Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Mýta að konur leiti uppi ofbeldismenn n Bera ekki ofbeldishneigðina utan á sér n Ekki bara „ruddalegir karlar“ S umir halda því fram að kon- ur leiti uppi ofbeldismenn. En í rauninni geta þær það ekki, jafnvel þótt þær ætluðu sé það. Þetta er fullyrðing sem stenst ekki, maður veit nefni- lega ekkert hverjir þeir eru,“ segir Sig- þrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfs- ins. Hún segir heimilisofbeldi yfir- leitt gerjast hægt og rólega. Það sé því oft mjög lúmskt. „Það er ekki eins og þessir menn stökkvi á konur á fyrsta stefnumóti, lemji þær, skeri eða nauðgi. Það yrði aldrei úr því náið samband. Þetta gerist svo lúmskt og smátt og smátt.“ Ættingjum oft mjög brugðið Í DV á þriðjudag var sögð saga 22 ára stúlku sem varð fyrir fólsku- legri árás af hendi sambýlismanns síns nú í sumar, en hann stakk hana meðal annars ítrekað með hnífum. Í ljós kom eftir atvikið að hann hafði áður sýnt af sér ofbeldisfulla hegð- un í hennar garð, án þess að nokkur vissi af því. En Sigþrúður segir algengt að heimilisofbeldi fari leynt og því sé ættingjum oft mjög brugðið þegar það kemur upp á yfirborðið með svo alvarlegum hætti. Sjáum fyrir okkur ákveðna týpu Stúlkan og sambýlismaður hennar voru reglufólk og bæði í háskóla- námi. Ættingjar stúlkunnar vissu ekki til þess að maðurinn ætti sögu um ofbeldi og hann bar það ekki utan á sér að hann væri ofbeldismaður. Ætt- ingi stúlkunnar, sem DV ræddi við, lýsti honum sem feimnum strák. „Við heyrum oft svona sögur. Það er engin óregla og ofbeldismaðurinn lemur ekki fólk á barnum eða lendir í pústr- um hér og þar. Oft er þetta bara hinn venjulegasti og elskulegasti maður, að öllu jöfnu,“ segir Sigþrúður. Hún segir það oft gera málin erfið, enda ekki hlaupið að því að koma auga á ofbeldismennina. „Við sjáum oft fyrir okkur ákveðna týpu þegar við tölum um ofbeldismenn, ruddalega karla. En vandinn er sá að oftast sést ekkert þess háttar.“ Heyrir alltaf eitthvað verra Aðspurð hvort algengt sé að konur sem leiti í athvarfið hafi orðið fyrir alvarlegum líkamsárásum af hendi eiginmanns eða sambýlismanns, seg- ir Sigþrúður mörg dæmi um það. En um 60 prósent kvennanna hafa hlot- ið líkamlega áverka í sambandinu. „Sumar konur sem koma til okkar hafa aldrei verið beittar líkamlegu of- beldi, en stærstur hluti hefur það þó. Það getur verið allt frá marblettum og litlum rispum upp í beinbrot, afrifið hár, brunabletti og skurði. Það er allur skalinn. Stundum hugsa ég með mér, þegar ég heyri sérlega viðbjóðslegar sögur, að nú sé ég búin að heyra allt það versta og ekkert komi mér á óvart lengur, en svo heyri ég alltaf eitthvað nýtt, því miður.“ „Karlinn stjórnar á heimilinu“ Sigþrúður segir ýmsar kenningar uppi um það af hverju sumir karl- menn sýni eingöngu ofbeldisfulla hegðun inni á heimilinu sínu. Heim- ilisofbeldi sé þó flókið fyrirbæri sem ekki verði útskýrt á auðveldan hátt. Kenningar um kynjaójafnvægi eru þó háværar hvað það varðar. „Það er þessi þrautseiga mýta að karlmenn eigi konurnar sínar og þeim beri að hlýða. Karlinn stjórnar á heimilinu.“ Þá er önnur kenning sú að karlmaður óttist að missa konuna sína og hann reyni að halda henni hjá sér með því að beita ofbeldi. „Þá erum við að tala um niðurbrot. Konunni er talin trú um enginn annar muni nokkurn tíma vilja hana. Hún sé bara heppin að eiga einhvern mann og muni aldrei geta staðið á eigin fótum.“ Konur biðjast afsökunar Úrræðið Karlar til ábyrgðar er fyrir karlmenn sem beita heimilisofbeldi og hefur, að sögn Sigþrúðar, gefið góða raun. Vandamálið er þó hve fáir nýta sér það. Enda eiga ofbeldis- menn oft erfitt með að horfast í augu við vandann. „Við sjáum það til dæm- is á konunum sem koma til okkar að margar þeirra líta ekki svo á að þær búi við ofbeldi, þó að allir sem þekki til viti að þær geri það. Þær biðjast stundum afsökunar á því að vera að koma. Þetta sé nú varla rétti staður- inn fyrir þær. En svo segja þær skelfi- legar sögur af ofbeldi. Maður ímynd- ar sér því að ofbeldismennirnir líti ekki síður á það þannig, að þetta sé ekki ofbeldi sem sé í gangi á heimil- inu.“ Sigþrúður segir þó til dæmi um það að menn hafi lært að stýra hegð- un sinni og breyta viðhorfum þannig að þeir hafi hætt að beita ofbeldi. „En stundum horfum við á eftir konum fara aftur heim í óvarið umhverfi og við beinlínis óttumst um líf þeirra.“ n „Stundum hugsa ég með mér, þegar ég heyri sérlega viðbjóðs- legar sögur, að nú sé ég búin að heyra allt það versta og ekkert komi mér á óvart lengur, en svo heyri ég alltaf eitthvað nýtt, því miður. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Sér margt ljótt Sigþrúður heldur oft að hún hafi séð og heyrt allt það versta, en þá kemur eitthvað nýtt. Mynd RóbeRt ReyniSSon Heimilisofbeldi Sigþrúður segir gerendur heimilis­ ofbeldis oft venju­ lega og elskulega menn. Mynd SHutteRStocK Atvinnuleysi er 3,3 prósent Samkvæmt vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofu Íslands voru í júlí 2014 að jafnaði 195.500 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 189.200 starfandi og 6.400 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnu- þátttaka mældist 84,9 prósent, hlutfall starfandi 82,1 prósent og atvinnuleysi var 3,3 prósent. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstof- an birti á fimmtudag. Samanburð- ur mælinga í júlí 2013 og 2014 sýnir að atvinnuþátttaka jókst um 0,9 prósentustig og hlutfall starf- andi jókst um 1,1 stig. Hlutfall atvinnulausra minnkaði á sama tíma um 0,4 prósentustig. Í júlí 2014 var atvinnuleysi á meðal 16– 24 ára 4,6 prósent á meðan það var 3 prósent hjá 25 ára og eldri. Banvæn flensa Svínaflensa, ættuð frá Afríku, er að brjóta sér leið úr austri til æ fleiri Evrópulanda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvæla- stofnun. Þar segir að um sé að ræða alvarlegan sjúkdóm í svín- um, sem í flestum tilvikum valdi dauða. Sjúkdómurinn smitast ekki yfir í önnur dýr eða menn, en getur smitast með margvís- legum hætti á milli landa; svo sem með sæði, hráu kjöti af sýkt- um dýrum, farartækjum, búnaði, fatnaði og fleiru. „Smitdreifing til nýrra landa er oftast rakin til matvæla og lifandi svína.“ Sjúk- dómurinn hefur verið landlægur í Rússlandi í sjö ár en hefur dreifst til nokkurra nágrannaríkja. Mat- vælastofnun hvetur fólk til að taka ekki með sér hrátt eða illa með- höndlað svínakjöt til Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.