Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods „Það var búið að eyðileggja þetta hús“ n Túngata 7 færð í upprunalegt horf n Mun hugsanlega hýsa sendiráð N ú standa yfir framkvæmdir við hið reisulega hús við Túngötu 7, en félagið Potter ehf. keypti það af Geðhjálp í fyrrahaust. Fram hefur kom- ið að kaupverðið hafi verið tæpar 180 milljónir króna, en fasteignamat hússins er rúmar 120 milljónir. Potter ehf. er dótturfélag fjárfestingafélags- ins Gift ehf. Húsið, Túngata 7, er byggt árið 1944 og er ekki friðað. Eigendur þess hafa því nokkuð frjálsar hendur hvað varðar breytingar, innandyra sem utan. „Allt nema fikta í burðarvirkjum og breyta lögnum. Við gerum það ekki nema að fengnu leyfi,“ segir Þor- leifur Björnsson, stjórnarmaður í Potter ehf. „Húsið verður bara flottara“ Þorleifur segist ekki hafa heyrt nein- ar óánægjuraddir með breytingarnar og veit ekki betur en að nágrannarn- ir séu sáttir. „Þetta er allt í friði,“ seg- ir hann. „Húsið verður bara flottara. Við ætlum að færa það aftur í upp- runalegt horf. Það var búið að eyði- leggja þetta hús og nú er verið að gera það betra. Það var búið að eyði- leggja gluggana á neðri hæðinni. Það var eyðilegt á meðan ríkið hélt á húsinu. Það voru gerðar svokallaðar augnstungur. Gluggarnir voru tekn- ir úr á neðri hæðinni og sett heilgler.“ Að sögn Þorleifs er nú verið að setja glugga með mörgum litlum rúðum, eins og eru á efri hæðum hússins. Aðspurður segir Þorleifur lítið þurfa að gera innandyra annað en að skipta um gólfefni, en skipulag hússins hentar vel starfseminni sem fyrirhuguð er í því. Leigjendur á vegum utanríkisþjónustunnar Til stendur að framkvæmdum við húsið ljúki um miðjan september og í kjölfarið flytja nýir leigjendur inn, en Þorleifur vildi lítið gefa upp um hverj- ir það væru. Samkvæmt heimildum DV er um að ræða leigjendur á veg- um utanríkisþjónustunnar, en Við- skiptablaðið greindi frá því í október í fyrra að indverska sendiráðið hefði sýnt áhuga á húsinu. Það hefur þó ekki fengist staðfest að þeir séu hinir nýju leigjendur. Svæðið er vinsælt fyrir sendiráð, en á nánast sama bletti eru bæði rúss- neska sendiráðið við Garðastræti 33 og það kanadíska við Túngötu 14. Geðhjálp fékk húsið að gjöf Húsið er um 560 fermetrar að stærð með bílskúr, en það er teiknað af Einari Erlendssyni arkitekt. Það var Gísli J. Johnsen, kaup-, ræðis- og út- gerðarmaður, sem byggði húsið og bjó þar með eiginkonu sinni Önnu E. Ó. Johnsen. Eftir andlát eiginmanns síns gaf Anna íslenska ríkinu húsið til minningar um hann. Ríkið gaf svo Geðhjálp húsið árið 1998. Þegar Potter ehf. keypti húsið var ljóst að það þarfnaðist töluverðs viðhalds, en það var ein af ástæðum þess að Geðhjálp ákvað að selja. Um það mun þó ekki hafa verið sam- staða í fyrstu. Þegar ný stjórn tók við í Geðhjálp árið 2011 hafði borist í það tilboð upp á 100 milljónir, en því var hafnað. Vildi nýja stjórnin bíða og skoða aðra möguleika. Ljóst var þó að mikið viðhald væri fram undan og stjórnin sem tók við í kjölfarið ákvað að það besta í stöðunni væri að selja húsið til að grynnka á skuldum fé- lagsins. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Svona var húsið Á þessari mynd af Túngögu 7 sést að á neðstu hæð hússins eru glugga- rnir öðruvísi en á efri hæðunum. Þorleifur segir að á því hafi verið gerðar svokallaðar augnstungur. Mynd SiGtRyGGuR ARi upprunalegt horf Nú er búið að skipta um glugga á neðstu hæðinni og setja þar glugga með mörgum litlum rúðum. Mynd SiGtRyGGuR ARi „Gluggarnir voru teknir úr á neðri hæðinni og sett heilgler Leiðir öryrkja til að sækja rétt Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skilað Alþingi skýrslu um leiðir öryrkja til að sækja rétt sinn inn- an stjórnsýslunnar. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um kæru- heimildir, málskot til dómara og kvartanir til umboðsmanns Al- þingis og gefið yfirlit um réttindi sem leiða af örorkumati. Í skýr- slunni er farið yfir þær reglur sem gilda um ákvarðanatöku innan stjórnsýslunnar og hvaða reglur gilda þegar einstaklingur er ósáttur við þá niðurstöðu sem fæst í máli hans og vill leita réttar síns. Einnig er gefið yfirlit yfir þau réttindi hjá opinberri stjórnsýslu sem verða virk þegar einstakling- ur fær örorkumat og hvernig eigi að nálgast þau. Eins er tilgreint hvert unnt sé að skjóta ákvörðun- um um réttindi og skyldur. Loks er ítarlega fjallað um kæruleiðir í málum. Verðtryggingin lögmæt Álitið hefur verið birt en það er ráðgefandi fyrir íslenska dómstóla E FTA-dómstóllinn hefur gefið út ráðgefandi álit í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Ís- landsbanka hf., en í málinu var tekist á um lögmæti skilmála um verðtryggingu í húsnæðislánasamn- ingum. Upphaf málsins má rekja aftur til ársins 2007, þegar Gunnar tók hús- næðislán hjá bankanum upp á 4,4 milljónir króna. Lánið var verðtryggt, líkt og langflest húsnæðislán eru og hækkaði höfuðstóll lánsins mik- ið sökum verðbólgu og ákvað Eng- ilbert því að reyna á lögmæti verð- tryggingarinnar með því að höfða mál gegn bankanum. Héraðsdómur hafði fallist á að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA- dómstólsins á túlkun á Evróputil- skipun 93/13/EBE frá árinu 1993 um óréttmæta skilmála í neytenda- samningum. Íslandsbanki kærði úr- skurðinn til Hæstaréttar sem ákvað að leita skyldi til EFTA-dómstólsins eftir ráðgefandi áliti. EFTA-dómstóllinn kvað upp mat sitt á fimmtudag, en þar kemur fram að þessi Evróputilskipun leggi ekki almennt bann við skilmálum um verðtryggingu veðlána í samningum milli veitenda og neytenda. EFTA- dómstóllinn segir það vera lands- dómsins að meta hvort umrædd- ur skilmáli sé óréttmætur. Segir enn fremur í mati EFTA-dómstólsins að matið verði að taka mið af skýringu dómstólsins á hugtakinu „óréttmæt- ur skilmáli“. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri hefur tjáð sig í fjölmiðlum í kjölfar álitsins. Hann sagði til að mynda að hann „andi léttar“ núna, enda hafi ákveðinni óvissu, sem snýr að fjármálastöðugleika í landinu, verið eytt. n jonsteinar@dv.is Verðtryggð húsnæðislán lögleg EFTA-dómstóllinn telur verðtryggingu falla innan tilskipunar ESB um neytendalán, en íslenskir dómstólar munu engu að síður eiga síðasta orðið. Hættur að skrifa í Fréttablaðið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, er hættur að skrifa fasta pistla í blaðið, eins og hann hefur gert árum saman. Í bréfi til yfirmanna 365 kom fram að með þessari ákvörðun væri hann ekki að taka afstöðu til nýrra yfirmanna á rit- stjórn Fréttablaðsins. „Hitt er að í framhaldi af fráhvarfi forstjóra félagsins fyrr í sumar og nú rit- stjóra, sem tengsl mín við blað- ið hafa helst byggst á, tel ég að þau vatnaskil hafi orðið sem gera þetta óhjákvæmilegt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.