Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 28
Helgarblað 29. ágúst–1. september 201428 Fólk Viðtal V ið misstum mömmu okkar en við misstum hana samt ekki. Við misstum mömmu okkar eins og hún var. Hún er ennþá hér og við elsk- um hana ótrúlega mikið en hún er samt ekki sama mamma og við átt- um fyrir slysið,“ segja systurnar Lára Kristín og Anna Margrét Óskars- dóttir. Þann 13. maí 2010 lenti móð- ir þeirra, Margrét Stefánsdóttir, í alvarlegu hjólreiðaslysi. Systurnar segja sögu móður sinnar í þeirri von að vekja athygli fólks á því hversu mikilvæg notkun hjálms er. Þarf sólarhringshjálp Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerð- ist en Margrét féll af hjóli sínu þegar hún var að hjóla niður Skálholtsstíg í átt að Vesturbænum. Við fallið skall hún harkalega með höfuðið utan í gangstéttarbrún. Við það hlaut hún alvarleg höfuðmeiðsli en hún var ekki með hjálm en talið er að hjálm- urinn hefði getað minnkað skaðann. Þær Lára Kristín og Anna Margrét voru aðeins 16 og 14 ára þegar mamma þeirri lenti í slysinu sem átti eftir að breyta lífi þeirra allra og líklega hafa þær upplifað erfiðari hluti en flestir jafnaldrar þeirra. Þær urðu fullorðnar á einu augnabliki og skiptu að vissu leyti um hlutverk við móður sína. Í dag er Margrét bundin við hjólastól og þarf sólarhrings aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Af- leiðingar slyssins er einhvers konar heilaskaði og líkamleg fötlun í kjöl- far þess. Óvíst er hvort og hversu miklar batahorfurnar eru. Hún hef- ur þó tekið miklum framförum á síðustu árum. Var alltaf með hjálm „Mamma hjólaði mjög mikið og var alltaf með hjálm. Hún var á nýju hjóli þarna og var ekki með hjálm- inn á sér,“ segir Lára Kristín þegar blaðamann og ljósmyndara DV bar að garði á heimili Margrétar í vesturbæ Reykjavíkur. Það var lán að íbúðin sem fjölskyldan bjó í er á jarðhæð með sérinngangi og því þurfti lítið að gera til þess að gera hana hjólastólahæfa. Um þrem- ur árum eftir slysið flutti hún aftur heim og býr nú hér ásamt tveimur af þremur börnum sínum, syninum Stefáni og yngri dótturinni, Önnu Margréti. Lára bjó hér líka þar til fyrir stuttu síðan þegar hún flutti til föður síns. „Ég skal hjálpa þér út,“ segir aðstoðarkona Margrétar og færir hana til í sérútbúnum hjólastól. Margrét fer svo í stólnum út á sval- ir þar sem henni finnst gott að geta fengið sér sígarettu og kaffibolla með. „Hún ætlar að hætta bráð- um,“ segir Ragnhildur systir hennar sem kemur inn meðan á viðtalinu stendur. „Nei,“ heyrist í Margréti örlítið óskýrt og systir hennar hlær. „Okkur fannst það svo gott merki um bata þegar hún vildi allt í einu fara að fá sér sígarettu,“ segir systir hennar hlæjandi. Vita ekki hvað gerðist Örlagadagurinn 13. maí 2010 hófst eins og hver annar dagur hjá fjöl- skyldunni. Margrét fór um kvöldið í matarboð til vinkonu á nýju hjóli sem hún hafði fest kaup á sama dag. „Þennan dag þá var mamma að fara í matarboð til vinkonu sinnar og ætlaði svo að hjóla heim,“ segir Fyrir rúmum fjórum árum var Margrét Stefánsdóttir að hjóla heim til sín úr Miðbænum í Vesturbæinn. Hún féll af hjólinu og höfuðið slengdist utan í gangstéttarbrún. Slysið breytti lífi Margrétar og fjölskyldu hennar. Hún hlaut alvarlega höfuðáverka og þarf í dag hjálp við allar daglegar athafnir. Dætur hennar, Lára Kristín og Anna Margrét, segja sögu móður sinnar sem þær segjast hafa misst þó hún sé enn til staðar. Mæðgurnar Lára Kristín, Margrét og Anna Margrét. Lára var 16 ára og Anna Margrét 14 ára þegar mamma þeirra slasaðist. Mynd Sigtryggur Ari Breyttist allt eftir slysið Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is „Hún er hérna en þetta er ekki hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.