Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 „Það segir henni enginn fyrir verkum“ n „Ég vildi að ég gæti verið jákvæðari“ n Er sögð ákveðin og óhrædd við að standa á sínu heim urðu ekki alltaf farsælir en eins og kunnugt er orðið skemmdust miklar eignir þeirra í flutningum frá Íslandi til Bandaríkjanna árið 2011. Þar flæddi inn í flutningagám sem innihélt mörg verðmæt listaverk og mikinn menningararf. Fengu Skafti og Kristín tjónið bætt frá ríkinu upp á 75 milljónir króna og var víða fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma. Situr ekki á skoðunum sínum Þau hjónin hafa gengið í gegnum súrt og sætt saman í áratugi en Skafti er sonur Jóns Skaftasonar, fyrrver- andi alþingismanns Framsóknar- flokksins. Þá er Skafti sömuleið- is yngri bróðir Gests Jónssonar, hæstaréttarlögmanns. Hann hefur starfað sem verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem stýrði lengi fjár- festingarfyrirtækinu Baugur Group. Áður en Kristín hélt til Bandaríkj- anna starfaði hún hjá fyrirtækinu sem yfirmaður samskiptasviðs. Þá starfaði hún einnig sem kynningar- fulltrúi Iceland Express um tíma en því félagi var stýrt af Pálma Haralds- syni. Bæði Pálmi og Jón Ásgeir voru eitt sinn meðal eigenda 365 en í dag er megineigandi fyrirtækisins Ingi- björg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs. Sem fyrr segir starfar Krist- ín nú sem aðalritstjóri 365 miðla en hún hefur einnig setið í stjórn fyrir- tækisins í tvö ár. Kristín skrifaði grein í Frétta- blaðið í janúar 2012 þar sem hún gagnrýndi Kastljós fyrir óvandaða fréttamennsku og hlutdrægni þegar fjallað var um stefnu slitastjórnar Glitnis gegn helstu stjórnendum og eigendum bankans. Jón Ásgeir var meðal þeirra sem var stefnt, haf- andi verið einn aðaleigandi Glitnis fyrir hrun. Sama ár skrifaði hún einnig grein í Fréttablaðið þar sem hún taldi sérstakan saksóknara gjarnan fara um of rannsóknarhlut- verki sínu eftir hrun. „Drögum úr lögreglurannsóknar- og dómstóla- þrasi, sem er allt að drepa úr heift og leiðindum,“ sagði Kristín meðal annars. Óhjákvæmilega umdeild Ljóst er að Kristín er óhrædd við að stíga fram með skoðanir sínar en vegna þessa hafa ýmsir dregið í efa hlutleysi hennar og stöðu gagnvart ritstjórnarlegu sjálfstæði, líkt og Ólafur Stephensen. „Sú þriðja getur svo verið að ráða til stjórnunarstarfa á ritstjórnum fólk sem er nægilega náið og handgengið eigendunum til að láta prinsipp um ritstjórn- arlegt sjálfstæði ekki þvælast fyr- ir sér,“ sagði Ólafur í leiðara sínum í Fréttablaðinu í vikunni. Kristín er þannig óhjákvæmilega umdeild þessa dagana enda voru margir óánægðir með brotthvarf Ólafs. Það eru þó ekki allir á sama máli um eðli Kristín- ar. Erna Indriða- dóttir, sem starf- aði lengi vel með Kristínu á Rík- isútvarpinu og er enn góð vin- kona hennar, er fullviss um hæfni og sjálf- stæði Kristínar. „Hún er eld- klár og mikill húmoristi. Hún er frábær frétta- maður og ég held það hafi ekki verið um- deilt að hún var meðal bestu fréttamanna fréttastofunnar þegar við vor- um að vinna þar. Hún þótti náttúr- lega mjög ákveðin enda er hún óhrædd við að standa á sínu. Hún lætur ekki aðra segja sér fyrir verk- um og ég hef ekki trú á því að hún fari að taka upp á því núna,“ segir Erna. „Hún er auðvitað mjög vel menntuð og víðsýn. Hún hefur líka reynslu af því að starfa í atvinnu- lífinu en mér finnst vanta þekk- ingu á atvinnulífinu í fjölmiðlum almennt. Ég held að það sé mikill fengur fyrir 365 að fá hana til starfa og það eru örugglega ekki margir ís- lenskir blaða- og fréttamenn sem standa henni á sporði í þessum verkefnum sem hún er að fara að sinna,“ segir Erna. n Útgefandi og aðalritstjóri 365 Kristín er sögð eldklár og búa yfir leiftrandi kímnigáfu. Hún hleypur á hverjum degi. Mynd: VilhelM GunnarSSon nýorðin amma Kristín ásamt frænkum sínum og barnabarni, Kristínu. Mynd Úr einkaSafni Var í rúman áratug á rÚV Kristín á vaktinni á samt Margréti E. Jónsdóttur, Má Jónssyni, Jóhanni Haukssyni, Óðni Jónssyni, Þorgrími Gestssyni og Ingvari Gunnarssyni. Mynd rÚV Með syni sínum, Jóni „Við mig er hún örlát á tíma sinn,“ segir dóttir Kristínar. Mynd Úr einkaSafni TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.