Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 45
Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 Sport 45 1 Di María heitir fullu nafni Angel Fabían Di María Her nandez og er fæddur 14. febrúar 1988 í borginni Rosario í Argentínu. Hann gekk í raðir stórliðs borgarinnar, Rosario Central, árið 1995 eftir að forsvars­ menn félagsins komu auga á hann er hann lék með öðru litlu félagi í borginni. Þá var hann einungis sjö ára. Athygli vekur að Di María var í raun keyptur frá litla liðinu þó kaupverðið hafi ekki verið mjög hátt, 30 fótboltar. 2 Faðir Di María, Miguel, þótti frambærilegur knattspyrnu­ maður og dreymdi um að spila fyrir stórlið River Plate. Hann var nálægt því að láta draum sinn rætast en áður en að fyrsta leik hans kom með félaginu meiddist hann illa á hné og þurfti að leggja skóna á hilluna. Miguel fékk starf í námavinnslu í kjölfarið þar sem hann starfaði í 16 ár. 3 Gælunafn Di María er Fideo, eða Núðlan, vegna þess hversu grannur hann er. 4 Átrúnaðargoð Di María á hans yngri árum var Kily Gonzalez, örvfættur leikmaður sem lék meðal annars með landsliði Argentínu og félagsliðum á borð við Inter og Valencia. Kily fæddist í sömu borg og Di María, Rosario. 5 Eftir að hafa leikið með aðalliði Rosario í tvö ár fór Di María að vekja verulega athygli fyrir frammistöðu sína. Hann lék sinn fyrsta leik með Rosario árið 2005. Árið 2007, þegar Di María var 19 ára, yfirgaf hann heimaland sitt þegar portúgalska stórliðið Benfica vildi fá hann í sínar raðir. Það mun­ aði þó ekki miklu að hann endaði hjá rússneska félaginu Rubin Kazan sem vildi fá hann strax í janúar 2007. Hann hafnaði tilboðinu og gekk í raðir Benfica um sumarið. Portúgalska félagið greiddi 8 millj­ ónir evra, 1,2 milljarða á núverandi gengi, fyrir leikmanninn sem þótti talsverður peningur fyrir svo ungan og óreyndan leikmann. Di María skrifaði undir nýjan samning við Benfica í október 2009 og fram­ lengdi samning sinn um þrjú ár. Í samningnum var klásúla þess efnis að ef tilboð upp á 40 milljónir evra, 6,2 milljarða króna, bærist gæti Benfica ekki hafnað því. Innan tíu mánaða kom tilboð frá Real Madrid og varð Di María dýrasti leikmaður Josés Mourinho á hans fyrsta tímabili með Real Madrid sumarið 2010. 6 Eins og svo margir knattspyrnumenn nú til dags er Di María með nokkur húðflúr. Áður en hann yfirgaf Benfica fyrir Real Madrid fengu hann og sex æskuvinir hans sér sama húðflúrið með áletruninni (í íslenskri þýðingu): „Að fæðast í El Perdriel var og er það besta sem gerst hefur í mínu lífi.“ Húðflúrið er hann með á vinstri handleggnum. 7 Í júní 2010 skrifaði Di María undir fimm ára samning við Real Madrid sem átti að færa hon­ um að minnsta kosti 25 milljónir evra, 3,8 milljarða króna, í vasann á samningstímanum. Ferill hans byrjaði vel hjá Madrid og skoraði hann sitt fyrsta mark í æfingarleik gegn Penarol í 2–0 sigri. Í septem­ ber það ár skoraði hann sitt fyrsta deildarmark fyrir Real Madrid í 2–1 sigri gegn Real Sociedad. Og tíu dögum síðar skoraði hann sitt fyrsta mark í Meistaradeild Evrópu í 1–0 sigri á Auxerre. 8 Di María hefur verið fasta­maður í argentínska lands­ liðinu undanfarin ár og hefur, þegar þetta er skrifað, leikið 52 landsleiki og skorað 10 mörk. Síðasta mark hans tryggði Argentínu sæti í 8­liða úrslitum HM í sumar en þá tryggði hann Argentínu sigur á Sviss í fram­ lengingu. 9 Di María er Ólympíuverð­launahafi en hann var í liði Argentínu sem stóð uppi sem sigurvegari á leikunum í Peking 2008. Hver annar er Di María skoraði sigurmarkið í úrslitaleikn­ um og auðvitað með vinstri fæti. 10 Di María er í raun hlægilega einfættur eins og oft er raunin með örvfætta leikmenn. Þannig á hann til, þegar hann er á hægri vængnum, að spyrna svokölluðum Rabona­spyrnum fyrir markið í stað þess að nota hægri fótinn. Þeir sem fylgjast með ensku úrvalsdeildinni munu eflaust sjá nokkrar þannig spyrnur hjá Di María í vetur. Fáir eru betri en Di María að fram­ kvæma slíkar spyrnur og hefur hann skorað og lagt upp nokkur mörk með þeim. 11 Real Madrid vildi selja Di María síðasta sumar eftir að liðið keypti Gareth Bale fyrir metfé frá Tottenham. Di María ákvað að vera um kyrrt í Madrid, ekki síst vegna veikinda sem dóttir hans glímdi við. Eiginkona hans, Jorgelina, sem Di María kvæntist árið 2011, hafði eignast dóttur þeirra, Miu, þremur mánuðum fyrir tímann og þurfti litla stúlkan að dveljast á gjörgæsludeild í nokkurn tíma. Di María lét þetta ekki hafa mikil áhrif á sig og skoraði til dæmis sigurmark gegn nágrönnunum og erkifjendunum í Atletico Madrid fimm dögum eftir að dóttir hans fæddist. Sem betur fer er Mia litla við góða heilsu í dag. 12 Sem fyrr segir er Di María fæddur þann 14. febrúar, á sjálfan Valentínusardaginn, árið 1988. Þennan sama dag kvæntist Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, þriðju eigin­ konu sinni, Louis Driggs Cannon. Og þennan dag var lag Bills Medley og Jennifer Warnes, The Time of My Life, númer eitt á breska vinsælda­ listanum. Hver elskar ekki fánýtan fróðleik? 13 Búist er við því að Di María muni leika í treyju númer 7 hjá Manchester United. Meðal annarra leikmanna sem leikið hafa í treyju með sama númeri hjá United má nefna George Best, Bryan Rob­ son, Eric Cantona, David Beckham og að sjálfsögðu Cristiano Ronaldo sem sagður er hafa sannfært Di María um að ganga í raðir United. n Allt sem þú þarft að vita um Di María n Kallaður núðlan n Var seldur fyrir 30 fótbolta n Dýrastur í sögu úrvalsdeildarinnar A rgentínski landsliðsmað­ urinn Angel Di María varð í vikunni dýrasti knattspyrnumaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar Manchester United festi kaup á honum frá Real Madrid. Kaupverðið er talið nema 59,7 milljónum punda, eða 11,6 millj­ örðum króna. Ljóst er að forsvars­ menn Manchester United binda vonir við að Di María geti komið United í fremstu röð að nýju eftir vonbrigðin síðan Sir Alex Fergu­ son lét af störfum fyrir rúmu ári. Þessi 26 ára leikmaður, sem nýt­ ur sín best á vinstri vængnum eða vinstra megin á miðjunni, hafði verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2010 þegar hann var keypt­ ur frá portúgalska félaginu Ben­ fica. Eftir tiltölulega rólega byrjun hjá spænska stórliðinu sló Di Mar­ ía í gegn á síðustu leiktíð og var óumdeilanlega einn af lykilmönn­ um Madrid­liðsins sem vann Meistara deild Evrópu í vor í fyrsta skipti í rúman áratug. Breska blað­ ið Telegraph fjallaði ítarlega um Di María í vikunni og tók saman nokkrar athyglisverðar staðreynd­ ir um þennan magnaða kappa. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Dýrastur Angel Di María er dýrasti knattspyrnumaður í sögu ensku úrvals- deildarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.