Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 16
Helgarblað 29. ágúst–1. september 201416 Fréttir
„Það var bara opin
á honum höndin“
n Innbrotsþjófur réðst á og stakk mann um síðustu helgi n Á langan afbrotaferil að baki
É
g og maðurinn minn vorum
sofandi og vöknuðum klukkan
fimm um nóttina við það að
það var verið að stela hjól
inu okkar fyrir utan,“ segir
ung kona sem búsett er í Breiðholti
í Reykjavík, en hún og eiginmaður
hennar lentu í heldur óskemmtilegri
lífsreynslu aðfaranótt síðasta laugar
dags, sem endaði með átökum og
hnífstungu.
Stal hjóli og braust inn í bílskúr
Konan segir að maðurinn hennar
hafi farið út og elt þjófinn og fund
ið hann eftir skamma stund. Hún
segir að þegar að maðurinn henn
ar náði þjófnum hafi hann þóst vilja
vita hvað klukkan væri til að stoppa
hann. „Svo spurði hann þjófinn
hvað hann væri að gera með hjól
ið okkar,“ segir hún og segir þá að
þjófurinn hafi sagst ætla að skila því
til baka. „Ég fer þá til að ná í hjólið,
en þá kemur annar maður þarna og
segir að hann sé að leita að manni
vegna þess að það var stolið ein
hverju dóti úr bílskúrnum hans. Þá
hafði sá sem stal hjólinu okkar stolið
úr bílskúrnum hans og var kominn
með helling af pokum og dóti,“ segir
hún og bætir við að henni finnist lík
legt að maðurinn hafi stolið hjólinu
til að geta borið fleiri poka og komist
hraðar undan.
Fólkið sá á eftir manninum út í
rjóður í nágrenninu og benti mann
inum á að þjófurinn hefði farið
þangað. „Svo heyrðum við allt í einu
öskur og eitthvað. Þegar við komum
að honum var þjófurinn ofan á hon
um að berja hann í andlitið. Þá hr
ingdum við í lögregluna.“ Þjófurinn
hafði þá ráðist manninn og lá ofan
á honum.
Stunginn og kýldur
Konan segir að maðurinn sem elti
þjófinn hafi verið stunginn tvisvar í
handarbakið. „Það var bara opin á
honum höndin. Hann var stunginn
í handarbakið, þetta var ógeðslegt,“
segir hún. Eftir að þjófurinn hafði
stungið manninn lét hann höggin
dynja á honum áður en hann lét
sig hverfa áður en lögreglan kom á
staðinn. Hann komst undan með
eitthvað af þýfi.
Gerandinn með langan sakaferil
Sá sem grunaður er um verknaðinn
hefur áður hlotið dóma fyrir ýmis
brot. Meðal annars hlaut maður
inn 14 mánaða óskilorðsbundinn
dóm fyrir rúmum áratug, fyrir að
hafa ekið á fjölda bíla, þar á meðal
tvo lögreglubíla sem veittu honum
eftirför. Mesta mildi þótti að engan
sakaði.
Maðurinn hlaut einnig dóm fjór
um árum síðar, í maí árið 2007. Þá
dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur
manninn í tveggja ára fangelsi fyrir
fjölda innbrota í bifreiðar á höfuð
borgarsvæðinu. Maðurinn var þá
handtekinn með mikið magn þýfis
í bíl sínum, auk þess sem fíkniefni
voru gerð upptæk.
„Átti eitthvað inni á
reikningnum sínum“
Ásgeir Þór Ásgeirsson, stöðvarstjóri
lögreglustöðvar 3, staðfesti að atvik
ið hefði átt sér stað en sagði að inn
brotsþjófurinn hefði verið handsam
aður fljótlega í kjölfarið. „Hann átti
eitthvað inni á reikningnum sínum,
þannig að hann fór bara til að byrja
með í afplánun á eftirstöðvum,“ seg
ir Ásgeir, en maðurinn var sendur
á LitlaHraun. Ásgeir segir áverka
mannsins sem innbrotsþjófurinn
stakk ekki hafa verið alvarlega.
Hann segir að málið sé enn í
rannsókn og að það sé verið að
afla frekari gagna, en vildi ekki
gefa frekari upplýsingar um mál
ið. „Maðurinn er handtekinn og
er allavega ekki frjáls ferða sinna,“
sagði Ásgeir. n
Jón Steinar Sandholt
jonsteinar@dv.is
„Það var bara opin á
honum höndin. Hann
var stunginn í handarbakið,
þetta var ógeðslegt
Tímaramminn var viðmið
E
kki er ástæða til að ætla að vinnu
brögð við skýrsluna um haturs
orðræðu á netinu séu ómark
tæk og vinnan við hana haldlítil,
eins og borgarráðsfulltrúi Framsókn
ar og flugvallarvina heldur fram.“ Svo
hljóðar bókun fulltrúa allra borgar
stjórnarflokka nema Framsóknar og
flugvallarvina, sem lögð var fram á síð
asta fundi mannréttindaráðs. Svein
björg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgar
fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina
gagnrýndi umrædda skýrslu á síðasta
fundi borgarráðs og undraðist að bætt
væri við rannsóknina utan upphaflegs
tímaramma. Undir þessa gagnrýni tók
Jóna Björg Sætran, fulltrúi Framsókn
ar og flugvallarvina í mannréttinda
ráði og vill hún fá að vita hvers vegna
umræðu um moskubyggingar var
bætt inn í rannsóknina um haturs
orðræðu á netinu. Vart þarf að segja
frá umræðunni sem spratt upp í
borginni eftir að Sveinbjörg Birna lét
falla ummæli um moskur og múslima
í aðdraganda borgarstjórnarkosninga.
Óhætt er að segja að ummæli hennar
hafi vakið upp misjöfn viðbrögð.
Í bókun allra hinna fulltrúanna
kemur jafnframt fram að skýrslan gefi
góða mynd af orðræðunni sem á sér
stað við fréttir á netmiðlum. „Tíma
rammi verkefnisins var fyrst og fremst
viðmið og telja ofangreindir mann
réttindaráðsfulltrúar að gagnrýni
borgarráðsfulltrúa Framsóknar og
flugvallarvina sé ekki á rökum reist.
Eftir stendur að umræður á netmiðl
um eru oft mjög hatursfullar, ómál
efnalegar og óvægnar og full þörf er á
upplýstri og málefnalegri umræðu á
þeim vettvangi eins og annars staðar í
samfélaginu,“ segir í bókuninni. n
rognvaldur@dv.is
Vinnubrögð við skýrslu um hatursorðræðu á netinu var ekki ómarktæk segja borgarfulltrúar
Framsókn og
flugvallarvinir
Jóna Björg er lengst til
vinstri og Sveinbjörg
lengst til hægri.
Mynd ÞorMar V GunnarSSon
Jákvæð um
þrjá milljarða
Óendurskoðaður árshlutareikn
ingur Reykjavíkurborgar fyrir
tímabilið janúar til júní 2014 var
staðfestur í borgarráði á fimmtu
dag. Rekstrarniðurstaða sam
stæðu Reykjavíkurborgar, A og
B hluta, var jákvæð um 3.723
milljónir króna en áætlun gerði
ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um
2.203 milljónir króna. Rekstrar
niðurstaðan er því 1.520 millj
ónum króna betri en gert var ráð
fyrir. Helstu ástæður má rekja
annars vegar til tekjufærslu mats
breytinga fjárfestingaeigna hjá
Félagsbústöðum og hins vegar
til áhrifa fjármagnsgjalda hjá
Orkuveitu Reykjavíkur. Þar vegur
þyngst gengismunur og verðmæti
innbyggðra afleiða. Rekstrar
niðurstaða fyrir fjármagnsliði var
jákvæð um 6.667 milljónir króna
sem er 591 milljón króna lakari
niðurstaða en áætlun gerði ráð
fyrir.
Væntingar
standa í stað
Brúnin á landanum lyftist ör
lítið í ágústmánuði eftir að hafa
þyngst talsvert mánuðinn á und
an. Þetta er samkvæmt Væntinga
vísitölu Gallup sem Greining
Íslandsbanka fjallar um á vef sín
um. Vísitalan hækkaði um 1,3
stig milli júlí og ágúst og mælist
hún nú 86,5 stig. Ef hún er hund
rað eru jafn margir bjartsýnir og
svartsýnir á á stöðu og horfur
í efnahags og atvinnumálum
þjóðarinnar. Þetta þýðir því að
nokkuð fleiri eru svartsýnir en
bjartsýnir.
Í umfjöllun Greiningar kem
ur fram að allar undirvísitölur
hækki í ágúst frá fyrri mánuði, að
frátalinni undirvísitölunni sem
mælir væntingar neytenda til að
stæðna eftir sex mánuði. Sú vísi
tala lækkar um 5 stig og mælist
nú 104,4 stig sem er lægsta gildi
hennar frá því í nóvember í fyrra.
Mest hækkar vísitalan sem mæl
ir mat neytenda á núverandi
ástandi (10,8 stig) og mælist hún
nú 59,8 stig. Mat á efnahagslíf
inu hækkar svo um 7 stig og mat
á atvinnuástandinu um 3 stig.
Mælist fyrrnefnda vísitalan 82,0
stig og sú síðarnefnda 91,2 stig.
Að sögn Íslandsbanka kemur
talsvert á óvart að vísitalan hækki
ekki meira að þessu sinni þar
sem fjölmörg teikn séu á lofti um
að hagur neytenda fari batnandi,
auk þess sem efnahagshorfur eru
allgóðar fyrir næstu misserin.
Þannig benda tölur af vinnu
markaði til þess að ágætis gang
ur sé í honum, og virðist staðan
þar ekki hafa verið betri síðan
fyrir hrun. Jafnframt hefur kaup
máttur launa verið að aukast, og
nam árs hækkunartaktur kaup
máttarins 3,5 prósentum í júlí
síðastliðnum samkvæmt tölum
Hagstofunnar.
Myndir frá vettvangi
Að sögn konunnar lenti
þjófurinn í átökum við
manninn, sem endaði með
því að hann stakk hann
tvisvar og kýldi ítrekað