Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 Fjölbreyttar vörur í öllum litum fyrir bæjarhátíðina! FAXAFEN 11 • 108 REykjAvík • 534-0534 Stofnandi eineltissamtaka grunaður um kynferðisbrot Jóhannes Óli er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur drengjum 3 2 ára karlmaður sem nú situr í gæsluvarðhaldi á Akur­ eyri vegna gruns um kyn­ ferðisbrot gegn tveimur átta ára drengjum um miðjan ágúst, er stofnandi eineltissamtak­ anna Sólskinsbarna, Jóhannes Óli Ragnarsson. Hann er einnig skráð­ ur formaður samtakanna. Jóhann­ es var upphaflega úrskurðaður í gæsluvarðhald í átta daga, en síðast­ liðinn föstudag var gæsluvarðhaldið framlengt til 19. september á grund­ velli almannahagsmuna. Drengirn­ ir tveir, sem hann er grunaður um að hafa brotið gegn, eru vinir. Sam­ kvæmt heimildum DV voru þeir að leik og spörkuðu óvart bolta í bíl við fjölbýlishús í Brekkunni á Akureyri. Jóhannes kom þá aðvífandi og setti drengjunum afarkosti, annaðhvort myndi hann hringja á lögregluna eða þeir kæmu með honum upp í íbúðina hans. Grunaður um rassskellingar og kynferðisbrot Að sögn Gunnars Jóhannsson­ ar, lögreglufulltrúa á Akureyri, fylgdu drengirnir Jóhannesi upp í íbúðina, en þar er hann grun­ aður um að hafa rassskellt þá og brotið gegn þeim kynferðislega. Drengirnir sögðu foreldrum sín­ um frá atvikinu, sem í kjölfarið til­ kynntu það til lögreglu. Jóhann­ es tengist drengjunum ekki með neinum hætti og aðeins er um að ræða þetta eina tilvik. Gunnar segir málið enn í rannsókn og að henni miði vel. „Málið verður svo sent ríkissaksóknara innan tíðar og þar verður tekin ákvörðun um ákæru.“ Aðspurður hvort mál sem fari til ríkissaksóknara séu ekki líkleg til ákæru, segir Gunnar: „Oftast nær, en ekki alltaf. Öll kynferðisbrotamál eru send til ríkis saksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákært er í málinu eða það látið niður falla.“ Lenti í slæmu einelti Þegar samtökin Sólskinsbörn voru formlega stofnuð fyrir ári kom Jó­ hannes fram í DV og lýsti erfiðri reynslu sinni af einelti. Það byrjaði í fyrstu sem saklaus stríðni en ágerð­ ist mikið á fyrstu árum hans í grunn­ skóla. „Í frímínútum vildi enginn neitt með mig hafa, mér var strítt og ég var niðurlægður,“ sagði Jóhannes í DV. „Í tímum var allt gert til þess að gera mig að skít og gert var lítið úr öllu sem ég gerði eða sagði. Þetta gekk á bæði inni í kennslustofunni meðan á tímum stóð og líka eftir þá. Í leikfimi var ég sleginn með blautu handklæði á rassinn.“ Eftir fimmta bekk var hann hins vegar fluttur í annan skóla vegna eineltis­ ins og sagði hann það hafa bjargað sér. Hann var engu að síður ósáttur við að hann, fórnarlambið, hafi ver­ ið flutt í annan skóla á meðan ger­ endurnir héldu sínu striki í gamla skólanum. Höfuðstöðvar á Akureyri Með stofnun Sólskinsbarna vildi Jóhannes vekja fólk til umhugsunar um alvarleika eineltis og afleiðingar þess. Markmiðið var að vera með fræðslu í skólum og fyrirtækjum, reyna að vinna gegn einelti og veita upplýsingar og ráðgjöf til þeirra sem þurftu á hjálp að halda. Sam­ kvæmt Facebook­síðu Sólskins­ barna starfa samtökin á landsvísu en eru með höfuðstöðvar á Akur­ eyri. Blaðamaður náði tali af öðrum stjórnarmanni í félaginu sem sagði samtökin lítið sem ekkert virk. Þá hafði stjórnarmaðurinn ekki heyrt af meintum brotum formannsins og vildi því ekki tjá sig um málið. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Í gæsluvarðhaldi Jóhannes Óli er grunaður um að hafa brotið kyn- ferðislega gegn tveimur átta ára drengjum. „Öll kynferðisbrota- mál eru send til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákært er í málinu eða það látið niður falla. 62.000 vilja niðurfærslu n Loka fyrir umsóknir næsta mánudag n Greiðslum lýkur á 3 mánuðum M ánudagurinn næstkom­ andi, 1. september, er síð­ asti umsóknardagur fyrir leiðréttingu húsnæðislána, en þeir sem sækja ekki um áður en umsóknarfresturinn rennur út geta ekki nýtt sér leiðréttingarleið ríkis­ stjórnarinnar. Ríkisstjórnin leggur til 80 milljarða til verkefnisins, sem greiddir eru af ríkissjóði með skatt­ tekjum sem dreifast yfir fjögur ár. Opnað var fyrir umsóknir um leiðréttingu lána í maí síðastliðn­ um. Skráning var mjög fljót að taka við sér og á aðeins nokkrum dögum höfðu yfir þrjátíu þúsund heimili sótt um leiðréttingu. Umsóknarferlið hefur að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, verk­ efnisstjóra um framkvæmd höfuð­ stólslækkunar íbúðalána, gengið vel. Hann segir að mikið af umsóknum hafi borist síðustu daga, en í heild telur Tryggvi að um 62.000 umsókn­ ir um niðurfærslu á húsnæðislánum hafi borist. Aðspurður hvenær fólk megi búast við því að sjá útreikninga segir Tryggvi að áætlað sé að birta þá um­ sækjendum í byrjun október. „Nú tekur við þetta tímabil þar sem þarf að reikna þetta allt saman út og fara yfir allar umsóknir og annað slíkt. Við áætlum að það taki einhverjar vikur.“ Hann segir að samkvæmt lögum hafi fólk allt að þremur mánuðum til að samþykkja útreikninga, þannig að það gæti liðið lengri tími þar til að fólk fái leiðréttinguna greidda. „En við áætlum að flestir muni sam­ þykkja þetta fljótlega. Þá sjáum við fyrir okkur að þetta fari inn á lánið í nóvember, eitthvað svoleiðis,“ segir Tryggvi að lokum. n jonsteinar@dv.is Hótaði að stökkva í sjóinn Rétt fyrir miðnætti á miðviku­ dag handtók lögreglan á höfuð­ borgarsvæðinu erlendan karl­ mann í Sundahöfn. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn hótaði að stökkva í sjóinn þegar lögreglan hafði af­ skipti af honum. Í dagbókinni kemur fram að Skógarfoss, skip Eimskipafélagsins, hafi verið að leggja úr höfn þegar lögreglan kom á vettvang. Brotaþoli er einhverfur Pilturinn sem Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður er ákærður fyrir að nafngreina í Facebook­samskiptum við vin sinn, þann 20. ágúst 2012 síðast­ liðinn, er einhverfur. Pilturinn var þrettán ára þegar hann skall­ aði Gunnar og hrækti á hann, en Gunnar er ákærður fyrir hegn­ ingarlagabrot fyrir að nafngreina piltinn og fyrir að segja frá því hvers vegna hann hafði afskipti af piltinum sem lögreglumaður. Einnig er Gunnar, sem kunn­ ugt er, ákærður fyrir að fletta upp nöfnum tuga kvenna í LÖKE­kerfi ríkislögreglustjóra, en er frávís­ unarkrafa í málinu var tekin fyrir á fimmtudag kom í ljós að hann var lögreglumaður á vettvangi í máli fjögurra kvenna, og því var ákærunni breytt og nær nú til 41 konu. Meint brot áttu sér stað á tímabilinu 7. október 2007 til 16. nóvember 2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.