Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 29. ágúst–1. september 201436 Neytendur Byltingin gegn matarsóun hafin n Áætla má að 30–50% matvæla endi í ruslinu n Sóun Íslendinga verður kortlögð Þ etta verður bylting, hún er að gerast á Norðurlöndunum og í Evrópu og við erum komin á þessa bylgju. Þetta er allt að gerast núna,“ segir Rannveig Magnúsdóttir, verkefnis- stjóri hjá Landvernd sem í félagi við Kvenfélagasamband Íslands og Vak- andi munu halda fjölskylduhátíð- ina Saman gegn matarsóun í Hörpu þann 6. september næstkomandi. Þema hátíðarinnar verður matarsóun og leiðir til að koma í veg fyrir hana, allt frá framleiðanda til neytanda. Há- tíðin er liður í stærra verkefni sem marka mun upphafið að byltingu í baráttunni gegn sóun matvæla hér á landi. Sú bylgja er hafin víða í Evrópu en ætla má að þriðjungur og allt upp í helming matvæla sem framleidd eru endi í ruslinu hér á landi miðað við tölur erlendis. Betri nýting matvæla hefur gríðarleg fjárhags-, umhverfis- og samfélagsleg áhrif. Afgangar fá nýtt líf Rannveig segir að hátíðin í Hörpu sé tilkomin eftir að Landvernd, Kvenfé- lagasamband Íslands og Vakandi í fé- lagi við norræn félög sóttu um styrk til Norrænu ráðherranefndarinnar í byrjun árs. Eftir að viðburður dönsku baráttukonunnar Selenu Juul, United Against Food Waste, sló í gegn í Dan- mörku í fyrra var ákveðið á Norður- löndunum að búa til sambærilega viðburði undir yfirskriftinni United Against Food Waste – Nordic í sum- ar og haust. Juul mun einmitt, ásamt hinum breska Tristram Stuart, halda fyrirlestur á hátíðinni í Hörpu. „Við erum að reyna að fá sem flesta að borðinu og þarna koma saman allir hlekkir fæðukeðjunnar, ef svo má segja. Við höfum boðið fyrirtækjum, sem hafa eitthvað með þetta að segja, að vera með kynningu og bás til að kynna sínar hugmyndir og aðgerðir.“ Borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, mun opna hátíðina sem verður að sögn Rannveigar mikil fjölskyldu- hátíð. Boðið verður upp á fyrirlestra, uppákomur, kynningar auk þess sem Kolabrautin mun malla ókeypis súpu fyrir gesti úr hráefni sem annars hefði verið urðað, úr grænmetisafgöngum frá Sölufélagi garðyrkjumanna. Þá verður kynning á námskeiðum sem haldin verða síðar og ætlað er að kenna fólki að elda úr afgöngum. „Oft veit fólk ekki hvað það getur gert og þorir kannski ekki að prófa sig áfram,“ segir Rannveig. Fyrsti liðurinn í stóru verkefni „Við sóttum um styrkinn og höldum utan um allt verkefnið sem heitir Zero Waste og er mikið stærra. Þessi hátíð í Hörpu er aðeins einn viðburður af mörgum. Við ætlum að gera heim- ildamynd um matarsóun, gefa út bók, halda námskeið, standa fyrir viðburð- um meðal annars í sjónvarpi þar sem við munum „ráðast inn á fólk“ og kíkja í ísskápana hjá því. Þetta er fyrsti liðurinn í þessu stóra verkefni sem við fengum styrk fyrir.“ Rannveig segir að þau langi líka að láta framleiða segla með tíu heilræð- um á borð við Geðorðin 10 sem prýða marga ísskápana hér á landi. Þar verð- ur að finna góð ráð fyrir íslensk heim- ili um hvernig þau geti tekið þátt, lagt sitt af mörkum og notið góðs af því að sóa ekki matvælum. Eitt heilræði er til dæmis að fræða fólk í dagsetning- um. Best fyrir og síðasti neysludag- ur er ekki það sama. „Þótt mjólkin sé best fyrir í dag þá er hún ekki mygluð á morgun. Þurrvörur, pasta og annað slíkt, endast miklu, miklu lengur en dagsetningarnar segja til um.“ Annað heilræði er svokallað „fyrst inn–fyrst út“-reglan. „Ef þú setur nýju vörurn- ar alltaf aftast í skápana, þá notar þú eldri vörurnar fyrr.“ Síðan er að vekja athygli fólks á því, í samstarfi við hjálparstofnanir að þær taki við öll- um mat. Rannveig segir að fólk átti sig kannski ekki á því að afganga úr fermingarveislum, brúðkaupum eða erfidrykkjum má fara með til stofn- ana á borð við Samhjálp og þar nýtast þeir fólki sem á ekki fyrir mat. Sóunin á Íslandi kortlögð DV hefur áður fjallað um baráttuna gegn sóun matvæla og þá rætt við Rakel Garðarsdóttur, framkvæmda- stýru Vesturports, sem stofnaði Vakandi. Henni ofbauð sóunin og strengdi meðal annars það áramóta- heit að taka á málunum á sínum tíma. Nú er verulegur skriður kom- inn á málin. Samkvæmt erlendum tölum er áætlað að þriðjungur allra framleiddra matvæla endi í ruslinu. Talið er að Íslendingar hendi mat fyr- ir um þrjá milljarða á ári, eða sem nemur 240 þúsund krónum á hverja fjölskyldu. Þó að engar opinberar tölur séu til um hlutfallið sem end- ar í ruslinu hér þá segir Rannveig að engin ástæða sé til að ætla að við stöndum okkur nokkuð betur en aðr- ar þjóðir. „Í Bandaríkjunum er talið að hlutfallið sé allt að 50 prósent- um og ég væri ekkert hissa á því þó þetta væri á bilinu 30–50 prósent hér á landi.“ Stefnt er á að kortleggja sóun Ís- lendinga í verkefninu. „Það er í bígerð að fá tölur yfir sóun með vísindalegri rannsókn þar sem tekið verður þver- snið af þjóðfélaginu. En við erum ekki að einbeita okkur aðeins að neytendum. Við erum að taka þetta frá akrinum í gegnum framleiðsl- una, milliliðina – á borð við verslan- ir og veitingastaði – neytandann og svo endastöð. Það væri of auðvelt að skella sökinni á neytendur. Vandinn liggur ekkert bara þar. Það þarf í raun- inni að tækla þetta á öllum vígstöðv- um. Til þess þarf víðtækt samstarf,“ segir Rannveig. „Þetta er vonandi bylting til að fá fólk til að hugsa um þetta.“ n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Sækir sér matvæli í ruslagáma DV fjallaði í desember síðastliðnum um hina sviss- nesku Estelle Divorne, sem búsett er hér á landi. Hún stundar það að að fara í gáma við matvöruverslanir og ná þar í mat sem hefur verið hent. Gerir það af einskærri hugsjón. Gámar fullir af góðgæti Svona er umlits í mörgum gámum við matvöruverslanir hér á landi. Ósköpin öll, mörg tonn, af matvælum enda í ruslinu. „ Í Bandaríkjunum er talið að hlutfallið sé allt að 50 prósentum og ég væri ekkert hissa á því þó þetta væri á bil- inu 30–50 prósent hér á landi. Heilræði gegn matarsóun n Treystu skynfærunum – ekki dag- setningum frá framleiðanda. n Ekki láta freistast af magntilboðum. n Kláraðu allt úr skápunum áður en þú kaupir meira. n Elskaðu afganga og notaðu frystinn. n Gerðu plan áður en farið er að versla. n Pantaðu minni skammta af mat á veitingastöðum. n Mundu regluna „fyrst inn–fyrst út“ þegar raðað er í skápa. n Notaðu minni matardiska og skammtaðu þér ekki of mikið. n Ekki fara svöng/svangur út í búð. n Gefðu afgangsmat til góðgerðasam- taka. Áhrif matarsóunar eru ekki aðeins mæld í peningum. Umhverfisáhrif eru einnig umtalsverð þegar allt er talið til samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Matarsóun leiðir til aukinnar notkunar mengandi áburðar og skordýraeiturs, elds- neytis til flutninga auk þess sem rotnandi matvæli leysa metan úr læðingi – þótt víða sé farið að beisla það til orkunotkunar þá er það mjög skaðleg gróðurhúsagastegund í landfyllingum og á stóran þátt í hnattrænni hlýnun. Það er sláandi tölfræði til yfir sóun matvæla í heiminum þar sem árlega fara um 1,3 milljarðar tonna af matvælum til spillis. Árlega sóa íbúar vestrænna velmegunarlanda nærri jafnmiklum mat (220 milljónum tonna) og samsvarar matvælaframleiðslu Afríkuríkja sunnan Sahara-eyðimerkurinnar (230 milljónir tonna). Í Bandaríkjunum eru mat- vælin sem fara í súginn metin á rúmlega 48 milljarða dala, rúmlega 5,5 þúsund milljarða íslenskra króna. Þar að auki er áætlað að helmingur þess vatns sem notaður er til að framleiða þessa fæðu fari til spillis. Í Bretlandi er áætlað að 6,7 milljónir tonna af matvælum fari til spillis á ári. Það þýðir að þriðjungs allra þeirra matvæla sem keypt eru þar í landi er ekki neytt. Rannsóknir hafa sýnt að bjarga megi rúmlega 60 prósentum þessa magns með skynsamlegri neyslu og stýringu. Milljarður tonna í súginn Sóun á við framleiðslu Afríkuríkja Matarleifar á boðstólum Hér má sjá þegar matarleifar voru matreiddar ofan í gesti á málþingi í Norræna húsinu fyrr á þessu ári. Mynd SiGtryGGur Ari Stórhuga í byltingarham Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Landvernd, segir aðstandendur verkefnisins ætla sér stóra hluti hér á landi. Mynd SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.