Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 25
Umræða 25Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 Íslenskir lífeyrissjóðir – í þágu hverra? Í slenska lífeyrissjóðakerfið skiptir flesta Íslendinga veru­ legu máli á margan hátt. Fyrst og fremst eru lífeyrissjóðirnir söfnunarsjóðir íslenskra erfiðis­ manna og haldreipi við starfslok hvort sem er fyrir aldurs sakir eða vegna örorku. Lífeyrissjóðirnir taka virkan þátt á húsnæðislánamarkaði og hafa lengi verið einn stærsti lán­ veitandinn til húsnæðiskaupa. Líf­ eyrissjóðirnir eru einnig virkir þátt­ takendur á fjárfestingamarkaði og hafa reyndar aldrei verið jafn fyr­ irferðarmiklir fjárfestar á innlend­ um markaði og nú vegna núver­ andi gjaldeyrishafta. Þannig eiga lífeyrissjóðirnir um 38% alls hluta­ fjár í skráðum félögum á markaði á Íslandi. Áberandi er að lífeyrissjóðirnir hafa kosið að fjárfesta í félögum á samkeppnismarkaði. Nefna má að sjóðirnir eiga nú ráðandi hlut í báðum stærstu verslunarkeðjun­ um á Íslandi, Högum og Kaupási, og ráða því yfir um það bil 80% af matvörumarkaði á landinu. Auk þess hafa lífeyrissjóðir fjárfest í olíudreifingarfyrirtækjum svo og í Icelandair. Fjárfestingar sjóðanna hafa ekki haft í för með sér sýni­ leg áhrif þeirra á stjórn þeirra fyrir­ tækja sem þeir hafa fjárfest mest í. Fræðimenn hafa lýst áhyggjum af því að svo stórir eignaraðilar séu eins konar „þögulir hluthafar“ og að eigendaeftirlit sé fjarlægt og takmarkað. Ekki hefur eignaraðild sjóðanna heldur leitt til breyttrar launastefnu innan þeirra stórfyrir­ tækja sem þeir hafa fjárfest mest í svo séð verði. Sjóðirnir virðast ekki hafa sett sér ákveðna eigendastefnu varð­ andi gríðarlegar fjárfestingar sín­ ar. Þannig njóta stjórnendur þeirra stórfyrirtækja, þar sem sjóðirnir hafa fjárfest einna mest, enn launa­ kjara sem eru margföld laun þeirra sjóðfélaga sem er skylt að greiða ið­ gjöld til sjóðanna. Ekki hafa sjóð­ irnir heldur haft áhrif í þá átt inn­ an þeirra verslunarfyrirtækja sem þeir hafa fjárfest í að verðlag sölu­ vara verslunarfyrirtækjanna fylgi gengisþróun íslensku krónunnar sjóðfélögum til hagsbóta. Sá sem hér skrifar telur reyndar óheppilegt að lífeyrissjóðir fjárfesti í fyrirtækj­ um á samkeppnismarkaði í þeim mæli sem hér hefur gerst. Hætta er á að slíkt skekki samkeppnisstöðu og auki samþjöppun eins og dæm­ in sanna. Uppbygging lífeyrissjóðakerfisins Á Íslandi eru nú starfandi 26 líf­ eyrissjóðir sem starfa innan vé­ banda Landssamtaka lífeyrissjóða. Það þýðir að í sjóðunum starfa 26 forstjórar eða forstöðumenn og að í stjórnum sjóðanna sitja um 130 manns ef að líkum lætur. Hér er því um að ræða töluvert stórar skipulagsheildir, töluvert „bákn“. Heildarrekstrarkostnaður lífeyris­ sjóðanna á síðasta ári nam um 7 milljörðum króna – sjö þúsund milljónum króna. Stórfelld sam­ eining sjóðanna hlýtur að koma til álita, bæði vegna rekstrarlegs hag­ ræðis og aukins styrks vegna stærð­ ar. Auk þess mætti nota drjúgan hluta hagræðingarinnar til að draga úr skerðingu bótagreiðslna til sjóðfélaga. Í fljótu bragði mætti hugsa sér að lífeyrissjóðir á landinu verði ekki fleiri en fjórir, jafnvel færri. Það myndi leiða til verulegrar hagræðingar og aukins rekstrar­ öryggis. Svo undarlega sem það hljómar hafa atvinnurekendur drjúg áhrif í stjórnum lífeyrissjóðanna. Ekki verður séð hvers vegna það er æski­ legt eða nauðsynlegt. Iðgjöld sjóð­ félaga og mótframlag atvinnu­ veitenda eru hluti umsaminna launakjara. Ekki taka atvinnurek­ endur þátt í að fara yfir bankareikn­ inga launþega sinna mánaðarlega þótt þeir greiði þeim laun. Ekki eru atvinnurekendur heldur líklegir til að safna réttindum og/eða þiggja eftirlaun úr viðkomandi sjóðum. Almennir sjóðfélagar hafa einnig mjög takmörkuð tækifæri til þess að hafa áhrif á starfsemi lífeyrissjóða með beinum hætti t.d. stjórnaraðild eða með beinni kosningu stjórn­ armanna. Þessu þarf að breyta hið fyrsta. Auka þarf áhrif hins almenna sjóðfélaga á stjórn og stefnu þess sjóðs sem hann borgar til. n Kjallari Þorsteinn Sæmundsson skrifar „Svo undarlega sem það hljómar hafa atvinnurekendur drjúg áhrif í stjórnum líf- eyrissjóðanna. Mynd RóbeRt ReyniSSon 1 Stakk kærustuna: „Svolítið erfitt að átta sig á honum“ „Hún er bara í rúst. Hún fær áfallahjálp en verður lengi að jafna sig. Hún er óstarfhæf, endurupplif- ir atburðinn og sefur ekki,“ segir náinn ættingi 22 ára konu sem varð fyrir fólskulegri árás af hendi sambýlismanns síns, Daníels Andra Kristjánssonar, nú í sumar. 44.843 hafa lesið 2 Pilturinn sem var nafngreindur er ein- hverfur Pilturinn sem Gunnar Scheving Thorsteinsson, lögreglumaður sem ákærður hefur verið í LÖKE-málinu svokallaða, nafngreindi í Facebook- samskiptum við vin sinn þann 20. ágúst 2012, er einhverfur. Pilturinn var þrettán ára þegar hann skallaði Gunnar og hrækti á hann. 13.238 hafa lesið 3 Sér fram á að losna við tæplega 50 kílóa pung Dan Maurer, 39 ára Bandaríkjamaður, hefur loksins náð að safna nægu fjármagni fyrir aðgerð til að láta fjarlægja punginn sinn. Fæstir karlmenn kjósa að láta gera það en Maurer hefur ríka ástæðu til. 10.016 hafa lesið 4 „Hafa sankað að sér slatta af dekkjum“ „Ég hef vaknað við þessi læti og þeir hafa reykspólað út götuna hjá mér nokkrum sinnum,“ segir Kristinn Gíslason Wium, íbúi í Reykjanesbæ sem hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á lögreglu að stöðva meinta reykspólara. 7.315 hafa lesið 5 Ákærður fyrir að skjóta 911 milljónum undan skatti Sérstakur saksóknari hefur ákært Birgi Ellert Birgisson, 49 ára athafnamann, fyrir stórfelld skattsvik með því að skjóta 911 milljóna hagnaði af fjármagnsgjörningum undan skatti. Hagnaðurinn er tilkominn vegna 648 framvirkra samninga, um hlutabréfa- og gjaldmiðlaviðskipti. 6.580 hafa lesið Mest lesið á DV.is Myndin Litríkt góðgæti Tyrkneskur farandsali hefur sett upp sölubás á Ingólfstorgi og selur þar góðgæti í öllum regnbogans litum frá heimalandinu. Mynd SigtRyggUR ARi Púðarnir sprungu Ásdís Rán var með PIP-púða. – Nútíminn SKÍTT! Kristinn R. hverfur úr Síðdegisútvarpinu. – DV Mig langaði til að lifa lengur eyþór Árni Úlfarsson gekk í gegnum sjálfsskoðun í sumar. – DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.