Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 29. ágúst–1. september 201444 Sport E nska úrvalsdeildin er komin á fulla ferð og um helgina fer þriðja umferðin fram. Þó að skammt sé liðið af mótinu er komin þokkaleg mynd á liðin og hvaða lið muni berjast á botni og toppi deildarinnar. Stórleikir eru á dagskrá um helgina og má þar nefna viðureignir Everton og Chelsea og Tottenham og Liverpool. United gæti misst af lestinni Umferðin hefst í hádeginu á laugardag þegar nýliðar Burnley taka á móti Manchester United. Þessi lið hafa farið rólega af stað; Burnley er búið að tapa báðum sínum leikjum, fyrst gegn Chelsea á heimavelli en svo gegn Swansea á útivelli um liðna helgi, 1–0. Á meðan hefur United tapað einum og gert eitt jafntefli. Óvíst er hvort nýjasti liðsmaður United, Argentínumaðurinn Angel Di Maria, verði í hópnum hjá United um helgina en mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins. Ljóst er að United verður að fara að hala inn stig ætli liðið sér ekki að dragast langt aftur úr í baráttunni um Meistaradeildar- sæti. Fari svo að United tapi eða geri jafntefli er sá möguleiki fyrir hendi að 7 til 8 stig muni skilja á milli United og liðsins sem verður í fjórða sæti eftir umferðina. Síðast þegar þessi lið mættust á heimavelli Burnley fór Burnley með sigur af hólmi, 1–0. Þá var Jóhannes Karl Guðjónsson í hópi Burnley en kom ekki við sögu. Stórleikur á Goodison Englandsmeistarar Manchester City taka á móti Stoke á Etihad klukk- an 15 á laugardag og ættu að landa þægilegum sigri. City hefur unnið 18 af síðustu 20 deildarleikjum sínum á heimavelli og virkaði sannfærandi í 3–1 sigri á Liverpool á mánudag. Síð- degis á laugardag mætast Everton og Chelsea í einum af stórleikjum helgarinnar. Everton hefur gert jafn- tefli í báðum sínum leikjum á með- an Chelsea hefur unnið báða sína. Everton hefur haft þokkalegt tak á Chelsea á Goodison Park í úrvals- deildinni á undanförnum árum. Liðið hefur unnið 3 af síðustu 4 leikj- um sínum gegn Chelsea, síðast þann 14. september í fyrra þegar liðið vann 1–0. 9–0 fyrir Liverpool Á sunnudag er svo annar stórleikur á dagskránni þegar Tottenham tekur á móti Liverpool. Tottenham er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og hefur ekki enn fengið á sig mark. Liðið rúllaði yfir QPR, 4–0, um síðustu helgi og virðist til alls líklegt. Liver- pool tapaði illa gegn Man chester City á mánudag, 3–1, eftir að hafa unnið nauman sigur á South ampton í fyrstu umferðinni. Liverpool hafði gríðar- lega yfirburði gegn Tottenham á síð- ustu leiktíð. Fyrri leikurinn sem fram fór á White Hart Lane endaði með 5–0 sigri Liverpool og seinni leik- urinn á Anfield fór 4–0 fyrir Liverpool. Ljóst er að Tottenham-liðið mun gera allt sem það getur til að láta niður- læginguna frá síðustu leiktíð ekki endurtaka sig. n n Liverpool vann samtals 9–0 á síðustu leiktíð n Stórleikir á dagskránni í enska boltanum Tottenham í hefndarhug Fín byrjun Tottenham-liðið hefur farið ágætlega af stað í úrvalsdeildinni. Unnið báða sína leiki, skorað fimm mörk og ekki enn fengið á sig mark. City og Chelsea í sérflokki n Adolf Ingi Erlingsson spáir í leiki helgarinnar n Barátta City og Chelsea um titilinn Laugardagur Burnley - Manchester United 1–2 „United vantar ennþá almennilega menn á miðjuna og mér finnst út í hött að eyða 60 milljónum punda í kantmann. United vinnur þetta með naumindum, 2–1, og Di Maria leggur upp eitt af því að hann er góður leikmaður.“ West Ham - Southampton 1–3 „Southampton á eftir að vinna þennan leik. West Ham er bara í tómu tjóni en vann reyndar góðan sigur um síðustu helgi. Ég held að Southampton haldi sér uppi.“ Manchester City - Stoke 4–0 „Eins og ég vildi gjarnan sjá Stoke-menn stríða þeim þá gera þeir það ekki. Við erum að tala um 4–0 sigur sennilega. City á eftir að flengja nánast öll lið sem koma á Etihad-völl- inn. Þeir eru ógnarsterkir og í sérflokki ásamt Chelsea.“ Newcastle - Crystal Palace 2–0 „Newcastle vinnur þetta held ég Ég er ekkert rosalega bjartsýnn fyrir hönd þessara liða. Crystal Palace ætti auðvitað bara að endurráða Tony Pulis. Ef þeir gera það þá halda þeir sér uppi. Hann bjargaði þeim í fyrra og leik- mennirnir trúa á hann.“ QPR - Sunderland 0–2 „Ég held að QPR fái ákaflega fá stig í vetur og fari lóðrétt niður. Sunderland þjösnast áfram og fær sinn skerf af stigum. Það skemmir ekki fyrir að þeir eru með nokkra gamla United-menn.“ Swansea - WBA 3–1 „Swansea vinnur þetta á heimavelli. Gylfi Þór skorar eitt og leggur upp annað. Hann er funheitur þessa dagana og það hentar honum betur að vera stór fiskur í lítilli tjörn.“ Everton - Chelsea 2–2 „Þarna erum við að tala um 1–1 eða 2–2 jafntefli. Það eru ekki mörg lið sem munu sækja 3 stig á Goodison í vetur. Romelu Lukaku á eftir að sýna Abramovic af hverju hann missti. Ég spái Chelsea samt titlinum í vor. Þeir eru með frábæran hóp og líklega besta leikmann deildarinnar, Cesc Fabregas.“ Sunnudagur Aston Villa - Hull 1–2 „Ég held að Hull vinni sterkan sigur á útivelli. Steve Bruce er lunkinn stjóri og Aston Villa er í svolitlu brasi og eitthvað stefnuleysi í gangi. Villa verður í neðri hlutanum í vetur en Hull ætti að verða um miðja deild. Tottenham - Liverpool 2–1 „Tottenham hefur byrjað mjög vel og virðist sannfærandi. Ég held að Liverpool-liðið verði viðkvæmt eftir þetta slæma tap gegn City. Auðvitað geta þeir svarað með því að mæta alveg trylltir til leiks en það væri þá frekar á heimavelli sem ég sæi þá gera það. Að fara á White Hart Lane með Tottenham í því stuði sem þeir eru í gæti orðið erfitt fyrir Liverpool.“ Leicester - Arsenal 0–2 „Ég held að Arsenal vinni þetta 2–0. Olivier Giroud er reyndar meiddur og það eru ekki margir topp framherjar hjá Arsenal. Þeir eiga skapandi miðjumenn í kippum en vantar kannski alvöru framherja nú þegar Giroud er frá. Samt sem áður eiga þeir að vinna þetta og gera það.“ Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Vissir þú … … að frá byrjun síðustu leiktíðar hefur Olivier Giroud hjá Arsenal skorað fimm skallamörk úr sex tilraunum? … að það tók Sergio Aguero aðeins 23 sekúndur að skora gegn Liverpool á mánu- dag? Þetta er „hraðasta“ mark varamanns í deildinni frá tímabilinu 2011/12 þegar Apostolos Velios skoraði eftir 17 sekúndur í leik með Everton. … að Aguero hefur nú skorað jafn mörg mörk í úrvalsdeildinni og Nwankwo Kanu? Munur- inn er sá að Aguero hefur gert það í 89 leikjum en Kanu þurfti 273. … að City hefur skorað allavega eitt mark í 69 af síðustu 70 heimaleikjum sínum í úrvalsdeildinni? … að Mario Balotelli skorað aðeins 1 mark í síðustu 16 úrvalsdeildarleikjum sínum þegar hann lék með City? … Angel Di Maria lagði upp 17 mörk fyrir Real Madrid á síðustu leiktíð, meira en nokkur leikmaður í spænsku deildinni? … 1 stig úr tveimur fyrstu leikjunum er versti árangur Manchester United í úrvals- deildinni frá tímabilinu 1992/93? … að Rio Ferdinand fékk dæmda á sig aukaspyrnu um helgina í fyrsta sinn í 28 leikjum? HEImILd: OptAJOE á twIttEr Styður United Adolf spáir sínum mönnum sigri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.