Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 33
Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 Fólk Viðtal 33 „Ég vil hafa innra líf“ í bæ. Í raun hafi tilviljanir ráðið miklu um að fjölskyldan skyldi flytja þangað. „Fyrir rúmu ári vorum við á Skúlagötunni í tveggja herbergja íbúð þegar það sprakk krani um miðja nótt og við ekki heima. Það þurfti að rífa allt út úr íbúðinni og þetta var dálítið tjón. Við ákváðum að líta á þetta sem merki um að það væri kominn tími til að flytja. Frændi minn á íbúð hérna beint á móti og við sáum þessa íbúð út um gluggann hjá honum þegar við vorum að leita okkur að íbúð. Þessi leki var því bara dulin blessun,“ segir hann. Eiginkona Þorsteins, Rannveig Jónsdóttir eða Gagga, lítur stutt­ lega við meðan á viðtali stendur en er rokin á dyr nánast í sömu andrá – hefur greinilega í nógu að snúast. Auk dóttur þeirra, Auðar Draumu, á Þorsteinn tvo syni úr fyrra sam­ bandi, Gabríel Benedikt sem var að klára grafík í Listaháskólanum og Bjart Örn sem var að byrja á öðru ári í MR. Góður í að grilla Foreldrar Þorsteins, Margrét Þor­ steinsdóttir og Benedikt Karl Bach­ mann, voru mikið ævintýrafólk. Þau fóru sínar eigin leiðir í lífinu og voru sannkallaðir frumkvöðlar. Lengst af stóðu þau í verslunar­ rekstri og voru með veisluþjón­ ustu en á síðari árum ráku þau innrömmunarþjónustu. „Pabbi dó fyrir rétt rúmum tveimur árum og mamma seldi í kjölfarið rekstur­ inn. Foreldrar mínir voru mjög samrýmdir og unnu alltaf saman. Ég held það hafi bara verið ein nótt sem þau voru ekki saman og það var út af einhverju ferðalagi. Enda var pabbi frekar hjálparvana varð­ andi ýmislegt. Hann gat soðið pyls­ ur og grillað hamborgara. Eins og allir karlmenn þá var hann ótrú­ lega góður í því að grilla,“ segir Þor­ steinn og hlær. Þorsteinn á eina systur, Hrefnu Bachmann, og eru þau mjög náin. Hún erfði ævintýraþrá foreldra sinna og býr nú ásamt fjölskyldu sinni í Sviss. Ólæs tíu ára Blaðamaður spyr næst hvernig Þorsteini hafi gengið í skóla. Hann hlær við spurningunni og segir síð­ an: „Það er nú saga að segja frá því. Ég fór í Fossvogsskóla sem var til­ raunaskóli eða svokallaður opinn skóli. Maður fékk að velja fög­ in sjálfur og skemmst er frá því að segja að þegar ég flutti síðan í Breiðholtið tíu ára gamall var ég nánast ólæs og óskrifandi. Ég hafði í raun og veru ekkert lært þarna og það var hlegið að mér þegar ég byrj­ aði að lesa í Breiðholtsskóla.“ Aftur leitaði Þorsteinn skjóls á Granda­ veginum og bað ömmu sína um að kenna sér að lesa. Á einungis tveim­ ur árum náði hann þeim árangri að verða hæstur í bekknum með 9,6 í meðaleinkunn. Þorsteinn segir það hafa verið mikil viðbrigði að flytja úr Fossvoginum. „Breiðholtið var dá­ lítið villt á þessum tíma,“ segir hann. „Það var mikið verið að byggja en þegar ég flutti þang­ að var Seljahverfið til dæmis alveg óbyggt. Núna er þetta allt skógi vax­ ið en þarna var ekki eitt einasta tré. Bara melar og móar. Það fóru þarna flokkarnir af „villingum“ sem brutu rúður og frömdu önnur skemmdar­ verk. Það var því dálítil eldskírn að flytja upp í Breiðholt og einhvern veginn lifa það af.“ Sjálfur gekk Þorsteinn ekki til liðs við villingana og þakkar móður sinni það afrek. „Hún hafði vit fyrir manni.“ Dellukarl Þorsteinn segist ekki hafa átt sam­ leið með jafnöldrum sínum í Breiðholtinu. Hann hafi verið frekar einræn týpa og sé það ennþá. „Mér finnst einveran ekkert leiðinleg. Í raun finnst mér hún bara nota­ leg,“ segir Þorsteinn. Sem dæmi má nefna að hann skráði sig í Myntsafnarafélag Íslands aðeins tólf ára að aldri. „Næsti maður fyrir ofan mig í aldri var sextugur,“ segir hann og hlær. „Ég fór ekki alveg hefðbundna leið sem barn. Fótbolti átti til dæmis ekki við mig. Ég þótti of mikill væskill. Hins vegar æfði ég borðtennis af kappi og náði ágæt­ um árangri. Stundum hefur ver­ ið sagt að ég sé dellukarl. Ég tek oft skorpur og ég lít svo á að ég sé að læra eitthvað nýtt og tileinka mér það. Ég fer þá dálítið langt í því. Sama átti við um lærdóminn. Þegar ég var búinn að ná þessum árangri þá nennti ég ekki endilega að halda áfram og varð enginn námshestur.“ Leiklist í Verzló Námið fékk einmitt að lúta í lægra haldi fyrir félagslífinu þegar Þor­ steinn byrjaði í Verzlunarskóla Ís­ lands. Hann sat í stjórn nem­ endafélagsins, var formaður fjórða­bekkjarráðs og formaður skemmtinefndar. Á lokaárinu var síðan sett upp leikrit á vegum Lista­ félags Verzlunarskóla Íslands sem átti eftir að umturna lífi Þorsteins. „Helgi Björnsson, söngvari og leik­ ari, var þá nýútskrifaður úr Leiklist­ arskólanum og á sama tíma sjóð­ heitur með hljómsveitinni Grafík. Hann setti upp nútíma pönkútfær­ slu af Rauðhettu og úlfinum í Verzló og bað mig um að leika úlfinn. Ég var settur í þröngt svart leður, fékk lokka í eyrum og rafmagnsgítar,“ rifjar hann upp. „Ég fékk rosalega mikið út úr þessu. Sýningin sló í gegn og það var troðfullur fjögur hundruð manna salur kvöld eftir kvöld. Það varð einhver umbreyting hjá mér en ég hafði til dæmis lengi glímt við feimni. Þarna kom tæki til þess að brjótast út úr rammanum, út úr öllum viðjum og regluverki, og prófa eitthvað nýtt. Eftir þetta ákvað ég að leggja fyrir mig leiklist.“ Tyggjókúlur í Ameríku Þegar Þorsteinn útskrifaðist úr Verzl­ unarskólanum hafði litla fjölskyldan unnið sig upp í lífinu og var flutt í þriggja hæða hús uppi í Reyðarkvísl í Árbænum. „Eitt kvöldið sitjum við inni í stofu og erum að horfa á vídeó þegar pabbi segir eitthvað á þessa leið: „Jæja, þá erum við kom­ in á endastöðina. Þetta er það sem við erum búin að vera að þræla fyr­ ir alla ævi. En hvað, líður okkur vel hérna? Eigum við kannski að flytja til Ameríku?“ Þremur vikum seinna vorum við komin út á flugvöll.“ For­ eldrar Þorsteins tóku þá skyndiá­ kvörðun að selja húsið, fyrirtækin og bílana og flytja til Flórída með ekkert atvinnuleyfi eða grænt kort. „Pabbi átti bróður í Flórída og hélt að þá myndi ganga greiðlega að fá atvinnuleyfi. Það gerði það reynd­ ar ekki. Pabbi brá þá á það ráð að kaupa einhverjar 160 tyggjókúluvél­ ar og hjálpuðumst við að við að setja rúllur í þær á kvöldin og telja aura. Þetta var mjög gaman en ég saknaði veðráttunnar, vina minna og nátt­ úrunnar á Íslandi. Ég ákvað því að koma aftur heim og læra leiklist á móðurmálinu.“ Ástríðan í kvikmyndagerð Ferill Þorsteins hefur verið afar fjöl­ breyttur frá því hann lauk leiklistar­ námi við Leiklistarskóla Íslands. Hann vann lengi vel í leikhúsi, var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar um árabil, hefur lesið inn á teikni­ myndir, verið í Útvarpsleikhús­ inu, í sjónvarpsþáttum og nú síð­ ast kvikmyndum. Árið 2005 var ansi viðburðaríkt í lífi Þorsteins. „Mér fannst ég standa á ákveðnum tíma­ punkti í lífinu. Ég var að verða fer­ tugur og ég hafði grautað í hinu og þessu. Nokkrum sinnum hafði ég lýst því yfir að ég væri hættur að leika í leikhúsi. Ég spurði sjálf­ an mig að því hvað það væri sem ég vildi leggja fyrir mig í lífinu og komst að því að ástríðan lægi í kvik­ myndagerð.“ Þorsteinn hefur leikið í fjölda kvikmynda á síðastliðnum níu árum og meðal eftirminnilegra hlutverka má nefna hinn óþolandi Gest í þáttaröðinni Pressu, einstak­ an vörubílstjóra í kvikmyndinni Á annan veg og forsætisráðherra í kvikmyndinni XL. Nú síðast sáum við Þorstein í ógleymanlegu hlut­ verki Móra í kvikmyndinni Vonar­ stræti. Ástin og Clint Eastwood Sama ár og Þorsteinn tók stefnuna á kvikmyndirnar kynntist hann Rannveigu eiginkonu sinni við gerð kvikmyndar Clints Eastwood, Flags of Our Fathers. „Ég var verkstjóri yfir vinnuflokki sem fór á undan öllum og bjó til sprengjuholurnar, sveið gras og bjó til neðanjarðar­ byrgi. Þetta var mjög skemmtilegt. Gagga hafði meðal annars um­ sjón með frágangi tökustaða og við kynntumst í vinnu við að koma landinu í samt horf.“ Gagga deilir kvikmyndaáhuga Þorsteins og saman reka þau fram­ leiðslufyrirtækið 7g. Gagga hefur mestmegnis verið fyrir aftan töku­ vélina og verið framleiðslustjóri í mörgum kvikmyndum hér á landi. „Ég held hún væri samt alveg til­ kippileg í eina og eina senu,“ segir Þorsteinn kíminn og bætir því við að hún sé einnig flinkur penni og gæti orðið góður leikstjóri. „Hún er allavega mjög fjölhæf og ég myndi endilega vilja sjá hana gera meira af sínu. En hún hefur hins vegar ver­ ið mjög eftirsótt í að þjóna öðrum.“ Hafði ekki gaman af leikhúsi En hvers vegna ákvað Þorsteinn að segja skilið við leikhúsið á sín­ um tíma? „Ég var sjálfur hættur að hafa gaman af því að fara í leikhús. Kannski af því að ég var farinn að leggja einhverjar reglustikur á það. Það er ekki gaman að vera í sýningu og finna að sýningin er ekki að ná til áhorfenda. Hvort sem leikarar viðurkenna það eða ekki þá fer þetta allt í einu að snúast um að fela ótt­ ann og þykjast vera að njóta þess að vera á sviðinu. En ég held að áhorf­ andinn viti alltaf betur þegar þetta gerist. Í dag á ég mikið auðveldara með að njóta þess að bæði fara í leikhús og vinna í leikhúsi. Þannig að ég ætla að gera enn eina tilraun­ ina í vetur,“ segir Þorsteinn en hann mun leika í tveimur verkum í vetur – Útlenska drengnum eftir Þórar­ in Leifsson sem sett verður upp í Tjarnarbíói og Dúkkuheimilinu sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu. „En um leið og leikhúsið ætlar að fang­ elsa mig og múra mig inni þá er ég farinn þaðan aftur,“ bætir hann við. Lífið í fiskabúrinu Þorsteinn leiðir blaðamann í gegn­ um listrænt ferli sitt sem leik­ ari og hvernig hann kemur sér í rétt hugarástand þegar hann tek­ ur að sér nýtt hlutverk. „Ég get nefnt dæmi. Hérna sitjum við og ég ímynda mér að allt í einu „Um leið og leik- húsið ætlar að fangelsa mig og múra mig inni þá er ég farinn þaðan aftur „Ég ákvað því að koma aftur heim og læra leiklist á móðurmálinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.