Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 14
14 Fréttir Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014
„Það segir henni enginn fyrir verkum“
n Kristín Þorsteinsdóttir er umdeildur nagli n Samstarfsmaður upplifði hana sérhlífna
K
ristín Þorsteinsdóttir lenti
skyndilega á milli tannanna
á fólki á ný þegar hún var
ráðin útgefandi 365 miðla í
lok júlí. Á dögunum tók hún
síðan við aðalritstjórastöðu fyrir
tækisins eftir að Mikael Torfasyni
var sagt upp störfum. Flestir þekkja
Kristínu sem farsælan fréttamann,
en það hafa ekki allir sömu sögu að
segja. DV hafði samband við fyrver
andi og núverandi samstarfsfólk,
vini og fjölskyldu í von um að kom
ast að því hvern mann Kristín hefur
að geyma.
„Það segir henni
enginn fyrir verkum“
„Hennar aðaláhugamál eru fréttir.
Ég þekki engan sem lúsles hvern ein
asta miðil eins og hún – stundum
lít ég yfir öxlina á henni og hún er
komin mjög djúpt í grein sem hefur
kannski birst á einhverjum netmiðli
í Singapúr. Svo er hún hissa ef ég
hef ekkert af greininni heyrt. Henni
fannst svo gaman í vinnunni á RÚV
að ég man eftir að hafa eytt stórum
hluta æsku minnar undir borðinu
þar sem hún las fréttir í beinni,“ seg
ir Ólöf Skaftadóttir um móður sína í
samtali við DV. Kristín er fædd 1955
en á yngri árum gekk hún í Mennta
skólann í Reykjavík þar sem hún
ólst upp á Laufásveginum. Eftir út
skrift þaðan kenndi hún um stund
í Verzlunarskóla Íslands þar til leið
hennar lá í Háskóla Íslands þar sem
hún kláraði grunnnám í íslensku
og ensku og Masterspróf í íslensku.
Kristín er einnig með Masterspróf
í fjölmiðlun frá City University í
London. Hún er raunar best þekkt
sem fjölmiðlakona og starfaði lengst
af hjá Ríkisútvarpinu, eða frá 1986 til
aldamóta. Hún á tvö börn með eigin
manni sínum Skafta Jónssyni, þau
Jón og Ólöfu.
„Mamma er algjör nagli og mín
helsta fyrirmynd. Hún getur virst
feimin, eða til baka, en þeir sem
þekkja hana vita vel að hún er al
gjör húmoristi og rosalega klár,“ segir
Ólöf „Við mig er hún örlát á tíma sinn
og minn helsti ráðgjafi,“ segir hún
jafnframt. Móðir hennar er þó afar
þver að hennar sögn. „Sem dæmi
þá hleypur hún alltaf tíu kílómetra á
dag, þó að hún sé fárveik eða þurfi að
vakna klukkan fimm því dagurinn er
pakkaður. Hún hleypur svo 20 kíló
metra ef hún er í stuði. Hún veit ná
kvæmlega hvað hún vill og það seg
ir henni enginn fyrir verkum, hún er
sú sem um það sér – á heimilinu og
annars staðar,“ segir Ólöf.
Ólíkleg sem eigendaklappstýra
Kristín undi sér vel á Ríkisútvarp
inu þar sem hún starfaði að mestu á
sjónvarpsdeild. „Mér fannst Kristín
afar góð fagmanneskja; fréttadrifin,
heiðarleg og réttsýn, eins og góðir
blaðamenn eiga að vera,“ segir Elín
Hirst þingkona sem starfaði með
Kristínu á RÚV. „Ég á mjög erfitt með
að sjá hana fyrir mér sem einhverja
eigendaklappstýru,“ bætir hún við en
Kristín hefur verið gagnrýnd fyrir að
ganga erindi eigenda 365 síðastliðna
daga og sakaði Ólafur Stephensen,
fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins,
hana meðal annars um að vega að
ritstjórnarlegu sjálfstæði hans. Hann
sagði upp í vikunni vegna þessa.
„Það þarf engan vísindamann til
að átta sig á því að fólk er náttúrlega
uggandi yfir þessu öllu saman, þess
um leiðara Ólafs og því sem gengið
hefur á en maður veit ekkert hvern
ig það verður síðan,“ segir starfsmað
ur á fréttastofu 356 í samtali við DV.
Fréttamaðurinn segist sjá gríðarlega
eftir Ólafi og Mikael en hann þekki
lítið til Kristínar, enda sé hún ný
komin til starfa. Hann segist þó ekki
hafa sérstakar áhyggjur af því hvern
ig stjórnandi Kristín verði eða hvort
hún breyti stefnu blaðsins. „Ekkert
þannig sko. Það hafa allir sína ólíku
sýn á þetta og mismunandi áherslur.
Ég veit svo sem ekkert hverjar þær
eru hjá henni og það hefur ekkert
verið kynnt ítarlega,“ segir hann.
Ólík upplifun samstarfsmanna
Helgi H. Jónsson er maður með
mikla reynslu af störfum Kristínar en
hann var fréttastjóri sjónvarpsdeild
ar RÚV lengi vel þegar hún starf
aði þar. „Ég hef ekki nema gott eitt
af henni að segja og því samstarfi
öllu,“ segir hann aðspurður um sam
starfið við Kristínu en hann þekk
ir hana ekki einungis faglega, held
ur líka persónulega. Helgi var giftur
Helgu Jónsdóttur sem er systir Skafta
Jónssonar, eiginmanns Kristínar. „Ég
upplifði hana sem hlýjan karakter og
góðan samverkamann. Ég upplifði
hana sem duglegan og góðan sam
starfsmann, og glögga og vel að sér.
Ég þekkti ekki annað en að okkur
kæmi alltaf mjög vel saman. Hún var
nærfærin og fór varfærnum höndum
um þau verkefni sem hún hafði með
að gera,“ segir hann. „Ég þekki ekki
til annars en að hún hafi verið vel
liðin. Ég tek náttúrlega mest mark á
sjálfum mér í því efni og ég veit ekki
annað en að okkur hafi alltaf kom
ið vel saman,“ segir hann aðspurður
hvort að almennt hafi verið borinn
hlýr hugur til Kristínar hjá Ríkis
útvarpinu.
Það eru þó ekki allir starfsmenn
á sama máli og Helgi og Elín varð
andi samstarf við Kristínu á sjón
varpsdeild RÚV. Annar fréttamaður
segir hana hafa skort kraft og metn
að í vinnu sinni. „Hún var svolítið
sérhlífin. Hún hlífði sér við verkefn
um og skilaði illa,“ segir fréttamaður
sem starfaði með henni í nokkur ár.
„Það er allavega mín upplifun þegar
ég rifja þetta upp,“ segir hann en til
viðbótar upplifði hann Kristínu dá
lítið stóra upp á sig.
„Þarna er allt í
klessu og upplausn“
„Þetta kemur mér ekkert á óvart,“
segir fréttamaðurinn aðspurður um
nýtt starf hennar á 365, uppsögn
Mikaels og afsögn Ólafs. „Þetta pass
ar alveg við karakterinn eins og ég
upplifði hana,“ segir hann. „Hún var
líka dálítið tengd Framsóknarflokkn
um. Tengdapabbi hennar var náttúr
lega mikill framsóknarmaður, Jón
Skaftason. Þannig að hún var með
réttu eða röngu tengd því í hugum
margra á þessum tíma,“ segir hann.
„Hún var ekki í neinni stjórn
unarstöðu þegar hún var á Sjónvarp
inu en hún hafði hins vegar ákveðn
ar meiningar en gat ekki framfylgt
þeim nema með samþykki sinna
yfirmanna. Hún er núna kannski
í endan legri stöðu til að gera það
og þú sért hvað er að gerast, það er
þarna er allt í klessu og upplausn,“
segir hann. „Þú sérð það bara hvern
ig Ólafur Stephensen skrifar leiðar
ann sinn, hvað hefur gerst. Það þarf
engan „Einstein“ til að sjá það. Ég
held að fyrir trúverðugleika 365
fréttamiðlana hafi þetta ekki verið
mikið heillaspor að fá hana þarna
inn. Ég vildi að ég gæti verið já
kvæðari, en þetta er bara svona,“ seg
ir hann að lokum. Þannig að þrátt
fyrir að margir tali vel um Kristínu
sem fréttakonu virðist hún vera um
deild meðal sumra.
Heimsborgari og húmoristi
Kristín hefur haft ýmsum öðrum
hnöppum að hneppa en frétta
mennsku í gegnum tíðina. Hún hef
ur meðal annars eytt stórum hluta
ævi sinnar erlendis. Eiginmaður
hennar, Skafti Jónsson, hefur starfað
víða fyrir utanríkisþjónustu Íslands
sem diplómat og hefur fjölskyldan
meðal annars búið í Malaví, Noregi
og Bandaríkjunum. Það hafa því
margir reynslu af henni sem annað
en fréttakona. „Hún er kannski svo
lítið seintekin í byrjun en er einstak
ur húmoristi og með leiftrandi
kímnigáfu. Það eru fáir sem eru með
jafn snögg svör eða fljótir í tilsvörum
og hún. Hún er ótrúlega skemmti
leg,“ segir vinkona Kristínar sem
hún kynntist í einni dvöl sinni er
lendis.
Búferlaflutningar þeirra víða um
Salka Margrét Sigurðardóttir
salka@dv.is
„Hún er kannski
svolítið seintekin
í byrjun en er einstakur
húmoristi og með leiftr-
andi kímnigáfu
„Sem dæmi þá
hleypur hún alltaf
tíu kílómetra á dag, þó að
hún sé fárveik eða þurfi
að vakna klukkan fimm
því dagurinn er pakkaður.