Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 11
Fréttir 11Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014
NOTAÐIR BÍLAR
Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík
Sími 590 2160 · www.notadir.is
Suzuki Grand Vitara
Árgerð 2012, ekinn 31 þús. km., bensín,
beinskiptur 4x4.
Verð: 4.090.000 kr.
Honda CRV
Árgerð 2012, ekinn 48 þús. km., bensín,
sjálfskiptur 4x4.
Verð: 4.690.000 kr.
Nýlegir
bílar
á betra
verði
Bílaleigubílarnir komnir í sölu
Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-164x4 4x4
Mótsagnir og rangfærslur ráðherrans
n Gaf ranga mynd af umræðum á Alþingi n Sagði samskiptin ákveðin í sameiningu
Lagði Stefáni fimm sinnum orð í munn
Fullyrti ranglega að hann hefði ítrekað sagt að enginn hefði beitt hann þrýstingi
Í viðtölum við Ísland í dag og Kastljós á
þriðjudaginn fullyrti Hanna Birna fimm
sinnum að Stefán hefði sjálfur ítrekað
sagt að enginn hafi beitt hann þrýstingi
í þessari rannsókn, sjá hér: „Hann sagði
opinberlega, hann Stefán, að ég hefði
aldrei beitt hann þrýstingi.“ […] „Stefán
hefur sjálfur ítrekað sagt það að það
hafi enginn beitt hann þrýstingi í þessari
rannsókn.“ […] „Stefán hefur þvert á móti
sagt að hann hafi ekki verið beittur neinum
þrýstingi. […] „Hann er mörgum sinnum
búinn að segja að ég hafi ekki beitt hann
neinum þrýstingi.“ […] „Stefán hefur ítrek-
að sagt, margítrekað, að ég hafi ekki beitt
hann neinum þrýstingi í málinu.“
Þetta er rangt. Stefán hefur hvergi
hafnað því að hafa verið beittur þrýstingi.
Fjölmiðlar hafa margsinnis gefið honum
kost á að hafna því, án þess að hann hafi
kosið það. Lögreglustjórinn hefur hins
vegar sagt að þrýstingurinn og afskiptin
hafi ekki verið ástæða þess að hann ákvað
að skipta um starfsvettvang.
Lýsir ítrekuðum þrýstingi
Í samtali sínu við umboðsmann Alþingis
lýsir Stefán ítrekuðum þrýstingi og afskipt-
um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan-
ríkisráðherra af störfum hans. Segir hann
ráðherra hafa kvartað undan seinagangi,
sett tímapressu á lögreglu, gagnrýnt eins-
taka þætti rannsóknarinnar, spurt hvort
lögreglan væri ekki „að ganga of langt“
og sagst ætla að „rannsaka rannsókn lög-
reglu og ríkissaksóknara“. Hafa ber í huga
að Stefán er, eins og umboðsmaður orðar
það, „skipaður embættismaður ráðherra
með tímabundna skipun“ og Hanna Birna
er æðsti yfirmaður lögreglunnar.
Stefán greindi umboðsmanni einnig
frá því að þegar DV birti frétt um afskipti
ráðherra af lögreglurannsókninni hefðu
aðstoðarmenn ráðherra haft samband og
beðið hann um að vísa fréttaflutningnum
á bug. Við þeirri kröfu varð hann ekki.
„Ekki í tölvupósthólfinu okkar“
Neitaði að hafa fengið skjalið sent en viðurkenndi það síðar
Hanna Birna vísaði því á bug í Kastljósi
á þriðjudag að hún hefði fengið skjalið
um Tony Omos og Evelyn Glory Joseph
sent í tölvupósti frá skrifstofustjóra
ráðuneytisins. Stuttu síðar viðurkenndi
hún að yfirstjórn ráðuneytisins hefði verið
„afhent“ skjalið.
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá
7. apríl árið 2014 segir orðrétt, með vísan
í greinargerð lögreglu: „Fram er komið að
skrifstofustjóri ráðuneytisins sendi minn-
isblaðið með tölvupósti til ráðuneytis-
stjóra, tveggja aðstoðarmanna ráðherra
auk innanríkisráðherra kl. 17:17 hinn 19.
nóvember 2013.“ Skjalið var vistað á opnu
drifi ráðuneytisins um svipað leyti og eftir
að hefðbundnum vinnutíma í ráðuneytinu
lauk. Fréttablaðið fór í prentun um kvöldið
og á forsíðu þess daginn eftir birtist frétt
skrifuð upp úr skjalinu.
„Tölvupósthólfinu okkar?“
Þegar Helgi Seljan minntist á að ráðherra
og aðrir hefðu haft skjalið í tölvupósthólfi
sínu svaraði Hanna Birna: „Tölvupósthólf-
inu okkar? Þær voru ekki í tölvupósthólfinu
okkar.“ Helgi sagði þá: „Þær voru sendar
til ykkar“ og Hanna Birna svaraði: „Þær
voru á opnu drifi í ráðuneytinu, og unnar í
ráðuneytinu, teknar saman.“ Nokkru síðar
viðurkenndi hún að „nokkrir embættis-
menn, ásamt yfirstjórn ráðuneytisins,
fengu þetta gagn afhent“ en leiddi svo
umræðuna annað.
Af ummælum Hönnu Birnu má ráða að
hún forðist umræður um tölvupóstinn, en
hún hefur áður gefið villandi svör aðspurð
um sama efni. Þann 3. ágúst fullyrti hún í
viðtali á Sprengisandi að skjalið hefði „ekki
fundist“ þegar leitað var að því en það
„dúkkað upp“ löngu síðar.
Vissi meira um rannsókn en Stefán
Sagði það óeðlilegt ef hún þekkti einstaka þætti rannsóknarinnar
„Er starfsmaður B ráðherrann eða
pólitískir aðstoðarmenn sem ráðherrann
ber ábyrgð á? Það er fullkomlega eðlilegt
að við fáum svör við því hér.“ Þessari
spurningu beindi Árni Páll Árnason,
formaður Samfylkingarinnar, til Hönnu
Birnu á Alþingi þann 18. júní síðastliðinn.
„Ég þekki ekki þessa rannsókn. Mér er ekki
kunnugt um hana og það væri óeðlilegt
að ég þekkti einstaka þætti hennar,“ sagði
Hanna Birna í svari sínu. Á þessum tíma-
punkti mátti ráðherranum vera orðið ljóst
að báðir aðstoðarmenn hans voru með
réttarstöðu sakbornings og að Gísli Freyr
Valdórsson væri starfsmaður B.
Þrátt fyrir að Hanna Birna hafi skýlt sér
á bak við það á Alþingi að hún vissi ekkert
um rannsóknina má nú vera ljóst að það
var ekki alls kostar rétt. Í bréfi umboðs-
manns Alþingis er haft eftir Stefáni að
Hanna Birna hefði í mars, apríl og maí
vitað hluti um rannsókn lögreglunnar á
lekamálinu sem hann sjálfur hafði ekki
hugmynd um: „Já, já, hún var með mjög
nákvæmar athugasemdir við einstaka
þætti í rannsókninni og svo nákvæmar að
ég hafði ekki hugmynd um að þeir væru í
gangi eða með hvaða hætti var verið að
vinna að þessari rannsókn og þurfti þess
vegna að afla mér upplýsinga um það til
þess að vera undir það búinn að svara
hennar spurningum.“
Sagði Mörð hafa lesið upp úr skjalinu
Sagði frá frá stíl og áferð skjalsins en fór ekkert út í efnisatriði
Í viðtalinu í Kastljósi þrætti Hanna Birna
fyrir að hún hefði sagt Alþingi ósatt þegar
hún fullyrti að ekkert benti til þess að
trúnaðargögn hefðu borist út úr ráðu-
neytinu og að þar væri ekki að finna nein
gögn sambærileg þeim sem fjölmiðlar
hefðu fjallað um.
Orðrétt sagði ráðherra í viðtalinu: „Í
umræðunum á Alþingi, það er ágætt að
þetta komi upp, þegar við ræddum málið
þar, vorum við að ræða það plagg sem
að Mörður nokkur Árnason veifaði úr
ræðustól, sem er plagg sem ráðuneytið
getur ekki gengist við“ og bætti við nokkru
síðar: „Vegna þess að í umræðu á þingi
snýst þetta um það og það er lesinn upp
þessi texti og það snýst um það að þetta
sé, sem það er, mjög óvarleg yfirlýsing um
einstakling.“
Gefur ranga mynd
Lýsing hennar á umræðunum á Alþingi er
ekki aðeins villandi heldur beinlínis röng. Á
þingi var aldrei rætt sérstaklega um þann
texta sem birtist í lokin á minnisblaðinu,
né var sá texti lesinn upp. Hanna Birna
vísaði því á bug strax í upphafi málsins
að nokkur trúnaðargögn hefðu borist úr
ráðuneytinu, og sagði þingheimi þann 16.
desember að í ráðuneytinu væri ekki að
finna gögn sem væru sambærileg skjalinu
sem fjallað hefði verið um. Á þessum
tímapunkti var Mörður Árnason varaþing-
maður ekki að störfum á Alþingi.
Þegar Mörður tók þátt í umræðum um
trúnaðarbrest innanríkisráðuneytisins
þann 27. janúar veifaði hann ekki minn-
isblaðinu úr ræðustól heldur sagði með
almennum hætti frá stíl og áferð skjalsins
sem hann hafði undir höndum. Hann fjall-
aði ekki um efnisatriði skjalsins, hvað þá
lokatextann sem Hönnu Birnu hefur orðið
tíðrætt um. Enginn þingmaður hefur lesið
þann texta upp. Innanríkisráðherra gefur
því alranga mynd af umræðum sem fram
hafa farið um lekamálið á Alþingi.