Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2014, Page 19
Helgarblað 29. ágúst–1. september 2014 Fréttir 19 Saga fiskeldis á Íslandi Fiskeldi á sér nokkuð langa sögu á Íslandi. Í úttekt sem Valdimar Ingi Gunnarsson, einn meðlima sérfræðihópsins sem vann að tillögum fyrir hið nýja frumvarp, gerði ásamt Guðbergi Rúnarssyni í grein sem birtist á sjavarutvegurinn.is árið 2004, kemur fram að fyrsta klakstöðin hafi verið byggð hér á landi 1884 en eldi á matfisk hófst ekki fyrr en 1942 í Kelduhverfi í Öxarfirði. Þá hófst fóðrun urriða en 1951 hófst eldi á regnbogasilungi og 1952 eldi á laxaseiðum. Laxeldisstöð ríkisins var svo sett á laggirnar í Kollafirði árið 1961. Áhugi á eldi jókst svo til muna á níunda áratugnum en rekstur gekk illa og lagðist víðast hvar af á þeim tíunda. Frá árinu 2000 var síðan nokkuð stöðugur vöxtur þar til annað bakslag átti sér stað árið 2007. Þá lagðist af laxeldi Samherja í Mjóafirði en framleiðsla fór úr tæplega 10.000 tonnum metárið 2006 í um 5.500 tonn árið 2007. Nú er framleiðsla hins vegar aftur komin á fullt skrið og var um 7.000 tonn árið 2013. Mest af bleikju eða 3.200 tonn og 3.000 tonn af laxi. Búist er við því að framleiðslan geti allt að tvöfaldast á allra næstu árum en þó nokkrar stórar eldiseiningar gangast nú undir umhverfismat. n 2013 – 7.053 tonn n 2012 - 7.431 tonn n 2011 - 5.309 tonn n 2010 - 5.050 tonn n 2009 - 5.165 tonn n 2008 - 5.029 tonn n 2007 - 5.622 tonn n 2006 - 9.961 tonn n 2005 - 8.424 tonn n 2004 - 8.285 tonn n 2003 - 6.232 tonn n 2002 - 3.657 tonn Heildarframleiðsla undanfarin ár Heimild: Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma 2013 Framtíðarhorfur í sjávarútvegi og fiskeldi Í sameiginlegri skýrslu OECD og FAO: Agricultural Outlook 2013–2022 sem kom út í fyrra er fjallað um þróun verðmyndun- ar, framleiðslu og neyslu matvæla á árunum 2013 til 2022. Þar kemur fram að verð á fiskafurðum mun hækka mikið á tímabilinu. Ástæðan er samspil aukinnar eftirspurnar, aukins framleiðslu- kostnaðar og minni framleiðsluvaxtar í bland við óstöðugleika í verði og framboðssveiflur. Því er einnig spáð að verð á fiskolíu og mjöli muni hækka mikið á tímabilinu vegna aukinnar neyslu og minni framleiðsluvaxtar sem aftur gæti leitt til hærri fóðurkostn- aðar í fiskeldi. Fiskeldi mun aukast mikið á tímabilinu og hlutfall eldisfisks af fiskneyslu í heiminum verður orðið stærra en hlutfall veiða árið 2015. Þótt eldi aukist mikið mun hlutfallslegur vöxtur þess minnka vegna hækkandi verðs á lýsi og mjöli, plássleysis undir eldi og hækkandi orkukostnaðar. Veiðar á heimsvísu munu aukast lítil- lega á tímabilinu vegna stofna sem ná sér á strik, betri veiðistjórn- unar og vegna minna brottkasts. Í skýrslunni er því spáð að efnahagur þróunarlanda (e. developing countries) muni batna á tímabilinu og vegna þess muni neysla í þeim löndum breytast. Það er að segja að prótínn- eysla muni aukast. Neysla (ársneysla á fiski á mann) á fiski mun aukast úr 19 kílóum að meðaltali árin 2010–2012 í 20,6 kíló árið 2022. Mest verður aukningin í þróunarlöndum og minnst innan OECD-ríkja. Seinni part tímabilsins 2013–2022 mun hægja á aukn- ingu í fiskneyslu þar sem verð á fiskprótíni verður orðið hátt miðað við aðra prótíngjafa. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, hélt fyrirlestur á Viðskiptaþingi í febrúar 2014 um framtíðarþróun markaða. Í máli hans kom fram að virkum neytendum, aðilum sem hafa tíu Banda- ríkjadali eða meira til umráða á dag, muni fjölga úr tveimur millj- örðum í heiminum árið 2013 í fimm milljarða árið 2030. Hlutfall virkra neytenda í heiminum fari úr 30% árið 2013 í 60% árið 2030. Spár um fjölgun virkra neytenda eru byggðar á gögnum frá OECD en samkvæmt þeim verður til ársins 2030 engin fjölgun á virkum neytendum í Norður-Ameríku og Evrópu, að Rússlandi meðtöldu. Í Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Afríku mun virkum neyt- endum fjölga um helming og í Asíu og öðrum Kyrrahafslöndum sexfalt. Því eru miklar líkur á að eftirspurn eftir fiskmeti muni aukast á næstu tveimur áratugum sem og að nýir markaðir opnist. fiskeldi fer vaxandi Samkvæmt spám OECD og FAO mun fiskneysla aukast á komandi árum en sá vöxtur kemur allur í gegnum eldi þar sem veiðar munu haldast nokkuð svipaðar. Vestfirðir arnarlax hf.: 3.400 tonna leyfi fyrir laxeldi á fjórum stöðum í Arnarfirði. Beðið eftir umhverfismati vegna aukningar í 10.000 tonn. fjarðalax hf.: 4.500 tonna leyfi fyrir laxeldi í þremur fjörðum. Bíður umhverfismats vegna 4.500 tonna aukningu. Fyrirtækið undirbýr aukningu á eldi í Patreksfirði og Tálknafirði í um 15.000 tonn ásamt Dýrfiski ehf. dýrfiskur hf.: 2.000 tonna leyfi fyrir eldi á laxi eða silungi í Dýra- firði og Önundarfirði. Þá er fyrirtækið með önnur fimm 200 tonna leyfi. Fyrirtækið hefur sótt um að auka eitt þeirra í 2.000 tonn og er einnig með Fjarðalaxi í sameiginlegu mati á 15.000 tonna eldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Hraðfrystihúsið: Gunnvör hf.: 2.000 tonna leyfi á þorskeldi í Álfta- og Seyðisfirði. Fyrirtækið hefur sótt um aukningu í 7.000 tonn á laxi, þorski eða regnbogasilungi sem bíður umhverfismats. aðrir: Nokkur smærri fyrirtæki eru með 200 tonna leyfi. Eitt þeirra er ÍS 47 sem hyggst auka framleiðslu í 1.200 tonn af þorski og regnbogasilungi í Önundarfirði og er það ekki háð umhverfismati. austfirðir fiskeldi austfjarða hf.: Leyfi fyrir 6.000 tonna framleiðslu af laxi og 4.000 tonna framleiðslu af regnbogasilungi í Berufirði. Einnig allt að 3.000 tonna leyfi fyrir þorski í Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið bíður umhverfismats um að auka framleiðslu á laxi og regnboga- silungi um 11.000 tonn. laxar fiskeldi ehf.: Undirbýr og er með leyfi fyrir 6.000 tonna leyfi til laxeldis í Reyðarfirði. Fyrirtækið undirbýr umsókn um 10.000 tonna aukningu sem er háð umhverfismati. Þá hefur einnig verið sótt um 4.000 tonna eldi í Fáskrúðsfirði og 5.000 tonna eldi í Berufirði en það er einnig háð umhverfis- mati. aðrir: Nokkur smærri fyrirtæki eru með 200 tonna leyfi á laxi eða þorski auk þess sem Samherji er með leyfi fyrir allt að 3.000 tonna eldi í Mjóafirði sem er þó ekki nýtt. Heimild: skýrsla nefndar um leyfisVeitingar og eftirlit í fiskeldi *tölur í skýrslunni miðast Við nóVember 2013. **aðeins brot að gildum leyfum er nýtt í dag eins og tölur um Ársframleiðslu gefa til kynna. gagnrýni Háværar gagnrýnisraddir hafa ver- ið uppi undanfarið vegna sjókvíaeldis á laxi. Fiskeldi á tímamótum n Miklar breytingar á regluverki og hávær krafa um umhverfisvernd n Vöxtur í neyslu fisks allur frá eldi n Aðeins verið að nýta lítinn hluta gildra leyfa Staða sjókvíaeldis laxeldi Útlit er fyrir mikinn vöxt í laxeldi við Ísland á næstu árum en nýtt frumvarp setur greininni fastari skorður en einfaldar um leið regluverk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.