Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Page 46
46 Sport 2.–4. mars 2012 Helgarblað
Robin van Persie
markahæstur
Hollendingurinn Robin van Per-
sie er enn langmarkahæstur í
ensku úrvalsdeildinni en hann
hefur skorað 23 mörk til þessa í
26 leikjum, frábær árangur. Persie
hefur skotið 118 sinnum á markið
þannig að hann skorar að meðal-
tali í fimmta hverju skoti. Næstur
kemur Wayne Rooney sem hef-
ur skorað 17 mörk í 22 leikjum.
Skotin hans eru 103 þannig að
Rooney er að skora í sjötta hverju
skoti. Tveir leikmenn hafa skorað
16 mörk, Sergio Agüero hjá City
og Demba Ba hjá Newcastle. City-
menn eru að skora hvað mest en
samtals hafa þeir Agüero, Edin
Dzeko og Mario Balotelli skorað
39 mörk í deildinni.
Brad Friedel
varið mest
Þegar kemur að því að verja bolt-
ann stendur Brad Friedel, hinn
aldni markvörður Tottenham, sig
manna best. Hann hefur varið
88 þeirra skota sem hann hefur
fengið á sig eða 75 prósent. Það er
þó Wayne Hennessy, markvörður
Úlfanna, sem hefur hvað mest að
gera. Enginn hefur varið fleiri skot
en hann, alls 135. Hann er einnig
með fína prósentu eða 73 pró-
senta hlutfallsmarkvörslu. Michel
Vorm, markvörður Swansea, sem
hefur farið á kostum á tímabilinu
er með 74 prósenta markvörslu en
hann hefur varið 85 skot.
Yaya Toure
nákvæmastur
Miðjumaður Manchester City,
Yaya Toure, klárar flestar send-
ingar sínar á mótherja en 91 pró-
sent þeirra 1.655 sendinga sem
hann hefur reynt á tímabilinu
hafa heppnast. Mikel Arteta hefur
aftur á móti reynt 1.771 sendingu
og klárað 90 prósent þeirra, ekki
amalegur árangur þar. Luka Mod-
ric hjá Tottenham kemur næstur
með 88 prósent af sínum 1.658
sendingum heppnuðum. Þegar
kemur að tæklingum er það Scott
Parker, leikmaður Tottenham, sem
er hvað duglegastur en hann hefur
skellt sér í 90 tæklingar það sem af
er tímabilinu en 90 prósent þeirra
hafa heppnast.
Ofurhelgi
á englandi
n Liverpool mætir Arsenal og Man. Utd mætir Tottenham
Þ
að er engin smá
helgi sem bíð-
ur unnenda enska
boltans. Tveir stór-
leikir eru á dagskrá
um helgina og einn hat-
rammasti nágranna slagur
á Englandi og þó víðar væri
leitað. Í hádeginu á laugar-
daginn mætast liðin sem eru
í hvað mestri sigurvímu eft-
ir síðustu helgi, ný krýndir
bikarmeistarar Liverpool og
Arsenal sem valtaði yfir ná-
granna sína í Tottenham,
5–2. Á sunnudaginn verður
svo boðið upp á einn hat-
rammasta nágrannaslag
Englands þegar montréttur-
inn í norðrinu verður í boði
í leik Newcastle og Sunder-
land. Frábærri helgur lýkur
svo með stórleik liðanna í
2. og 3. sæti ensku úrvals-
deildarinnar þar sem Totten-
ham tekur á móti Manches-
ter United. City og Chelsea
eiga bæði nokkuð þægilega
leiki fyrir höndum þannig að
breytingar gætu orðið í topp-
baráttunni.
Barist um Meistara
deildarsæti
Leikur Liverpool og
Arsenal er risastór þeg-
ar kemur að baráttunni
um fjórða og síðasta
Meistaradeildarsætið. Liver-
pool er sjö stigum á eftir
Chelsea og Arsenal sem eru
jöfn í 4. og 5. sæti en á leik
til góða. Það breytir því þó
ekki að tap gegn Arsenal, sér
í lagi þar sem Chelsea mæt-
ir WBA um helgina, verður
mikið högg fyrir Liverpool
í voninni um síðasta sætið í
Meistaradeildinni. Arsenal
hefur einblínt á að ná þessu
fjórða sæti og gengur Arsene
Wenger svo langt að kalla
það ígildi titils fyrir liðið.
John Henry, eigandi
Liverpool, er aftur á móti
hæstánægður með sigurinn
í úrslitaleik deildarbikarsins
um síðastliðna helgi og vill
að liðið byggi á honum og
komi sér aftur í hæstu hæðir.
„Við lítum á þetta sem fyrsta
skrefið í því sem við erum
að reyna að gera, það er að
koma félaginu aftur á topp-
inn þar sem það hefur verið í
gegnum tíðina,“ segir Henry.
„Það var mikil pressa á öllu
félaginu en Kenny Dalglish
hefur staðið sig ótrúlega vel
frá fyrsta degi.“
Ótrúlega mikilvægt er fyr-
ir Arsenal að ná fjórða sætinu
vilji félagið halda leikmanni
á borð við Robin van Persie.
Til eru fjármunir til að eyða
í sumar en Arsenal skilaði
miklum hagnaði þegar litið
er yfir síðustu sex mánuði.
Framkvæmdastjóri félags-
ins, Ivan Gazidis, segir að lið-
ið geti eytt í sumar en hann
vill að stuðningsmenn Arse-
nal styðji við bakið á Wen-
ger því mikilvægt er að landa
fjórða sætinu. „Leikmenn
okkar, stjórinn og starfsfólk-
ið stendur allt saman í að ná
markmiðum okkar og stuðn-
ingsmennirnir verða að
hjálpa til,“ segir Gazidis.
Hafa mál Harrys áhrif?
Tottenham fór langleiðina
með að stimpla sig út úr tit-
ilbaráttunni um síðastliðna
helgi með tapinu gegn Arse-
nal. Liðið er nú tíu stigum á
eftir Manchester City en það
getur með sigri á Manches-
ter United á sunnudaginn
einnig sett stóra dæld í titil-
vonir Sir Alex Ferguson og
strákanna hans. City-menn
eiga að því er virðist ansi
auðveldan leik gegn Bolton
á heimavelli og verða með
fimm stiga forskot vinni þeir
hann og United tapi.
Þó skattamál Harrys
Redknapp séu komin á
hreint og hann hreinsaður
af öllum sakargiftum er nú
annað mál sem getur ekki
annað en haft einhver áhrif
á Redknapp. Stjórn enska
knattspyrnusambands-
ins fundar nú stíft um hver
eigi að verða næsti lands-
liðsþjálfari og það starf vilja
margir að Redknapp fái. Aft-
ur á móti var því lekið í vik-
unni að tveir stjórnarmenn
væru ekki hlynntir því að fá
Redknapp sem næsta lands-
liðsþjálfara Englands.
Sir Alex Ferguson hef-
ur farið í ófáa titilbaráttuna
en vanalega verið í stöðunni
sem City er í núna. Hann
veit því nákvæmlega hversu
mikilvægur þessi leikur gegn
Tottenham er um helgina.
„Hann er risastór,“ segir
Ferguson í tímaritinu Inside
United. „Ef við lifum hann af
eigum við mikla möguleika
á að vinna deildina. Þá vær-
um við áfram tveimur stig-
um á eftir City og ættum eftir
að spila við þá. Ég vil frekar
fara á Etihad-völlinn jafn
City að stigum, en ef við eig-
um möguleika á að komast á
toppinn með sigri á City þeg-
ar við mætum þeim, þá tek ég
því,“ segir Sir Alex Ferguson.
Hatur í norðrinu
Þeir eru ekki margir
nágranna slagirnir á Englandi
þar sem meiri tilfinningar eru
í spilunum en í leikjum New-
castle og Sunderland. Ekki
eru nema tuttugu kílómetrar
á milli borganna og þar upp
frá taka menn sinn fótbolta
alvarlega. Heimavöllur Sun-
derland heitir Stad ium of
Light eða Leikvangur ljóssins.
Frægt er atvikið fyrir nokkrum
árum þegar nokkrir óprúttnir
stuðningsmenn Newcastle
tóku sig til og límdu orðið
„shite“ eða „ skítur“ yfir orð-
ið light á hverju einasta skilti
sem leiðbeindi fólki að vell-
inum. Leikurinn á sunnudag-
inn fer þó fram á heimavelli
Newcastle, St James’ Park.
Liðin mættust í öðrum
leik tímabilsins á Leik-
vangi ljóssins en þar hafði
Newcastle betur, 1–0, með
fallegu aukaspyrnumarki
Ryans Taylor. Það er ekk-
ert sem liðin þola verr en
að tapa á heimavelli fyr-
ir hvort öðru og hvað þá
tvisvar sama tímabilið.
Newcastle hefur þó haft
betur í viðureignum lið-
anna undanfarin ár en ljóst
er að það verður boðið upp
á hörkuslag á sunnudaginn
í hádeginu.
Sigur Liverpool vann Arsenal á
Emirates-vellinum í ágúst, 2–0.
Mynd ReuteRS
Leikir
helgarinnar
Enski bikarinn
Laugardagur 3. mars
12.45 Liverpool - Arsenal
15.00 Blackburn - Aston Villa
15.00 Man. City - Bolton
15.00 QPR - Everton
15.00 Stoke - Norwich
15.00 WBA - Chelsea
15.00 Wigan - Swansea
Sunnudagur 4. mars
12.00 Newcastle - Sunderland
14.05 Fulham - Úlfarnir
16.10 Tottenham - Man. United
Staðan
1. Man.City 26 20 3 3 67:19 63
2. Man.Utd. 26 19 4 3 63:26 61
3. Tottenham 26 16 5 5 51:30 53
4. Arsenal 26 14 4 8 53:37 46
5. Chelsea 26 13 7 6 47:31 46
6. Newcastle 26 12 7 7 38:38 43
7. Liverpool 25 10 9 6 29:23 39
8. Norwich 26 9 8 9 38:43 35
9. Sunderland 26 9 6 11 34:30 33
10. Everton 25 9 6 10 26:27 33
11. Fulham 26 8 9 9 32:36 33
12. Stoke 26 9 6 11 26:38 33
13. W.B.A. 26 9 5 12 33:35 32
14. Swansea 26 7 9 10 28:34 30
15. Aston Villa 26 6 11 9 29:34 29
16. Wolves 26 5 7 14 30:51 22
17. Q.P.R. 26 5 6 15 27:45 21
18. Blackburn 26 5 6 15 37:59 21
19. Bolton 26 6 2 18 29:54 20
20. Wigan 26 4 8 14 23:50 20
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Fótbolti