Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 26
26 Umræða Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014
Óheillakráka Umsjón: Henry Þór Baldursson
Fall frjálsrar fjölmiðlunar
Í
slenskir auðmenn, sem það voru
sagðir vera fyrir hrun, reynd-
ust vera íslenskir stórskuldarar
þegar upp var staðið. Þeir áttu
ekki það, sem þeir sögðust eiga.
Þeir skulduðu það. Skulduðu það
erlendum lánardrottnum, sem töp-
uðu milljarðatugum á viðskiptun-
um við þá. Skulduðu það íslenskum
almenningi, sem hafði trúað ís-
lenskum bönkum fyrir sparifé sínu.
Skulduðu það íslenskum eftirlauna-
þegum, sem urðu að taka á sig mikl-
ar lækkanir á lífeyri sínum. Skulduðu
það þúsundum venjulegra borgara,
sem plataðir höfðu verið til þess að
láta sparifé sitt í skiptum fyrir papp-
íra peningamálasjóða og banka-
bréfa, sem stórskuldararnir, sem
þóttust vera „eigendur“ (sic!) bank-
anna, gerðu verðlausa. Skulduðu
það íslenskum skattborgurum, sem
neyddir voru til þess að taka á sig
drápsklyfjar þær sem stórskuldar-
arnir skildu eftir sig. Skulduðu það
íslensku þjóðinni, sem litlu mun-
aði að orðið hefði gjaldþrota fyrir
þeirra tilverknað. Skulduðu það
bornum sem óbornum kynslóðum
Íslendinga, sem sitja eftir með af-
leiðingarnar af atferli stórskuldar-
anna, afleiðingar, sem enginn fær
enn séð fyrir endann á. En því lauk
ekki bara þar. Áfram er haldið. Áfram
eru íslenskar stofnanir, íslenska rík-
ið og íslensk alþýða látin bera nýj-
ar hundruð milljóna króna afskriftir
af lánum þessara sömu aðila. Nán-
ast í hverjum mánuði bætast nýj-
ar afskriftaklyfjar ofan á byrðarnar.
Og það svigrúm, sem þannig fæst,
er svo notað til þess að kaupa sig frá
umfjöllunum fjölmiðla um athafnir
þessara afskriftarkónga. Til þess að
kaupa sér völd svo hægt sé að reka
fjölmiðlafólk, sem sagt hefur frá.
Sem leyft hefur sér að gagnrýna.
Sem leyft hefur sér að leita sannleik-
ans. Sem leyft hefur sér að bregða
upp ljósi þar sem myrkrið á að fá að
ríkja.
Fordæmum þá, sem frá segja
Auðvitað getur það gerst þar sem
frjáls fjölmiðlun er höfð í heiðri að
farið sé yfir strikið. Að meira sé sagt
en er við hæfi. Það getur gerst – og
þá þarf viðkomandi fjölmiðill að
sæta kárínum. En það eru ekki þeir
sem um er fjallað – ekki afskrifta-
kóngarnir – sem dæma í þeirri „sök“.
Af öllum þeim umfjöllunarefnum
um atferli skuldabaróna og afskrifta-
kónga, sem frjálsir, íslenskir fjöl-
miðlar hafa sagt frá, eru þau harla
fá þar sem óháðir dómstólar hafa
komist að þeirri niðurstöðu að fjöl-
miðlarnir hafi farið offari. Skoðið
það, lesendur góðir, áður en þið
farið að hafa hátt um sorpblaða-
mennsku og dæma fjölmiðil. Skoðið
hve mörg mál viðkomandi fjölmiðill
hefur dregið fram úr myrkri til ljóss
og í hve mörgum þeirra sami fjöl-
miðill hefur verið dæmdur fyrir fara
með rangt mál. Skoðið hvaða blaða-
menn hafa fengið verðlaun fyrir um-
fjöllun sína, fyrir hvað og hvar þeir
starfa. Þar hefur ekki skort ákærurn-
ar. Hversu margar þeirra stóðust fyr-
ir dómi? Skoðið það. Dæmið svo.
Spyrjið ykkur svo einfaldrar spurn-
ingar. Hefði verið ákjósanlegra að
þegja? Ef enginn Íslendingur vissi
neitt um athafnir skuldakónganna
og afleiðingar þeirra? Ef enginn Ís-
lendingur vissi neitt um afskrifta-
gjörningana, hverjir nutu þeirra,
hverjar afleiðingarnar hafa orðið –
og hvernig þeir sem nutu hafa nýtt
sér þau tækifæri, sem þeim voru þar
gefin. Værum við þá betur sett? Eða
á svarið að vera að fordæma þann,
sem frá segir? Eigum við þá að for-
dæma þá einstaklinga, sem skrif-
uðu rannsóknarskýrslurnar um fall
bankanna, um íbúðalánasjóð og um
sparisjóðina fyrir þær upplýsingar,
sem þar komu fram? Eigum við
þá að fordæma umboðsmann Al-
þingis fyrir að segja frá því sem lög-
reglustjórinn í Reykjavík og ríkissak-
sóknari upplýstu hann um? Tilteknir
aðilar hafa vissulega gert það. Þeir
ráðast á þá, sem upplýst hafa. Ekki
hina, sem upplýst er um. En þú, sem
þetta lest, ert þú í þeim hópi?
Áfrýjað til peningavaldsins
Peningaöflin, skuldakóngar og af-
skriftabarónar, hafa ekki dómsvald.
En þeir hafa peningavaldið – jafnvel
þeir, sem mest skulda og mest hefur
þurft að afskrifa hjá. Nú áfrýja þeir
niðurstöðunum umkvörtunarefna
sinna í garð frjálsra fjölmiðla til þess
valds þegar dómsvaldið ekki vildi
hlýða – þeir áfrýja til peningavalds-
ins. Nú beita þeir peningavaldinu til
þess að leggja undir sig þá fjölmiðla,
sem þeim eru ekki að skapi. Til þess
að svipta þá atvinnunni, sem ekki
vilja láta atburði hvíla áfram í myrkri
sem í myrkri eiga að vera. Þögnin er
keypt fyrir peninga. Þeir peningar
verða svo auðvitað afskrifaðir eins
og hinir.
Lifað í þykjustunni
Hvergi er fjármagnið jafn mikils ráð-
andi í fjölmiðlaheiminum og þeim
bandaríska. Allir stærstu fjölmiðlar
þar – prentmiðlar og ljósvakamiðl-
ar – eru í einkaeigu; í eigu peninga-
valdsins. Samt er hvergi í heiminum
jafn ríkt frelsi fjölmiðla sem í Banda-
ríkjunum. Svo ríkt er frelsi fjölmiðla
í bandarískri þjóðarvitund að sam-
félagið hefði farið á hliðina ef pen-
ingafurstarnir, sem stóðu á bak við
Richard Nixon og Repúblikanaflokk-
inn hefðu keypt Washington Post
– eins og þeir hefðu hæglega getað
gert – til þess að stöðva umfjöllun
blaðsins um Watergate. Þó allir ís-
lenskir fjölmiðlar nema Ríkisútvarp-
ið séu í eigu peningavaldsins – sem
ekki er athugavert – og peningavaldið
beiti síðan eigendavaldi sínu til þess
að fjölmiðlar lúti boðvaldi og þeir séu
sviptir atvinnunni, sem ekki þókn-
ast peningavaldinu – er það barasta
allt í lagi? Ekkert athugavert við það?
Fólk sé bara fegið að þurfa ekki leng-
ur að lesa um athafnir skuldakónga
og afskriftabaróna? Geta snúið sér að
ánægjulegri efnum – eins og t.d. því
að græða á daginn og grilla á kvöldin
eins og Hannes Hólmsteinn segir að
sé æðsta takmark allra Íslendinga.
Og halda svo í blindri sjálfsánægju
að allt gangi þetta nú vel – bæði að
græða og grilla. Af því að peninga-
valdið ræður umfjölluninni. Og það
vill bara hafa þetta svona. Ekki sé
kveikt neitt ljós þar sem myrkur rík-
ir. Þannig sé alþýðan gerð hamingju-
söm. Með því bara að græða og grilla.
Svona í þykjustunni. Þangað liggur
leiðin. Þangað vísar peningavaldið
okkur nú veginn. Sá vegur virðist
verða auðgenginn. Verða á þeim vegi
ekki finnanlegir neinir farartálm-
ar? Ekkert vakandi blaðamannafé-
lag? Ekkert vakandi fræðasamfélag?
Engin vakandi löggjafarsamkoma?
Engin vakandi þjóðarsamviska? Bara
vegvísar peningavaldsins? Ekkert –
nema þeir? n
„Nú beita þeir
peningavaldinu til
þess að leggja undir sig
þá fjölmiðla, sem þeim
eru ekki að skapi.
Sighvatur Björgvinsson
Kjallari
„Ef HB væri
spítukelling eins og
Gosi var spítukall þá
væri komin alvöru nytjaskógur í
andlitið á henni.“
Alla Grönvold Guðnadóttir
líkti Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur við sögupersónuna
Gosa í athugasemd við eina af mörgum
fréttum af Lekamálinu svokallaða.
„Alltaf gaman að
lesa um fólk sem
þroskast og hættir
að hugsa í staðalmyndum.“
Jón M Ívarsson var ánægður
með Aron Má sem kom fram í
opinskáu viðtalið í tímaritinu
Blæ og vakti lukku í athugasemdakerfinu
þegar hann hafði orð á því.
„Stóra lekamálið......“
Friðrik Skúlason sló á létta
strengi við frétt af því að
brjóstapúðar Ásdísar Ránar
hefðu sprungið og lekið.
„Hefur ráðherrann
ekki bara týnt sér
í eigin lygavef?
Hálf þjóðin er orðin flugveik að
horfa upp á þetta rugl. Þetta
endar auðvitað bara á einn veg,
hún hrökklast frá og jafnvel
ríkisstjórnin í kjölfarið ef þeir
halda áfram í meðvirkninni.“
Ástþór Magnússon spáir
fyrir um það hvernig Lekamálið
svokallaða muni þróast.
„Hvað ætli
nýi eigandinn
segi við svona
fréttaflutningi. Bíð samt
spenntur eftir næstu
kennitöluskiptafrétt.“
Maron Bergmann Jónsson
skrifaði athugasemd við frétt um
að Björn Leifsson hefði reynt að
bola Adidas-búðinni úr Kringlunni. Hann
bíður spenntur eftir frekari umfjöllun.
19
27
16
27
26
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
Könnun
n Já
n Nei
n Ég myndi sitja hjá við
atkvæðagreiðsluna
Myndir þú styðja van-
trauststillögu á hendur
Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur innnanríkisráð-
herra ef þú ættir sæti á
Alþingi?
1%
80,5%
18,4%