Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Side 46
46 Menning Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 Nýtt lag frá Elízu Heldur tónleika á Ljósanótt Tónlistarkonan Elíza Newman hefur sent frá sér lagið Flösku- skeyti. Lagið er fáanlegt á tonlist. is en það er fyrsta lagið sem fer í spilun af væntanlegri fjórðu breið- skífu söngkonunnar sem Lava- land Records gefur út. Lagið er samið af Elízu og Gísla Kristjáns- syni sem einnig stjórnar upptök- um. Sunnudaginn 7. september mun Elíza halda tónleika á Ljósa- nótt í Reykjanesbæ, nánar tiltekið í Kirkjuvogskirkju í Höfnum en tón- leikarnir hefjast klukkan 16.00. Þar mun Elíza spila ýmis lög af ferlin- um, allt frá Kolrössu til Eyjafjalla- jökuls ásamt því að frumflytja nýja lagið. Aðgangur er ókeypis á tón- leikana en frjáls framlög til styrktar viðhaldi Kirkjuvogskirkju sem varð fyrir umtalsverðu tjóni nýverið. Ragnhildur í Neskirkju Sunnudaginn 31. ágúst verður opnuð í safnaðarheimili Nes- kirkju sýning á verkum listakon- unnar Ragnhildar Stefánsdóttur. Sýningin ber yfirskriftina Skynjun og á henni er að finna þrjú verk: Vox populi, sem er hugleiðing um tunguna, Svo á himni sem á jörðu, sem er um augað, og Innút, sem er um þefskynið. Ragnhildur sem einnig er hómópati er þekkt fyrir að nota ýmsa líkamshluta á óvæntan hátt í verkum sínum en líkaminn er sá efniviður sem hún vinnur helst með. Ragnhild- ur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1981 og stundaði síðan framhaldsnám í Bandaríkjunum, fyrst í Minnea- polis College of Art and Design en síðar í Carnegie-Mellon Uni- versity í Pennsylvaníu. Málar með líkamanum Silja Hinriksdóttir listakona opnar sýninguna Silja Hinriks í Grósku þann 11. september. Sýningin stendur stutt yfir eða til 14. sept- ember en á sýningunni mun Silja sýna verk sem hún hefur unnið að síðastliðið ár. Verkin eru unn- in þannig að Silja notar líkama sinn til þess að koma verkunum á striga. Silja segir líkamsprent leika mikilvægt hlutverk í að kanna hver raunveruleg birtingarmynd kvenlíkamans sé. Reið Er fyrsta frum- sýning á nýju leikári í Borgarleikhúsinu. Mörkin milli konu og hryssu Dansverkið Reið frumsýnt á laugardaginn D ansverkið Reið verður frum- sýnt í Borgarleikhúsinu á laugardaginn klukkan 21.30 en þetta er fyrsta frumsýn- ing nýs leikárs. Um er að ræða nýtt íslenskt dansverk en höfundar þess eru dansararnir og danshöf- undarnir Steinunn Ketilsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Í fréttatilkynningu um sýn- inguna segir að svið stígi „Níu flóknar skepnur. Glæsilegar, ljós- ar yfirlitum, holdugar, loðnar og gljáandi. Dásamlega dramatískar, skapmiklar, villtar og viðkvæmar. Þær eru með tígulegan limaburð, langan háls, sterka leggi, breið bök og mjúkar línur. Þægar en óút- reiknanlegar, varar um sig, þolin- móðar og gáfaðar. Tillitssamar, kærleiksríkar, kynæsandi og kraft- miklar. Þetta eru hraustar, frjóar og geðþekkar gyðjur.“ Í verkinu skoða þær Steinunn og Sveinbjörg mörkin á milli kon- unnar og hryssunnar. Hvernig þær endurspegla hvor aðra en í til- kynningu Borgarleikhússins segir að samlíkingin bjóði upp á margar spaugilegar myndir en geti um leið varpað ljósi á önnur og jafn- vel dekkri málefni lífsins. Kveikt spurningar um eðli náttúrunn- ar og grunnþarfir bæði manna og skepna. Svo sem kærleika, um- hyggju, samstöðu og samkeppni. Jóní Jónsdóttir sér um bún- inga á sýningunni og Andra Gylfa- dóttir um tónlist en dansarar eru þær Díana Rut Kristinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Eydís Rose Vilmundardóttir, Gígja Jónsdótt- ir, Halla Þórðardóttir, Saga Sig- urðardóttir, Snædís Lilja Ingadótt- ir, Valgerður Rúnarsdóttir og Védís Kjartansdóttir. n Roth Bar & Grill í Somerset n Íslenskt yfirbragð á alþjóðlegri listamiðstöð n Roth Bar & Grill „lifur“ Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is L íkt og DV greindi frá fyrr í sumar opnaði Hauser & Wirth-galleríið listamið- stöð í hinu margrómaða landbúnaðarhéraði Somer- set á Englandi. Óhætt er að segja að miðstöðin hafi að hluta sér- íslenskt yfirbragð þar sem Roth- feðgar, Þeir Björn og Oddur, sáu um að smíða og hanna veitinga- stað og bar sem leikur mikilvægt hlutverk í heildarupplifun staðar- ins. Roth-feðgar smíðuðu einnig bókabúð og sitthvað fleira en þeir halda aftur út í september til að smíða verslun sem mun selja vör- ur úr nágrenninu. Samfélagið kemur saman „Þetta er svolítið magnað verkefni, að koma upp þessari listamiðstöð. Þetta hefur víða verið reynt með misjöfnum árangri en þarna sam- tvinnast allt samfélagið við þessa miðstöð sem er í raun miklu meira en bara listamiðstöð,“ segir Björn Roth. „Þarna er stórt gallerí, sýn- ingarsalir, verslanir, veitingastaður og bar. Síðan verður þarna líka kennsluprógramm í gangi í sam- starfi við grunn- og háskóla í ná- grenninu. Í bæjunum Broughton, Bath og Frome sem eru skólabæir. Síðan er þarna mikið af stúdíóum og íbúðum fyrir listamenn. Síðast en ekki síst eru þeir með veitingahús, Roth Bar & Grill, sem við Oddur settum saman. Þeir eru líka með öfluga bókaverslun og núna í lok september erum við að fara að hanna og smíða Farmers Store. Þar verða seldar afurðir út nágrenninu svo sem nautakjöt, hænur og kindur, grænmeti og svo framvegis.“ Lifur í Somerset Til marks um þá forgangsröð og hugsjón sem miðstöðin er byggð á segir Björn að fyrst hafi verið haldin opnun fyrir fólkið í sveitun- um. „Fyrsta opnunin sem var haldin var fyrir fólkið í Broughton og sveitunum í kring og það mættu á bilinu 4.000–5.000 manns. Síð- an var haldin opnun fyrir alþjóða- listasamfélagið,“ en það eru hjónin Iwan og Manuella Wirth sem eru hugmyndasmiðirnir og eigendur Hauser & Wirth-galleríkeðjunnar. „Hauser & Wirth Somerset er því ekki bara listamiðstöð heldur er lögð áhersla á að þarna sé fjöl- breytt dagskrá í gangi. Meðal annars veitingastaður og bar með lifandi músík og uppákomum þar sem nóg er af mat og drykk. Þannig að Roth Bar & Grill er kannski ekki eins og hjarta, heldur lifur staðar- ins.“ n „Roth Bar & Grill er kannski ekki eins og hjarta, heldur lifur staðarins. Oddur sagar þakið af „Við fengum til afnota Toyota- jeppa með við unnum verkið. Þegar konur og fjölskyldan komu fyrir opnunina vantaði okkur stærra faratæki. Þannig að við söguðum þakið af bílnum og breyttum honum í hálfgerða rútu. Pallbíl fyrir 11 manns. Konurnar í hópnum saumuðu svo segl á pallinn úr handgerðum teppum frá Somerset. Bræðurnir (Oddur og Einar) voru snöggir að þessu og það fyndna er að bíllinn fékk nýlega skoðun,“ segir Björn. Mynd BJaRni GRíMSSOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.