Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Blaðsíða 19
Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 Fréttir 19 Saga fiskeldis á Íslandi Fiskeldi á sér nokkuð langa sögu á Íslandi. Í úttekt sem Valdimar Ingi Gunnarsson, einn meðlima sérfræðihópsins sem vann að tillögum fyrir hið nýja frumvarp, gerði ásamt Guðbergi Rúnarssyni í grein sem birtist á sjavarutvegurinn.is árið 2004, kemur fram að fyrsta klakstöðin hafi verið byggð hér á landi 1884 en eldi á matfisk hófst ekki fyrr en 1942 í Kelduhverfi í Öxarfirði. Þá hófst fóðrun urriða en 1951 hófst eldi á regnbogasilungi og 1952 eldi á laxaseiðum. Laxeldisstöð ríkisins var svo sett á laggirnar í Kollafirði árið 1961. Áhugi á eldi jókst svo til muna á níunda áratugnum en rekstur gekk illa og lagðist víðast hvar af á þeim tíunda. Frá árinu 2000 var síðan nokkuð stöðugur vöxtur þar til annað bakslag átti sér stað árið 2007. Þá lagðist af laxeldi Samherja í Mjóafirði en framleiðsla fór úr tæplega 10.000 tonnum metárið 2006 í um 5.500 tonn árið 2007. Nú er framleiðsla hins vegar aftur komin á fullt skrið og var um 7.000 tonn árið 2013. Mest af bleikju eða 3.200 tonn og 3.000 tonn af laxi. Búist er við því að framleiðslan geti allt að tvöfaldast á allra næstu árum en þó nokkrar stórar eldiseiningar gangast nú undir umhverfismat. n 2013 – 7.053 tonn n 2012 - 7.431 tonn n 2011 - 5.309 tonn n 2010 - 5.050 tonn n 2009 - 5.165 tonn n 2008 - 5.029 tonn n 2007 - 5.622 tonn n 2006 - 9.961 tonn n 2005 - 8.424 tonn n 2004 - 8.285 tonn n 2003 - 6.232 tonn n 2002 - 3.657 tonn Heildarframleiðsla undanfarin ár Heimild: Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma 2013 Framtíðarhorfur í sjávarútvegi og fiskeldi Í sameiginlegri skýrslu OECD og FAO: Agricultural Outlook 2013–2022 sem kom út í fyrra er fjallað um þróun verðmyndun- ar, framleiðslu og neyslu matvæla á árunum 2013 til 2022. Þar kemur fram að verð á fiskafurðum mun hækka mikið á tímabilinu. Ástæðan er samspil aukinnar eftirspurnar, aukins framleiðslu- kostnaðar og minni framleiðsluvaxtar í bland við óstöðugleika í verði og framboðssveiflur. Því er einnig spáð að verð á fiskolíu og mjöli muni hækka mikið á tímabilinu vegna aukinnar neyslu og minni framleiðsluvaxtar sem aftur gæti leitt til hærri fóðurkostn- aðar í fiskeldi. Fiskeldi mun aukast mikið á tímabilinu og hlutfall eldisfisks af fiskneyslu í heiminum verður orðið stærra en hlutfall veiða árið 2015. Þótt eldi aukist mikið mun hlutfallslegur vöxtur þess minnka vegna hækkandi verðs á lýsi og mjöli, plássleysis undir eldi og hækkandi orkukostnaðar. Veiðar á heimsvísu munu aukast lítil- lega á tímabilinu vegna stofna sem ná sér á strik, betri veiðistjórn- unar og vegna minna brottkasts. Í skýrslunni er því spáð að efnahagur þróunarlanda (e. developing countries) muni batna á tímabilinu og vegna þess muni neysla í þeim löndum breytast. Það er að segja að prótínn- eysla muni aukast. Neysla (ársneysla á fiski á mann) á fiski mun aukast úr 19 kílóum að meðaltali árin 2010–2012 í 20,6 kíló árið 2022. Mest verður aukningin í þróunarlöndum og minnst innan OECD-ríkja. Seinni part tímabilsins 2013–2022 mun hægja á aukn- ingu í fiskneyslu þar sem verð á fiskprótíni verður orðið hátt miðað við aðra prótíngjafa. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, hélt fyrirlestur á Viðskiptaþingi í febrúar 2014 um framtíðarþróun markaða. Í máli hans kom fram að virkum neytendum, aðilum sem hafa tíu Banda- ríkjadali eða meira til umráða á dag, muni fjölga úr tveimur millj- örðum í heiminum árið 2013 í fimm milljarða árið 2030. Hlutfall virkra neytenda í heiminum fari úr 30% árið 2013 í 60% árið 2030. Spár um fjölgun virkra neytenda eru byggðar á gögnum frá OECD en samkvæmt þeim verður til ársins 2030 engin fjölgun á virkum neytendum í Norður-Ameríku og Evrópu, að Rússlandi meðtöldu. Í Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Afríku mun virkum neyt- endum fjölga um helming og í Asíu og öðrum Kyrrahafslöndum sexfalt. Því eru miklar líkur á að eftirspurn eftir fiskmeti muni aukast á næstu tveimur áratugum sem og að nýir markaðir opnist. fiskeldi fer vaxandi Samkvæmt spám OECD og FAO mun fiskneysla aukast á komandi árum en sá vöxtur kemur allur í gegnum eldi þar sem veiðar munu haldast nokkuð svipaðar. Vestfirðir arnarlax hf.: 3.400 tonna leyfi fyrir laxeldi á fjórum stöðum í Arnarfirði. Beðið eftir umhverfismati vegna aukningar í 10.000 tonn. fjarðalax hf.: 4.500 tonna leyfi fyrir laxeldi í þremur fjörðum. Bíður umhverfismats vegna 4.500 tonna aukningu. Fyrirtækið undirbýr aukningu á eldi í Patreksfirði og Tálknafirði í um 15.000 tonn ásamt Dýrfiski ehf. dýrfiskur hf.: 2.000 tonna leyfi fyrir eldi á laxi eða silungi í Dýra- firði og Önundarfirði. Þá er fyrirtækið með önnur fimm 200 tonna leyfi. Fyrirtækið hefur sótt um að auka eitt þeirra í 2.000 tonn og er einnig með Fjarðalaxi í sameiginlegu mati á 15.000 tonna eldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Hraðfrystihúsið: Gunnvör hf.: 2.000 tonna leyfi á þorskeldi í Álfta- og Seyðisfirði. Fyrirtækið hefur sótt um aukningu í 7.000 tonn á laxi, þorski eða regnbogasilungi sem bíður umhverfismats. aðrir: Nokkur smærri fyrirtæki eru með 200 tonna leyfi. Eitt þeirra er ÍS 47 sem hyggst auka framleiðslu í 1.200 tonn af þorski og regnbogasilungi í Önundarfirði og er það ekki háð umhverfismati. austfirðir fiskeldi austfjarða hf.: Leyfi fyrir 6.000 tonna framleiðslu af laxi og 4.000 tonna framleiðslu af regnbogasilungi í Berufirði. Einnig allt að 3.000 tonna leyfi fyrir þorski í Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið bíður umhverfismats um að auka framleiðslu á laxi og regnboga- silungi um 11.000 tonn. laxar fiskeldi ehf.: Undirbýr og er með leyfi fyrir 6.000 tonna leyfi til laxeldis í Reyðarfirði. Fyrirtækið undirbýr umsókn um 10.000 tonna aukningu sem er háð umhverfismati. Þá hefur einnig verið sótt um 4.000 tonna eldi í Fáskrúðsfirði og 5.000 tonna eldi í Berufirði en það er einnig háð umhverfis- mati. aðrir: Nokkur smærri fyrirtæki eru með 200 tonna leyfi á laxi eða þorski auk þess sem Samherji er með leyfi fyrir allt að 3.000 tonna eldi í Mjóafirði sem er þó ekki nýtt. Heimild: skýrsla nefndar um leyfisVeitingar og eftirlit í fiskeldi *tölur í skýrslunni miðast Við nóVember 2013. **aðeins brot að gildum leyfum er nýtt í dag eins og tölur um Ársframleiðslu gefa til kynna. gagnrýni Háværar gagnrýnisraddir hafa ver- ið uppi undanfarið vegna sjókvíaeldis á laxi. Fiskeldi á tímamótum n Miklar breytingar á regluverki og hávær krafa um umhverfisvernd n Vöxtur í neyslu fisks allur frá eldi n Aðeins verið að nýta lítinn hluta gildra leyfa Staða sjókvíaeldis laxeldi Útlit er fyrir mikinn vöxt í laxeldi við Ísland á næstu árum en nýtt frumvarp setur greininni fastari skorður en einfaldar um leið regluverk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.