Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Síða 24
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 24 Umræða Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 Gangur 365 Atgangurinn á 365 og starfslok Mikaels Torfasonar og Ólafs Stephensen hafa eðlilega vakið mikla athygli í samfélaginu. Slík­ ar aðstæður eru hins vegar alls ekki nýmæli á 365. Þannig hóf Ólafur störf á Frétta­ blaðinu fyrir meira en fjórum eft­ ir að Jón Kaldal hafði verið rekinn fyrir að vera ekki nægilega hlýð­ inn, eins og samskipti hans við Jón Ásgeir um Atla Fannar Bjarkar- son sýndu fram á. Að sama skapi var Mikael settur yfir Ólaf í fyrra eftir atgang á 365 í tengslum við starfslok tveggja blaðamanna sem stóðu upp í hárinu á Jóni Ásgeiri og mótmæltu inngripum hans í störf þeirra. Ólafur stóð með þeim opinberlega. Þannig eru slíkar hreinsanir og breytingar hjá 365 orðnar reglu­ bundnar og má segja að þær séu eins konar gangur 365 og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar; viðbragð við því þegar yfirmenn þykja ekki nægilega hlýðnir. Fæðardeila fjárfesta Hanaslagurinn á milli Björg- ólfs Thors Björgólfssonar og Ró- berts Wessmann heldur áfram og er nú orðinn svo langvinnur að hann minn­ ir á fæðardeilu í Íslendinga­ sögunum. Nú hefur Björgólf­ ur Thor stefnt Ró­ berti Wessmann vegna viðskipta sem þeir áttu í saman fyrir hrun og krafið hann um 300 milljón­ ir króna í bætur. Róbert svarar Björgólfi með ísfötuáskorun og segir fjárfestinn þurfa smá kæl­ ingu. Deilur þeirra Björgólfs og Róberts eru komnar á það stig að það þjónar líklega hagsmunum þeirra beggja best að grafa stríðsöxina í staðinn fyrir að halda áfram málaferlum og ísfötuáskorunum. Dómurinn ruddur Þann 12. september verður mál­ flutningur í meiðyrðamáli Jóns Steinars Gunnlaugssonar gegn Þorvaldi Gylfasyni í Hæstarétti Ís­ lands. Jón Steinar tapaði málinu í héraði. Sá fáheyrði at­ burður átti sér stað í málinu að dómurinn var ruddur vegna þess að Jón Steinar var sjálfur hæsta­ réttardómari og því voru allir hæstaréttardómararnir vanhæfir til að dæma í málinu. Fyrir vikið þurfti að kalla til utan­ aðkomandi dómara og er um að ræða héraðsdómarana Símon Sigvaldason, Ragnheiði Harðar- dóttur og Ásmund Helgason. Mál­ ið snýst um þau ummæli Þor­ valdar í þýsku hagfræðitímariti að Jón Steinar hefði komið að því að semja kæru til Hæstaréttar vegna stjórnlagaráðskosninganna en sjálfur var hann dómari við rétt­ inn á þeim tíma. Hanna Birna er byrjuð að gjósa! Þ ví var einhverju sinni hvísl­ að í mín eyru, að heiðarleik­ inn sýndi gáfnafar manna af meiri nákvæmni en allar þær – svokölluðu – gáfulegu kúnst­ ir sem felast í því að geta romsað uppúr sér tilvitnunum, spakmæl­ um, talnarunum og öðru því sem almennt er sagt sýna gáfur manna með hvað gleggstum hætti. Þegar Grikkir lögðu grunn að lýðræði og komu fram með þær hugmyndir sem áttu að bæta manninum stöðu og afkomu í náttúrunni, höfðu þeir í hyggju að gefa hugsjónum réttlætis byr undir báða vængi. Þetta var hið göfuga markmið, jafnvel þótt þeir stunduðu sjálfir þrælahald og kúg­ un kvenna. Grunntónninn var, að hefja vitund mannsins yfir flá­ ræði og skepnuskap; að gefa anda mannsins gildi og gefa samfélagi manna von; að virkja hlutina og virða manninn. Þetta var það sem hugsuðir þess tíma reyndu að koma á framfæri þegar þeir lögðu drög að stjórnmálaumræðu, rökræðulist og öðrum þörfum þjónum viskunnar. En svo gerðist það í aldanna rás, að stjórnmál hættu að snúast um það að virða manninn og virkja hlutina. Reyndin breyttist í sýnd og sýndin varð að reynd; græðgi, hégómi og fals urðu hin ríkjandi öfl og sneru dæminu á hvolf. Hér þótti skyndi­ lega við hæfi að virkja manninn og virða hlutina. Maðurinn, þessi göf­ uga skepna, fékk skyndilega lævísan andstæðing innan eigin raða: stjórn­ málamanninn. Og núna var viskan fólgin í því að geta snúið útúr, geta sýnt kænsku, vera slóttugur, töfra fram hið ómögulega með blekking­ um og búa til skrautlegt safn þykju­ stuleikja og sýndarmennsku. Kjarni málsins er þessi, (og leggið þessi orð vel á minnið, kæru vinir): Þeir sem tóku að sér að stjórna í nafni lýð­ ræðis, vissu að þeir gætu að eilífu stólað á gæsku þeirra, sem af göfug­ lyndi sínu, trúa á mátt visku og rétt­ lætis. Hér ætla ég að leyfa mér þann unaðslega munað að endurtaka um leið og ég vitna í mig: „Þeir sem tóku að sér að stjórna í nafni lýðræðis, vissu að þeir gætu að eilífu stólað á gæsku þeirra, sem af göfuglyndi sínu, trúa á mátt visku og réttlæt­ is.“ Og þetta innbyggða göfuglyndi, þessi endalausa gæska og þetta þol­ gæði sem fær okkur öll til að sætta okkur við það, að núna njóta hlutir virðingar á meðan menn eru virkj­ aðir til verka, ætlar að reynast okkur fótakefli í stað flugþols. n Sem ráðherra má rafta sjá, sem rífast mest á fundum og hafa víst þann háttinn á að hugsa aðeins stundum. Kristján Hreinsson Skáldið skrifar Fjölmiðladólgar Tvisvar hætt Ólafur Stephensen hefur tvisvar hætt á dagblöðum vegna afskipta eigenda af ritstjórn- arlegu sjálfstæði miðlanna sem hann hefur stýrt. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Leiðari A tburðir síðustu daga hjá fjöl­ miðlafyrirtækinu 365 sýna enn og aftur fram á hve um­ hverfi fjölmiðla á Íslandi er frumstætt og hve lítil virðing er borin fyrir ritstjórnarlegu sjálfstæði blaða­ og fréttamanna hjá eigendum sumra stórra fjölmiðla. Kannski seg­ ir þetta frumstæða fjölmiðlaumhverfi okkur meðal annars hvað íslenskt samfélag er að mörgu leyti sjálft frum­ stætt. Auðæfi og vald eru allt; virðing stórra eigenda fjölmiðla fyrir gild­ um eins og ritstjórnarlegu sjálfstæði blaðamanna og mikilvægi þess fyrir umræðuhefð í lýðræðissamfélögum skiptir engu, eða litlu, í samanburði við vilja og frekju þeirra sem eiga fjöl­ miðlana. Ekki þarf að tala mjúklega eða af virðingu um slíka fjölmiðla­ eigendur því þeir hafa fjárfest í fjöl­ miðlum á annarlegum forsendum. Ólafur Stephensen lét af störfum í vikunni sem ritstjóri á stóru íslensku blaði í annað sinn vegna ágreinings við eigendur út af afskiptum af rit­ stjórnarlegu sjálfstæði. Fréttablaðs­ ritstjórinn var áður á Morgunblað­ inu og stýrði því á kannski einu besta skeiði þess í ritstjórnarlegum skiln­ ingi, eftir hrunið 2008 þegar blaðið lenti í fanginu á Íslandsbanka og var tímabundið ekki háð neinu eigenda­ valdi. Svo keyptu stór útgerðarfélög Morgunblaðið um haustið 2009 og Ólafi var ekki vært lengur í starfi af því sjálfstæði ritstjórnar hans var ekki virt af nýju eigendunum. Ólafi var ýtt út, Davíð Oddsson var ráðinn í staðinn; blaðið tapaði þúsundum áskrifenda og var eyðilagt í blaðamannalegum skilningi. Í dag er það málgagn sér­ hagsmunahóps þar sem í bland birt­ ist oft fínt efni um menningu, veiði og annað sem eigendurnir hafa ekki áhuga á og snertir ekki hagsmuni þeirra. Ekki hafa margir íslenskir ritstjórar þurft að yfirgefa blöð tvívegis út af af­ skiptum eigendanna, að minnsta kosti í seinni tíð. En Ólafur er einn þeirra – og kannski sá eini. Segja verð­ ur um Ólaf að hann nýtur nokkurrar virðingar meðal blaðamanna, og hugsanlega stórs hluta almennings, fyrir heilindi og fagmennsku. Ekki síst í ljósi þess hvernig hann hefur nú skilið við tvö dagblöð þar sem af­ skipti eigendanna af ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðlanna hafa orðið of íþyngjandi og sérhagsmunagæslan of römm. Ólafur hefur líklega bara verið kominn með nóg, líkt og lesa mátti í beittum leiðara hans í vikunni, enda hefur ýmislegt gengið á hjá 365 eftir að hann tók við starfinu á Frétta­ blaðinu. Sjálfsagt var uppsögn Ólafs einungis tímaspursmál enda hefur hann staðið með blaðamönnum hjá 365 gegn eigendunum í nokkur skipti. Eitthvert korn hefur svo fyllt mælinn. Örlög Ólafs eru að mínu mati dapur­ leg. Svo var Mikael Torfasyni einnig sagt upp en samkvæmt heimildum úr Skaftahlíðinni hafa þeir Ólafur stað­ ið hlið við hlið um skeið og reynt að verja sjálfstæði ritstjórna fyrirtækis­ ins. Svipaða, en þó ekki alveg sömu, sögu má segja um atburði liðinna daga sem snerta hluthafahóp DV. Nýr hluthafi í blaðinu, Björn Leifsson í World Class, gefur það út að ástæð­ an fyrir fjárfestingu hans sé að koma núverandi ritstjóra, Reyni Trausta­ syni, frá af því hann sé „mannorðs­ morðingi“. „Might makes right“ sagði ítalski stjórnspekingurinn Machia­ velli; eini mælikvarðinn á réttmæti aðgerðar er vald, til dæmis peninga­ vald. Tilgangurinn helgar meðalið. Maður má ef maður á; sá sem á pen­ ing hann má gera það sem hann vill í krafti auðvalds síns, jafnvel þótt það sé svívirða. Þegar litið er á þá staðreynd að Björn Leifsson er skjólstæðingur Sig­ urðar G. Guðjónssonar, lögmanns sem farið hefur fyrir hópi manna sem ætlar sér að reyna að ná yfirhöndinni í hluthafahópi DV á hluthafafundi sem fram fer í dag, þá spyrja menn sig eðlilega að því hvort Björn sé að tala máli allra í hópnum. Er eitt af mark­ miðum yfirtökunnar að reka ritstjór­ ann? Af þessu sést að hugsanlegri uppsögn ritstjórans hlýtur að fylgja óbragð og óþægileg slóð inn í fram­ tíðina. Leggja menn virkilega upp í milljóna fjárfestingar í dagblaði til að reka einn mann? Ætla menn að fjár­ festa fyrir milljónir í fjölmiðli til að eyðileggja hann eða lama til ólífis? Verður DV svo eins og Fréttablaðið þar sem ritstjóri eftir ritstjóra verð­ ur látinn fara, eða hann segir upp, þegar hann skirrist við að framfylgja eigendavaldinu? Hver veit? Sporin og fyrirliggjandi upplýs­ ingar eru satt að segja óþægilegar og boða ekkert gott. Við sjóndeildar­ hringinn glittir sannarlega í ógn við ritstjórnarlegt sjálfstæði DV. En auðvitað vona ég að ég hafi rangt fyrir mér. Á meðan eru aðrir eigendur blaðsins, starfsmenn þess, lesendur og aðrir sem fylgjast með því uggandi og í óvissu með ætlun þessara hluthafa með fjölmiðilinn, alveg eins og starfsmenn fjölmiðla 365 vita nú ekkert hvert fyrirtækið sem þeir vinna hjá stefnir í kjölfarið á nýjustu hreinsununum á ritstjór­ unum. Þeir auðugu aðilar sem kunna ekki að fara almennilega með fé sitt og misnota auð sinn jafnvel til níð­ ingsverka eru kannski réttnefndir auðdólgar. Slíkir menn sem fjárfesta í fjölmiðlum til þess eins að misnota þá og brjóta gegn þeim reglum sem liggja til grundvallar allri réttnefndri fréttamennsku og fjölmiðlun eru þá einnig kannski líka réttnefndir fjöl­ miðladólgar því þeir kunna ekki að eiga fjölmiðla. DV er ekki fullkom­ inn fjölmiðill, frekar en Fréttablaðið, og hefur sannarlega gert sín mistök í gegnum tíðina. En miðlarnir eiga sannarlega ekki skilda slíka mis­ notkun. Með henni er brotið gegn miðlunum sjálfum, starfsmönnum þeirra, lesendum og öllum almenn­ ingi. Inntakið í meginreglum frjálsrar fjölmiðlunar er að ritstjórnir skuli njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis og vera frjálsar og óháðar undan af­ skiptum og oki eigendanna. Því miður virðist landslag íslenskra fjöl­ miðla vera þannig um þessar mund­ ir að margir eigendur fjölmiðla eru fjölmiðladólgar sem ættu að gera eitthvað annað en að vasast í slíkum rekstri af því þeir misbjóða því fagi sem fjölmiðlun og fréttamennska er. Það má þá alltaf reyna fyrir sér í smásölu, verksmiðjuframleiðslu eða útgerðinni þar sem reglurnar og lögmálin eru sannarlega öðru­ vísi. Fjölmiðladólgarnir eru eins og bókaútgefendur sem brenna bækurnar sem þeir prenta eða gall­ eríistar sem eyðileggja bara alltaf málverkin sem þeir fá til sýninga. Við Íslendingar virðumst ennþá vera á járnaldarstiginu þegar kem­ ur að fréttamennsku og fjölmiðlun; fjölmiðlaeigendur bera margir litla sem enga virðingu fyrir faginu líkt og sá sem skemmir almannagæði af eigingjörnum hvötum. n Hún er bara í rúst Ættingi konu sem varð fyrir árás sambýlismanns síns. – DV Tölvupósthólfinu okkar? Hanna Birna Kristjánsdóttir gaf misvísandi svör í Kastljósi. – Kastljós Ég náði þó að segjast elska hana Aron Már missti litlu systur sína í bílslysi. – Blær

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.