Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 47
Menning 47Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014
Roth Bar & Grill í Somerset
miðstöðvarinnar n Breyttu jeppa í rútu í jakkafötunum n „Svolítið magnað verkefni“
Bókabúð Bókaverslun sem Roth-fegðar hönnuðu en í september bætist við önnur búð þar
sem seldar verða vörur frá býlum í nágrenninu. Mynd Bjarni GríMsson
Öflugt teymi Björn í forgrunni en á myndinni eru einnig hinn hárfagri Goddur Magnússon og synir Björns, þeir Einar og Oddur. Á bak við
myndavélina er Bjarni Grímsson. Mynd Bjarni GríMsson
Hinir raunverulegu verkstjórar Tóta, Dísa, Imba, Tinna og Vera. Mynd Bjarni GríMsson
oddur stýrir aðgerðum Heimafólk gæðir sér á afurðum úr
sveitinni. Mynd Bjarni GríMsson
Kokkar og feðgar Sáu um að elda ofan í flokkinn. Mynd Bjarni GríMsson
roth-lambið Oddur og Björn við heilgrillað lamb en kokkunum
þótti snjallt að skera nafn þeirra feðga í skrokkinn. Mynd Bjarni GríMsson
alsæl Oddur ásamt Manuellu Wirth sem stofnaði Hauser & Wirth
ásamt eiginmanni sínum og móður. Mynd Bjarni GríMsson
roth Bar & Grill Veitingastaður og bar með lifandi músík og uppákomum þar sem nóg er
af mat og drykk. Mynd Bjarni GríMsson
Getur húmor elst vel?
Dómur um kvikmyndina Monty Python Live (Mostly)
S
agt hefur verið að Monty
Python séu það fyrir húmor
sem Bítlarnir voru fyrir
popptónlist, en ólíkt Python
komu Bítlarnir aldrei saman eftir að
þeir hættu. Monty Python hafa ekki
samið nýjan brandara í rúm 30 ár,
eða alveg síðan Meaning of Life kom
út árið 1983. Það skiptir litlu máli,
fólk er jú hingað komið til að heyra
gamla efnið. En eldast brandarar
jafnvel og popptónlist?
Já og nei. Klúru brandararnir
minna helst á Benny Hill þegar þeir
eru fluttir af mönnum á áttræðis-
aldri. Sérstaklega hafa brandarar er
varða samkynhneigð elst illa og þeir
eru frekar margir. Sumt sem þótti
hneykslanlegt árið 1969 þykir til vitnis
um gamaldags hugarfar í dag. Annað
er með því fyndnara sem hefur verið
gert af nokkrum nokkurn tímann, svo
sem fótboltaleikur grískra og þýskra
heimspekinga, sem var einmitt rifj-
aður upp í sumar þegar Þjóðverjar
urðu heimsmeistarar.
Þann brandara fáum við í upp-
runalegri útgáfu, en flestir aðrir eru
leiknir af Python-mönnum á sviði
í dag. Og það verður að segjast eins
og er að aldurinn er farinn að segja
til sín. Sá sem mest líf er í er Banda-
ríkjamaðurinn Terry Gilliam, enda
sá sem hefur stigið lengst út úr
Python-skugganum sem leikstjóri
mynda eins og 12 Monkeys og Brazil.
Honum þykir augljóslega gaman að
fá að gera þetta aftur, en sá sem mest
hefur elst er KB banka talsmaðurinn
John Cleese, sem á stundum erfitt
með að muna línur sínar.
Söng og dansatriðin eru að mestu
óþörf og virðast helst til þess gerð
að gefa gömlu mönnunum tíma til
að hvíla sig á milli atriða. Stjörnur
eins og Eddie Izzard, Mike Myers
og stjarneðlisfræðingurinn Stephen
Hawking eru dregnar fram án þess
að fá mikið að gera (nema Hawking,
sem syngur lag). En þrátt fyrir alla
þessa vankanta má alltaf hafa gam-
an að Monty Python, og jafnvel þegar
þeir gleyma línum sínum eða fara að
hlægja að eigin bröndurum í miðj-
um klíðum tekst þeim að sjarmera og
fyrir gefst margt.
Líklega er það besta við sýn-
inguna stiklan þar sem Mick Jagger
er að hneykslast á því að gamlir
menn nenni að endurtaka sama
efni endalaust, en stöku sinnum er
maður minntur á að þegar þeir eru
fyndnir, þá gerist enginn fyndnari. n
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmynd
Monty Python Live
(Mostly)
iMdb 8,1
Leikstjórn: Eric Idle
Handrit og aðalhlutverk: John Cleese, Eric
Idle, Michael Palin, Graham Chapman, Terry
Jones og Terry Gilliam
sýnd í Bíó Paradís - 162 mínútur
Monty Python Live (Mostly) „Þrátt fyrir alla þessa vankanta má alltaf hafa gaman að
Monty Python, og jafnvel þegar þeir gleyma línum sínum eða fara að hlægja að eigin bröndur-
um í miðjum klíðum tekst þeim að sjarmera og fyrirgefst margt.“ Mynd andy Gotts