Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Side 54
54 Fólk Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 Gefur brjóst í ræktinni Knattspyrnukonan Margrét Lára Viðarsdóttir er óðum að kom- ast í sitt gamla form eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Margrét Lára og kærast- inn hennar, Ein- ar Örn Guð- mundsson, eignuðust son- inn Emil Örn í júní. Hlaupadrottn- ingin og einkaþjálfarinn Silja Úlfarsdóttir birti mynd af þeim mæðginum í lyftingasalnum á dögunum þar sem Margrét Lára var að gefa syninum brjóst inn- an um lóðin. Margrét Lára er því greinilega ekkert að flækja hlutina og mætir bara með son- inn á æfingu. Trúlofuð MMA- bardagamanni Tónlistarkonan Védís Vantída Guðmundsdóttir trúlofaðist kærastanum sínum, ástralska MMA-bardagamanninum og flugvélaverkfræðingnum Gokhan Turkyilmaz, á dögunum en parið hefur verið saman í um eitt ár. Turtildúfurnar settu upp hringana í Ástralíu þar sem þau dvelja núna en þau hafa verið á faraldsfæti síðasta árið og ferðast aðallega á milli Taílands, Íslands og Ástralíu. Védís Vantída, sem er yngri systir tónlistarkonunnar Rósu, gat sér gott orð með Magdalenu Dubik í poppgrúppunni Galax- ies en hún er einnig fyrrverandi kærasta sjónvarpsmannsins Sölva Tryggvasonar. Hafa gott af fjarbúðinni n Gunna Dís er bæjarstjórafrú á Húsavík n Uppalin á svæðinu Þ að fer bara vel um mig hérna. Veðrið hefur verið algjör snilld, alltaf sól, blíða og hiti. Ég er að finna mig rosalega vel,“ segir útvarps- konan Guðrún Dís Emilsdóttir sem er flutt til Húsavíkur en eiginmaður hennar, Kristján Þór Magnússon, er nýr bæjarstjóri í bænum. Kristján Þór er uppalinn á Húsavík og því þekkti Gunna Dís nokkra í bænum áður en þau fluttu. „Það hefur verið gaman að hitta allt það fólk. Það eru allir eitthvað svo elskulegir og bjóða mann vel- kominn í bæinn og kynna sig. Ég á í stórkostlegum vandræðum með að muna öll nöfnin en ég er að reyna. Það er bara svo mikið að taka inn á stuttum tíma. Að muna öll nöfnin hefur verið mesta áskorunin.“ Andri kom strax Gunna Dís stjórnar morgunþættin- um Virkum morgnum ásamt Andra Frey Viðarssyni og mun gera áfram þótt þau Andri séu hvort í sínum landshlutanum. Hún segir sam- starfið hafa gengið vel þrátt fyrir fjarlægð. „Við höfum bara haft gott af þessari fjarbúð. Fyrir vikið hef- ur blásið ferskum vindum í sam- bandið. Við erum samt ennþá að fínisera hlutina en þetta er allt að smella,“ segir Gunna Dís sem hef- ur bæði unnið á Húsavík og í stúd- íói á Akureyri. „Mér finnst bara frá- bært að geta rennt inn á Akureyri og tekið á móti gestum þar. Ég var dá- lítið stressuð að „kemestríið“ á milli okkar Andra myndi breytast en það hefur ekki gert það en það segir mér hvað við þekkjum hvort annað vel eftir þessi fjögur ár. Það er bara eins og við séum að tala í síma. Við erum alveg jafn eðlileg og þegar við sitj- um á móti hvort öðru. Það eina sem er öðruvísi er að ég sé ekki framan í hann og ég býst við að hann sé mjög feginn að sjá ekki framan í mig,“ segir hún hlæjandi en bætir við að Andri hafi þegar heimsótt hana. „Hann var mættur hingað 20 tím- um eftir að ég flutti. Ég kom hing- að á þriðjudagskvöldi og hann var mættur í heimsókn seinnipartinn á miðvikudeginum. Hann var að fara hringinn með fjölskyldunni og kom hér við í blíðunni á Mærudögum. Og hann á örugglega eftir að koma aftur.“ Allt að smella Gunna Dís, sem er uppalin í sveit, segist kunna vel við sig í fámenn- inu. „Ég er alls ekkert borgarbarn þótt ég hafi búið í borginni öll mín fullorðinsár. Ég var líka í mennta- skóla á Akureyri og þykir vænt um þann bæ. Það er frábært að vera í svona mikilli nálægð við hann. Og svo er svo stutt að renna austur. Núna erum við bara í tveggja og hálfs tíma fjarlægð frá mömmu og pabba. Við erum bara á fullu að koma okkur fyrir. Ég reikna með að fá gáminn minn í dag og get þá vonandi flutt inn. Stelpan okkar er byrjuð í fyrsta bekk og litli er kom- inn inn á leikskóla. Þetta er allt að smella.“ Hún segir nýja titilinn ekkert slor. „Bæjarstjórafrú! Hver hefði trúað því,“ segir hún hlæjandi en bætir aðspurð við að hún hafi ekk- ert orðið vör við jarðskjálftana sem tengjast jarðhræringum í Bárðar- bungu. „Ekki nema á þann hátt að maðurinn minn er búinn að vera mikið frá vegna látanna. Ég hef varla séð hann síðan hann hóf störf um miðjan ágúst. Vonandi fer þessu að linna svo ég geti fengið að sjá hann Stjána minn. Ef hann les þetta má hann gjarnan koma og bera inn úr gámnum.“ n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Bæjarstjórafrú Gunna Dís er á fullu að koma sér fyrir á Húsavík. MynD SiGtryGGur Ari Vinir Andri Freyr var mættur á Húsavík 20 tímum á eftir Gunnu Dís.„Að muna öll nöfnin hefur verið mesta áskorunin. Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Síðasta sýningarhelgi Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. kl. 14–16 Við leitum að liStaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð sem fer fram í september. Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 LISTMUNAUPPBOÐ Í SEPTEMBER Hallur Karl Hinriksson 21. – 31. ágúst málverkasýning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.