Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 29. ágúst–1. september 201452 Fólk
Zooey Deschanel
í Silver Linings
Playbook Leikkonan
Jennifer Lawrence hlaut
Óskarsverðlaunin fyrir
hlutverk sitt sem Tiffani
Maxwell í kvikmyndinni
Silver Linings Playbook. Það
sem fæstir vita er að engu
munaði að New Girl-leikkon-
an Zooey Deschanel hreppti
hlutverkið.
Mennskur
verðlauna-
gripur
Leikkonan Sofia Vergara gekk
fram af mörgum á Emmy-
verðlaunahátíðinni á mánu-
dag þegar hún steig upp á stall,
sem hringsnerist hægt, í þeim
tilgangi að sýna áhorfendum
líkams vöxt sinn á meðan forseti
Sjónvarpsakademíunnar hélt
sína ræðu. Samskiptamiðlar á
borð við Twitter loguðu meðan á
þessu atriði stóð og sögðu flestir
að í því fælist bæði kynjamisrétti
og hlutgerving kvenna. Vergara
sagði sjálf atriðið þvert á móti
sýna að konur gætu verið bæði
kynþokkafullar og haft húmor
fyrir sjálfum sér.
Hlutverkin sem
þær misstu af
Sum hlutverk fylgja leikurum um alla tíð. Þetta eru
hlutverkin sem marka ákveðna stefnu á leiklistarferli
þeirra og eru þeir minntir á persónurnar í nánast hverju
einasta viðtali eða umfjöllun. Eftirfarandi leikkonur
höfnuðu eða rétt misstu af stórum hlutverkum sem
hefðu getað haft afdrifarík áhrif á leikferil þeirra.
Katie Holmes í Orange is the New Black Jenji Kohan,
höfundur vinsælu sjónvarpsþáttaraðarinnar Orange is the New Black, hefur sagt
opinberlega frá því að upphaflega hafi hann viljað leikkonuna Katie Holmes í aðal-
hlutverk þáttanna. „Ég er mikill aðdáandi Holmes. Við hittumst og ræddum um að
hún færi með hlutverk Piper,“ sagði Kohan í viðtali við E!-sjónvarpsstöðina. Engum
datt hins vegar í hug að þættirnir ættu eftir að ná jafnmiklum vinsældum og sagðist
leikkonan vera „upptekin“ í öðrum verkefnum. Taylor Schilling fékk hlutverkið.
Lucy Hale í
50 Shades
of Grey Leik- og
söngkonan Lucy Hale
fór í áheyrnarprufur
fyrir hlutverk Anastasíu
í kvikmyndinni 50
Shades of Grey. „Þetta
var tveggja síðna ein-
ræða um nákvæmlega
það sem maður átti
von á. Mjög óþægilegt,“
sagði hún í viðtali við
MTV. Hlutverkið fór að
lokum til leikkonunnar
Dakotu Johnson.
Gwyneth Paltrow í Titanic
Fáir geta séð fyrir sér einhverja aðra en Kate
Winslet í hlutverki Rose Dewitt í kvikmyndinni
Titanic en Gwyneth Paltrow kom víst sterklega
til greina. Þá var Matthew McConaughey orðaður
við hlutverk Jacks en það fór að lokum til Leonar-
dos DiCaprio.
Jennifer Lawrence í Twilight Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence fór í prufur fyrir hlutverk
Bellu Swan í Twilight-seríunni en eins og flestir vita fór hlutverkið að lokum til leikkonunnar Kristen Stewart. Lawrence hreppti
síðar sitt eigið ævintýrahlutverk þegar hún var fengin til þess að leika Katniss Everdeen úr Hungurleikabókunum.
Kate Winslet í
Bridget Jones‘s
Diary Ótal leikkonur voru
orðaðar við hlutverk Bridget
Jones á sínum tíma. Bresku
leikkonurnar Kate Winslet,
Helena Bonham Carter og Rachel
Weisz komu allar til greina fyrir
hlutverkið en að lokum fór það til
bandarísku leikkonunnar Renee
Zellweger og átti kvikmyndin
eftir að umturna ferli hennar.
Anne Hathaway í Knocked Up
Frumraun Katherine Heigl á hvíta tjaldinu í kvik-
myndinni Knocked Up féll í hendurnar á henni vegna
þess að Anne Hathaway hafði hafnað hlutverkinu. „Ég
hafnaði hlutverkinu í kvikmyndinni því það átti að sýna
píku – ekki mína, einhverrar annarrar,“ sagði Hathaway
á sínum tíma. „Og mér fannst það í raun ekki nauðsyn-
legur hluti af sögunni.“
Líkir sér
við Díönu
prinsessu
Söngvarinn Justin Bieber líkti
sjálfum sér við Díönu prinsessu
heitna eftir að hafa lent í árekstri
við ljósmyndara í vikunni. Bieber
var að keyra rauða Ferrari-bíl-
inn sinn um götur Los Angel-
es síðastliðinn þriðjudag þegar
hann tók eftir því að ljósmyndari
á Prius var að elta hann. Steig
hann fast á bremsuna sem varð
til þess að sá sem elti keyrði aft-
an á hann. Engin meiðsl urðu á
fólki en sportbíll söngvarans varð
fyrir nokkru hnjaski. „Við ættum
að hafa lært af dauða Díönu
prinsessu,“ skrifaði hann meðal
annars á Twitter-síðuna sína um
atvikið.
Elskar að
striplast
Íslandsvinurinn Kit Harington,
sem er best þekktur fyrir hlut-
verk sitt sem Jon Snow í þáttun-
um Game of Thrones, viður-
kenndi það fyrir blaðamanni
People í vikunni að hann væri
sjúkur í nektarsund (e. skinny-
dipping). „Ég veit ekki hvers
vegna, kannski er ég striplingur í
hjarta,“ sagði hann á rauða dregl-
inum á Emmy-verðlaunahátíð-
inni í vikunni. Harington sagðist
yfirleitt stunda þessa iðju sína að
næturlagi en neitaði að gefa upp
staðsetningar þegar hann var
inntur eftir því.