Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 56
Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014
67. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Sagan
öll?
Magnús Hlynur
lærir fjölmiðlafræði
n Fréttamaðurinn knái,
Magnús Hlynur Hreiðarsson,
sem vakið hefur athygli fyrir
skemmtilegan stíl og öðruvísi
fréttir á Stöð 2, er nú sestur á
skólabekk. Hann er að hefja
nám í fjölmiðlafræði við Há-
skólann á Akureyri, en ætlar að
vera í fjarnámi. Það var Akur-
eyri Vikublað sem greindi frá
þessu. Hann mun þó þurfa að
fara nokkrum sinnum norður
í svokallaðar námslotur og
hyggst þá taka myndavélina
með sér til að geta skellt í
nokkrar norðlenskar fréttir.
Magnús Hlynur hefur starfað
í fjölmiðlum um árabil,
en hann var áður
fréttamaður á
RÚV. Hann
ætti því að
því að vera
vel undir-
búinn fyrir
námið.
„Hugur minn hjá
mínu fólki“
n Uppsögn Mikaels Torfasonar
sem aðalritstjóra 365 miðla
fór eflaust ekki framhjá mörg-
um í liðinni viku. Mikael hafði
unnið sem ritstjóri hjá 365 síð-
an í mars í fyrra og eflaust náð
að eignast þar marga góða vini
og kunningja. Hugur Mikaels
er enn hjá fyrrverandi sam-
starfsfólki á 365 ef marka má
skrif hans á Facebook síðast-
liðinn fimmtudag en þar ritaði
hann við frétt sem hann deildi
af jarðhræringum
í norðanverð-
um Vatna-
jökli: „Nú
er hugur
minn hjá
mínu fólki
á skjálfta-
vaktinni í
Skaftahlíð.“
Útvarp Saga í þrot?
n Arnþrúður Karlsdóttir, eigandi
Útvarps Sögu, segir í samtali við
Séð og heyrt að engir peningar séu
til hjá fyrirtækinu til þess að greiða
laun Sigurðar G. Tómassonar, en
Hæstiréttur dæmdi Sigurði í hag
í launadeilu í nóvember í fyrra.
Hann hefur ekki fengið laun sín
greidd, þrátt fyrir dóminn.
Fram kemur í blaðinu
að næsta skref
sé að gera
fjárnám í
Útvarpi
Sögu. Það
kann
að vera
undan-
fari
gjald-
þrots, finn-
ist engar
eignir.
30/08 201
4 | WWW.
LOTTO.IS
Ert þú á Facebook? Magnað, við líka!
facebook.com/lotto.is
Lottópotturinn er heldur betur veglegur og stefnir í 100 ljómandi
skærar milljónir! Taktu þátt í gleðinni og fáðu þér Lottómiða.
LJÓMANDI
LOTTÓPOTTUR!
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
„Eitthvað alveg sérstakt við matarmarkaði“
n Matarmarkaður Búrsins verður haldinn í fimmta sinn í Hörpu um helgina n 50 framleiðendur
O
kkur þykir mjög vænt um
hve vel þetta hefur verið sótt.
Fólk hefur verið að koma,
bæði til að versla og kynna
sér vöruna. Og það nær sam-
tali við framleiðendurna sem standa
stoltir á bak við sína vöru,“ segir Hlé-
dís Sveinsdóttir, annar skipuleggj-
enda matarmarkaðs Búrsins sem
haldin verður í Hörpu um helgina.
Ljúfmetisverslunin Búrið heldur
markaðinn í fimmta sinn, en Hlédís
stendur að honum ásamt Eirnýju Sig-
urðardóttur, eiganda Búrsins. Síðast
þegar markaðurinn var haldinn sóttu
hann um 32 þúsund manns, að sögn
Hlédísar. „Þarna eru vörur sem erfitt
er að nálgast annars staðar. Þetta eru
sérvörur eins og til dæmis, kiðlinga-
kjöt og grasfóðrað nautakjöt. Þá verð-
ur í fyrsta skipti boðið upp á íslenskan
haloumi-ost og velferðarkjúkling.“ Á
markaðnum verða tæplega 50 fram-
leiðendur víðs vegar af landinu.
Þær stöllur byrjuðu með mark-
aðinn í einu tjaldi á planinu fyrir
utan verslunina Búrið. Honum hefur
heldur betur vaxið fiskur um hrygg á
skömmum tíma. „Við fundum bara
hvað það var mikil eftirspurn eftir
þessu þannig að við stækkuðum hann
í tvö tjöld. Við sprengdum það strax
utan af okkur og síðast sprengdum
við Hörpu næstum því utan af okkur,“
segir Hlédís, en markaðurinn fær nú
meira rými í Hörpu en áður. „Það ættu
því allir að komast að sem vilja.“
Hægt verður að nálgast upplýsingar
um meðferð á matvælum. „Það er
svo frábært að sjá að það er ekkert lát
á því að neytendur séu að vakna. Það
segir svo mikið þegar það koma svona
margir á markaðinn. Neytendur vilja
vita um upprunann og meðferðina.
Svo myndast svo skemmtileg stemning
á þarna. Það er eitthvað alveg sérstakt
við matarmarkaði.“ Markaðurinn verð-
ur haldinn dagana 30. og 31. ágúst og
er opin frá 11 til 17. n solrun@dv.is
Matarmarkaður Haldinn í fimmta sinn.