Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 30
Helgarblað 29. ágúst–1. september 201430 Fólk Viðtal Fullorðnar á örskotsstund Þegar hún flutti loks heim þá bjuggu börnin hennar með henni. Þau ásamt fjölskyldunni, systkinum Margrétar, foreldrum og fleirum, skiptust á að vera með henni. „Það var mikill munur þegar hún fór að fá þjónustu allan daginn en það var ekki fyrr en í apríl á þessu ári sem hún fer að fá fulla þjónustu,“ segir Lára. Fyrst um sinn, eða í 10 mánuði eftir að hún flutti heim, fékk hún einungis takmarkaða heimahjúkrun, henni var hjálp- að fram úr rúminu á morgnana og í rúmið á kvöldin. Þess á milli skipti fjölskyldan með sér vökt- um. Núna hefur hún aðstoðarfólk sem er til klukkan sex á daginn, þá kemur einhver fjölskyldumeðlimur eða vinkonur og eru með henni til níu, elda mat og borða með henni. Klukkan níu kemur aðstoðarmann- eskja sem hjálpar henni í rúmið og er til miðnættis á virkum dögum og til klukkan eitt um helgar. „Við myndum samt vilja að hún fengi aðstoð allan sólarhringinn þannig að fjölskyldan þyrfti ekki að bera ábyrgð á því að einhver sé hjá henni á nóttunni. Þrátt fyrir að fjölskyldan leggi svona mikið til þá þarf Margrét sjálf að einhverju leyti að greiða fyrir aðstoðina þar sem samningur við borgina dugir ekki til,“ segir Ragga systir Margrétar. „Þetta er auðvitað búið að vera erfitt,“ segir Lára. Systurnar voru 14 og 16 ára þegar slysið átti sér stað og þær viðurkenna fúslega að þær hafi þurft að fullorðnast á örskots- stund. „Við þurftum að þroskast mjög hratt og það var mikil ábyrgð á öllum. Það komst lítið annað að en mamma,“ segir Lára. Þær misstu samband við flesta vini sína og þegar þær voru ekki í skólanum þá voru þær hjá móður sinni. Misstu samband við vinina „Ég var eiginlega ekkert með vinum mínum í alveg 2–3 ár, Ég átti kærasta á þessum tíma og var bara með honum og Önnu Margréti. Ég missti samband við eiginlega allar vin- konur mínar. Það var ekki þeim eða mér að kenna. Maður vildi bara vera heima á kvöldin og langaði ekkert að gera,“ segir Lára og Anna tekur und- ir. „Ætli við höfum ekki verið bara á mörkunum að verða þunglyndar. Það var líka erfitt að geta ekkert far- ið út eftir klukkan níu. Við skiptumst á að vera komnar heim þá en það er frekar erfitt að vera 18, 19 ára og vera með útivistartíma. Þannig að maður var bara heima,“ segir hún. „Ég hélt alltaf mjög góðu sambandi við eina vinkonu mína sem er búin að hjálpa mér mjög mikið,“ segir Anna Margrét. Lára er nýflutt til föður síns. „Ég þurfti að komast aðeins í burtu og það gerði mér gott. Ég er samt mjög mikið hér yfir daginn og sef stund- um í sófanum. Þetta var bara orðið svo mikið. Það var alltaf eitthvert fólk hérna og manni fannst maður aldrei vera heima hjá sér. Það er að- stoðarfólk með mömmu, þannig að það er alltaf einhver hér. Mér fannst þetta vera orðið of mikið,“ segir hún. „Mamma var mjög fúl út í mig í nokkrar vikur eftir að ég flutti,“ segir Lára brosandi og móðir hennar lýs- ir því yfir að hún hafi ekki verið sátt við þetta. „Elska þig mamma,“ segir hún hlæjandi. „Ég elska þig líka,“ svarar Margrét á móti. Reiðar út í slysið Aðspurðar hvort þær hafi upplifað mikla reiði vegna slyssins þá segj- ast þær báðar hafa verið reiðar. „Já, mjög. Við misstum hana en samt ekki,“ segir Anna Margrét. „Af hverju ertu reið?“ spyr Margrét sem situr við enda borðsins í stólnum sínum og hlustar á. „Ég er reið út í slysið, mamma. Ég hefði auðvitað viljað að þú hefðir ekki lent í slysi,“ segir Anna Margrét og horfir á móð- ur sína. „Þetta er erfitt,“ segir Lára. „Hvað er erfitt,“ spyr móðir þeirra sem er greinilega ekki alveg að skilja samræðurnar. „Maður saknar þín oft, að geta gert meira með þér,“ segir Anna Margrét við móð- ur sína sem jánkar á móti og segist sjálf vera reið yfir því að hafa lent í slysinu. Systurnar hafa þó mikinn stuðning af fjölskyldunni í þessum erfiðu aðstæðum en þau hafa öll staðið þétt saman á þessum erfiðu tímum. „Við erum dálítið þrjóskar varðandi þetta og höfum afþakk- að flesta hjálp,“ segir Anna Margrét. „Pabbi fékk sálfræðing fyrir okkur en mér fannst óþægilegt að vera að tala við eitthvert bláókunnugt fólk,“ segir Lára. „Við erum samt komnar með námshjálp núna, það munar miklu þá þurfum við ekki að vinna með náminu, við hefðum viljað vita af þessu fyrr því þetta hefur oft ver- ið erfitt.“ Þær segjast ekki hafa sætt sig við ástand móður sinnar en lifa með því. „Við finnum auðvitað fyrir því að við söknum mömmu. Til dæmis þegar maður er veikur og mamma er frammi en hún getur ekki hjálp- að. Við skiptum svolítið, þótt hún myndi vilja hjálpa þá getur hún það ekki,“ segja þær. „Þetta er skrýt- ið líka því hún er hérna, hún er fyr- ir framan mann en hún er ekki með sama persónuleikann og hún var með fyrir slysið. Hún er hérna en þetta er ekki hún,“ segir Lára. Alveg ótrúlega góð mamma Margrét var vinsæll kennari við Melaskóla fyrir slysið en þar hafði hún kennt í 25 ár. „Við hittum oft fyrrverandi nemendur sem segja að hún hafi verið skemmtilegasti kennari í heimi og þeir sakni henn- ar,“ segir Lára. „Mamma var mjög skemmtileg, hress og fyndin. Hún talaði frönsku og var alltaf dans- andi,“ segir Anna Margrét þegar þær eru beðnar um að lýsa móður sinni fyrir slysið. „Hún var alveg ótrúlega góð mamma. Hún hugsaði svo vel um okkur og við gengum fyrir í öllu. Hún gerði allt fyrir okkur,“ seg- ir Lára. „Hún var alveg extra góð mamma,“ bætir hún við og Anna Margrét tekur undir. „Extra góð mamma – og er auðvitað enn,“ seg- ir hún og brosir til mömmu sinnar. „Eins og til dæmis þegar hún og pabbi skildu. Þá passaði hún að hlífa okkur fyrir því öllu. Hún fór heim til ömmu og afa og grét þar því hún vildi ekki að við fynd- um fyrir neinu. Hún gerði allt fyr- ir okkur og hún á þetta ekki skilið,“ segir Lára. „Auðvitað langar mann að hafa hana eins og hún var,“ segir Anna Margrét. Málar og spilar olsen olsen Foreldrar þeirra skildu um þremur árum fyrir slysið. „Pabbi er búinn að standa sig mjög vel og hjálpa mjög mikið. Hann kemur alltaf hingað á miðvikudögum og eldar. Hann reynir alltaf að hjálpa og taka þátt,“ segir Lára. Fjölskyldumeð- limir skipta með sér kvöldum og koma til að elda og vera með Mar- gréti. Yfir daginn er hún með að- stoðarmanneskju í alls kyns æf- ingum, talþjálfun og fleiru. Hún fer einnig í sjúkraþjálfun þrisvar í viku. „Annars er hún bara mest hér. Henni finnst ekkert mjög gaman að fara út þótt við reynum að fara með hana. Henni finnst eiginlega bara skemmtilegast að spila olsen olsen,“ segir Lára brosandi. „Hún er líka farin að mála hérna heima aftur,“ segir Ragga og sýnir verk því til stuðnings. Margrét er listræn og var við nám í Myndlistarskólan- um þegar hún slasaðist. Nokkrar myndir hanga uppi í eldhúsinu og eiga það allar sameiginlegt að sýna fólk á hlið. „Já, við vitum ekki alveg af hverju fólkið er alltaf á hlið,“ segir Anna Margrét og brosir. Hjálmurinn skiptir höfuðmáli Systurnar vilja segja sögu móður sinnar til þess að brýna fyrir fólki mikilvægi þess að nota reiðhjólahjálma. Myndband sem frænka þeirra, dóttir Ragnhildar, Margrét Helga Weisshappel, gerði fyrir um þremur árum um Margréti frænku sína, hefur vakið mikla athygli á samskiptamiðlum undan- farið. Þar segir hún sögu hennar og hvetur fólk til þess að nota hjálm. Hægt er að sjá myndbandið á DV.is. „Við getum auðvitað ekki fullyrt um það en það eru mjög miklar líkur á því að ef hún hefði verið með hjálm þá hefði hún sloppið miklu betur,“ segir Lára. „Það er svo ótrúlega margt fólk sem notar ekki hjálm og það eru hópar sem eru hreinlega á móti því. Mér fannst heldur ekki töff að vera með hjálm einu sinni. Mamma lagði samt alltaf mikið upp úr því að við værum með hjálm,“ segir Lára. „Ég er ekki að dæma fólk sem gerir það ekki en það kannski skilur ekki hvað það getur skipt miklu máli, mamma er dæmi um það,“ segir Lára. n Mikill kærleikur Það er mikill kær- leikur milli mæðgn- anna. Margrét segir dætrunum oft á dag hvað hún elskar þær mikið. Mynd SigtRygguR ARi „Þetta er auð- vitað búið að vera erfitt Systkinin með mömmu Svona lágu börn Margrétar oft hjá henni í rúminu og héldu utan um móður sína. Ragnheiður teiknaði myndina. Mynd SigtRygguR ARi „Við elskum þig“ Ragnheiður systir Margrétar hélt þessa dagbók eftir slysið. Þar skrifaði hún niður ýmislegt um veikindin, setti inn myndir, hugleiðingar og teiknaði myndir. Mynd SigtRygguR ARi Hjálpartæki Margrét er með aðstoðarfólk sem hjálpar henni á daginn. Hér er aðstoðar- kona hennar að hjálpa henni að fara úr hjólastólnum yfir í hægindastólinn. Mynd SigtRygguR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.