Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 46
46 Menning Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 Nýtt lag frá Elízu Heldur tónleika á Ljósanótt Tónlistarkonan Elíza Newman hefur sent frá sér lagið Flösku- skeyti. Lagið er fáanlegt á tonlist. is en það er fyrsta lagið sem fer í spilun af væntanlegri fjórðu breið- skífu söngkonunnar sem Lava- land Records gefur út. Lagið er samið af Elízu og Gísla Kristjáns- syni sem einnig stjórnar upptök- um. Sunnudaginn 7. september mun Elíza halda tónleika á Ljósa- nótt í Reykjanesbæ, nánar tiltekið í Kirkjuvogskirkju í Höfnum en tón- leikarnir hefjast klukkan 16.00. Þar mun Elíza spila ýmis lög af ferlin- um, allt frá Kolrössu til Eyjafjalla- jökuls ásamt því að frumflytja nýja lagið. Aðgangur er ókeypis á tón- leikana en frjáls framlög til styrktar viðhaldi Kirkjuvogskirkju sem varð fyrir umtalsverðu tjóni nýverið. Ragnhildur í Neskirkju Sunnudaginn 31. ágúst verður opnuð í safnaðarheimili Nes- kirkju sýning á verkum listakon- unnar Ragnhildar Stefánsdóttur. Sýningin ber yfirskriftina Skynjun og á henni er að finna þrjú verk: Vox populi, sem er hugleiðing um tunguna, Svo á himni sem á jörðu, sem er um augað, og Innút, sem er um þefskynið. Ragnhildur sem einnig er hómópati er þekkt fyrir að nota ýmsa líkamshluta á óvæntan hátt í verkum sínum en líkaminn er sá efniviður sem hún vinnur helst með. Ragnhild- ur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1981 og stundaði síðan framhaldsnám í Bandaríkjunum, fyrst í Minnea- polis College of Art and Design en síðar í Carnegie-Mellon Uni- versity í Pennsylvaníu. Málar með líkamanum Silja Hinriksdóttir listakona opnar sýninguna Silja Hinriks í Grósku þann 11. september. Sýningin stendur stutt yfir eða til 14. sept- ember en á sýningunni mun Silja sýna verk sem hún hefur unnið að síðastliðið ár. Verkin eru unn- in þannig að Silja notar líkama sinn til þess að koma verkunum á striga. Silja segir líkamsprent leika mikilvægt hlutverk í að kanna hver raunveruleg birtingarmynd kvenlíkamans sé. Reið Er fyrsta frum- sýning á nýju leikári í Borgarleikhúsinu. Mörkin milli konu og hryssu Dansverkið Reið frumsýnt á laugardaginn D ansverkið Reið verður frum- sýnt í Borgarleikhúsinu á laugardaginn klukkan 21.30 en þetta er fyrsta frumsýn- ing nýs leikárs. Um er að ræða nýtt íslenskt dansverk en höfundar þess eru dansararnir og danshöf- undarnir Steinunn Ketilsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Í fréttatilkynningu um sýn- inguna segir að svið stígi „Níu flóknar skepnur. Glæsilegar, ljós- ar yfirlitum, holdugar, loðnar og gljáandi. Dásamlega dramatískar, skapmiklar, villtar og viðkvæmar. Þær eru með tígulegan limaburð, langan háls, sterka leggi, breið bök og mjúkar línur. Þægar en óút- reiknanlegar, varar um sig, þolin- móðar og gáfaðar. Tillitssamar, kærleiksríkar, kynæsandi og kraft- miklar. Þetta eru hraustar, frjóar og geðþekkar gyðjur.“ Í verkinu skoða þær Steinunn og Sveinbjörg mörkin á milli kon- unnar og hryssunnar. Hvernig þær endurspegla hvor aðra en í til- kynningu Borgarleikhússins segir að samlíkingin bjóði upp á margar spaugilegar myndir en geti um leið varpað ljósi á önnur og jafn- vel dekkri málefni lífsins. Kveikt spurningar um eðli náttúrunn- ar og grunnþarfir bæði manna og skepna. Svo sem kærleika, um- hyggju, samstöðu og samkeppni. Jóní Jónsdóttir sér um bún- inga á sýningunni og Andra Gylfa- dóttir um tónlist en dansarar eru þær Díana Rut Kristinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Eydís Rose Vilmundardóttir, Gígja Jónsdótt- ir, Halla Þórðardóttir, Saga Sig- urðardóttir, Snædís Lilja Ingadótt- ir, Valgerður Rúnarsdóttir og Védís Kjartansdóttir. n Roth Bar & Grill í Somerset n Íslenskt yfirbragð á alþjóðlegri listamiðstöð n Roth Bar & Grill „lifur“ Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is L íkt og DV greindi frá fyrr í sumar opnaði Hauser & Wirth-galleríið listamið- stöð í hinu margrómaða landbúnaðarhéraði Somer- set á Englandi. Óhætt er að segja að miðstöðin hafi að hluta sér- íslenskt yfirbragð þar sem Roth- feðgar, Þeir Björn og Oddur, sáu um að smíða og hanna veitinga- stað og bar sem leikur mikilvægt hlutverk í heildarupplifun staðar- ins. Roth-feðgar smíðuðu einnig bókabúð og sitthvað fleira en þeir halda aftur út í september til að smíða verslun sem mun selja vör- ur úr nágrenninu. Samfélagið kemur saman „Þetta er svolítið magnað verkefni, að koma upp þessari listamiðstöð. Þetta hefur víða verið reynt með misjöfnum árangri en þarna sam- tvinnast allt samfélagið við þessa miðstöð sem er í raun miklu meira en bara listamiðstöð,“ segir Björn Roth. „Þarna er stórt gallerí, sýn- ingarsalir, verslanir, veitingastaður og bar. Síðan verður þarna líka kennsluprógramm í gangi í sam- starfi við grunn- og háskóla í ná- grenninu. Í bæjunum Broughton, Bath og Frome sem eru skólabæir. Síðan er þarna mikið af stúdíóum og íbúðum fyrir listamenn. Síðast en ekki síst eru þeir með veitingahús, Roth Bar & Grill, sem við Oddur settum saman. Þeir eru líka með öfluga bókaverslun og núna í lok september erum við að fara að hanna og smíða Farmers Store. Þar verða seldar afurðir út nágrenninu svo sem nautakjöt, hænur og kindur, grænmeti og svo framvegis.“ Lifur í Somerset Til marks um þá forgangsröð og hugsjón sem miðstöðin er byggð á segir Björn að fyrst hafi verið haldin opnun fyrir fólkið í sveitun- um. „Fyrsta opnunin sem var haldin var fyrir fólkið í Broughton og sveitunum í kring og það mættu á bilinu 4.000–5.000 manns. Síð- an var haldin opnun fyrir alþjóða- listasamfélagið,“ en það eru hjónin Iwan og Manuella Wirth sem eru hugmyndasmiðirnir og eigendur Hauser & Wirth-galleríkeðjunnar. „Hauser & Wirth Somerset er því ekki bara listamiðstöð heldur er lögð áhersla á að þarna sé fjöl- breytt dagskrá í gangi. Meðal annars veitingastaður og bar með lifandi músík og uppákomum þar sem nóg er af mat og drykk. Þannig að Roth Bar & Grill er kannski ekki eins og hjarta, heldur lifur staðar- ins.“ n „Roth Bar & Grill er kannski ekki eins og hjarta, heldur lifur staðarins. Oddur sagar þakið af „Við fengum til afnota Toyota- jeppa með við unnum verkið. Þegar konur og fjölskyldan komu fyrir opnunina vantaði okkur stærra faratæki. Þannig að við söguðum þakið af bílnum og breyttum honum í hálfgerða rútu. Pallbíl fyrir 11 manns. Konurnar í hópnum saumuðu svo segl á pallinn úr handgerðum teppum frá Somerset. Bræðurnir (Oddur og Einar) voru snöggir að þessu og það fyndna er að bíllinn fékk nýlega skoðun,“ segir Björn. Mynd BJaRni GRíMSSOn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.