Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 29. ágúst–1. september 201442 Lífsstíll Hvað er í tísku í haust? n Gráir tónar, strigaskór og veglegar ullarpeysur á meðal þess sem verður heitt í hausttískunni n Almynstruð föt á undanhaldi hjá strákunum M ér fannst vera mest áber- andi úti í París prjónaföt frá toppi til táar, prjóna- buxur, peysur og kjól- ar. Mér fannst síðan „shearling“ og „sheepskin“ úti um allt,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir fata- hönnunarnemi sem skrifar einnig um tísku á vefsíðunni Króm.is. Manuela var á tískuvikunni í París þegar haustlínur allra helstu tísku- húsanna voru kynntar og hefur því nokkra yfirsýn yfir það sem var allavega að slá í gegn á tískupöll- unum. Hún segir liti haustsins vera gráa, kamelbrúna og „nude“. Sniðin segir hún vera allavega, bæði í yfirstærð (e. oversized) eins og hefur verið mikið undanfarið en líka glittir í áhrif frá sjötta ára- tug síðustu aldar auk þess sem „retro“ mynstur verða áberandi. „Annars held ég að við munum sjá mikil næntís áhrif í tískunni hérna heima. Einfalt og afslappað,“ seg- ir Manuela. Þegar kemur að skó- tískunni segist Manuela halda að strigaskór verði áfram vinsælir. „Mér fannst frábært að Chanel var með módelin í strigaskóm. Það hentar mér og ég vona að striga- skór haldi áfram að vera í tísku.“ „Einfalt og afslappað“ Veglegar ullarpeysur hlýja E itt af mest áberandi „trendum“ fyrir haustið eru þægilegar og veglegar ullarpeysur í nátt- úrulegum tónum. Peysur sem við vefjum okkur inn í sem yfirhafnir í kuldanum. Klæð- um okkur í þær við kvenlegar skyrtur og beinar buxur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari. Hún segir náttúrlega liti verða áberandi í haust- tískunni í bland við svart og hvítt. „Það verða nátt- úrulegir tónar, „nude“, grátt og brúnt við hvítt og svart,“ segir Elísabet. Nú er sumarið senn á enda og rútínan tekin við. Það dimmir fyrr á kvöldin og haustið stimplar sig inn. Haustinu fylgja nýir straumar og stefnur í tískunni. DV spurði nokkra tískuþenkjandi einstaklinga út í það hvað þeir telji verða heitast í hausttískunni. Grár Er málið í haust. Biker-jakki Úr H&M. Þeir verða vinsælir í haust. „Nude“ og kamelbrúnt Verða vinsælir litir í haust. Þessi jakki er úr H&M. Strigaskór Verða áfram vinsælir í haust. ACNE ZARA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.