Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 40
40 Skrýtið Sakamál Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 renuka og seema fengu dauðadóm n Rændu börnum til að geta stundað vasaþjófnað og myrtu börnin síðan F yrir skömmu staðfesti Hæstiréttur Indlands dauða- dóm yfir systrunum Renuka Shinde og Seema Gavit og munu þær verða fyrstu kon- urnar þar í landi sem líflátnar eru síðan landið fékk sjálfstæði frá Bretum. Systurnar fengu dauðadóm fyrir um 13 árum fyrir að hafa rænt 13 börnum, neytt þau til að stunda vasaþjófnað og að lokum myrt með hryllilegum hætti. Laugardaginn 16. ágúst hafnaði forseti Indlands endanlega beiðni systranna um náðun, enda þóttu glæpir þeirra hinir óhugnanlegustu. Þær voru ákærðar fyrir tíu morð og dæmdar fyrir fimm og sagði sak- sóknari í málinu, Ujjwal Nikam, árið 2006, að þær hefðu staðið á bak við mun fleiri, en þær hreinlega myndu ekki fjöldann. Tvær vikur til að undirbúa sig Samkvæmt indverskum lögum hafa systurnar tvær vikur, eftir að dauða- dómur hefur verið staðfestur, til kveðja ættingja sína og undirbúa sig áður en þær verða hengdar og ku það hafa átt sér stað um síðustu helgi. Óhætt er að segja að íbúar víð- ast hvar á Indlandi hafi verið slegn- ir óhug þegar ódæði þeirra opin- beruðust við réttarhöldin 2001, en Renuka var 17 ára og Seema var 15 ára þegar þær frömdu sitt fyrsta morð. Þær ólust upp í fjöl- skyldu glæpamanna sem sá sér farborða með vasaþjófnaði og við réttarhöldin kom fram að móðir þeirra var við stjórnvölinn. Hún safnaðist til feðra sinna á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Markaðstorg og trúarlegir hátíðardagar Systurnar notuðu þau börn sem þær rændu til að trufla fólk á mark- aðstorgum eða á trúarlegum tylli- dögum á meðan þær komust yfir verðmæti þess. Við réttarhöldin var lýst einu tilfelli þar sem önnur systranna kastaði barni í jörðina til að koma í veg fyrir að augu vegfarenda beindust að stelandi systur hennar. Tilgangurinn var að framkalla með- aumkun vegfarenda með barninu og leiða athyglina frá vasaþjófnað- inum. þegar börn voru orðin of stór til að hægt væri að bera þau, voru þau einfaldlega myrt. Hengd í rjáfrið Í eitt sinn er barn vakti of mikla athygli með gráti henti önnur systirin því í jörðina. Með einum eða öðrum hætti tókst systrunum að hafa slasað barnið með sér þegar þær flúðu af vettvangi. Móð- ir systranna myrti barnið síðar með því að berja höfði þess í burðarsúlu. Annað barn, þriggja ára, talaði við vegfarendur um foreldra sína og var fyrir vikið hengt upp í rjáfur, með höfuðið niður og því slengt ítrekað í næsta vegg. Á meðal annarra fórnarlamba systranna og móður þeirra voru eins og hálfs árs og tveggja ára börn. Dómarinn í málinu sagði mál- ið vera „það fátíðasta af öllu fátíðu“. „Þær frömdu verknaðina ekki í geðshræringu, heldur afslappaðar. Líf barnanna eða þjáningar foreldr- anna skiptu þær engu máli,“ sagði dómarinn. n „Líf barn- anna eða þjáningar foreldr- anna skiptu þær engu máli Renuka (t.v.) og Seema Samviska íþyngdi systrunum og móður þeirra ekki. Í vörslu lögreglunnar Systurnar voru ákærðar fyrir tíu morð og sakfelldar fyrir fimm. Eyðilagði bíl- inn viljandi Þrjátíu og níu ára karlmaður í Texas í Bandaríkjunum, Andy Lee House, gæti átt yfir höfði sér langan fangelsisdóm eftir að hann játaði að hafa viljandi eyði- lagt fokdýran sportbíl af gerðinni Bugatti Veyron. Á þeim tíma var bifreiðin metin á um milljón dollara, rúmar hundrað milljónir króna á núverandi gengi. Þetta gerði House til að svíkja fé út úr tryggingunum. Atvikið átti sér stað við Mexíkóflóa árið 2009 og sagðist House hafa misst stjórn á bifreiðinni þegar hann reyndi að forðast að keyra á pelíkana á lágflugi. Bifreiðin end- aði úti í vatni og eyðilagðist vél hennar. Svo óheppilega vildi til fyrir House að vegfarandi tók at- vikið upp og á myndbandinu sést að engir pelíkanar voru á flugi þegar slysið varð. Rannsókn leiddi í ljós að House ók bílnum viljandi út í vatnið, að því er virðist til þess eins að fá hana greidda út úr tryggingunum. Ef honum hefði tekist ætlunarverkið hefði hann fengið um tvær milljónir dala, eða um tvö hundruð milljónir króna. Milljarðamær- ingur sparkaði í hund Des Hague, stjórnarformaður bandaríska fyrirtækisins Centerplate, er í vondum málum þessa dagana eftir að myndband birtist af honum að misþyrma hundi. Centerplate, sem metið er á um sex milljarða Bandaríkja- dala, er matvælafyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í að þjónusta íþróttaleikvanga víða um Bandaríkin. Á myndbandsupptökunni sést Hague sparka í hvolp af tegund- inni doberman, en hundurinn er í eigu vinar hans. Atvikið gerðist í lyftu og náðist á öryggismynda- vél. Eftir að málið komst í hámæli vestanhafs sá Hague sig knúinn til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar atvikið. „Ég skammast mín. Ég vil nýta tækifærið og biðjast afsökunar en einnig biðja fjölskyldu mína, fyrir tækið og viðskiptavini þess afsökunar því ég veit að þetta hef- ur haft neikvæð áhrif á marga.“ Hefur Hague heitið því að styrkja Sade-stofnunina, sem lætur velferð dýra sig varða, um hundrað þúsund Bandaríkjadali, jafnvirði 11,7 milljóna króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.