Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 43
Lífsstíll 43Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 Hvað er í tísku í haust? n Gráir tónar, strigaskór og veglegar ullarpeysur á meðal þess sem verður heitt í hausttískunni n Almynstruð föt á undanhaldi hjá strákunum Þ að sem hefur gerst í tísku- heiminum undanfarin ár er að einfaldleiki og gæði eru í fyrirrúmi hjá flestum hönnuðum og vörumerkjum,“ segir Sindri Snær Jensson sem á næstu dögum opnar herrafata- verslunina Húrra Reykjavík. Hann segir almynstruð föt vera á undan- haldi en þau muni þó áfram sjást inn á milli. „Enda væri ekki mikið varið í að allur fatnaður væri ein- litur eða án mynsturs. Hvíti litur- inn mun tröllríða öllu í vetur og ná svo hámarki næsta vor/sumar. Til að mynda stelpur í hvítum sam- festingi eða fallegri hvítri kápu eða leðurjakka, það myndi gleðja mig mikið að sjá,“ segir Sindri. „Eitt stærsta „trendið“ í haust ef svo má að orði komast er tví- mælalaust höfuðfatnaður, þá bæði hjá körlum og konum. Stelpur með hatta geta heillað mig upp úr skónum ef útfærslan er rétt. Karl- menn eru svo líka í auknum mæli með derhúfur, hatta og „Bucket hats“. Það er hins vegar mjög fín lína fyrir það hvenær derhúfa er falleg og snyrtileg og hins þegar hún er einfaldlega krakkaleg og ekki fyrir fullorðna menn til að hafa á hausnum,“ segir hann. Hann segir að buxnasniðin séu að verða bæði víðari og styttri en þau hafi verið undanfarið. „Svo- kallaðar „Cropped pants“ hafa verið að ryðja sér til rúms hjá báðum kynj- um og sést þá aðeins í ökklann. „Skinny fit“-buxur eru sömu- leiðis á undan- haldi og eru sniðin meira „Slim“ og „Slim-Straight“. Þá er mittis- hæðin sem bet- ur fer einnig að hækka og eiga buxur að sitja vel yfir rassin- um,“ segir Sindri. Hann segir striga- skó verða áfram vinsæla. „Strigaskór eru orðnir heilsársvara og verða mjög sterk- ir í haust/vetur þó veðurfar á Ís- landi sé ekki alltaf það besta sem á verður kosið. Fólk er farið að leggja meiri áherslu á vandaðan skóbúnað og er tilbúið að fjárfesta í dýrari og eigulegri skóm en áður, þá sérstaklega karlmenn, það þyk- ir mér framför og mikið gleðiefni,“ segir hann. Þ að er rosalega mikið í gangi í tískunni núna og því kannski ekki beint eitthvað eitt sem ég get sagt að sé það allra heitasta. Síðar peysur og kápur verða klárlega málið í haust, og stór þykkur ullartrefill við,“ segir Sylvía Clothier Rúdólfsdóttir, rekstrarstjóri hjá NTC verslunarkeðjunni. Leggings hafa verið vinsæl undan- farin ár, þykja enda afar þægileg en Sylvía segir þau vera detta út. „Leggings og sokkabuxur eru nánast alveg búnar og í haust munum við sjá mikið af galla- og leðurbuxum. Úrvalið af flottum gallabuxum hefur sjaldan verið eins mikið og akkúrat núna hjá okkur í Gallerí 17, áfram munum við sjá rifnar gallabuxur en það er líka mikil áhersla lögð á flotta þvotta,“ segir hún. Leðurjakkar hafa verið vinsælir undanfarin ár og segir Sylvía enga breytingu verða þar á. „Leður biker-jakki er mjög heitt „trend í haust, og þá líka leðurjakkar með sýnilegu loðfóðri. Svart og hvítt verða áfram heitustu litirnir í haust, þó mun blátt, grátt og ljósbleikt líka vera sýnileg,“ segir hún. Leggings út – buxur inn Einfaldleiki og gæði Heitt Hattar, stórar yfirhafnir, minni buxnasídd en hefur verið og strigaskór. Biker-jakkar Svokallaðar biker-jakkar verða áfram vinsælir. Isabel Marant Isabel Marant Stella MacCartney ZARA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.