Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Page 42
Helgarblað 29. ágúst–1. september 201442 Lífsstíll Hvað er í tísku í haust? n Gráir tónar, strigaskór og veglegar ullarpeysur á meðal þess sem verður heitt í hausttískunni n Almynstruð föt á undanhaldi hjá strákunum M ér fannst vera mest áber- andi úti í París prjónaföt frá toppi til táar, prjóna- buxur, peysur og kjól- ar. Mér fannst síðan „shearling“ og „sheepskin“ úti um allt,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir fata- hönnunarnemi sem skrifar einnig um tísku á vefsíðunni Króm.is. Manuela var á tískuvikunni í París þegar haustlínur allra helstu tísku- húsanna voru kynntar og hefur því nokkra yfirsýn yfir það sem var allavega að slá í gegn á tískupöll- unum. Hún segir liti haustsins vera gráa, kamelbrúna og „nude“. Sniðin segir hún vera allavega, bæði í yfirstærð (e. oversized) eins og hefur verið mikið undanfarið en líka glittir í áhrif frá sjötta ára- tug síðustu aldar auk þess sem „retro“ mynstur verða áberandi. „Annars held ég að við munum sjá mikil næntís áhrif í tískunni hérna heima. Einfalt og afslappað,“ seg- ir Manuela. Þegar kemur að skó- tískunni segist Manuela halda að strigaskór verði áfram vinsælir. „Mér fannst frábært að Chanel var með módelin í strigaskóm. Það hentar mér og ég vona að striga- skór haldi áfram að vera í tísku.“ „Einfalt og afslappað“ Veglegar ullarpeysur hlýja E itt af mest áberandi „trendum“ fyrir haustið eru þægilegar og veglegar ullarpeysur í nátt- úrulegum tónum. Peysur sem við vefjum okkur inn í sem yfirhafnir í kuldanum. Klæð- um okkur í þær við kvenlegar skyrtur og beinar buxur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari. Hún segir náttúrlega liti verða áberandi í haust- tískunni í bland við svart og hvítt. „Það verða nátt- úrulegir tónar, „nude“, grátt og brúnt við hvítt og svart,“ segir Elísabet. Nú er sumarið senn á enda og rútínan tekin við. Það dimmir fyrr á kvöldin og haustið stimplar sig inn. Haustinu fylgja nýir straumar og stefnur í tískunni. DV spurði nokkra tískuþenkjandi einstaklinga út í það hvað þeir telji verða heitast í hausttískunni. Grár Er málið í haust. Biker-jakki Úr H&M. Þeir verða vinsælir í haust. „Nude“ og kamelbrúnt Verða vinsælir litir í haust. Þessi jakki er úr H&M. Strigaskór Verða áfram vinsælir í haust. ACNE ZARA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.