist sitt hverjum hvað varðar fordóma hverju sem þeir kunna að tengjast. Myndin sem um ræðir nú tilheyrir áðurnefndri herferð og sýnir tvær ungar hnátur; hvíta og svarta. Í reynd er um fallega mynd að ræða en eitthvað fór fyrir brjóstið á sumum hárgreiðsla litlu blökkustúlk- unnar. Hvíta stúlkan skartar ægifögr- um hvítum slöngulokkum en engu líkara er en tvö horn vaxi upp úr höfði vinkonunnar. Það er erfitt að gera öllum til hæfis og hártíska er fjölbreytt og eflaust helsti langt seilst að tala um að hár- greiðsla hnátanna beri kynþáttafor- dómum vitni í þessari auglýsingu. En af hverju hvíta stúlkan er skæl- brosandi en sú svarta ekki – við þeirri spurningu á ég engin svör. Hætt er við að margir myndu reka upp ramakvein ef auglýs-ingar á borð við þessar birtust í blöðum og tímaritum. Kynþátta- fordómar eiga enda lítið erindi inn í nútímasamfélög sem státa af frjáls- lyndi, víðsýni og menntun … og for- dómaleysi. „Af hverju þvær mamma þín þér ekki með Fairy Soap?“ spyr lítil hnáta, ljós á brá, þeldökka stúlku í annarri auglýsingunni. Hér verður ekki lagt mat á ágæti þeirra sápu en helsti langt er seilst í markaðssetn- ingu. Hin auglýsingin er af svipuðum toga en þar er um að ræða bleikiefni, hvorki meira né minna, Chlorinol Soda Bleaching. Hugmyndafræðin í þeirri auglýsingu er af svipuðum toga og í hinni – hvít og svört börn í sama báti. Hvíta barnið skælbros- ir og er við stjórnvölinn en svörtu strákarnir hampa dósum af Chlor- inol og í auglýsingatexta segir: „Við ætlum að nota Chlorinol og verða eins og hvíti negrinn.“ Það er ekkert annað. 42 Lífsstíll 2.–4. mars 2012 Helgarblað Ekki klikka á kaffinu Kaffifyrirtækið Chase & Sanborn ákvað að tefla ekki á tæpasta vað, þannig séð, í viðleitni til að tryggja að eiginkonur keyptu „rétta“ kaffið – Chase & Sanborn, kaffi sem hægt var að sannreyna ferskleikann á áður en verslað var. Lítil áhöld eru um að auglýsing fyrirtækisins ylli úlfaþyt ef hún birt- ist með sama sniði í dag. Myndmál auglýsingarinnar þarf ekki að fjöl- yrða um – ektamaðurinn mun kenna spúsu sinni lexíu sem hún mun ekki gleyma, ef hún lætur undir höfuð leggjast að kaupa nýmalað kaffi. Eiginkonan virðist aftur á móti taka refsingunni vel, hugsanlega í anda þeirra tíma, og ekki fráleitt að hún taki flengingunni hálfbros- andi. Sápa sem virkar Börn síns tíma n Auglýsingar spegla tíðarandann A uglýsingar leika sífellt stærra hlutverk í nútíma- samfélagi. Nánast hvert sem litið er blasir við aug- lýsing í einhverju formi, dagskrárliðir ljósvakamiðla eru rofnir með reglulegu millibili til að koma „skilaboðum“ á framfæri – einhver fékk nefnilega þá flugu í höfuðið að almenningur léti blekkj- ast af jákvæðara hugtaki yfir auglýs- ingu. Með breyttum tíðaranda verður æ vandrataðra um refilstigu pólitískrar réttsýni og sýnist sitt hverjum um aðferðir sumra fyrirtækja í auglýs- ingum sínum. Vissulega er fólk mis- viðkvæmt fyrir framsetningu „skila- boða“ og það sem einum finnst hið besta mál eru örgustu fordómar í augum annars. Við slíkt verður ekki ráðið en líklegt er að flestir geti ver- ið sammála um að þær auglýsing- ar sem hér sjást séu flestar hlaðnar kynþáttafordómum eða undarlegum viðhorfum til hlutverka kynjanna. Svartur skratti Fötin skapa manninn er eitt þeirra slagorða sem heyrst hafa í gegnum tíðina. Maður verður nán-ast orðlaus vegna gamallar auglýsingar frá Van Heusen-skyrtum. Í auglýsingunni segir að fjórir af hverjum fimm karlmönnum velji Oxford-útgáfu Van Heusen-skyrta. Ekki verða hér bornar brigður á tölfræðina enda langt um liðið og tilgangslítið. Aftur á móti má velta fyrir sér þankagangi hugmyndasmiðanna. Vissu- lega er, og rétt að benda á það, auglýsingin barn síns tíma, en framsetningin er með ólíkindum því ekki er nóg með að þessir fjórir sem velja Van Heu- sen-skyrtu séu allir hvítir, til þess að gera virðulegir menn, heldur er sá eini sem ekki kærir sig um Van Heusen-skyrtu teiknaður eins og hann hafi nán- ast rétt verið að standa upp frá máltíð og hafi haft gest í matinn. Blökkumaðurinn er með ygglibrún, náungi sem þú myndir ekki vilja hitta í dimmu skógarrjóðri eða húsasundi. Hinir eru aftur á móti brosmildir og eilítið kankvísir. Van Heusen fyrir hvíta Sápuframleiðendur virðast eiga erfiðara með að koma skilaboðum sínum á framfæri, án þess að troða einhverjum um tær, en öðrum. Virðast, segi ég, því ekki skal neitt um það fullyrt hér og nú. Sápuframleiðandi Dove komst á hálan ís í fyrra þegar hann auglýsti Dove-sápu sem gat orsakað „sýnilega fallegri húð á ólíklegasta stað – sturtunni þinni“. Hver veit nema auglýsingasmiðurinn hafi með öllu verið grandalaus er hann hannaði hana og að uppröðun stúlknanna hafi verið meinleg óheppni og ekkert annað. Mörgum fannst hins vegar skjóta skökku við að lengst til vinstri – þar sem segir „fyrir“ – er þeldökk kona fyrir framan yrjótt veggspjald, en lengst til hægri – þar sem segir „eftir“ – er hvít kona, nánast föl, fyrir framan veggspjald sem ekki sér á. Á milli þeirra stendur svo kona í millilit, sennilega ekki búin að þvo sér nógu oft með Dove-sápu. Fyrir og eftir „Af hverju þvær mamma þín þér ekki með Fairy Soap?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.