Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 29. ágúst–1. september 201422 Fréttir Erlent
„Hann er saklaus blaðamaður“
Móðir blaðamannsins Stevens Sotloff biðlar til ISIS-samtakanna
Jafnvel sviptir
ríkisborgararétti
Norska ríkisstjórnin íhugar nú að
svipta norska ríkisborgara sem
gerast sekir um hryðjuverk eða
tengjast hryðjuverkasamtökum
ríkisborgararétti.
Nýlega bárust fréttir af því að
hryðjuverkaárás væri yfirvofandi
í Noregi og talið að norskir ríkis-
borgarar, sem farið hafa til Sýr-
lands til að taka þátt í borgara-
styrjöldinni þar, hefðu lagt á
ráðin um slíka árás. Aðrar þjóðir,
líkt og Danmörk, Holland og
Bretland, eru með sambærilegar
hugmyndir til skoðunar.
Pókerspilarar
rændir
Um fimmtán manns, aðallega
Norðmenn, urðu fyrir barðinu
á vopnuðum mönnum sem
ruddust inn á knæpu í bænum
Strömstad í Svíþjóð í síðustu viku.
Var pókerspilurunum skipað að
leggjast á gólfið meðan árásar-
mennirnir, fjórir talsins, gengu
á milli borða og hirtu peninga.
Aftonbladet greinir frá því að
enginn hafi verið handtekinn í
tengslum við rannsókn málsins.
Bannað er að spila póker og
leggja peninga undir í Noregi en
í Svíþjóð er það aftur á móti leyfi-
legt í einkasamkvæmum. Þó ligg-
ur fyrir norska þinginu frumvarp
þess efnis að pókerleikir verði
leyfilegir í einkasamkvæmum, en
heildarpotturinn megi ekki fara
yfir sem nemur 900 þúsund ís-
lenskum krónum. Búist er við því
að frumvarpið verði samþykkt.
Tölvuárás í
Noregi
Um 300 fyrirtæki sem öll starfa
í olíu- eða orkuiðnaði í Noregi
urðu fyrir árás tölvuþrjóta á
dögunum.
Norskir fjölmiðlar greindu frá
þessu á miðvikudag og er fullyrt
að aldrei í sögu Noregs hafi jafn
umfangsmikil tölvuárás verið
gerð í Noregi. Nasjonal sikker-
hetsmyndighet, stofnun sem fer
með tölvuöryggismál í Noregi,
rannsakar nú málið en ekki ligg-
ur fyrir nákvæmlega með hvaða
hætti árásin var gerð þótt tals-
menn stofnunarinnar telji sig vita
hverjir hafi verið að verki.
Misnotuðu 1.400
börn í Rotherham
n Risahneyksli skekur Bretland n Yfirvöld brugðust algjörlega
Y
firvöld í Rotherham í Bret-
landi eru harðlega gagn-
rýnd eftir að rannsókn
leiddi í ljós að um fjórtán
hundruð börn voru mis-
notuð kynferðislega í bænum yfir 16
ára tímabil, eða frá árunum 1997 til
2013. Verkamannaflokkurinn hef-
ur krafist þess að Shaun Wright, yfir-
maður lögreglunnar á svæðinu, sem
Verkamannaflokkurinn skipaði sjálf-
ur 2012, axli ábyrgð á málinu og víki.
Gagnrýnin beinist fyrst og fremst
að sveitarstjórn Rotherham og lög-
regluyfirvöldum í Suður-Jórvíkur-
skíri.
Upp komst um barnaníð í bæjar-
félaginu í nóvember árið 2010 þegar
fimm menn úr bænum voru hand-
teknir vegna kynferðisbrota gegn
stúlkum undir lögaldri. Mennirnir,
ættaðir frá Pakistan, voru dæmdir í
fjögurra og hálfs til ellefu ára fangelsi.
Brotunum haldið leyndum
Tveimur árum síðar birti blaðamaður
The Times, Andrew Norfolk, grein
sem varpaði ljósi á lögregluskýrslu frá
árinu 2010 þar sem talið var að þús-
undir slíkra glæpa hefðu verið framdir
af karlmönnum frá Asíu í Suður-Jór-
víkurskíri.
Fyrrverandi þingmaður bæjarins,
Denis MacShane, hélt því fram að lög-
reglan hefði haldið þessum brotum
leyndum fyrir stjórnmálamönnum.
Grunur lék þó á að þetta væri
aðeins brot af mun stærri vanda í
Rotherham, að því er fram kemur á
vef breska ríkisútvarpsins BBC. Mál-
ið hefur vakið mikla athygli í Bret-
landi. Ný skýrsla, sem byggir á vinnu
rannsóknarnefndar undir forystu Al-
exis Jay, um málið hefur heldur betur
sýnt fram á það, en nefndinni var falið
að rannsaka hvernig yfirvöld í Rother-
ham tóku á barnaníði í samfélaginu.
Niðurstöður nefndarinnar eru þær að
lögreglu og yfirvöldum í bænum hafi
mistekist hrapallega að taka á málun-
um.
Misnotuð en handtekin
Fórnarlömbin eru talin um 1.400,
aðallega stúlkur. Flest eru ættuð
frá Pakistan en gerendurnir flest-
ir frá Asíu. Börnunum var mörgum
hverjum rænt á leið til eða frá skóla
og nauðgað, stundum af hópi karl-
manna. Ein stúlkan, 12 ára, fannst
ölvuð og illa til reika í aftursæti leigu-
bíls hjá manni sem hafði mjög grófar
myndir af henni í símanum sínum.
Manninum var sleppt eftir yfirheyrslu
þó ljóst mætti vera að hún hefði ver-
ið misnotuð kynferðislega. Stúlkan
var handtekin og kærð fyrir að hafa
verið ölvuð en manninum sleppt.
Þetta kemur fram í skýrslu rann-
sóknarnefndarinnar. Þar segir að
sama stúlka hafi fundist í yfirgefnu
húsi ásamt hópi karlmanna. Aftur
sluppu gerendurnir en stúlkan var
handtekin fyrir ölvun öðru sinni.
Hótað eftir kæru
Í skýrslunni er rakið annað dæmi
þar sem barnung stúlka féllst á að
kæra og láta af hendi sönnunargögn í
síma hennar um misnotkun sem hún
sætti. Hún fékk send smáskilaboð þar
sem henni var sagt að þeir væru með
yngri systur hennar í haldi og hún réði
örlögum hennar. Kæran var felld nið-
ur.
Fjölmörg ljót dæmi eru rakin í
skýrslunni; dæmi um mansal og
hrottalegt ofbeldi gagnvart barnung-
um stúlkum. Ein stúlka, 15 ára, var til
að mynda seld í vændi til Leeds, Brad-
ford og Sheffield. Fjölskyldu hennar
var hótað öllu illu þegar mál hennar
rataði til yfirvalda. Rúður voru brotnar
á heimili fjölskyldunnar, stúlkan var
lamin illa og hótað að hún yrði seld úr
landi í vændi. Yngri systur stúlkunnar
var komið í var – svo mennirnir gætu
ekki fylgt hótununum eftir – og eldri
bróðir hennar var laminn svo illa að
hann þurfti á sjúkrahús.
Endaði á götunni
Stúlkan, eins og svo mörg fórnarlömb
mannanna, leiddist út í harða neyslu
fíkniefna sem rekja má til hrottalegrar
misnotkunar. Fjölskylda umræddrar
stúlku leystist upp og hún lenti á göt-
unni.
Ekki er vitað um afdrif sumra
þeirra barna sem sættu ofbeldinu.
„Lögreglan vissi þetta, félagsmála-
yfirvöld vissu af þessu en þau gerðu
ekkert til að stöðva manninn,“ er haft
eftir einu fórnarlambi. „Hann spil-
aði þetta eins og leik, því hann var
ósnertanlegur,“ sagði fórnarlambið
um kvalara sinn.
Á ekki að koma nálægt börnum
Málið hefur vakið hörð viðbrögð,
sem fyrr segir. Tim Loughton, fyrrver-
andi barnamálaráðherra, hefur látið
hafa eftir sér að starfsfólkið sem ekk-
ert gerði í málunum eigi ekki að koma
nálægt börnum. „Starfsmaður félags-
þjónustu, sem hefur það að hlutverki
að vernda börn, en gerir ekkert þegar
hann kemur í tvígang að 12 ára stúlku í
vafasömum aðstæðum með hópi full-
orðinna karlmanna, á ekki að koma
nálægt börnum. n
Birgir Olgeirsson
birgir@dv.is
Níðingar Mennirnir fimm sem handteknir voru árið 2010, og dæmdir vegna barnaníðs í Rotherham.
Lögregluyfirvöld brugðust Shaun Wright, til vinstri, er æðsti yfirmaður lögreglumála í
Suður-Jórvíkurskíri. Með honum á myndinni er David Crompton, yfirlögregluþjónn í umdæminu.
S
hirley Sotloff, móðir banda-
rísks blaðamanns sem er í
haldi ISIS-samtakanna, hefur
biðlað til samtakanna um að
sleppa syni hennar. Sonur Shirley
er Steven Sotloff, en hann sást í
myndbandinu þegar kollegi hans,
blaðamaðurinn James Foley, var
tekinn af lífi.
Í myndbandinu sem sýnt var
á Al Arabiya-sjónvarpsstöðinni á
miðvikudag talar Shirley beint til
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga IS-
IS-samtakanna. „Steven er blaða-
maður sem ferðaðist til Mið-Aust-
urlanda til að fjalla um þá þjáningu
sem margir múslimar mega þola af
hálfu uppreisnarmanna. Steven er
tryggur og heiðarlegur sonur, bróð-
ir og barnabarn og hefur alltaf reynt
að aðstoða þá sem minna mega
sín,“ sagði Shirley meðal annars í
ávarpinu.
Í myndbandinu segir meðlimur
ISIS-samtakanna að örlög Stevens
velti á því hvað bandarísk yfirvöld
geri. Shirley segir hins vegar að
sonur hennar hafi enga stjórn á
því sem bandarísk yfirvöld
geri eða geri ekki og eigi
að vera ábyrgur vegna
gjörða þeirra. „Hann er
saklaus blaðamaður.“
Sotloff, sem er 31
árs, hvarf í ágúst 2013
þegar hann var við störf
í Sýrlandi. Fjölskylda hans
ákvað að halda því leyndu því þau
töldu að fjölmiðlaumfjöllun myndi
skerða möguleika hans á að verða
sleppt. n
einar@dv.is
Í haldi Óvíst er hver örlög
Stevens Sotloff verða.
Móðir hans hefur biðlað til
ISIS-samtakanna um að
sleppa honum.