Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 29
Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 Fólk Viðtal 29 Lára og rifjar upp daginn örlaga- ríka, 13. maí 2010. „Bróðir okkar skutlaði henni til að ná í nýja hjól- ið og hún skildi hjálminn sinn óvart eftir í sínum bíl. Við vitum ekki ná- kvæmlega hvað gerðist, þetta var glænýtt hjól og það gæti verið að hún hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað bremsurnar eru góðar,“ segir Lára. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Ég hringdi í hana fimm mínútur í eitt og þá sagði hún mér að hún væri að leggja af stað heim. Svo hringdi ég aftur og þá svaraði hún mér ekki,“ segir Anna Margrét og tekur fram að hún sé mjög óþolinmóð og systir hennar tekur undir það. „Ég hringi síðan aftur fimm mínútur yfir eitt og þá svarar læknirinn á spítalan- um mér,“ segir hún. „Það komu tveir menn að henni mjög stuttu eftir að þetta gerðist og hringdu á sjúkrabíl,“ segir Lára. Ástandið alvarlegt Margrét hafði slasast alvarlega og var meðvitundarlaus. „Ég hélt að þetta væri einhver mjög ófyndinn brandari hjá eiginmanni vinkonu mömmu en svo var ekki. Ég hljóp beint inn til Láru og svo yfir til bróður míns og við fórum upp eft- ir,“ segir Anna Margrét. Þegar upp á spítala var komið var móðir þeirra í aðgerð og þau biðu þess að fá að hitta hana. Læknirinn gerði þeim grein fyrir því að ástandið væri alvarlegt. Um klukkan sex um morguninn fengu þau að sjá hana og var mjög brugð- ið enda var hún gríðarlega bólgin eftir fallið. „Það var mjög skrýtið að sjá hana þarna um morguninn. Hún lá bara þarna og með alls konar tæki í kringum sig,“ segir Anna Margrét og tekur upp litla bók á borðinu. „Eins og hún er hérna á myndinni,“ segir hún, opnar bókina og bendir á mynd á fyrstu síðu hennar. „Þetta er allt hérna, öll sagan,“ segir Lára. Í bókinni er að finna sjúkrasöguna frá byrjun, hand- skrifaðar minningar, myndir og frásagnir en það var Ragga systir Margrétar sem gerði bókina. Þar eru fallegar handteiknaðar mynd- ir og sjúkrasagan öll. Fjölskyld- an hefur staðið þétt saman í þessu öllu saman. „Við erum orðin mun nánari. Það voru alltaf allir hérna eftir þetta,“ segir Lára. „Systkini mömmu og amma og afi.“ Opnaði allt í einu augun Margrét var í dái í um heilan mánuð og alls óvíst hvort hún myndi vakna úr dáinu eða hvert ástand hennar yrði ef hún vaknaði. Í aðgerðinni sem hún fór í eftir slysið var höfuð- kúpan opnuð til þess að tappa blóði af heilanum. Í framhaldi af því var henni haldið sofandi í nokkrar vik- ur og líkami hennar kældur nið- ur og líkamsstarfsemi haldið í lág- marki til þess að reyna að draga úr heilabjúg sem myndaðist eftir höggið. Hluti höfuðkúpu hennar var svo fjarlægður en settur aftur á þegar mestu bólgurnar í heilanum höfðu hjaðnað. Þessar vikur á spítalanum voru fjölskyldunni erfiðar. „Við vor- um meira og minna bara uppi á spítala,“ segir Lára. „Við vissum ekk- ert hvað yrði. Læknirinn var nýbú- inn að segja við okkur að það væri líklegt að hún myndi aldrei vakna úr dáinu. Þá allt í einu opnaði hún augun, síðan byrjaði hún að lyfta augabrúnunum,“ segir Anna Mar- grét brosandi yfir minningunni. Heldur að kettir hafi hlaupið fyrir sig „Síðan var hún bara allt í einu far- in að tala, ég man þegar hún sagði heila setningu við mig. Þá var hún komin á Grensás,“ segir Lára og í því kemur móðir þeirra inn af svölun- um. „Úps,“ heyrist í henni þegar hún ekur hjólastólnum á borð. Að- stoðarkonan hjálpar henni að koma sér fyrir við eldhúsborðið þar sem við sitjum og ræðum slysið. Man hún eftir slysinu? „Já,“ segir Margrét. „Það hlupu tveir kettir fyrir mig,“ segir hún nokkuð óskýrt en dæturnar skilja móður sína og túlka fyrir hana. „Já, hún segir alltaf að það hafi hlaupið tveir kettir fyrir hjólið en við vitum ekki hvort það er rétt. Hún gæti sagt þetta af því að amma var oft að spyrja hana út í þetta og velta því upp hvernig þetta hafi getað gerst. Meðal annars sagði hún þetta og mamma hef- ur haldið sig við það,“ segir Lára og brosir fallega til móður sinnar sem brosir á móti og segir: „Ég elska þig,“ og Lára svarar í sömu mynt. „Ég elska þig líka,“ segir hún aftur og horfir nú á Önnu Margréti sem sem endurgeldur kveðjuna. Það er augljóst að mikill kærleik- ur er ríkjandi milli mæðgnanna og greinilega líka mikill húmor. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hafa þær lært að sjá líka það fyndna við aðstæð- urnar og geta líka gert góðlátlegt grín að móður sinni sem þær segja vera ákveðna og sífellt koma þeim á óvart. Strauk af Hátúni Eftir að Margrét hafði verið á Grensás í endurhæfingu í marga mánuði var hún færð yfir í íbúð í Hátúni. Þar leið henni ekki vel og vildi komast heim. „Hún gat samt ekki komið heim alveg strax því hún var ekki tilbúin,“ segir Anna Margrét. „Það átti eftir að koma íbúðinni í stand og af því að ríki og borg geta ekki unnið saman þá var ekkert hægt að gera hér fyrr en hún var tilbúin til að flytja alveg heim,“ segir Ragga. Það reyndist þess vegna fjölskyldunni erfitt að fara með hana heim þar sem þau þurftu þá sjálf að bera hana inn og það vantaði öll nauðsynleg hjálpartæki. Margréti leiddist hins vegar biðin og ákvað að taka til sinna ráða. „Þetta var ótrúlegt,“ segir Lára hlæjandi og systir hennar tekur undir. „Ég var á skólaferðalagi þegar ég fékk símtal um mamma væri horfin,“ segir hún og móðir hennar hlær dátt að frásögninni. „Manstu eftir þessu, Magga?“ segir Ragga við systur sína sem svar- ar játandi að hún hafi bara viljað komast heim til sín. „Hún fór bara niður í lyftunni, fór út og það voru allir farnir að leita að henni. Síðan fannst hún á Meistaravöllum. Þá hafði hún farið frá Hátúni og verið komin alla leið þangað. Þetta er í raun alveg ótrúlegt því hún þarf alveg hjálp eins og á gangstéttar- brúnum og svona þegar við förum út að labba. En þá ætlaði hún bara heim og var komin næstum alla leið,“ segir Anna Margrét en íbúð fjölskyldunnar er á Flyðrugranda þannig Margrét átti ekki langa leið eftir þegar hún fannst. „Mig lang- aði bara vera heima hjá mér,“ segir Margrét. Breyttist allt eftir slysið Þarf mikla aðstoð Margrét þarf aðstoð við allt. Hér er Ragga systir hennar með henni á myndinni. Fjölskyldan skiptir kvöldunum á milli sín og koma til Margrétar og eru með henni yfir kvöldið. Mynd Sigtryggur Ari Jólin fyrir slysið Þessi mynd af mæðgunum er tekin jólin 2009. Mæðgin Margrét og elsti sonur hennar, Stefán, í Barcelona árið 2009. dótið Fjölskyldan hélt líka aðra bók þar sem fjölskyldan, vinir og ættingjar skrifuðu kveðjur eða teiknuðu myndir til Möggu. Bókina kölluðu þau Dótið því fyrst eftir að Margrét fór að tala eftir slysið kallaði hún allt sem hún mundi ekki orð yfir einfaldlega dótið. Mynd Sigtryggur Ari „Læknirinn var ný- búinn að segja við okkur að það væri líklegt að hún myndi aldrei vakna úr dáinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.