Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 29. ágúst–1. september 201422 Fréttir Erlent „Hann er saklaus blaðamaður“ Móðir blaðamannsins Stevens Sotloff biðlar til ISIS-samtakanna Jafnvel sviptir ríkisborgararétti Norska ríkisstjórnin íhugar nú að svipta norska ríkisborgara sem gerast sekir um hryðjuverk eða tengjast hryðjuverkasamtökum ríkisborgararétti. Nýlega bárust fréttir af því að hryðjuverkaárás væri yfirvofandi í Noregi og talið að norskir ríkis- borgarar, sem farið hafa til Sýr- lands til að taka þátt í borgara- styrjöldinni þar, hefðu lagt á ráðin um slíka árás. Aðrar þjóðir, líkt og Danmörk, Holland og Bretland, eru með sambærilegar hugmyndir til skoðunar. Pókerspilarar rændir Um fimmtán manns, aðallega Norðmenn, urðu fyrir barðinu á vopnuðum mönnum sem ruddust inn á knæpu í bænum Strömstad í Svíþjóð í síðustu viku. Var pókerspilurunum skipað að leggjast á gólfið meðan árásar- mennirnir, fjórir talsins, gengu á milli borða og hirtu peninga. Aftonbladet greinir frá því að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Bannað er að spila póker og leggja peninga undir í Noregi en í Svíþjóð er það aftur á móti leyfi- legt í einkasamkvæmum. Þó ligg- ur fyrir norska þinginu frumvarp þess efnis að pókerleikir verði leyfilegir í einkasamkvæmum, en heildarpotturinn megi ekki fara yfir sem nemur 900 þúsund ís- lenskum krónum. Búist er við því að frumvarpið verði samþykkt. Tölvuárás í Noregi Um 300 fyrirtæki sem öll starfa í olíu- eða orkuiðnaði í Noregi urðu fyrir árás tölvuþrjóta á dögunum. Norskir fjölmiðlar greindu frá þessu á miðvikudag og er fullyrt að aldrei í sögu Noregs hafi jafn umfangsmikil tölvuárás verið gerð í Noregi. Nasjonal sikker- hetsmyndighet, stofnun sem fer með tölvuöryggismál í Noregi, rannsakar nú málið en ekki ligg- ur fyrir nákvæmlega með hvaða hætti árásin var gerð þótt tals- menn stofnunarinnar telji sig vita hverjir hafi verið að verki. Misnotuðu 1.400 börn í Rotherham n Risahneyksli skekur Bretland n Yfirvöld brugðust algjörlega Y firvöld í Rotherham í Bret- landi eru harðlega gagn- rýnd eftir að rannsókn leiddi í ljós að um fjórtán hundruð börn voru mis- notuð kynferðislega í bænum yfir 16 ára tímabil, eða frá árunum 1997 til 2013. Verkamannaflokkurinn hef- ur krafist þess að Shaun Wright, yfir- maður lögreglunnar á svæðinu, sem Verkamannaflokkurinn skipaði sjálf- ur 2012, axli ábyrgð á málinu og víki. Gagnrýnin beinist fyrst og fremst að sveitarstjórn Rotherham og lög- regluyfirvöldum í Suður-Jórvíkur- skíri. Upp komst um barnaníð í bæjar- félaginu í nóvember árið 2010 þegar fimm menn úr bænum voru hand- teknir vegna kynferðisbrota gegn stúlkum undir lögaldri. Mennirnir, ættaðir frá Pakistan, voru dæmdir í fjögurra og hálfs til ellefu ára fangelsi. Brotunum haldið leyndum Tveimur árum síðar birti blaðamaður The Times, Andrew Norfolk, grein sem varpaði ljósi á lögregluskýrslu frá árinu 2010 þar sem talið var að þús- undir slíkra glæpa hefðu verið framdir af karlmönnum frá Asíu í Suður-Jór- víkurskíri. Fyrrverandi þingmaður bæjarins, Denis MacShane, hélt því fram að lög- reglan hefði haldið þessum brotum leyndum fyrir stjórnmálamönnum. Grunur lék þó á að þetta væri aðeins brot af mun stærri vanda í Rotherham, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Mál- ið hefur vakið mikla athygli í Bret- landi. Ný skýrsla, sem byggir á vinnu rannsóknarnefndar undir forystu Al- exis Jay, um málið hefur heldur betur sýnt fram á það, en nefndinni var falið að rannsaka hvernig yfirvöld í Rother- ham tóku á barnaníði í samfélaginu. Niðurstöður nefndarinnar eru þær að lögreglu og yfirvöldum í bænum hafi mistekist hrapallega að taka á málun- um. Misnotuð en handtekin Fórnarlömbin eru talin um 1.400, aðallega stúlkur. Flest eru ættuð frá Pakistan en gerendurnir flest- ir frá Asíu. Börnunum var mörgum hverjum rænt á leið til eða frá skóla og nauðgað, stundum af hópi karl- manna. Ein stúlkan, 12 ára, fannst ölvuð og illa til reika í aftursæti leigu- bíls hjá manni sem hafði mjög grófar myndir af henni í símanum sínum. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslu þó ljóst mætti vera að hún hefði ver- ið misnotuð kynferðislega. Stúlkan var handtekin og kærð fyrir að hafa verið ölvuð en manninum sleppt. Þetta kemur fram í skýrslu rann- sóknarnefndarinnar. Þar segir að sama stúlka hafi fundist í yfirgefnu húsi ásamt hópi karlmanna. Aftur sluppu gerendurnir en stúlkan var handtekin fyrir ölvun öðru sinni. Hótað eftir kæru Í skýrslunni er rakið annað dæmi þar sem barnung stúlka féllst á að kæra og láta af hendi sönnunargögn í síma hennar um misnotkun sem hún sætti. Hún fékk send smáskilaboð þar sem henni var sagt að þeir væru með yngri systur hennar í haldi og hún réði örlögum hennar. Kæran var felld nið- ur. Fjölmörg ljót dæmi eru rakin í skýrslunni; dæmi um mansal og hrottalegt ofbeldi gagnvart barnung- um stúlkum. Ein stúlka, 15 ára, var til að mynda seld í vændi til Leeds, Brad- ford og Sheffield. Fjölskyldu hennar var hótað öllu illu þegar mál hennar rataði til yfirvalda. Rúður voru brotnar á heimili fjölskyldunnar, stúlkan var lamin illa og hótað að hún yrði seld úr landi í vændi. Yngri systur stúlkunnar var komið í var – svo mennirnir gætu ekki fylgt hótununum eftir – og eldri bróðir hennar var laminn svo illa að hann þurfti á sjúkrahús. Endaði á götunni Stúlkan, eins og svo mörg fórnarlömb mannanna, leiddist út í harða neyslu fíkniefna sem rekja má til hrottalegrar misnotkunar. Fjölskylda umræddrar stúlku leystist upp og hún lenti á göt- unni. Ekki er vitað um afdrif sumra þeirra barna sem sættu ofbeldinu. „Lögreglan vissi þetta, félagsmála- yfirvöld vissu af þessu en þau gerðu ekkert til að stöðva manninn,“ er haft eftir einu fórnarlambi. „Hann spil- aði þetta eins og leik, því hann var ósnertanlegur,“ sagði fórnarlambið um kvalara sinn. Á ekki að koma nálægt börnum Málið hefur vakið hörð viðbrögð, sem fyrr segir. Tim Loughton, fyrrver- andi barnamálaráðherra, hefur látið hafa eftir sér að starfsfólkið sem ekk- ert gerði í málunum eigi ekki að koma nálægt börnum. „Starfsmaður félags- þjónustu, sem hefur það að hlutverki að vernda börn, en gerir ekkert þegar hann kemur í tvígang að 12 ára stúlku í vafasömum aðstæðum með hópi full- orðinna karlmanna, á ekki að koma nálægt börnum. n Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Níðingar Mennirnir fimm sem handteknir voru árið 2010, og dæmdir vegna barnaníðs í Rotherham. Lögregluyfirvöld brugðust Shaun Wright, til vinstri, er æðsti yfirmaður lögreglumála í Suður-Jórvíkurskíri. Með honum á myndinni er David Crompton, yfirlögregluþjónn í umdæminu. S hirley Sotloff, móðir banda- rísks blaðamanns sem er í haldi ISIS-samtakanna, hefur biðlað til samtakanna um að sleppa syni hennar. Sonur Shirley er Steven Sotloff, en hann sást í myndbandinu þegar kollegi hans, blaðamaðurinn James Foley, var tekinn af lífi. Í myndbandinu sem sýnt var á Al Arabiya-sjónvarpsstöðinni á miðvikudag talar Shirley beint til Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga IS- IS-samtakanna. „Steven er blaða- maður sem ferðaðist til Mið-Aust- urlanda til að fjalla um þá þjáningu sem margir múslimar mega þola af hálfu uppreisnarmanna. Steven er tryggur og heiðarlegur sonur, bróð- ir og barnabarn og hefur alltaf reynt að aðstoða þá sem minna mega sín,“ sagði Shirley meðal annars í ávarpinu. Í myndbandinu segir meðlimur ISIS-samtakanna að örlög Stevens velti á því hvað bandarísk yfirvöld geri. Shirley segir hins vegar að sonur hennar hafi enga stjórn á því sem bandarísk yfirvöld geri eða geri ekki og eigi að vera ábyrgur vegna gjörða þeirra. „Hann er saklaus blaðamaður.“ Sotloff, sem er 31 árs, hvarf í ágúst 2013 þegar hann var við störf í Sýrlandi. Fjölskylda hans ákvað að halda því leyndu því þau töldu að fjölmiðlaumfjöllun myndi skerða möguleika hans á að verða sleppt. n einar@dv.is Í haldi Óvíst er hver örlög Stevens Sotloff verða. Móðir hans hefur biðlað til ISIS-samtakanna um að sleppa honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.