Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 20
Helgarblað 29. ágúst–1. september 201420 Fréttir Erlent Drap 300 manns – laus úr fangelsi n Var leigumorðingi fyrir Pablo Escobar n Drap kærustuna að skipan hans J ohn Jairo Velasquez er nafn sem hringir ef til vill ekki mörgum bjöllum hjá sumum. Staðreyndin er samt sú að Velasquez er einn alræmdasti leigumorðingi sögunnar. Velasquez, sem kallað­ ur er Popeye, eða stóreygur á ís­ lensku, starfaði fyrir kólumbíska eiturlyfjabaróninn Pablo Escob­ ar og sá um að koma þeim fyrir kattarnef sem þvældust fyrir hon­ um. Velasquez var snemma á tí­ unda áratug liðinnar aldar dæmd­ ur í 30 ára fangelsi fyrir morðin en honum hefur nú verið sleppt úr haldi eftir að hafa afplánað 22 ár í fangelsi. Þúsundir fórnarlamba? Velasquez játaði að hafa myrt 300 manns á níunda og tíunda ára­ tug 20. aldar en gaf það þó í skyn að fórnarlömbin væru miklu, miklu fleiri, eða allt að 3.000 tals­ ins. Löngu síðar, eða árið 2005, bar hann vitni gegn fyrrverandi dóms­ málaráðherra Kólumbíu sem var sakfelldur fyrir að leggja á ráð­ in um morð sem Velasquez síðan framkvæmdi. Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallaði um málið í vikunni og segir fréttaritari þess í Kólumbíu, Arturo Wallace, að skiptar skoð­ anir séu á að Velasquez hafi gefið frelsi. Margir væru þeirrar skoðun­ ar að hann hefði ekki goldið að fullu fyrir þá glæpi sem hann framdi á meðan aðrir séu þeirr­ ar skoðunar að eftir tvo áratugi í fangelsi sé tími til kominn að veita honum annað tækifæri. Velasquez var sleppt úr haldi á þriðjudag og var öryggisgæsla við fangelsið mik­ il. Nú tekur við fjögurra ára skilorð og þarf Velasquez að halda sig rétt­ um megin við lögin ætli hann sér að verða frjáls maður áfram. Drap forsetaframbjóðanda Meðal þeirra morða sem Velasquez var dæmdur fyrir er morð á forsetaframbjóðandanum Luis Carlos Galan árið 1989. Í ljós kom að fyrrverandi dóms­ málaráðherra Kólumbíu, Alberto Santofimio, sem einnig sóttist eftir forsetaembættinu, hafði fyrirskip­ að morðið á Galan. Sem fyrr segir vitnaði Velasquez gegn Santo fimio löngu síðar og fór svo að ráðherr­ ann fyrrverandi var dæmdur í 24 ára fangelsi árið 2007. Hæstiréttur landsins staðfesti síðar þann dóm. Galan hafði þá skýru stefnu að skera upp herör gegn eiturlyfja­ klíkum landsins og stefndi raun­ ar allt í sigur hans í forsetakosn­ ingunum. Allt kom fyrir ekki því hann var skotinn til bana í smábæ skammt fyrir utan höfuðborgina Bógóta. Santofimio var náinn bandamaður Pablos Esco bar, stofnanda Medellin­eiturlyfja­ hringsins sem smyglaði ógrynni af eiturlyfjum, kókaíni einna helst, til Bandaríkjanna og Evrópu á níunda og tíunda áratugnum. Kom fyrir sprengjum Reuters greindi frá því í vikunni að Velasquez hefði verið sleppt úr fangelsi, meðal annars vegna góðr­ ar hegðunar og þeirrar staðreynd­ ar að hann stundaði nám inn­ an veggja Combita­ fangelsisins þar sem hann afplánaði dóminn. Velasquez er í dag 52 ára og var því ungur að árum þegar hann hóf störf fyrir Escobar. Hann var einn af hans helstu bandamönn­ um. Hann kom að mörgum voða­ verkum og er hann meðal annars sagður hafa átt þátt í hryðjuverki sem framið var þegar flugvél Avi­ anca­flugfélagsins var sprengd árið 1989 með þeim afleiðingum að allir 107 um borð létust. Þá kom hann fyrir sprengjum víða um borgirnar Bógóta, Medellin og Cali þegar barátta Escobars gegn kól­ umbískum yfirvöldum stóð sem hæst. Ekki nóg með það heldur stóð hann einnig fyrir mannrán­ um og rændi Andres Pastrana sem átti síðar eftir að verða forseti Kól­ umbíu. Á þeim tíma var Pastrana borgarstjóri Bógóta. Þá rændi hann Francisco Santos sem átti síðar eftir að verða varaforseti Kól­ umbíu. Drap kærustuna sína Til marks um sterkt samband Velasquez og Pablos Escobar má geta þess að Velasquez myrti kær­ ustu sína að skipan Escobars. Sem kunnugt er var Escobar skotinn til bana árið 1993. Kærasta Velasquez var einnig fyrrverandi kærasta Esco bars og vildi hún hefna sín á honum eftir að hann neyddi hana til að gangast undir fóstureyðingu. Í viðtali í fyrra sagði Velasquez að ástæða morðsins hafi verið sú að hún hafi haft samband við banda­ rísku alríkislögregluna með það að markmiði að gerast uppljóstr­ ari. Upp komst um fyrirætlanir hennar og sagði Velasquez í við­ tali við Semana­tímaritið að það hafi verið mjög sársaukafullt að þurfa að fylgja skipunum Esobars. Í umfjöllun Reuters kemur fram að mögulega verði Velasquez skot­ spónn annarra leigumorðingja nú þegar hann er laus úr haldi. Hann bar vitni gegn fjölmörgum hátt settum glæpamönnum og emb­ ættismönnum á sínum tíma og ef­ laust eru margir sem vilja hefna sín á honum. Ekki liggur þó fyr­ ir hvort hann fái aukna vernd frá kólumb ískum yfirvöldum. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Laus úr haldi Velasquez játaði að hafa myrt 300 manns. Líklegt þykir að fórnarlömbin hafi verið fleiri. Escobar Pablo Escobar lét Velasquez meðal annars drepa fyrrverandi kærustu sína sem þá var kærasta Velasquez. Ástæðan er sú að hún ætlaði að gerast uppljóstrari fyrir bandarísk yfirvöld. Læknir lést úr ebólu Yfirvöld í Nígeríu hafa staðfest fyrsta dauðsfallið í landinu af völdum ebólu utan fjölmenn­ ustu borgar landsins, Lagos. Sá sem lést var læknir sem starfaði í hafnarborginni Port Harcourt á suðausturströnd Nígeríu. 70 manns í borginni eru undir eftir liti vegna gruns um smit og þá hefur eiginkonu mannsins verið komið fyrir í einangrun, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Á fimmtudag var staðfest að 1.550 hafi látist í ebólufaraldr­ inum sem nú geisar og yfir þrjú þúsund smitast, flestir í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne. Tilefnislaus sýruárás „Þetta var algjörlega tilefnis­ laus árás sem hefur eyðilagt líf mitt,“ segir Bretinn Darren Pidgeon sem varð fyrir fólsku­ legri árás um hábjartan dag í Essex í sumar. Darren, sem er 27 ára tveggja barna faðir, var á ferð um bæinn Rayleigh þegar maður gekk upp að bifreið hans og hellti sýru yfir hann. Ekki nóg með það heldur lét hann höggin dynja á honum áður en hann hafði sig á brott. Breska blaðið Daily Mail fjallaði um málið á dögunum og þar kemur fram að þó Pidgeon sé í dag á batavegi muni hann aldrei losna við örin eftir árásina. „Núna er ég at­ vinnulaus og þarf að farða mig á hverjum degi til að örin sjáist síður. Ég hafði ekki hugmynd um hver árásarmaðurinn var og var mjög ringlaður,“ segir hann við blaðið og bætir við að í fyrstu hafi hann talið að um piparúða hafi verið að ræða. Sársaukinn hafi hins vegar ver­ ið svo yfirþyrmandi og honum hafi liðið eins og andlitið væri að bráðna. Pidgeon þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í mánuð og gekkst hann undir nokkrar aðgerð­ ir. Þannig var húð tekin af fót­ leggjum hans og hún grædd á andlitið. Lögregla er engu nær um tilefni árásarinnar en í fyrstu var jafnvel talið að um reiðan ökumann hefði verið að ræða, einhvern sem var ósáttur við aksturslag Pidgeons. Lögregla hefur útilokað þá kenningu og hefur biðlað til almennings um að hafa samband ef einhver skyldi hafa verið vitni að atvik­ inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.