Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 32
Helgarblað 29. ágúst–1. september 201432 Fólk Viðtal Þ orsteinn Bachmann leikari vakti verðskuldaða athygli í sumar fyrir frammistöðu sína í hlutverki Móra í hinni marglofuðu kvik- mynd Vonarstræti. Hann segir við- brögðin hafa komið á óvart – taldi sig jafnvel geta gert betur. Þorsteinn hefur ástríðu fyrir leiklist og leggur mikla áherslu á karaktersköpun og skynjun. Blaðamaður kíkti í heim- sókn til Þorsteins og ræddi við hann um óhefðbundin uppvaxtar- ár, þá ákvörðun að setja kvikmyndir á oddinn, næstu verkefni og frum- legar leiðir hans í leiklist. Blaðamaður, ljósmyndari og við- mælandi mætast í anddyri heimil- is leikarans í gamla Vesturbænum. „Þið verðið að afsaka draslið. Sú litla lætur sér ekki nægja eitt herbergi,“ segir Þorsteinn er við göngum upp þröngan stigagang að íbúðinni sem er á efstu hæð í gömlu steinhúsi á Framnesinu. Hann er að tala um fimm ára dóttur sína, Auði Draumu, sem líkt og flest börn á hennar aldri hefur dreift leikföngum sínum um alla íbúð. Af ummerkjum að dæma er ævintýraheimur stúlkunnar ótak- markaður – leiksviðið allt heimilið. Strákur að vaxa Þegar myndatöku er lokið setjumst við niður inni í stofu með nýlagað kaffi og flóaða mjólk. Nokkrum göt- um vestar eru æskustöðvar Þor- steins en hann bjó fyrstu ár ævi sinnar hjá ömmu sinni að Granda- vegi 4. „Ég sé þangað héðan úr stof- unni,“ segir hann og bendir í vestur- átt. „Mamma var rétt nýorðin átján ára þegar ég fæddist og pabbi bara tvítugur. Við bjuggum því hjá ömmu fyrstu þrjú ár ævi minnar en flutt- um síðan í Fossvoginn. Ég var alltaf mjög mikið hérna á Grandavegin- um. Amma kenndi mér til dæmis að hjóla og gaf mér að borða þegar mamma og pabbi voru að vinna. Hún dekraði alveg svakalega við mig,“ segir Þorsteinn brosandi og nefnir dæmi. „Mér þótti fiskibollur mjög góðar og hún setti alltaf svona tíu bollur á diskinn minn, kartöfl- ur og smjör. Síðan þegar ég var við það að springa, þá kom grautur- inn. Ég varð að sjálfsögðu að klára af diskinum því ég var jú „strákur sem var að vaxa“. Nú er ég kominn vel yfir 190 sentímetrana þannig að hún situr einhvers staðar núna og glottir út í annað. Svo þegar matur- inn var búinn var ég leiddur inn í stofu og sagt að leggja mig. Amma lagði yfir mig teppi og fór síðan og vaskaði upp. Stuttu síðar var ég vak- inn og þá átti ég að spila við hana. Við gátum setið og spilað rommý í marga klukkutíma,“ segir Þorsteinn og það er augljóst að hann hugsar með mikilli hlýju til ömmu sinnar. „Við amma vorum mjög náin. Hún lést þegar ég var í menntaskóla og það var mjög sár söknuður.“ Lekinn dulin blessun Þorsteinn segir þess vegna mjög skrítið að vera kominn aftur vestur „Ég vil hafa innra líf“ Þorsteinn Bachmann leikari vakti verðskuldaða athygli í sumar fyrir frammistöðu sína í hlutverki Móra í hinni marglofuðu kvikmynd Vonarstræti. Hann segir viðbrögðin hafa komið á óvart – taldi sig jafnvel geta gert betur. Þorsteinn hefur ástríðu fyrir leiklist og leggur mikla áherslu á karaktersköpun og skynjun. Blaðamaður kíkti í heimsókn til Þorsteins og ræddi við hann um óhefðbundin uppvaxtarár, þá ákvörðun að setja kvikmyndir á oddinn, næstu verkefni og frumlegar leiðir hans í leiklist. Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Við amma vorum mjög náin Einræn týpa „Mér finnst einveran ekkert leiðinleg. Í raun finnst mér hún bara notaleg.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.